Morgunblaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. maí 1963
MORCVNBL4ÐIÐ
17
Aðalbjörg Jónsdóttir
HINN 4. apríl s.l. fór fram frá
Hafnarfjarðarkirkju útför Aðal-
bjargar Jónsdóttur frá Ketilvöll-
um í Laugardal.
Hún var fædd í Rútsstaðahjá-
leigu í Gaulverjabæjarhreppi
árið 1881, en lézt 28. marz 1963
eftir stutta legu, og vantaði þá
aðeins þrjá daga til að vera 82.
ára. Foreldrar Aðalbjargar voru
Guðlaug Gísladóttir og Jón
Guðnason. Var hún systir list-
málaranna Ásgríms og Jóns og
þeirra systkina. Vegna þess, að
ég er ekki nógu f-róður um ættir
þeirra, fer ég ekki út í það mál,
þó veit ég að föðurættin er úr
Þingeyjarsýslu, en móðurættin
úr Árnessýslu. Hvortveggja
góðar og traustar ættir.
Rútsstaðahjáleiga var lítil
jörð og hlunnindalaus, svo það
voru ekki mikil efni hjá foreldr-
um þessara systkina, þegar þau
voru að alast upp, enda mestu
harðinda ár, er yfir gengu á 19.
öldinni. Fóru þau ekki á mis við
þá örðugleika í æsku eins og Ás-
grímur, bróðir hennar, hefur
lýst í minningum sínum.
bau urðu fljótt að fara að
vinna fyrir hér sjálf hörðum
höndum og svo var með Aðal-
björgu. Ung mun hún hafa farið
til Helgu móðursystur sinnar og
Guðna Diðrikssonar, sem þá
bjuggu í Þjórsárholti í Hreppum,
en síðar að Gýgjarhóli í Biskups-
tungum. Hjá þessum ágætishjón
um man ég fyrst eftir Aðal-
björgu. Rúmlega tvítug fluttist
hún hingað í Laugardal að Ber-
móðsstöðum sem vinnukona til
hjónanna Guðrúnar Hansdóttur
og Bjarna Ólafssonar. Að Laug-
arvatni ræðst hún tveim árum
síðar, eða 1905 að mig minnir,
til foreldra okkar hjónanna
Ragnheiðar Guðmundsdóttur og
Magnúsar Magnússonar: Á Ber-
móðsstöðum skyldi hún eftir
þung og örlagarík spor. Með hús-
bóndanum eignaðist hún dóttur,
sem skírð var Friðrikka. Aðal-
björg varð að fara af heimilinu,
en án barnsins, og segir sig sjálft,
svo barngóð sem hún var, að hún
tók þetta mjög nærri sér.
Árið 1907 fluttum við hjónin
að Laugarvatni frá Útey og var
hún hjá okkur næstu 7 árin eða
til vorsins 1914. Á þessum árum
fæddust 5 börn okkar hjónanna
og önnur 5 voru fyrir. Var það
því ómetanleg hjálp fyrir okkur
að hafa jafn barngóða konu á
heimilinu sem Aðalbjörg var.
hún tók sérstaka tryggð við
Hrefnu, dóttur okkar, og mun
hún hafa bætt henni upp að ein-
hverju leyti, að hún gat ekki ann
azt sína litlu dóttur. Það var nóg
að starfa hjá Ingunni konu minni
og Aðalbjörgu, þótt elztu börnin
væru farin að taka af snúninga.
Þegar við hjónin rifjum upp
minningarnar frá þessum árum,
þá er það atburður sem lýsir
þessari látnu ágætis konu hvað
bezt. Hjá okkur varm hún sér-
stakt kærleiksverk sem aðeins
góð kona og þrekmikil gat gert.
Það bar við einn dag, er ég
var að reka fé í haga að ég rekst
á liggjandi mann, dauðveikan,
hér fyrir utan túnið. Að sjálf-
eögðu hjálpaði ég honum til bæj-
ar. Við þekktum þennan mann
og vissum að liann hafi verið
sjúklingur á Holdsveikispítalan-
um í Laugarnesi s.l. 12 ár. Hann
hafði vottorð frá lækni, um að
hann væri heill heilsu og mætti
fara að finna frændfólk sitt. Við
létum sækja lækni og úrskurð-
aði hann, að maðurinn væri með
ólæknandi holdsveiki, sem reynd
ist rétt vera. Svo fór, að enginn
staður fékkst fyrir þennan sár-
þjáða mann, enda fólk skelfingu
losið, þegar um þennan sjúkdóm
var að ræða. Hann varð því kyrr
hjá okkur unz hann lézt 12 vik-
um síðar. Aðalbjörg tók að sér
að hjúkra honum og mátti segja
að hún vekti yfir honum nótt og
dag og sýndi framúrskarandi
hugulsemi og nærgætni svo að
ógleymanlegt er. En hún taldi
það svo sjálfsagt. Þetta mikla
hjálparverk við okkur hjónin
gátum aldrei fullþakkað henni
því síður launað. Þótt þessi
maður væri okkur vandalaus,
var hann kominn upp á okkar
náðir. Handleiðslu Guðs var það
að þakka að enginn smitaðist.
Árið eftir, að hún fór frá okk-
ur, fór hún að búa á Bermóðs-
stöðum með Bjarna Ólafssyni
barnsföður sínum, sem þá skildi
samvistum við konu sína. Þar
bjuggu þau nokkur ár, en síðar
að Ketilvöllum hér í hreppi. Það
an fluttu þau til Hafnarfjarðar
og dó Bjarni þar í hárri elli
Hann var farinn að heilsu síð
ustu árin, svo að hún vann fyrir
þeim báðum. Reyndist hún hon-
um í alla 'staði hin bezta kona.
Ungan dreng, Trausta Pálsson,
tók hún af sveit og gekk hon-
um í móðurstað, svo að fátíð er
sú ást, er hún lagði á þennan
fósturson sinn. En sem betur fór
fann hann þetta vel og launaði
henni sem bezti sonur. Konu
Trausta var hún líka mjög góð
og þær mátu hvor aðra mikils.
Hún var líka í nágrenni við dótt-
ur sína í Hafnarfirði og barna-
börn sín. Ævikvöldið var eins og
hún átti skilið fyrir sín störf.
Hún var elskuð og virt, og vel
að henni búið í skjóli fóstur-
sonarins og konu hans. Guð gaf
henni stærstu gjöfina í vöggu,
gott hjarta.
Ég hefi orðið dálítið fjölorður
um þessa fornu vinnukonu mína,
vegna þess, að mér finnst hún
hafa verið fyrirmynd og tákn
svo ótal margra úrvals kvenna.
Hún vann mikið og vel meðan
dagur var. Það er sagt, að hver
uppskeri eins og hann sái. Sé
það rétt þarf hún engu að kvíða.
Frá okkur hjónunum fylgja
henni bænir og þakkir fyrir sam-
fylgdina í Dalnum og alla tryggð
við okkur, og börnin okkar öll,
ekki sízt Hrefnu, sem misst hef-
ur sína beztu vinkonu.
Börnin hennar, sem hún fóstr-
aði og unni hugástum geta tekið
þessar ljóðlínur; úr gullfallegu
kvæði eftir Fornólf.
Fyrir dyggð og fórnleik þinn
af flestum öðrum barstu
æskuverndar engill minn
alla daga varstu.
Guð blessi þig.
Böðvar Magnússon.
Þórhallur Ellertsson
vélstjóri — Minning
F. 13. okt. 1933. D. 10. apríl 1963.
FÁTT hefur valdið mér dýpri
hryggð en sú harmafrétt, að hið
trausta og góða skip Súlan hefði
farizt við Garðskaga og þú, á-
samt fjórum félögum þínum,
horfið í djúp hafsins.
Svo að segja daglega erum við
minnt á að dauðann getur borið
að á hvaða aldursskeiði sem er.
Þórhallur Stefán, eins og hann
hét fullu nafni, var fæddur hér
á Akureyri 13. október 1933, son-
ur hjónanna Hólmfríðar Stefáns-
dóttur og Ellerts Þóroddssonar
vélstjóra og var elztur af sex
börnum þeirra hjóna.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
í barnaskóla og tókst þá með
okkur vinátta sem entist til síð-
ustu stundar.
Strax í æsku beindist hugur
hans að sjónum, enda var sjó-
mennskan honum í blóð borin,
fljótlega eftir að við félagar gát-
um valdið ár var farið að sull-
ast um Pollinn og rennt fyrir
fisk.
Þórhallur var aðeins 15 ára
er hann réðist sem háseti á ms.
Narfa er gerður var út héðan
frá Akureyri.
. Síðan lá leiðin á fleiri skip,
svo sem Kóp, Stjörnuna, Akra-
borg, Vörð, Garðar, og nokkrar
veiðiferðir fór hann á togaran-
um Sléttbak. A þessum skipum
var hann ýmist háseti eða véla-
maður.
Árið 1950—1951 lauk hann
prófi vélstjóra á námskeiði er
haldið var hér í bæ og fór hann
þaðan með ágætum vitnisburði.
Snemma á árinu 1961 réðist
Þórhallur til Leós Sigurðssonar
útgerðarmanns, sem vélstjóri á
ms. Súluna. Skipstjóri á henni
var dugnaðarmaðurinn Ingólfur
Sigurðsson og líkaði Þórhalli
þar með ágætum, þar var hann
svo til hinztu stundar.
25. september 1955 gekk Þór-
hallur að eiga heitmey sína Mar-
gréti Kristjánsdóttur, ættaða úr
Skagafirði en uppalda frá 5
ára aldri hjá föðursystur sinni,
Sigrúnu Eiríksdóttur, og manni
hennar, Finnboga Bjarnasyni,
sem búsett eru að Brekkugötu
29 hér í bæ.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu
Þórhallur og Margrét í Áðal-
stræti 28, en 1960 festu þau kaup
á hæð í húsinu Oddagötu 1 og
komu sér þar upp snotru heim-
ili þar sem gott var að koma
sem gestur.
Þau eignuðust tvær dætur,
Hólmfríði Sigrúnu, sem er átta
ára, og Hafdísi, sem er á þriðja
ári.
Þau hjón voru mjög sam-
rýmd. Oft var húsbóndinn lang-
tímum saman í burtu, því tvo
seinustu vetur voru stundaðar
síldveiðar við Suðvesturland á
Súlunni.
Er ég renni huganum til sam-
verustunda okkar Þórhalls minn-
ist ég þeirra með ánægju, aldrei
bar þar skugga á.
Þín göfga lund var ljúf og
mild.
Nú við þáttaskilin setur hug
minn hljóðann.
Þú ert farinn vinur. Það ber
skugga fyrir sólu, svo óvænt
sem fregnin um burtför þína
barst.
Ég þakka þér vinur fyrir sam-
veruna og bið þann sem öllu
ræður að styrkja ástvim þína í
þeirra miklu sorg, sérstaklega
færi ég konu þinni og litlu
dætrunum innilegar samúðar-
kveðjur og bið Guð um aj
styrkja þær í framtíðinni.
Blessuð sé minning þín.
Þorsteinn Hallfreðsson.
liatrín Jónsdóttir
frá Húsavík
Fædd 9. júní 1899.
Dáin 24. marz 1963.
Hún var dóttir séra Jóns Ara-
sonar Jochumssonar frá Skógum
í Þorskafirði og konu hans Guð-
ríðar Olafsdóttur Guðmundsson-
ar í Mýrarhúsum Seltjarnarnesi.
Katrín var til moldar borin
þriðja apríl sl. frá Fossvogs-
kapellu.
Hér verður ekki skráð nein
lífssaga, heldur aðeins minnzt
ofurlítið bernsku og æsku frá
uppvexti okkar Katrínar, sem
vorum frænkur og fóstursystúr.
Á fullorðins árum, lágu leiðir
Okkar ekki mikið saman, endá
um langt árabil, sín á hvoru
landshorni og jafnvel heimsálfu.
Við vissum þó alltaf hvor um
aðra, því bernsku minningar eru
oftast einshvers konar samteng-
ing. Nú við fráfall hennar er svo
margs að minnast einmitt frá
þeim árum þegar stóri mann-
vænlegi barnahópurinn ólst upp
á prestssetrinu á Húsavík, þar
sem faðir hennar var þjónandi
prestur um nær fjörutíu ára
skeið.
Á æskuheimili okkar Katrín-
ar, var aldrei auður í garði.
Prestshjónunum fæddust átta
börn, þar af dóu tvíburasystur
í fæðingu. Upp komust sex syst-
kinanna, fjórir bræður og tvær
systur. Var Katrín yngst. Mér
bættu þau við barnahópinn sinn
átján mánaða gamalli af blá
fátæku foreldri. Þá voru tvö
börnin á heimilinu á sama árinu
og þrjú fæddust eftir það með
stuttu millibili. Þetta varð því
mjög erfitt barnaheimili og
margs að gæta einkum fyrir hús-
freyjuna, sem var stjórn-söm og
myndarleg með afbrigðum. Henn
ar minnist ég nú, með miklu
þakklæti, einkum sakir þess, að
hún lagði svo mikla áherzlu á,
að kenna okkur börnunum, að
vinna öll verk vel og af trú-
mennsku. Það hefir mér reynzt
eitt hið dýrmætasta fararnesti,
lífsleiðarinnar. Eins og gefur að
skilja þurfti mikið til, að sjá
slíku heimili farborða, því auk
sjö uppvaxandi barna, dvöldust
foreldrar prestsins hjá þeim
mörg ár í hárri elli. Laun
presta í þann tíð, mjög lág, en
það hjálpaði, að þeir sátu oft
góðar bújarðir. Á Húsavík var
hægt að hafa talsverðan búskap.
A heimilinu er ekki oftalið, að
þar væri oft gestanauð, en prests
hjónunum var sönn gestrisni í
blóð borin og því oft af litlum
efnum, veitt af hjartans lyst.
Eiríkur Jónsson
Vorsabæ, Skeiðum
F. 13/4 1891. D. 28/9 1963
M I N N I N G
Ég minnist þín, vinur, er vor-
dagsins blær
um vegina tekur að streyma,
á minningu þína nú sólgeislum
slær,
sem breiðast um ástvini heima.
Þú kvaddir í fjarlægð, en færist
þeim nær,
sem fegurstu mynd þína geyma.
Og þakkirnar berast um blóm-
lega sveit,
þér búendur kveðjuna vanda.
Þú maður varst hógvær, sem
byggðir öll heit
af hugrænum kærleikans anda.
Þitt nafn er að finna í friðsælum
reit,
á feðranna grundu mun standa.
Og ástvinir hittast í blóm-
skrýddri hlíð,
þar huggunar leita og friðar,
enn blasa við augunum fjöllin
svo fríð,
og framundan Hvítá þar niðar.
Þú leizt yfir Skeiðin á sælunnar
tíð,
nú sól þín er hnigin til viðar.
Þorgeir Kr. Magnússon.
Heimilisvinur og tíðum gestur
á prestssetrinu, nú látinn, kall-
aði Katrínu ævinlega „ínu litlu".
ína litla“ ságði ég, hún er nú
sextug kona! „Já mælti hann en
fyrir mér er hún alltaf sama
litla skemmtilega stúlkan. —
Manstu, þegar ég sótti ykkur 511
og fór með ykkur heim til min
í sveitinni? Ég reiddi „Ínu ltlu“
sem þá var sex ára gömul, fyrir
framan mig á „Sokku“ minni.
Það var undur skemmtilegt
ferðalag, ekki sízt vegna litlu
rauðlokkuðu telpunnar, sem ég
hefi aldrei getað gleymt, sak-
leysi hennar og barnslegri feg-
urð og seinna glaðtyndi hennar
Og fyndni, sem mér fanns. alltaf
eitthvað sérstakt við, ekki öðr-
um líkt.“ Þetta fundu líka svo
margir aðrir og gerði það hana
svo hugþekka samferðamönnun-
um.
Á síðastliðnu sumri heimsótti
ég æskustöðvar okkar Katrínar.
Þangað hafði eigi leið mín leigið
um langt árabil. Mér fannst ég
kannast undarlega lítið við stað-
inn. Þó stóð enn, og ekki í eyði,
aðalbygging æskuheimilisins, nú
inn í miðju þorpi, áður fannst
okkur hálfpartinn út í sveit. Þá
var túnið stórt, mikið af því
slétt, við börnin vorum hreykin
af því, við vissum, að hvergi í
nágren-ninu var til stærra tún,
eða betri leikvöllur þegar búið
var að hirða það á haustin. Nú
hafði það stórum minnkað og í
vanrækt. Það, sem eftir var af
gamla bænum okkar, kúrði í út-
jaðri þess. Bæjarlækurinn með
bulli sínu og bunum og litlum
hvöm-mum, vöxnum blágresi,
„sem döggin aldrei þornaði á“,
var allur á burt. Leikkofinn
okkar, sem bræðurnir byggðu og
var öfundar- og aðdáunarefni
allra barna í þorpinu — og
lengra, var löngu jafnaður við
jörðu. Allar götur upp um holt
og móa og berjabrekkur, ekki
sýnilegar lengur. Sundpollurinn
okkar í lautinni, sem við veittum
bæjarlæknum í og geymdi svo
margar gleðistundir, var löngu
þurr — týndur — já alls engin
spor sjáanleg, glaða hrausta
barnaihópsins, sem ólst þarna
upp, nú fyrir meir en hálfri öld.
Öll börnin löngu flogin úr
hreiðrinu og — „drengirnir dán-
ir flestir“. — Nu hefir ynig-sta
slystkinið einnig kvatt, aðeins
þrjú af börnunum eftir, yngsti
bróðirinn, systir og fóstursystir.
Minnisstæð er hinzta hvíla fóst-
ursystur minnar, hulin alhvítum
blómum, svo friðandi fögur, eins
og allt það, sem er í fullu sam-
ræmi.
1 eftirmælum um föður henn-
ar segir „Hulda“ Er nokkuð
hreinna, en alhvítt blóm og al-
hvít sál?“
Séra Jón var einn hinna
hreinu, björtu sálna og þessi
dóttir hans, var lík honum.
Katrín og móðir hennar áttu
sama fæðingardag. Þær skildu
aldrei neitt, að ráði, um dagana.
Það er von mín og trú, að nú
eigi þær aftur samleið — sólar-
megin.
Á annan páskadag 15. apríl 1963
Ástríður G. Eggertsdóttir.