Morgunblaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 4
4
MORGVNBT. 4 fílt)
Eaugardagur 11. maí 1963
dknor
ur Fram-
tilgangur
Höfum það, sem sannara reynist
Ræða Jóhanns Hafsteins, alþm.
d Varðarfundinum s.L miðvikudag
'EITT a£ þvl sem fylgir stjórnmál
um vorra tíma er hinn svokallaði
áróður — „agitation“.
Konungar og keisarar fyrri
tima þurftu ekki á áróðri að
’halda. Þeirra var mátturinn og
dýrðin.
Aróður getur verið hættulegt
fyrirbrigði. Hann á ekki að þurfa
að vera það í lýðræðisríki. En í
einræðisríkjum þessarar aldax er
hann hið tvieggjaða, hættulega,
skaðsama vopn.
Áróðurinn í slíkum ríkjum er
ímynd blekkingarinnar. Það er
vegna þess að nútíma einræðið
telur sér nauðsynlegt að telja sér
og öðrum trú um, að það beiti
valdi sínu í umboði fólksins, sbr.
alræði öreiganna. Kommúnism-
inn átti upptökin, — eftir komu
fasistar og nazistar og aðrir slík-
ir.
í heilbrigðu, lýðræðislegu þjóð
félagi er áróðurinn hins vegar
ekki hættulegur. Þar er frelsi
til að svara áróðrinum. Þeir, sem
í slíkum ríkjum falla fyrir
þeirri freisni að halda að skefja-
laus áróður gagni þeim eins og
í þeim ríkjum, þar sem engum
vörnum verður við komið — eru
fyrirfram dæmdir til þess að
tapa taflinu, — þeir verða af-
hjúpaðir.
Það er sitt hvað að vinna að
framgangi stefnu og málstaðar
með áróðri eða hitt að beita
áróðri til að blekkja um stefnu
og málstað, — hvort heldur er
Um eigin stefnu og málstað og
tilgang eða um málstað og til-
gang andstæðinga.
Um þetta fyrirbrigði ætla ég
að ræða í kvöld.
Til þess að skýra mál mitt hefi
ég valið að reyna að skil-
greina kosningaáróður Framsókn
arflokksins í þeim Alþingiskosn-
ingum, sem í hönd fara, og til-
gang þeirra með þeim áróðri,
sem af þeirra hendi hefir verið
við hafður og mun verða við
hafður fram til 9. júlí, eða fram
að kjördegi.
Frekari formáia þarf ég ekki,
en varpa nú fram þeirri spurn-
ingu: — hver er áróður þessa
• flokks, í hverju er hann fólginn
og að hverju stefnir hann?
Fyrst er að svara því, í hverju
er áróður Framsóknar fólginn?
Það liggur nú ljóst fyrir, eftir
langar og síendurteknar umræð-
ur á Alþingi í vetur og eftir
þeirra eigin flokkaþing, rétt
fyrir sumarmálin.
FRAMSÓKNARÁRÓÐURINN
Ég mun nú reyna að skilgreina
kjarna þessa áróðurs. Þar eru
ræður flokksforystunnar og sam
þykktir flokksþings að sjálf-
sögðu aðalheimildin.
F.ftirfarandi er haldiff fram:
1. Viffreisn núverandi ríkis-
stjórnar hefir brugffizt. —
Samdráttur á öllum sviffum
þjófflífsins hefir haldiff inn-
reiff sína. — Þaff er kallaff
„móðuharðindi af manna-
völdum.“
2. Núverandi stjórnarflokkar
eru staðráðnir í að svíkja
íslenzku þjóðina, fyrirgera
sjálfstæði hennar og frelsi
með því að innlima íslend-
inga í samtök stórþjóða —
Efnahagsbandalag Evrópu.
3. Þetta gerist með því að
Sjálfstæðismenn og Alþýðu
flokksmenn eiga ekki önnur
meiri áhugamál en þau, að
afsala íslcndirvgum rétti til
auðlinda landsins — og þá
fyrst og fremst frumburðar-
réttinum til hinnar islenzku
landhelgi, sem nú skuli opn
nð fyrir öðrum þjóffum.
4. Hér á aff innleiða mátt auff-
valdsins, „stórkapitalism-
ans“ — og af því íslend-
ingar þekkja lítið eða ekki
til stórkapitalisma, þegar
S.Í.S. er fráskilið, er því
haldið fram, að okkar á-
hugamál sé, að hér haldi
innreið sína stórkapitalismi
á vogum erlends f jármagns.
5. Allt þetta og annað verra
er þaff, sem Framsóknar-
menn telja sig berjast gegn,
enda standi þeir jafnan
vörff um jafnrétti í þjóðfé-
laginu og rétt litilmagnans.
— 0 —
Nú er ég alveg viss um, að
þegar menn heyra þetta, sem
ég tel vera kjarnann í kosninga-
áróðri Framsóknar, þá segja
menn: Jóhann Hafstein á nú
ekki að vera svona öfgafullur —
auðvitað er þetta ofmælt um mál
flutning Framsóknar — enginn
flokkur gerir sig beran að slík-
um fjarstæðum.
Nú er á það að líta.
1. atriðá
Almenningur minnist ræðu-
halda Framsóknarmanna í eld-
húsumræðunum, sem útvarpað
var frá Alþingi í þinglokin. Þar
var dregin upp hjá hverjum
ræðumanni á fætur öðrum ófög-
ur mynd af ástandinu í þjóðfé-
lajinu, — allt í kaldakolum.
Furðaði menn á öllum þeim öf-
ugmælum. Formaður Framsókn-
arflokksins F«ysteinn Jónsson hef
ur nýlega haldið tvær stórar
pólitískar ræður, þá fyrri í eld-
húsumræðunum og hina síðari
á flokksþingi Framsóknar. Ekki
lýsti hann ástandinu í þjóðfélag-
inu vel í fyrri ræðunni, en þó
var hert á ósómanum i hinni síð-
ari. Siðan sarrnþykkti flokksþing
Framsóknarflokksins, þar sem
sagt var, að sætu um 700 full-
trúar, svokallaða stefnuyfirlýs-
ingu eða stjórnmálayfirlýsingu,
sem enn hefur vakið undrun
manna. Hér er í raun og veru
alls ekki um neina stjórnmála-
yfirlýsingu í venjulegum skiln-
ingi að ræða, heldur samsuða af
svívirðingum um núverandi
stjórnarflokka og um öngþveiti
það, sem í þjóðfélaginu ríki og
er að mestu leyti endurtekning
á stóryrðum forystumannana.
MÓÐUH ARÐINDEN:
Allri þessari samsuffu er
’bezt lýst í fæstum orffum í
þingræffu Karis Kristjánsson-
ar, sem hann hélt í efri-deild
3. nóvember 1960, þegar hann
gerffi orff þingeysks bónda aff
sínum og sagffi: „þaff er hart
aff þurfa aff lifa móffuharffindi
af mannavöldum", en hann
átti þar viff efnahagsaffgerðir
nú verandi ríkisstjórnar. Karl
taldi ríkisstjórnina stefna að
því aff eyðileggja landbúnað-
inn, en ekki aðeins þessa at-
vinnugrein, heldur bætti hann
við eftirfarandi:
„Öskufall hennar nær líka
tii sjávarsíðunnar og yfirleitt
til hins almenna framtaks í
landinu". Svo sagði Karl:
„Móðuharðindi af mannavöld-
um mega ekki eyða by.ggðum
Islands".
Nú mætti ætla af ræðum, á-
lyktunum og orðum þeirra Fram
sóknarmanna, að ástandið í land-
inu sé svo geigvænlegt, að naum-
ast geti það versnað. En for-
manni Framsóknarflokksins, Ey-
'arflokkarnir afsali fullveldi
og sjálfstæði landsins með að-
ild að Efnahagsbandalagi
Evrópu, hleypi útlendingum
ínn í fiskiðnaðinn og islenzku
landhelgina o. s. frv.
Þegar menn hafa fyrir sér,
hver á sínu sviði og í raun og
veru um gjörvalt land, hina öru
þróun í efnahagslífinu og fram-
'kvæmdum öllum, bæði til sjávar
oig sveita, er von að menn undr-
ist öli þessi gífuryrði.
Jóhann Hafstein
steini Jónssyni, finnst lýsingin
ekki enn nógu svört. Þess vegna
segir hann í ræðu sinni á flokks-
þingi Framsóknar, að enn sé
von á fleiru. Skal ég taka hér
upp smá kafla úr þeirri ræðu,
þar sem formaðurinn lýsir þvi,
hvað koma muni til viðbótar, ef
núverandi stjómarflokkar haldi
•meirihluta, en þar segir hann
meðal annars:
VON A FLEIRU
„Þá mun verða séð um, að
samdráttur sá, sem nauðsyn-
legur er talinn sem fylgiliður
í stefnu ríkisstjómarinnar,
misheppnist ekki, — — þá
mun verða takmörkuð eftir-
spum eftir vinnuaflinu til
þess að hafa hemil á kaup-
gjaldinu,----þá munu koma
ráðstafanir til að setja á
vinnulöggjöf í stíl stórkapital-
ismans,------ennfremur mun
koma til endurskoðunar um
félagafrelsi í landinu, — dreg
ið mun verða úr strandferð-
um,------dregið úr ríkisfram-
lögum til vega í dreifbýlinu,
— — og þá mun koma til
greina og framkvæmda að
verulegu leyti draumar þeirra
og fyrirætlanir, sem helzt sjá
það til bjargar í íslenzkum
þjóðarbúskap, að erlent fjár-
magn fái að leika hér lausum
hala.“ Og loks segir formað-
urinn að koma muni, að stjórn
SVARAÐ FRA HÚSAVÍK
En það er mikil kaldhæðni ör-
laganna, að mönnunum, sem tala
um móðuharðindi af mannavöld-
nm í þjóðfélaginu skuli vera
svarað í töluvert öðrum tón af
þeirra eigin flokksmönnum, og
úr þeirra eigin byggðarlagi. En
23. ágúst'sl. sumar birti Tíminn
heila blaðsíðu með myndum um
’ástandið í Húsavík, þar sem
’Karl Kristjánsson á heima. Hér
er um að ræða viðtal við Ingi-
mund Jónsson, bæjarfulltrúa
Framsóknarflokksins á Húsavík,
en áður en viðtalið hefst, er svo-
hljóðandi inngangur:
„Engum, sem kemur til Húsa
víkur getur blandast um það
hugur, að þar er bær í örum
vexti. Um allan bæinn eru
hús í smíðum, ýmist langt
komin eða stutt. Slíkt er ólýg-
inn mælikvarði á ástand í
‘byggðarlögum.
Hvað er það, sem veldur
stækkun Húsavíkur, enginn
flytti þangað ef þar væri doði
yfir atvinnulífi, ef atvinnu-
leysið væri það eina, sem upp
á væri að bjóða, ef þar væri
dauður bær.
Nei, þá væri víst ekki verið
að byggja á Húsavík, heldur
væri þá hin hliðin uppi á
teningnum, þá flyttist fólkið
frá en ekki til Húsavíkur.
Það sem veldur er, að á
Húsavík er nú atvinnulíf meff
miklum blóma.“
Og í viðtalinu segir bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins:
„Jú, það stendur margt til,
þetta er mjög ört vaxandi
hær, mikil vinna og mörg hús
í smíðum.“
Hér er verið að lýsa ástand-
inu eins og það raunverulega er
víðast hvar um landið og er það
verðugt svar til móðuharðinda-
manna.
En eins og ég sagði, Húsavík
er ekkert einsdæmi. Þegar blað-
að er í Tímanum í kringum þessa
Húsavíkurgrein frá því í ágúst-
mánuði á sl. sumri er hver grein-
in á fætur annarri úr sjávar-
þorpum og kauptúnum og þar
er allsstaðar sama sagan.
Asgrímur Halldórsson, kaup-
feiagsstjóri á Höfn í Hornafirði,
og frambjóðandi Framsóknar í
Austurlandskjördæmi, Segir frétt
ir þaðan: Hafin bygging stórs
verzlunarhúss í Höfn, — bygg-
ing nýs félagsheimilis, — verið
að smíða 6 ný íbúðarhús, — haf-
in steypun gatna, — unnið að
nýrri rafstöðvarbyggingu og raf-
veitukerfið stórum endurbætt, —
og að lokum þetta: „Eftirspurn
eftir vinnuafli er mun meiri en
framboðið.“
Frá Eskifirði fær fréttaritari
Tímans þetta svar: „Blessaður,
það er svo mikil atvinna og
menn þurfa að vinna svo mikið,
að þeir hafa engan tíma, sem
heitið getur til að sinna félags-
málum eins og æskilegt væri.“
Svona er það á einum tíu stöð-
um öðrum, sem blaðið birtir
fréttir frá Og myndir í þessum
eina mánuði, það eru ný Ibúðar-
hús, nýjar kaupfélagsbyggingar,
steinsteyptar götur í fyrsta skipti
í sjávarþorpum og kauptúnum,
félagsheimili, hafnargerðir, nýir
toátar, fiskiðjuver o. s. frv.
Við það sem ég nú hefi sagt
skal ég bæta örfáum myndum
varðandi hinn margumtalaða
samdrátt Framsóknarmanna í
þjóðfélaginu.
VAXANDI FRAMKVÆMDIR
Ef litið er í framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar varð-
andi fjárfestingu og fjáröflún á
árinu 1963 sagir þar m. a. þetta:
„Gert er ráð fyrir, að fjár-
festing á árinu 1963 verði 3.220
milljónir króna, er hér um mikla
hækkun að ræða frá 1962, en það
ár er talið að fjárfesting hafi
numið 2.711 milljónir króna.
Eru þá báðar upphæðirnar mið-
aðar við sama verðlag, þ.e.a.s.
verðlag ársloka 1962. Nemur
hækkunin því rúmum 500 millj-
ónum króna eða 19%. Er þetta
hlutfallslega nokkru meiri hækk
un, en átti sér stað á árinu 1962,
en hún var talin 17%. Hækkun
verður í öllum aðalgreinum fjár
festingar í atvinnuvegum. Rúm-
ur helmin.gur hækkunarinnar
’stafar þó eingöngu af aukningu
'á innflutningi fiskiskipa. Af þess
■um ástæðum hefur hækkunin
ekki jafnmikil áhrif á atvinnu
innanlands og ella mundi.“
Enn kemur þetta illa heim við
móðuharðindatalið eða sam-
dráttarkenningarnar. Ef litið er
á innflutning fiskiskipa eingöngu
þá blasir þetta við:
8000 RÚMLESTIR
Á þessu ári er ráðgert skv.
samningum, að til landsins komi
nýsmíðuð 45 fiskiskip erlendis
frá. Aldrei hafa íslendingar eign
ast jafnmarga nýja báta á einu
ári, en innflutningur báta er nú
frjáls. En það sem meira er, þetta
eru allt miklu stærri fiskiskip en
áður, langflest stálskip, að jafn-
aði 200 tonn og miklu betur bú-
in að tækjum en áður var. Þetta
er aukning á þessum skipastóli
um 8000 rúmlestir á einu ári. Og
verðmæti þassa fiskiskipaflota
er hvorki meira né minna en
rúmar 400 milljónir króna. Til
samanburðar má geta þess, að á
síðasta ári vinstri stjórnarinnar
komu til landsins sjö bátar 587
rúmlestir. Er þá augljóst, að ekki
hefur hún brugðið skjótt við til
stórræða. En hæsta rúmlestatala
fyrir utan 1963 er á árinu 1960
með 3.972 rúmlestir. Lögð voru
drög að byggingu sumra þessara
skipa í tíð vinstri stjórnarinnar,
en hvergi nærri allra og þetta