Morgunblaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 16
MORCVNBL4Ð1B
Laugardagur 11. maí 1963
ie
Dragnótaveiðin og vísindaiegt
eftirlit með fiskistofnum
AÐ UNDANFÖRNU hafa birzt
í Morgublaðinu nokkrar grein-
ar um dragnótaveiði, og sýnist
sitt hverjum, svo sem vænta má
um jafn viðkvæ.mt deilumál.
Ekiki hafa þó fiskifræðingar enn-
þá tekið þátt í umræðum þess-
um, en vegna greinar Sigurjóns
Einarssonar, skipstjóra, í Morg-
unblaðinu 20. april s.l., sem nefn
ist „Dragnótarveiðar í Faxaflóa“,
þykir okkur undirrituðum sem
höfum haft með höndum rann-
sóiknir Fiskideildar á þessum mál
um, ástæða til þess að gera eft-
irfarandi athugasemdir:
Sigurjón segir í upphafi grein-
ar sinnar: .....kom í Ijós það
sem kunnugir vissu en ókunn-
ugir ekki, að næsta lítið er hið
vísindalega eftirlit með þeim
veiðum og afleiðingum þeirra
fyrir uppvaxandi fisk og fiski
göngur sem leita inn á grunn-
miðin í flóanum“.
Okkur er ekki kunnugt um á
hverj u Sigurjón Einarsson bygg-
ir þá fullyrðingu sína, að næsta
litlar fiskirannsóknir hafi verið
gerðar í Faxaflóa eftir að drag-
nótarveiðar hófust þar að nýju,
né hvaða faglega þekkingu hann
hefur til að meta slikt. Er hér
um að ræða allsendis óverð-
skuildaða árás á íslenzkar fiski-
rannsóknir.
Fiskirannsóknir í Faxaflóa
standa á gömlum merg og má
segja, að til séu svo til sam-
hangandi árlegar rannsóknir frá
1924, að stríðsárunum undan-
skildum. Voru rannsóknir þessar
auknar all verulega í sambandi
við útfærslu landhelginnar 1952
og þeir sem kunnugir eru land-
heigismálinu vita, að þær létu
okkur í hendur mjög veigamik-
il rök í þessu deilumáli, svo að
jafnvel forstjóri ensku fiskirann-
sóknanna óskaði islenzkum starfs
bræðrum sínum til hamingju
með vei unnið starf. Rannsókn-
irnar í Faxaflóa eru vitanlega
aðeins hluti af þeim rannsókn-
um, sem gerðar hafa verið á ís-
lenzku fiskistofnunum, en hér
mun aðeins verða talað um á-
standið í Faxaflóa.
Sigurjón Einarsson segir í
grein sinni, og segist hafa það
eftir skýrslu þeirri er sjávarút-
vegsmálaráðherra gaf á Alþingi
um málið, að 4 rannsóknarferðir
á ári hverju nægi ekki til á-
kvörðunar, þar sem sveiflur séu
svo miklar í fiskigöngum, m.a.
þarsksins og ýsunnar. Efni þess-
arar skýrslu mun rakið hér á
eftir, en hér skal þó fyrsf tekíð
fram, að þar er hvergi sagt, að
of fáar rannsóknarferðir nafi
varið farnar, heldur aðeins
minnst á þá staðreynd, að mjög
miklar sveiflur séu í tilrauna-
veiði að því er snertir þorsk,
m.a. vegna breytilegra gangna
þessarar tegundar, og því sé hætt
við, að þær veiðitilraunir, sem
hér um ræðir, gefi ekki alls
kostar rétta mynd af þessari teg-
und að því er magn snertir.
Tilraunaveiði fjórum sinnum á
ári er vitanlega ekki hinn eini
grundvöllur, sem fiskifræðingar
byggja á mat sitt á fiskistofnum.
Okkur er það jafn ljóst og Sig-
urjóni Einarssyni, að aflamagn
veiðiskipanna er ágætis mæli-
kvarðí á magn fisks í sjónum,
en þó er það ekki einhlítt til
þess að meta hvort um ofveiði
sé að ræða á ákveðnu veiðisvæði,
eins og t.d. í Faxaflóa. Hér koma
til greina fjölmörg atriði önn-
ur en heildarafli, og má nefna
sem dæmi breytingar í göngum
og misjafnan árgangastyrk. Sig-
urjón Einarsson segir í grein
sinni, að þýðingarlaust sé að bíða
eftir niðurstöðum vísindamanna
með söm-u vinnubrögðum. Það
liggja þó fyrir margar niðurstöð-
ur af rannsóknum okkar i Faxa-
flóa, og mun hér á eftir gerð
grein fyrir nokkrum þeirra og
jafnvel dregnar af þeim nokkrar
ályktanir.
Þær tegundir, sem mestu máli
skipta í afla dragnótarbáta í
Faxaflóa, eru þorskur, ýsa og
skarkoli. Árið 1961 var heildar-
afli sá, sem landað var í vinnslu-
stöðvar við Faxaflóa, 7717 tonn,
en af því magni voru 3800 tonn
þorskur, 2268 tonn ýsa og 650
tonn skarkoli. Samtals námu
þessar þrjár tegundir því 87%
af heildaraflanum. Sé athugað
hve mikill hluti þetta er af
heildarafla fslendinga af þess-
um tegundum árið 1961, kemur
í Ijós, að hér er um að ræða
tæp 2% af heildarþorskaflanum,
5,5% af ýsuaflanum og 14,8% af
skarkolaaflanum.
Rannsóknir á þorski veiddum
í dragmót árið 1961 sýndu, að
um 90% aflans voru á aldrinum
4-7 ára, og samkvæmt þeim mæl-
ingum, sem Fiskideildin hefur
látið gera bæði um borð i drag-
nótarbátum og eins afla, sem
landað hefur verið, veiddist svo
til ekkkert af þorski undir 50
sm að lemgd, og er það í samræmi
við þá möskvastærð sem fyrir-
skipuð er.
Það er mjög athyglisvert að
bera saman aldursdreifingu drag-
nótarþorsksins í Faxaflóa sumar-
ið 1961 og aldursdreifingu ver-
tiðarþorsksins sama ár, og er sá
samanburður sýndur í eftirfar-
andi töflu:
veiðina enn nýr árgan-gur frá
árinu 1951. Þessi árgangur, á-
samt árganginum frá 1950, bar
svo uppi veiðina allt fram að ár-
inu 1959.
f tilraumaveiði i Garðsjó í ágúst
1954 fengust að meðaltali 1350
ýsur á togtima, en árið 1958
fengust á sama stað og um líkt
leyti einungis 350 ýsur á togtíma,
og er skýringin á þessari rýrnun
sú, að ýsan gekk jafnt og þétt
út úr flóanum eftir að hún náði
kynþroskaaldri, og hefur það
m.a. verið sýnt með yfirgrips-
miklum merkingum, sem fram-
kvæmdar voru á umræddu tíma-
bili.
Árið 1959 kom til sögunnar nýr
ýsuárgangur í flóanum, fæddur
árið 1956, og við það jókst afl-
inn í tilraunaveiði í Garðsjó í
tæpleg.a 800 fiska á togtíma. Frá
þeim tíma hefur veiðin aðallega
byggst á þessum árgangi og ár-
ganginum frá 1957 og hefur nú
sama sagan endurtekið sig, þann-
ig að í ágúsf 1962 var aflinn
í tilraunaveiði í Garðsjó 146 fisk
ar á togtíma.
Vitaskuld á dragnótarveiðin í
flóanum einhvern þátt í um-
ræddri rýrnun; merkingartil-
raunir, sem nú eru í gangi, munu
skýra það atriði nánar. Hins veg-
ar er ekkert ennþá, sem bendir
til þess, að of hart sé gengið að
stofninum, og má geta þess, að
í tilraunum, sem gerðar voru í
nóvember 1962 á sama stað, feng
ust 458 ýsur á togtíma og var
Vetrarvertíð (lína og net) Ðragnótaveiði
Aldur % tonn % tonn
2 0.1 4
3 0.2 308 7.5 285
4 1.5 2307 16.1 612
5 5.9 9076 28.3 1075
6 19.4 29842 40.9 1554
7 13.8 21228 5.3 201
8 15.7 24150 1.1 42
Árgangurinn frá 1955 var mjög
áberandi í dragnótarveiðinni og
hans gæfti einnig talsvert í ver-
tíðaraflanum. Er hér um að ræða
tiltölulega staðbundinn fisk, að
mestu úr heita sjónum. Af hon-
um fengust 1075 tonn í dragnót,
en 9076 tonn á línu og í net. Ef
við berum saman þorsk á aidr-
inum 4-6 ára, þá veiddust af hon-
um 3241 tonn í dragnót, en 41225
tonn á línu og í net, eða tæpiega
þrettán sinnum meira. Sé því
tailið hættulegt fyrir stofninn að
veiða fisk á þessum aldri, verð-
ur að takmarka línu- og neta-
veiði eins og dragnótarveiði. Ré-tt
er að taka fram hér, að sókn-
in í fiSkistofnana í Faxaflóa, jafn
vel með núverandi dragnótar-
veiði, er aðeins lítill hluti af því
sem hún var fyrir útfærslu iand-
helginnar árið 1952. Samkvæmt
skýrslu Faxaflóanefndarinnar,
sem vann að rannsóknum í Faxa-
flóa fyrir síðasta stríð, veiddu
enskir togarar samtals rúmlega
hundrað þúsund klukkutíma.
á árunum 1932-1936, eða tæp-
lega tuttugu og eitt þúsund
kluikkutíma að meðaltali á ári,
auk allra annarra togara, er veið
ar stunduðu í flóanum. Nú eru
þessir útlendu togarar úr leik.
Á þeim tíma og allt fram und-
ir 1954 voru heldur engin á-
kvæði um lágmarksmöskvastærð
og öll togskip rótuðu þvi upp
mik'lu af smáfiski.
Þegar Faxaflóa var lokað fyrir
togveiðum árið 1952 var að alast
þar uPP mjög sterkur ýsuárgang-
ur frá árinu 1949. Ári seinna
bættist við annar sterkur árgang-
ur aif ýsu fæddur árið 1950, og
báru þessir tveir árgangar uppi
ýsuveiðina í flóanum fram til
ársins 1956, en þá bættist við í
það mjö'g vænn fiskur, meðal-
lengd 51 sm.
Ýtarlegar mælingar á ýsuafla
dragnótarmáta bæði um borð í
bátunum og eins á þeirn afla,
sem lagður er á iand, hafa leitt
í ljós, að með núgildandi möskva
stærð fæst ekki í dragnót ýsa
undir 40 sm og að langmest af
fiskinum er yfir 45 sm að lengd.
Skarkolinn í Faxaflóa tók
mjög fljótt við sér eftir lokun
flóans 1952. Þessi tegund leitar
út úr flóanum til hrygningar á
meira dýpi, og jók því friðun
flóans mjög skarkolaveiðar Eng-
lendinga utan landhelgi.
í tilraunaveiði í Faxaflóa á
árunum 1954-1959 byggðisit afl-
inn að langmestu leyti á árgöng-
unum frá 1948 og 1949, en árið
1960 voru þeir að mestu horfnir
úr flóanum og byggðist veiðin
eftir það á yngra fiski. í til-
raunaveiði í ágúst 1960 var afl-
inn talsvert minni en árið áð-
ur og veldur því grisjun stofns-
ins með dragnótinni og svo einn-
ig, að umræddir árgangar voru
horfnir úr flóanum og engir
sterkir árgangar komnir í þeirra
stað. í tilraunaveiðinni árið 1961
var aflinn heldur minni en árið
áður, en svo jókst aflamagnið
árið 1962.
Mjög yfirgripsmiklar merking-
ar hafa verið gerðar á skarkola,
eins og á ýsu og þorski, ti.1 þess
að athuga áhriif veiðanna á
stofninn, og er nú verið að vinna
úr þeim gögnum.
Rétt er að geta þess, að nú-
verandi möskvastærð hefur mjög
lítil áhrif til verndunar skarkola
stofninum, vegna lögunar fisks-
ins, og verður því að gripa til
takmörkunar á heildarafla til
friðunar hans, sé þess talin þörf.
Eftir aukningu íslenzku land-
helginnar í 12 málur er það eitt
af aðal verkefnum íslenzkrar út-
gerðar að nýta á skynsamiegan.
hátt þá fiskistofna, sem halda sig
á þessu svæði. Við eigum að kapp
kosta að hafa af þeim hámarks-
afrakstur, eins og bóndinn af
túni sínu. Of lítil sókn í fiski-
sto-fn getur verið jafn slæm frá
líffræðilegu sjónarmiði og of mik
il sókn, þótt sögurnar um mörg
lög a-f kola í Faxaflóa séu ekki
komnar frá fiskifræðingum
Dragnót og botnvarpa eru ekki
hættulegri fiskistofnunum en
Mna eða net, sé þeim beitt á
réttan hátt. En menn verða að
gera sér ljóst, að eitt af aðal
skilyrðunum fyrir því að leyfa
dragnótarveiði var að nota 110
m/m möskvastærð í dragnót-
inni. Sjómenn verða að skilja
HÉR á myndinni getur að lita /
91 járnbrautarvagn, sem farið I
hafa af sporinu. Óhappið
vildi til nærri Port Jervis í
Bandaríkjunum. Engir far-
þegar voru með, bar sem hér
var um flutningalest að ræða.
Tveir járnbrautarstarfsmenn
slösuðust litillega.
að hér duga engin undanbrögð,
og á skilyrðislaust að svipta þá
menn veiðileyfi, sem hafa minni
möskva en fyrirskipað er.
Það sem vitað er um fiski
stofnana í Faxaflóa í dag, gef«
ur ekki tilefni ti Iþess að ætla,
að þeir séu ofveiddir, en vita-
skuld mun Fiskideild halda áfram
rannsóknum sínum og gera að-
vart strax og hún álítur, að þes»
sé þörf.
Jón Jónsson
Aðalsteinn Sigurðsson
t EINNI af leyniskýrslum sínum lýsa SÍA-menn í Austur-Þýzka-
landi nokkuð þeim starfsaðferðum, sem kommúnistastjómin þar
hefur viðhaft til þess að neyða bændur til þátttöku í samyrkju-
búunum:
„EFTIRFARANDI saga varpar nokkru Ijósi á starfsaðferðirnar. Einn
okkar þekkti þrjá einkabændur í héraðinu Gera, sem honum fannst
ólíklegt, að gengju inn af fúsum vilja, tvo meðaibændur og einn
stórbónda. Innganga þeirra hafði farið þannig fram, að annar meðal-
bóndinn skrifaði strax undir, sennilega af hræðslu. Að stórbóndanum
fóru þeir með lúmsku og gerðu hann að formanni í LPG staðarins.
En annar meðalbóndinn þrjóskaðist við allt þangað til sannfærend-
ur komust að því að mannskepnan átti dóttur í menntaskóla. Var
honum gefið í skyn, að ríkinu væri enginn akkur í að mennta fólk
undan svona náungum, sem ekkert vildu gera fyrir ríkið í staðinn,
og því síður að greiða því stípendíum. Samt lét hann ekki sann-
færast fyrr en dóttirin var sótt“.
ÞAB KEMUR fram í SÍA-skýrslu um flokksþing Kommúnista-
fiokksins 1960, að allsnarpar deilur urðu á þinginu um taktik
flokksins í Ungverjalandsmálinu. Enginn forystumanna flokksins
lét þó í ljósi fordæmingu á atferli Sovétstjómarinnar, heldur greindi
þá á um það eitt, hvort flokkurinn hefði beint átt að taka afstöðu
með Rússum opinberlega að láta að nokkru leyti undan almenn-
ingsálitinu.
BRYNJÓLFUR Bjarnason sagði m.a.: „1 UngverjalandsgaWri sam-
þykkti miðstjórnin heimild fyrir félagana til að mótmæla íhlutun
Rússa. í Alþýðubandalaginu greiddi enginn atkvæði á móti þessu.
Mér brá við þessa samþykkt. Rökin voru hæpin: æsingar væru svo
miklar, að við gætum ekki annað en mótmælt".
LÚDVÍK Jósepsson svaraði honum: „Gagnrýni hans (Brynjólfs) á
afstöðunni til Ungverjalandsatburða er ekki réttmæt. Siglt var á
milli skers og báru til að forða átökum innan flokksius um þau
mál“.