Morgunblaðið - 11.05.1963, Side 8

Morgunblaðið - 11.05.1963, Side 8
8 UORCVNBL 4 m» L'augardagur 11. maí 1963 Heilsað upp á gamla kunn- ingja Er það ekki með ólíkindum hvað tíminn tifar fljótt, og ekki síður hitt hve oft fennir fljótt í spor og slóðir, sem voru svo greinilegar, að við héldum, í stundarJheimsku okkar, að þeirra myndi lengi sjá merki. Nú eru senn 40 ár og þó tveim ur betur sáðan mörkuð voru djúp spor í tæknisögu jarðræktar á íslandi, svo djúp að með þeim hætti, að ætla mætti að bændum og raunar öllum landslýð yrði lengi í minni. En svo ört hefir gengið, og fljótt verið yfir far- ið, á braut framfaranna, að nú isiitja ekki nema tiltölulega fáir bændur á búum sínum er muna það, sem ég hér mæli um, og er ljóst, hve mikið það var og merkilegt. Vorið 1921 var flutt til lands- ins og tekin í notkun hin mikil- virkasta og viðamesta aflvél til jarðræktar, sem nokkurntíma hefir rótað við íslenzkri mold, — og svo önnur samskonar 1922. Menn gefa óskabörnum góð nöfn, eftir því sem vit og smekkvísi endist til. Tvo tugi ára höfðu menn sungið ræktunarljóð bónd- ans á Sandi í Aðaldai: Gjörvöll landsins fen og flóa, fúakeldur, holt og móa á að láta grasi gróa gera að túni alla jörð, jafnvel bolt og blásin börð, — og þar við sat. Getan og mögu- leikarnir að lækka drambið í þúfunum voru litlir og fáir, hvað þá að fást við fúakeldurnar. En nú var meir en mannsaflið loks komið til sögunnar, já og meir en máttur hinna dráttarléttu og lítt tömdu púlshesta, sem raunar VEir nóg af, að höfuðtölu. Þúfna- bani var hún skírð vélin mikla, sem Sigurður búnaðarmálastjóri hafði fengið til landsins, af þrot- lausri bjartsýni, svo að segja má að vart kynni hann fótum sínum forráð. En við þetta átak hafði Siguxður bakhjarl er eigi brást, Magnús Guðmundsson fjármálaráðtherra. Þúfnaibaninn — 6 smálesta þungur og með tveggja metra háum hjólum, 135 cm breiðum, braut og tætti þýfið í tveggja metra breiðum förum, svo að undur var á að líta. En hann braut iíka sjálfan sig — á þúf- unum. Þetta var bylting, þebta voru tímamót, svo gjörsamleg að það skipti í raun og veru minnstu máli þótt „þúfnabani- tímabilið" yrði skammgóður vermir í íslenzkri jarðrækt, hin mikla tilraun mistækist. Annað tók við, ísmn var brotinn, hér varð ekki aftur snúið, engum kom það til hugar, og þess gerð- ist ekki þörf. Nú er svo mikið og margt um breytt, tæknin orðin svo mikil og sjálfsögð, að ungu ræktunar- bændurnir eiga bágt með að átta sig á því sögulega skammvinna tækniskeiði jarðræktarinnar, sem við eldri mennirnir tölum um sem þúfnabana-tímann. Um þann tíma á ég margar minningar, og einnig mmn- ingar um eftirhreytur frá þeim tíma og þeirri vinnu, t.d. 100 hektara-flögin á Korpúlfsstöðum, sem mér auðn- aðist að líta yfir fullunnin. Ein spaugilegasta minningin, og mér ekki ókær, er um það, er reynt var — í fúlustu alvöru — að klekkja á mér með því að kalla mig „þúfnabanakúsk“, og átti að vera skammaryrði er um mun- aði, enda hafði sá bóndasonur er að skömmunum stóð aldrei lagt sig niður við það að vinna svo næmi dagsverki að því að rækta jörð. í>að var nú það, en hér er nú annað í efni en að rekja slíkar minningar, og halda á lofti heimsikra manna munn- söfnuði. Þúfnabanarnir, þær merkilegu vélar, voru smíðaðar hjá búvéla- firmanu þýzka Heinrioh Lanz í Manrnheim. Á þúfnabanaárun- um lék mér hugur á að heim- sækja þá verksmiðju, en aldrei gat orðið af því, og svo leið þessi tími hjá, önnur verk bar að höndum, með heimsóknum í margar búvélaverksmiðjur víða um lönd, austan hafs og vestan. En svo loks eftir 40 ár ber það við að mér berst upp í hendurn- ar eða svo að segja heimisókn til Lanz í Mannheim, gömul ætlan og ósk verður að veruleika. Nú eru það ekki þúfnabanarnir sem eru á dagskrá, nú er að sjá á sviði eina sýningu hins nýja vestur-þýzka iðnaðarríkis, sem ærnar fréttir fara af, og um leið að fá dálitla innsýn í vandamál sem sjaldan er rætt um, en eigi að síður eru til — því miður, vandamál sem víða eru uppi og íslenzka þjóðin hefir einnig orð- ið vör við, en öllu heilli ebki nema lítils háttar. Já svo lítils háttar, að heill hennar er mikil, isvo mikil að þeir sem eru að reyna að gera þar úlfalda úr mýflugu ættu satt að segja að hafa hægt um sig. II. Það var í febrúarlok, hávetur á Þýzkalandi, þeim slóðum þar sem Manheim liggur. Síðla kvölds ekur lestin inn í borg- ina. Eitt af þvi sem ég veiti athygli er ljósmerki eitt mikið JOHN REERE — LANZ, jæja hugsa ég, þá veit ég hvar stöðv- ar þeirra eru í borginni, og þarf ebki að spyrja til vegar þótt ég ltíi þar inn, og snemma næsta morgun arka ég leiðina þangað. Samkvæmt áætlun minni hefi ég bara tvo daga til umráða á þessum slóðum, mér ber auðvit- að engin nauðsyn til »ð kynna mér starfsemi þessara verk- smiðja fremur en annað, en er þó nokkur forvitni á því — svona upp á gamlan kunningskap, eins og þar segir. Það er fljótsagt, að er ég kynni mig sem gamlan „þúfnabana- kúsk“ er mér tekið opnum örm um, og mér standa allar dyr opnar, hér er nafnagiftin ekkert skammaryrði, fjarri því, eldri mennirnir kinka kolli við- urkennandi, og mér virð- ist ekki laust við að þeir yngri líti til mín með nokurri lotningu þúfnabanarnir eru stór hlutur í sögu Lanz verksmiðjanna, fyr- ir þeirra daga, en einmitt enn- þá stærri fyrir það, að nú heyrir þetta sögunni til. Hafi ég ætlað að fara fljótt yfir sögu í verk- smiðjunum, og nota tímann í Manniheim vel til annars, hefi ég mísreiknað mig, sú varð raumn. Það er eins og ég hafi gefið vissri persónu litla-fingurinn, nú tekur hún alla hendina. Eftir að hafa heilsað upp á yfirmann þann sem hefir mest með sölu til blámanna í Afríku að gera, að viðbættri sölu til hvítra manna á Norðurlöndum, eru mér fengnir tveir menn til fylgdar, annar gamall eftirlaunamaður, jafnvígur á ensku sem þýzku, hefir starfað áratugi hjá Lanz, löngum meðal Tyrkjalýðs, en hinn ungur verkfræðingur, upp- rennandi, Fuohs heitir sá gamli — yfirverkfræðingur að loka- starfi, en Wuttke sá ungi, hann mælir líka á enska tungu, en ekki reiprennandi, en allt sem á góma ber vill hann vita um á ensku, ef ég gríp til minnar gömlu hálfgleymdu þýzku, sem mér er þó töm, er um tækni og vélar er að ræða. Ég nefni þetta, því að í þessu kemur berlega fram afstaða hins unga þýzka verkfræðihgs, sem starfsmans hjá gömlu þýz>ku firma, sem nú er kornið á amerískar hendur, hann sér og. skilur nauðsyn þess að verða vcl fær í enskri tungu, að minnsta kosti að því er til tæknimálsins kemur. Svipað mun vera ástatt um mikinn f jölda ungra manna og kvenna í Vestur- Þýzkalandi eins og nú er komið og við horfir. Fljótsagt, þessir trveir menn, með aðstoð fleiri manna, bún- aðarspesialista og yfirmarma, sleppa ekki hendinni af mér í tvo daga, svo að ég verð að gera hálfgerða uppreisn til þess að fá að sjá fleira en verksmiðjur þeirra, en einnig þá nýt ég fyr- irgreiðslu þeirra. Við örkum um verksmiðjurn- ar út og suður. Á beztu tímum Lanz verksmiðj anna, fyrir stríðið, unnu þar um 10 þúsund manns. Þetta var þá ein af hinum stærstu búvélaverk- smiðjum Þýzkalands, og þeir seldu vélar víða um lönd. Þegar þúfnabanana þraut, en það var einmitt um það leyti er þeir Fyrri grein voru teknir í notkun hér á landi fór Lanz að framleiða hina svo kölluðu Bulldog traktora. Það voru nú skrýtnar skepnur af traktorum að vera, einn strokk- ur flatliggjandi, og ganghljóðið eftir því, eins og í gömlu tví- gengis bátamótorunum. En þess- ar einföldu aflvélar reyndust að mörgu leyti framúrskarandi vel, og náðu mikilli útbreiðslu, þótt aldrei legðu þær yfir hafið til íslands. Ég sé fleiri gamla Bull- dogga í gangi í verksmiðjunum, og hendi hálfgert gaman að. En Fuohs gamli segir: Þetta voru nú góðar gamlar vélar — á sín- um tíma, við notum þær ennþá til dráttar og flutninga innan verksmiðjanna. Við frumstæð skilyrði voru þær alveg afbragð og ódrepandi, t.d.'í Afríku, fjarri öllum verkstæðum, blökkumenn- irnir náðu fljótt utan um þá tækni, og gátu gert við svona vél þótt eitthvað bilaði, Bull- dogg var þar og víðar við hæfi og aðstæður. Nú fá menn á slík- um slóðum nýtízku dísiltraktora, þegar þeir bila botnar enginn neitt í neinu og allt stendur fast. — Já, víst er mikið til í því sem Fuohs segir um þetta. Mannheiim varð hart úti á str.ðsárunum, sprengjunum rigndi og í heilum borgarhverf- um, einmitt verksmiðjuhverf- um, stóð varia steinn yfir steini. Að stríðinu loknu stóðu málin þannig að eigendur Lanz verk- smiðjanna stóðu gagnvart tvö- földum vanda, að byggja upp verksmiðjurnar að mestu að nýju, og að gjörbreyta fram- leiðslunni til nýrra hátta, timi Bulldogganna var umliðinn. En það skorti fé, þá kom ameríska búvélafirmað John Deere til sögunnar. Gamalt og kunnugt firma, en hafði að sumu leyti verið íhaldssamt í framleiðslu sinni. Allt fram að stríðsárum smíðuðu þeir traktora mijög ein- falda að gerð, með flatliggjandi strokkuim. En á þeim tímum, áður en vökvalyftan og fleira af hinu nýja í traktoratækninni ruddi sér til rúms, voru þessir einföldu John Deere traktorar afar vinsælir í Bandaríkjunum, taldir ódrepandi, og það var bændum þar fyrir mestu, lengi vel. Á stríðsárunum héimsótti ég John Deere verksmiðjurnar í Moline, og kynnti mér vélar þeirra. Gerði það, til viðbótar þúfnabanakúsk-titlinum, mig að fullum heimamanni hjá Lanz- mönnum í Mannheim. Er John Deere hafði eignazt Lank verksmiðjurnar var tekið til óspilltra málanna að byggja og bæta. Mikið af verksmiðjun- um er byggt alveg að nýju, en sumt er bráðabirgðahús, og enn annað stendur enn af því gamla, var fróðlegt að sjá þetta allt í senn. Enn allur vélakostur, .smíði og framileiðsluhættir er samhæft og gert að ameriskum nýtízkuhætti, þótt einstöku gamlar vélar lalli enn, nánast til þess að sjá megi muninn. — Um 6000 manns vinna nú í verk- smiðjunum. Og hér er rúm til að rétta sig, þótt þetta sé inn í borginni. Verk.smiðjus'væðið allt er 46,7 ha., af því eru verksmiðjuhallir og aðrar byggingar 42. að tölu, nú alls .17,3 ha. Það tók sinn tíma að labba um þetta allt, en undan því varð ekki komist, þúfnabanakúskurinn varð að skoða all't, og víst var bæði fróð- legt og gaman að sjá hina nýju framJeiðsluihætti, og ganga um slíka garða, eftir að hafa verið nokuð „fjarvistum“ frá slíku um alllangt skeið. í húsagarði einum og undir hálfþekju, stóðu í röðum allar þær vélar sem Lanzverksmiðj- urnar hafa fraimleitt fyirr og síðar, ein af hverri gerð, þar á meðal gamall þúfnabani, dá- líitið fornfálegur orðinn. Ég kleif upp í hann og settisit við stýr- ið. Hér kann ég vel við mig, sagði ég við leiðsögumenn mína, en þeir höfðu auðsjáanlega á- nægju af, er þei rsáu hve kunn mér voru þar stjórntækin. III. John Deere LANZ — eins og fyrirtækið nú nefnist, eiga aðra verksmiðju í Zweibrúcken, sem er í Pfalz rétt við frönsku landa- mærin. Við skruppum þangað, 135 km leið, ókum í fólksvagni autostraðabraut, og vorum fljót- ir í förum, því að Fólksvagninn litli hélt jöfnum 120 km hraða. í Zweibrúcken smíða þeir mest heyvinnuvélar margs konar. Verk smiðjustjórinn sýndi okkur sjálf ur um, var gaman að tala við hann, því að maðurinn reyndist að vera gamall „praktíker" sem kunni vel til allra verka, bæði við smíðarnar og eins að vinna með vélum þeim sem hann lætur smíða, í verksmiðjunni. Sumar þeirra hefir hann fundið upp sjálfur að gerð og vinnuháttum. Það er alltaf fróðlegt að ræða við slíka menn. Leiðina aftur til Mannheim ökum við aðra braut. Við erum hér í landamæralöndum, sem ýmist hafa fylgt hinu þýzka ríki eða Frakklandi, síðast komust þessi svæði undir Þýzkaland eft- rr heimstyrjöldina síðustu. Við ökum gegnum landamæra-varð- hlið frá þeim tíma er þetta var franskt land, en yfirleibt mælir fólk hér á þýzka tungu. Við stöldrum við í borg sem nefnist Homburg og fyrrum var höfuð- borgin í stórhertogadæminu Hessen-Nassau, og nú verður mér ljóst hvers vegna leiðsögu- menn mínir vildu aka þessa leið. Við nemum staðar við matvöru- búð eina allmikla. Þegar inn kem ur gefur á að líta. Hillur um annan langvegg búðarinnar eru fullskipaðar vínflöskum, svo að það er heilt stúdíum að skoða það alilt og lesa sér til um teg- undir og árganga. Hér á að verzla og ekki að halda sér við át- matinn einan. ÖIl voru vætu- kaup okkar þó í hófi. En hér er svo ástatt, að síðast er Hom- burg 0g landið þar um kring gekk úr greipum Frakka og kom undir Þýzkaland, var frönskum yfirvöldum svo umhugað um vel ferð íbúanna, að um það var samið sérstaklega, að í Homburg yrðu frönsk vín eftir sem áður seld á lágu frönsku verði. Af þessu leiðir þá spaugilegu stað- reynd, að vín margs konar eru ódýrari í Homburg heldur en á nokkrum stað öðrum á öllu Þýzkalandi. Er því að vonum að margir vegfarendur leggja lykkju á leið sína til þess að koma við í Homiburg. Þannig var þetta skýrt fyrir mér, en annars lagði ég ekki út í það að rannsaka hvernig þetta mætti vera og væri framikvæmanlegt. Það yrði eitt- hvað skrýtið en vínföng væru seld á, öðru og lægra verði t.d. á Sandi heldur en annars stað- ar á landi vorú. Hvað um það, við þremennirngarnir komumst klaklaust frá Homiburg með okk- ar skammt, sem miðaður var við hófsemi okkar, en ekki hitt að okkur væri ekki frjálst að viða að ok'kur eftir vild og getu. IV. Og svo fórum við í fjósatúr, því auðvitað vildi ég sem af- dankaður fulltrúi í landbúnaðar- ráðuneytinu — nei fyrirgefið — atvinnumálaráðuneytinu átti ég að segja, landbúnaðarráðuneyt- inu ekki til á voru landi — ís- landi — vildi ég sjá og skoða eitthvað af búskap á Mann- heims-slóðum. Landið umhverfis Mannheim er marflatt, en þó sér til fjalla eigi allfjarri. Við ökum í þá átt. Gaman að sjá hvernig fjöllin koma á móti manni, grænar hlið- ar, auðsjáanlega vaxnar barr- viðum, og mikið byggðar. Fag- urt hlýtur að vera að búa þar í hlíðunum og hafa útsýni yfir sléttuna sem fellur flöt að fjalla- rótunum, landið smá hækkar ekki. Komnir á að gizka miðja vegu til fjallanna er numið stað- ar, við húsasamstæðu eina mikla á sléttu túni. Ekkert virðist mér benda til þess að hér sé kúabú, en þó er það svo. Þetta er kúabú byggt og stundað með sérstökum hætti. Sjötíu há- mjólka kýr, 5000 lítra skepnur eða þar urn bil, standa hér í einhölu fjósi og gera öll sín stykki niður uim járnrimlaflór, Rimlarnir eru gúmmivarðir, flórinn U-laga og dýpkar allur til annars endans, og er þar allt að því eins metra djúpur. Ann- an hvern dag er flórinn tæmdur me ðvatnsflaumi, og saur og þvag og vatn rennur út í neðanjarðar steinþrær fyrir utan fjósgaflinn. En þar er svo um búið að yfir að Mta er ekkert að sjá nema steinisteypuihellu eina mikla í sléttri grasflöt, en þó stendur leiðslustútur einn upp úr hell- unni. Enginn fjóshaugur né for sjáanlegt, og engin fjósalykt, ekki að tala um. Eitt má vera að einhverrar lyktar verði vart þeg ar dælt er úr þrónum tvisvar á ári, og þær tæmdar. Ekið er á völl og akra í stórum blegvögn- um. Allt er svo þrifalegt að þetta gæti alveg eins verið Austurvöll- ur og fjósið'landsímahúsið, að- eins nokkuð lægra að veggjum. Þar eð fjósið er einhölufjós tek- ur það ekki nema hálfa breidd Framhald á bls 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.