Morgunblaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 7
MORCVVBLAÐIÐ
7
Laugardagur 11. mal 1963
Jaröböransr á Lýsuhoii
sveitarinnar efst á
og rafvæðing
i hér [im slóöir
VIÐ KOMUMST að þvi
þann stutta tima sem við
dvöldumst á Snæfellsnesi, að
þar er að finna snjalla öku-
þóra engu síður en frækna
sjómenn. Þetta sannaðist bezt
daginn sem við héldum yfir
Fróðárheiði í skafbyl, svo
varla sást fram úr augum.
Það þarf varla að taka það
fram, að þetta var um pásk-
ana, í því illskeytta hreti, sem
þá skall yfir landið.
Guðjón Sigurðsson, eigandi
Vélsmiðjunnar Sindra í Ólafs-
vík, fór með okkur í þessa
ferð. Hann sagði aðeíns:
„Þetta er ekkert veður. Ég fór
eitt sinn yfir heiðina í svo
miklu fannkyngi, að ég lék
mér að því að tylla hjólunum
upp á símastaurana. Þá var
'Sko snjór og harðfenni hér
uppi. Hvort símasambandið
hafi ekki farið úr skorðum?
Nei, það var ekkert verra þá
en nú, maður þarf hvort sem
er alltaf að arga inn í þennan
síma. — Ég fór þarna yfir
Draugagil og varð ekki einu
sinni var við það. Annars
hafa draugar aldrei ásótt mig
hér á heiðinni.“
Ferðinni var heitið að Hlið
arholti í Staðarsveit að heim-
sækja þau hjónin Þráin
Bjarnason og Kristjönu Sig-
urðardóttur. Þráinn er odd-
viti Staðarsveitar og 4. maður
á lista Sjálfstæðisflokksins í
komandi kosningum, og frúin
formaður í kvenfélagi sveit-
arinnar. Væntum við þess að
fá hjá þeim helztu fréttir úr
byggðarlagi þeirra.
— Það sem er efst á baugi
hjá okkur um þessar mundir,
sagði Þráinn, eru jarðboranirn
ar á Lýsuhóli. Það eru mörg
ár síðan kom til tals að bora
eftir heitu vatni þar, og var
fyrsta tilraunin gerð fyrir um
það bil 15 árum. Þá náðist
ekki nógu góður árangur og
var ekkert aðhafst frekar í
málinu fyrr en í vetur. Við
framhaldsborun jókst vatnið
upp í 9 sekúndulítra en hitinn
er aðeins 46 gráður. Síðan var
boruð önnur hola, þar sem
fengust 2 sekúndulítrar, en
hitinn reyndist ekki hærri. Nú
er byrjað á þriðju holunni í
þeirri von að nást kunní í
heitara vatn.
Berglögin á þessum stað eru
mjög hörð. Er hér um að ræða
granófýr, sem hefur sömu
efnasamsetningu og líparít og
granít. Borunin hefur þó ekki
reynzt eins erfið og vænzt var
í fyrstu, því bergið reyndist
sprungið og lagið var ekki
þykkara en það, að borinn
komst niður úr því. Mér er
sagt að granófýr finnist
hvergi hér á landi nema á
Lýsuhóli og í fjöllunum ofan
við bæinn, og í Horni í Skafta
fellssýslu.
Þess skal getið í sambandi
við jarðborunina á Lýsuhóli,
að það er hreppsnefnd Stað-
Rætt við lijóiEÍn í Hlíðarho9rJ, Staðarsvelt
arsveitar, sem haft hefur for-
göngu um þá framkvæmd og
notið í því sambandi ötuls
stuðnings Sigurðar Ágústsson
ar, alþingismanns, svo og sér-
staks skilnings fjármálaráð-
herra, Gunnars Thoroddsen.
Ef nægur jarðhiti fæst
þarna er fyrirhugað að byggja
barna og unglingaskóla á
Lýsuhóli, ásamt samkomu-
húsi og sundlaug. Það er al-
kunna hér, hversu vatníð á
Lýsuhóli er heilnæmt og felur
í sér mikinn lækningamátt og
eru rnargir þeirrar skoðunar
að þar eigi að rísa heilsu-
hæli. Til marks um ágæti
vatnsins er það, að börnin,
sem fara á sundnámskeið í
sundlauginni á Lýsuhóli (sem
er torflaug), losna á auga-
hans hefur verið fyrir Stað-
sveitunga og raunar fleiri.
Og þráinn Bjarnason heldur
áfram:
-— Annað' áhugamál Stað-
sveitunga er að fá rafmagn í
hreppinn. Nú er verið að
leggja rafmagn í Breiðuvík
og á átta bæi í Staðarsveit,
þar á meðal Hlíðarholt. Er
búizt við að rafmagnið verði
komið á um Hvításunnu. Þeir
sem ekki fá rafmagn leitt til
býla sinna í vor, hafa áhuga
á að það dragist ekki lengi,
og hafa verið sendar beiðnir
til raforkumáilastjómar f«r
um.
Talið berst nú að búskap-
arháttum og framkvæmdum í
Staðarsveit. Byggð býli í
sveitinni eru nú 32, en íbúar
Byggðar voru þrjár þurrheys
hlöður og einnig nokkuð af
votheysgeymslum. Á tveim
stöðum voru fjós í byggingu
14 og 20 kúa, auk smærri
bygginga og endurbóta. Á
komandi vori eru fyrirhugað-
ar allmklar byggingafram-
kvæmdir. •
Vegir sveitarinnar eru í
frekar góðu ásigkomulagi. Þó
á eftir að fullgera þá á tveim
stöðum og er búizt við að
lokið verði við Staðarholts-
veginn í sumar. En Staðsveit-
ungar muna tímana tvenna í
vegamálum, þvi fyrir um
tuttugu árum lá vegurinn
meðfram sjónum og varð að
sæta sjávarföllum til að kom-
ast leiðar sinnar, og ösla auk
þess yfir sjö ár.
Fjölskyldan í Hliðarholti, talið
Sigurður var í skólanum þegar
bragði við allar skeinur og
skrámur, sem þau hafa fengið
Þá má og minna á það, að ef
jarðhiti finnst, skapast einnig
góð aðstaða til gróðurhúsa-
ræktunar.
— Hvernig er skólamálum
háttað í ykkar sveit?
— Sérstakt skólahús er
ekki til í sveitinni, en Stað-
sveitungar hafa verið svo
heppnir að hafa haft sama
barnakennarann um nær 20
ára skeið, Þórð Gíslason,
bónda og kennara á ölkeldu
II. Hann og kona hans, frú
Margrét Jónsdóttir, hafa nú
um langt skeið tekið börnin
til dvalar á heimili sitt meðan
á skólahaldinu hefur staðið.
Þá hefur séra Þorgrímur
Sigurðsson á Staðastað haldið
uppi unglingakennslu á vetr-
um í öll þau nær 19 ár frá
þvi hann kom að Staðastað,
og hefur því ekki þurft að
senda unglinga héðan úr sveit
inni burt til náms. Það þarf
ekki að taka það fram, hve
mikils virði unglingaskóli
frá vinstri: Margrét, frú Kristja na með Vigfús, Þráinn og Bjarni.
myndin var tekin.
sveitarinnar eru tæplega 180
og hefur ekki verið um veru-
lega fækkun að ræða síðustu
árin. Afkoma bænda byggist
nokkuð að jöfnu á sauðfjár-
og nautgriparækt, þó öllu
meira á mjólkurframleiðslu,
og hefur verið meiri vöxtur í
þeirri grein búskaparins síð-
ustu árin. Aðstaða til aukins
sauðfjárbúskapar er lítil
vegna takmarkaðra afréttar-
landa en nautgriparækt má
stórauka með aukinni tún-
rækt, sem alls staðar er unnið
að af miklu kappL
Á tveim stöðum í sveitinni
eru að rísa fiskeldisstöðvar:
Við Búðaós er Gísli Indriða-
son og fleiri eru að undirbúa
byggingu laxeldisstöðvar, og
við Vatnsholtsvatn hefur Ste-
fán Jónsson í Vatnsholti byggt
klakhús, er starfrækt hefur
verið nú á annað ár. Frekari
framkvæmdir í laxa- og sil-
ungaeldi eru þar í undirbún-
ingi.
Á sl. ári var lokið við bygg-
ingu íbúðarhúss á einni jörð.
Við spjölluðum stundar-
korn við frúna, meðan hún
var að hita kaffi í eldhúsmu.
Hún er formaður kvenfélags-
ins í Staðarsveit, eins og fyrr
segir, og starfar það félag
með miklum blóma. Félagið
var upphaflega stofnað til að
hjálpa bágstöddum fyrir jólin,
en síðan hefur það látið ýms
önnur mál til sín taka. Sem
stendur eru konurnar að
vinna að því að koma upp
skrúðgarði umhverfis kirkj-
una á Staðastað og er verið að
reisa girðinguna.
Frú Kristjana sagði að þær
öfluðu fjár til starfsins með
skemmtanahaldi, kaffisö'Ium,
bazar og ýmsum öðrum fjár-
öflunarleiðum kvenfélaga.
Tækju konurnar í hreppnum
virkan þátt í starfinu og hefðu
bæði gagn og gleði af.
f Hlíðarholti er nokkuð
stórt bú, og hefur Þráinn
bóndi þar bæði kúa- og fjár-
bú. í fjósi hans eru 10 kýr og
höfuðin í fjárhúsum um 200.
Hlíðarholt er nýbýli út frá
jörðinni Böðvarsholt, þar sem
Þráinn er fæddur og uppal-
inn. Nú býr í Böðvarsholti
Gunnar, bróðir hans.
Þau hjón eiga fjögur börn,
Bjarna 15 ára, Margréti 14'
ára, Sigurð 10 ára og Vigfús
4ra ára.
Meðan við sátum yfir kaffi-
bollunum barst talið að veðr-
inu úti fyrir, sem hafði gert
töluverðan usla í sveitinni.
þök fuku af íbúðarhúsum og
peningshúsum, m.a. fauk þak-
ið af hlöðunni í Böðvarsholti
og gamla fjárhúsinu. Sagði
Þráinn, að nóttina fyrir
föstudaginn langa hefði gert
eitthvað það mesta veður sem
hann myndi eftir síðan í des-
ember 1945. Hann sagði að
þeim hefði tekizt að bjarga
öllu fénu úr fjárhúsinu, sem
var gamalt torfhús og stóð til
að rífa. Fénu hefði ekki orðið
meint af. Tveir hestar, sem
voru í húsinu, sluppu og ó-
meiddir.
Við kvöddum þau hjónin og
börn þeirra og var ferðinni
heitið til Breiðuvíkur. Kaf-
aldið hafði þyngt og seinlegt
að ferðast. Við tókum því til
þess ráðs að fresta förinni til
Breiðuvíkur um sinn og sæta
lagi að komast út á Nesið
þegar betur viðraðL — hg.
I
Vestasti hluti Staðarsveitar. Myndin er tekin frá Búðum á
Snæfellsnesi. Á myndinni má greina Kálfárvelli, Hlíðarholt
og Böðvarsholt.
Sumarbúðir Þjóðk irkjunnar
EINS og undanfarin sumur mun
Þjóðkirkj an reka sumarbúðir fyr-
ir börn. Munu búðirnar að þessu
isinni verða tvennar, að Klepp-
járnsreykjum í Bargarf., þar sem
Þjóðkirkjajx hafði starfsaðstöðu
í fyrsta skipti í fyrra í nýjum
og glæsilegum heimavistarskóla
eveitarinnar, og að Löngumýri
í SkagafirðL En á Löngumýri
stóð vagga sumarbúðastarfs Þjóð
kirkjunnar og hafa verið sumar-
búðir þar á hverju sumri nema
í fyrra. Fröken Ingibjörg Jó-
hannsdóttir hefur gefið kirkj-
unni Löngumýri og var rekinn
þar húsimæðraskóli i vetur.
Sumarbúðirnar að Kleppjáms-
reykjum hefjast þ. 19. júní og
verða í íjórum flokkum, sem
hver stendur í tvær vikur. Verða
drengj afiokkar fyirst en stðan
tveir flokkar fyrir telpur. Á
Löngumýri verða tveir flokkar,
direngjaflokkur, sem hefst þ. 4.
júlí og telpnaflokkur hefst þ. 19.
júlí. Dvalarkostnaður verður kr.
850.00 fyrir flokkinn auk ferða.
Verða börnin yngst að verða 9
ára á árinu til þess að unnt sé
að taka við þeim til dvalar í sum-
arbúðunum.
Með sumarstarfi s'nu vill Þjóð-
kirkjan leitast við að veita born-
um tækifæri til þess að dvelja í
sveit og þá um leið að finna þeim
einhver smáverkefni. Auk þess er
lögð áherzla á leiki og annað
gaman, bæði úti og inni, og þá
er börnunum Ieiðbeint nokkuð
í föndri. En fyrst og fremst er
lögð áherzla á trúarlegt uppeldi
barnanna með helgistundum og
fræðslu. Eru þeim gefnar mynd-
ir og bæði sýndar kvikmyndir
og kyrrmyndir. Þá eru kvöldvök-
ur og mikill söngur.
Allar nánari upplýsingar um
sumarbúðastarfið veitir æsku-
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar á
Biskupsstofu, simi 12236 milli
klu-kkan 10 og 12 og 2 og 4 næstu
daga. Þar verður einnig tekið á
móti pöntunum. Sóknarprestar
munu líka korna beiðnum um
divöl í sumarbúðunum á'leiðis.
(Frá biskupsembættinu)