Morgunblaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 21
MORGVNBL4ÐIÐ
21
Eaugardagur 11. maí 1963
Einar M. Jónsson: *Jr Austurlandaför XIII.
Musterissvæðið í Jerúsalem
ÞAÐ var margt að sjá í Jerú-
salem, sem orkaði sterkt á hug
og hjarta. Ferðin til Betlehem
verður einnig ógleymanleg. Hér
verður nú sagt frá för Islend-
inganna á Musterissvaeðið.
Ég vil byrja á því að segja í
fáum dráttum sögu Musteris-
svaeðisins, þessa ginnhelga stað-
ar, sem um þúsundir ára hefur
verið heilagt vé þriggja eingyð-
ingstrúarbragða. Þar hafa þrjú
musteri Gyðinga staðið hvert
eftir annað, júpiterhof, ein krist-
in kirkja, og tvær moskur Mú-
hameðstrúarmanna eru þar nú.
Musterissvæðið er geysistórt.
Það er sjötti hluti alls þess
svæðis, sem er innan múra Jerú-
salemborgar. Þarna var upp-
runalega fjall, sem hallaði til
allra hliða út frá efsta tindi, eins
og fjalla er siður. En Gyðingar
leystu það mikla þrekvirki af
hendi, að hlaða múrveggi um-
hverfis tindinn og fylla síðan
svæðið upp með mold og sandi
og neðanjarðarhvelfingum. Þeir
stóðu fyrir þessum framkvæmd-
um Salómon og Heródes mikli,
hvor á sínum tíma. Allmikið af
fjallinu var líka höggvið burtu.
Menn gera sér ekki fulla grein
fyrir því í fljótu bragði, hve of-
boðslegt verk hlýtur að liggja
að baki því, að byggja upp heilt
fjall. Það er eins og hér hafi
jötnar verið að verki, en ekki
mennskir menn með fátt eitt í
höndunum, annað en skóflur og
haka. Flötur fjallsins sjálfs ligg-
ur sums staðar meir en 30 m
undir uppfyllingunni.
Fyrir 3000 árum var slétt
svæði riorður af tindi fjallsins,
þar sem nú stendur Helgidóm-
urinri á klettinum. Þar er þreski-
völlur. En svo virðist sem auk
þreskivallarins hafi verið á
fjallinu fórnarstaður. Til er forn
egypzk áletrun, sem getur um
staði þá í Suður-Palestínu, sem
Þotmes III. faraó lagði undir sig.
Þar er Jerúsalem ekki nefnd, en
í röð þessara nafna, þar sem
vænta mætti að hennar væri
getið, stendur Har el: Fjall guðs.
Hugsazt gæti, að þar væri átt
við þann stað í Jerúsalem, þar
sem musterið stóð síðar, og þar
hafi, jafnvel þá, verið blótstað-
ur.
Frá því er skýrt í I. Kroníku-
bók 21, hvernig á því stóð, að
þessi þreskivöllur Ornans Jebús-
íta varð fyrir valinu, er Davíð
konungur reisti brennifórnar-
altari í borg sinni, Jerúsalem,
og lét svo um mælt, að þar
skyldi vera altari fyrir brenni-
fórnir ísraels. Þá var Salómon
sonur hans ungur að árum, en
það átti að verða hlutskipti hans
að reisa hið fræga musteri á
þessum stað.
Musteri Salómons var ekki
stórt, en mjög fagurt og íburð-
armikið. Það átti ekki að r ' ia
stóran söfnuð, eins og kristnar
kirkjur, heldur vera hús guðs.
Það var byggt úr sedrusviði,
hvítum kalkssteini og lagt gulli.
Þar var sáttmálsörkin geymd og
aðrir gripir, sem þjóðinni voru
heilagir. En umhverfis það á
musterissvæðinu voru miklar
byggingar, t.d. dómhöllin, kon-
ungshöllin og áfast við hana
kvennabúr konungs. Sú bygging
hlýtur að hafa verið allreisuleg,
þar sem Salómon átti að sögn
Biblíunnar 700 eiginkonur. Og
hafi þær 300 hjákonur, sem hann
á að hafa átt, búið þar líka í
sómasamlegum vistarverum, og
allt þetta kvenfólk haft þjónustu-
liði á að skipa, eins og nærri má
geta, þá hefur þarna verið um
miklar byggingar að ræða. Þess-
ar hallir hafa verið umluktar
súlnaröðum, aldingörðum og
trjálundum. Allt hefur þetta ver-
ið fagurt á að líta og þjóðin tek-
ið ástfóstri við staðinn, þar sem
hann var nátengdur trúarlífi
hennar og helgiathöfnum. En
dýrar urðu þessar byggingar
Salómon konungi áður lauk. Hír-
am konungur í Týrus léði Saló-
mon smiði og steinhöggvara, lét
hann fá sedrusvið í musterið og
sá um viðarhögg og alla flutn-
inga. Frá því er sagt í I. kon-
ungabók Biblíunnar, að Saló-
mon hafi loks orðið að láta hann
fá í staðinn 20 borgir í Galíleu.
En á hinu heilaga bjargi varð
siðferðisbjarg Salómons konungs
að lokum hart sorfið af sætleik
kvenfólksins og riðaði til falls.
Hann, sem hafði byggt Jahve
musteri og vígt það með svo
arnfleygum bænarorðum, að
súginn af vængjataki þeirra má
enn heyra í orðum Hitningar-
innar, varð fráhverfur guði sín-
um á gamalsaldri. Ritningin seg-
ir, að konur hans áf ýmsu þjóð-
erni, „móabítískar, ammónítísk-
ar, edómítískar, zídonskar og
hetítskar", „auk dóttur Faraós“,
hafi „snúið hjarta hans afleiðis",
svo hann lét að vilja þeirra og
tók að dýrka Astarte og Mólok.
En spámennirnir, vökumenn
þessarar þjóðar, stóðu á verði og
fluttu lýðnum orð ísraels Guðs:
mikil fyrirheit og ógnþrunginn
refsidóm, sem kom fram, er
musteri Salómons var lagt í eyði
og þjóðin rekin burt úr landi
sínu.
Þegar þeir útlegðardagar voru
að baki, var annað musteri reist,
Zerúbabels-musteri, en í fátækt
og af vanefnum.
Þriðja musterið lét Heródes
mikli reisa, en hann var mikill
byggingafrömuður, ekki aðeins i
Gyðingalandi, heldur og öðrum
löndum. Sagt er að 10,000 ágæt-
ir handverkamenn hafi unnið að
smíðunum, ásamt 1000 prestum,
sem hann lét læra smiðaiðn, svo
þeir gætu sjálfir byggt hinn
heilagasta hluta musterisins.
Musterissvæðið var stækkað um
helming og umgirt múrum og
stórfenglegum tvö- og þreföld-
um súlnaröðum. Heródes hóf
byggingu musterisins 20 árum f.
Kr. og var það fullsmíðað 63 e.
Kr. eða rúmum 80 árum síðar.
A Krists dögum var bygging-
unni lokið í aðalatriðum, og var
hún forkunnar fögur, enda
hvorki gull né marmari sparað-
ur. Það var ævintýraleg um-
gjörð utan um heilög tákn og
helgisiði. En þessi tákn og helgi-
siðir, bundnir endurminningum
úr lífi þjóðarinnar, fórnfæringum
og hreinsunum, urðu, er tímar
liðu fram, dauðar athafnir og
hjáróma hljómar, sem ekki tókst
að koma við hjartað, né vekja
æðra andlegt líf. Samkunduhús-
in voru trúarleg miðstöð þjóðar-
innar, en musterið var í sann-
leika sagt ekkert annað en
heilagt, lögverndað sláturhús,
þar sem slátrunin fór fram eftir
vissum helgisiðum.
Musterið var orðin blóðsuga í
Gyðingalandi, en trú og til-
beiðsla köfnuðu í fánýtum helgi-
siðum, sem framfylgt var af
kaldrifjuðum fjárkúgurum meðal
presta. Þessu höfðu spámennirn-
ir vakandi auga á. Hjá Jesaja
stendur skrifað: „Hvað skulu
mér yðar mörgu sláturfórnir,
segir Drottinn. Ég er orðinn
saddur á hrúta-brennifórnum og
alikálfafeiti. Berið ekki lengur
fram fánýtar matarfórnir; þær
eru mér andstyggilegur fórnar-
reykur. Lærið gott að gjöra, leit-
ið þess, sem rétt er; hjálpið
þeim sem fyrir ofríki verður,
rekið réttar hins munaðarlausa
og verjið málefni ekkjunnar“.
Eins og við vitum, stóð Jesús
Kristur í látlausri baráttu við
presta, farisea og fræðimenn,
því honum var ljóst, að þeir
voru ábyrgir fyrir því, að hin
forna dýpt og innileiki helgisið-
anna hafði vikið fyrir ytri form-
um og bókstafsþrælkun. Kjarni
prestastéttarinnar fékk prósent-
ur af allri umsýslu á markaðin-
um í forgarði musterisins, og
sonur Annasar æðsta prests átti
þar basar, en hann var, að því
er Jósefus segir mikill maura-
púki. Þarna var það sem Jesús
hratt um koll borðum víxlar-
anna og rak út prangarana með
þeim ummælum, að hús Guðs
ætti að vera bænahús, en þeir
væru búnir að gera það að ræn-
ingjabæli. Allt bendir til þess,
að þetta hafi átt sinn stóra þátt
í þvi, að prestastéttin sótti það
svo fast, að hann væri dæmdur
til dauða. Spámaðurinn frá Naz-
aret var hvassviðri, sem fór um
musterissvæðið. Feyskin tré og
ávaxtalaus voru uggandi um sig
í þeim stormi.
Það er margt, sem á' daga
musterissvæðisins hefur drifið,
síðan þessi þrjú musteri stóðu
þar. Eldar hafa borið þar við
himin, höggorustur verið háðar
og æðisgengin návígi. Þar reis
og hneig Júpítershof Rómverja.
Kristnir menn áttu þar á tíma-
bili Maríukirkju. Svæðið hefur
jafnvel búið við þá svívirðu, að
vera gert að haugstæði. Loks
hefur hálfmáni íslams blaktað á
Zíon um aldaraðir.
Helgidómurinn á klettinum
Þegar rið íslenzku ferðalang-
arnir komum á musterissvæðið,
lá leið okkar fyrst til Helgi-
dómsins á klettinum eða Ómars-
moskunnar. Hún er byggð á 7.
öld af Abd-el-Malik kalífa.
Moskan er áttstrend, og er hver
veggur 20 m á breidd. Hvolfþak,
20 m að þvermáli, er á þessu
guðshúsi. Það hvílir á litförgum
súlum. Þessi 20 m háa bygging
er talin ein hin fegursta í heimi.
Því miður fór viðgerð fram á
moskunni, og vinnupallar náðu
alla leið til lofts. Það var því ó-
gerningur að skoða hana til
nokkurrar hlítar. En það var eitt,
sem hlaut að draga að sér ó-
skipta athygli. Upp úr skraut-
legu gólfinu rís tindur Móría-
fjalls, gljásvartur, hrjúfur og
nakinn. Þetta stingur svo í stúf
við allt annað þarna inni, að það
minnir helzt á draumsýn eða eitt
hvað það, sem fjarri er öllum
veruleika. Það er eins og alda
hafi risið og orðið að steini á leið
sinni til himins. Fylgdarmaður
okkar sagði, að þarna hafi
Abraham ætlað að fórna Isak,
syni sínum. Það er auðvitað
fjarri öllu sanni, að nokkur rök
hnigi að því, að þetta sé sá tind-
ur. En hér var það, að Davíð
reisti Drottni brennifórnaraltari,
eins og áður er sagt.
Árið 1099 var Jerúsalem tekin
af krossförum, og þá var mosk-
unni breytt í kristna kirkju.
Gullkross var þá settur á þetta
guðshús, og myndum áf helgum
mönnum komið fyrir inni í bygg
ingunni. Þá var það siður kross-
fara og pílagríma að brjóta
stykki úr klettinum og taka það
með sér til Evrópu sem minja-
grip. Þetta gat ekki gengið til
lengdar, og því var það, að kon-
ungur krossfara lét reisa um-
hverfis klettinn þær grindur,
sem enn eru, og þekja hann
marmara. Þegar Saladín tók borg
ina aftur 1187, lét hann fjar-
lægja úr byggingunni allt, sem
minnti á kristna menn, nema
þessar hringlaga grindur, sem
gerðar eru úr dýrum málmum og
dvergasmíði hin mesta. Þá var
kletturinn aftur látinn koma
fram í nekt sinni.
E1 Aksa-moskan
Nú héldum við til el Aksa-
moskunnar. í sannleika sagt er
íslenzku ferðamennirnir hjá súlnaboganum, þar sem „sálnavogin.“ verður hengd upp á dómsdegi.
IJtsýni til Olíuf jallsins.
hér um gamla kirkju að ræða,
eins og byggingarlagið sýnir, og
er hún frá dögum Jústiníans
keisara. Þessi moska er geysi-
stór, 80 m á lengd og 55 m á
breidd. 5000 manns geta rúmazt
inni í henni til bænahalds. Sum-
ar súlurnar þarna inni eru úr
marmara, aðrar úr rósrauðum
kalksteini. Það, sem dró sérstak-
lega að sér aihygli mina var
predikunarstóll einn fagur. Hann
var frá dögum Saladíns. Sagt er,
að hann sé einn hinn fegursti,
sem til sé í nokkurri mosku í
Austurlöndum. Hann er búinn
til úr sedrusviði frá Líbanon,
mikil listasmíði, lagður fílabeini
og perluskel.
Báðar hafa þessar byggingar
iðulega skemmst i jarðskjálft-
um, en alltaf verið lagfærðar
aftur.
Á efsta degi
Nú var gengið um musteris-
svæðið og litazt um til borgar-
innar og Olíufjallsins. Útsýn
hafði útvegað okkur roskinn
Araba, kristinn, til að vera leið-
sögumann. Hann hafði frá mörgu
að segja og var hinn geðþekk-
asti maður. Sigurður A. Magnús-
son túlkaði ensku hans fyrir þá,
sem áttu bágt með að skilja
hann.
Múhameðstrúarmenn hafa um-
vafið musterissvæðið og Klett-
inn helga — es Sakhra — hin-
um ótrúlegustu helgisögum og
hjátrú. Flestar þessar sögur eru
í sambandi við Múhameð og
Salómon. Hugarflugið í þessum
helgisögnum minnir oft á Þús-
und og eina nótt.
Það hefur margt á daga
Klettsins helga drifið, en meira
á hann í vændum. Á efsta degi
mun Allah reisa þar hásæti sitt.
í kringum Helgidóminn á klett-
inum eru márískir súlnabogar.
Þeir eiga fyrir sér mikið hlut-
verk. Þar mun Drottinn alls-
herjar hengja vog sína, þegar
hann vegur sálirnar á dómsins
mikla degi. Þá kemur Múhameð
til mustersissvæðisins, og mun
hásæti hans standa á gamalíi
súlu, sem stendur lárétt út úr
austurmúrnum. Þá stendur Krist-
ur á Olíufjallinu. Milli Krists og
Múhameðs verður þá spennt
hrosshársbrú þvert yfir Kedron-
dal. Eftir henni eiga sálirnar að
feta sig. Þeir, sem tekst það,
munu hólpnir verða. Hinir illu
detta og farast.
Arabi einn suðaði í okkur Is-
lendingunum að fá að taka
mynd af okkur þarna við súlna-
bogana. Við létum loks tilleið-
ast.
Himnaför MúhameSs
Sagnir herma, að það hafi ver-
ið af musterissvæðinu, sem Mú-
hameð steig upp í sjöunda him-
in Allah. Spámaðurinn var kvöld
eitt meðal vina sinna í Mekka
og baðst fyrir. Þá kom Gabríel
engill til hans með drifhvítan,
vængjaðan reiðskjóta. „Seztu á
bak“, sagði Gabríel, og þeir hóf-
ust á loft. Fyrst svifu þeir niður
í land með pálmalundum. Og
Gabríel sagði: „Bið þú“. Og Mú-
hameð bað. „Veiztu, hvar þú
ert?“ spurði Gabríel. „Þú hefur
beðizt fyrir í Medína". Aftur hóf
reiðskjótinn sig á loft og renndi
sér niður öðru sinni. Og spá-
maðurinn bað. „Veiztu hvar þú
ert núna?“ spurði Gabríel. „Þú
hefur beðizt fyrir í bænum Sal-
at, undir tré Móse“. Næsti á-
fangastaður var bær með turn-
um á hæðarhrygg. Þar bað spá-
maðurinn á ný, og Gabríel sagði:
„Þú hefur beðið í Betlehém, þar
sem Jesús, sonur Maríu, fædd-
ist“. Þessu næst komu þeir til
hinnar heilögu borgar og svifu
niður á musterissvæðið. Þar
reisti Gabríel upp gullstiga með
silfurrimum, og gengu þeir báð-
ir, Gabríel og spámaðurmn,
gegnum himnana, allt til hins
sjöunda. Þar birtist Allah spá-
manninum undir lótustré við
yztu takmörk himnanna. Við
þetta tækifæri ætlaði Kletturinn
helgi að fylgjast með Múhameð
upp til Drottins, en Gabríel
I Framh. á bls. 22