Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. mai 1963 M o r c r v n r 4 o r o 3 Árni G. Eylands: Ferðaþáttur, síðari grein Rabb um vélar og vandamá! Hvað skal fleira nefna? At nógu er að taka. Sláttuþreskir, tvær staerðir, heybindivél er bindur úr múgum eða flötu, kart- öfluupptökuvél, mykjudreifir einn mikill, sem jafnframt er flutningsvagn o.s.frv., en slík upptalning er ófrjó og tilgangs- lítil. — Að lokum vil ég þó minnast nánar á eina vél sem vakti mikla og óskipta athygli rnína. V. Hvað sást þú svo af búvélum hjá þeim þessum þúfnabana- smiðum, sem nota mætti hér á landi? Þannig munu þeir bænd- ur spyrja sem lesa Morgunblað- ið. Og hin sama spurning kem- ur ef til vill í hug stöku Reyk- víkinga sem þola að heyra og sjá mig minnast á búnaðarmál. Til þess er leikurinn meðal annars gerður að minnast á það, laus- lega, og þurfa þeir lesendur sem engan áhuga hafa á slíku nú ekki að lesa lengra í þessari grein. Fyrst er auðvitað að nefna traktorana, tvær stærðir hjóla- tre/ktora, dísilvélar 4 strokka, afl 39,5 og 30,8 hestöfl, nefnast þeir gerð 500 og gerð 300. Eng- inn vafi er á að þetta eru tækni- lega vel gerðir og vandaðir trakt orar, traustlegir að sjá. Enda er slíks að vænta er tvö gömul fyrirtæki á þessu sviði, slík sem Lanz og John Deere, hafa lagt í púkk að smíða nýjan traktor, í slíku landi tækninnar sem Þýzaklandi óneitanlega er, og hefir lengi verið. Ég veitti sér- staklega athygli hinu fullkomna vökvaþrýsti- og tengingarkerfi traktorsins. En þetta eru ekki léttir smásnatt-traktorar, vega 1750—1800 kg. En er það ekki í þá átt sem þessari tækni miðar, einnig hér hjá okkur, þótt plóg- önnin sé lítil og engin? En von- andi breytist þetta — með plóg- önnina — líka í höndum ís- lenzkra bænda, að minnsta kosti í höfuðsveitum landsins suð- vestanlands, er þeir finna sjálfa sig í kornræktinni. Það verður spái ég þegar korn-skýja borgir búlausu malarbændanna eru hrundar, þá tekur veruleiki búandi ræktunarbænda við. þeir plægja spildur í sínum stóru túnr um og rækta korn í nokkurri skiptirækt, eins og Klemens á Sámsstöðum hefir fyrir löngu sýnt að við á, og er stórle'ga heillavænlegt fyrir túnræktina, auk þess fóðurbætishags sem það veitir. Sláttutætirinn er hið mikla framtíðartæki sem félagseign eða á annan hátt í félagsnotkun 3—5 bænda eftir ástæðum, og til fleiri hluta nytsamlegur. Um það hefi ég verið sannfærður síðan ég fyrst sá vél í Ameríku 1954 og skrifaði um hana eftir heimkom- una snemma árs 1955. Auðvitað smíða John Deere Lanz góðan sláttutæti. Það fer um þá gerð véla — sem flestar eru æði líkar að gerð — að ísl. bændur þurfa endilega að verða ótal verk- smiðjumerkja aðnjótandi, ekki hægt að halda sér við fáar góðar tegundir, eins og t.d. tvær hinar tegundir slikra véla sem fyrst voru fluttar inn, og sem áreiðan- lega eru meðal þeirra beztu sem framleiddar eru. Svona er það, samkeppnin lifi, bændurnir- borga, og að amla á móti þessu er líklega að trufla framsó'kn og þróun? Annars er þess að geta að John Deere samsteypan er orð- inn eigandi Lundell fyrirtækis- ins enska, sem smíðar Lundell sláttutætinn, en hann er nú, með norskum endurbótum, sennilega ein allra bezta vél af því tagi sem völ er á, enda gerði Lundell fyrirtækið enska það að skilyrði, er það keypti leyfi til að eftir- líkja Serigstad-tætinn norska, að hinir norsku sláttutætar yrðu ekki seldir til íslands. Þótti mér súrt í broti er ég frétti það, því að ég tel hinn norska tæti að mörgu leyti þann bezta sem smíð aður er á Norðurlöndum. Sláittuvélarnar leizt mér mjög vel á, með hálfgrófri greiðu, mið tengdar á traktorinn. Fingur að gerð og lögun fyllilega við isL John Deere — Lanz disiltraktor, með SNÚNINGSVÉL af nýrri gerð. Hliðiengd sláttuvél sést einnig á myndinni, þann- ig gerð og tengd að ekki þarf að taka hana af traktornum þótt hann sé notaður til dráttar. gróðurhæfi. Mikilsvirði hverjum bónda sem traktor kaupir að eiga tryggilega völ á góðri sláttuvél með honum. Hjólmúgavélar smíða þeir ekki í Mannheim né Zweibrúck- en, bara „venjulegar" múgavélar af gömlu „góðu“ gerðinni, sem mest voru notaðar áður en hjól- múgavélarnar komu til sögunn- ar en þeir tjáðu mér að John Deere ætti verksmiðju á Frakk- landi sem smíðaði hjólmúgavél- ar, veit ekki meir um það. Grasknosara-spursmálið höfðu þeir verið að fást við. Sá ég nokkra tilrauna-knosara er hvíldu sig, engin eftirspurn eftir þeim, var mér sagt, hefði víst getað fengið einn gefins, ef ég hefði viljað, en satt að segja hefði ég ekki mikla trú á þeirri tækni í sambandi við íslenzka töðu, smágerða, eins og hún er. En eitthvað hefir verkfæranefnd fiktað við þetta. En svo er það snúningsvélin. Hin síðustu ár hefir því miður verið ruglað nokkuð hugtökum að því er snertir snúningsvélar. Af þeim eru auðvitað til mjög margar mismunandi gerðir, alveg eins og af múgavélunum, og nýjar gerðir koma sífellt fram. Við höfum réttilega haldið múga vélarnafninu sem heildarheiti, þótt gjörbreyting hafi orðið á slíkum vélum, t.d. er hjólmúga- vélin kom til sögunnar, settum bara einkenninguna hjól- framan við heildarheitið múgavél. Um snúningsvélarnar fór ver, hið vægast sagt klaufalega orð hey- þeytir kom fram á gerð véla sem fræðilega og í hagkvæmri notkun eru ekkert annað en snún ingsvélar af nokkuð nýrri gerð. Ég sniðgeng þetta óþarfa og hálfvillandi nafn. í Zweibrúck- en smíða þeir snúningsvél, sem auðveldlega mætti gefa eitt- hvert nýtt nafn, ef söluvænlegra þætti, en ég held mér bara við það faglega. Lízt vel og traust- lega á vél þessa. En hér kemur fleira til. Hvað segja bændurnir. Eru snúningsvélarnar orðnar ó- þarfar, eftir að góðar múgavélar komu til sögunnar, er þess þörf eða er það eyðsla og Óþarfi fyrir bónda, sem hefir nokkuð mikið undir að eiga snúningsvél ásamt múgavélinni? Þessari spurn hefi ég ekki heyrt svarað. Ef til vill á snúningsvélin að halda velli, og þá er John Deere Lanz snún- ingsvélin stórlega álitleg vél, á því virðist mér enginn vafi. Heyhleðsluvélar ruddu sér nokkuð til rúms um skeið, og þóttu hið mesta þing, en voru dýrar bæði í innkaupi og við- haldi. Nú virðist traktorkvíslin koma meir og meir í þeirra stað, eigi síður hálfþurru í súgþurrk- un, á traktorvögnum (vélvögn- um), hefir ekki rutt sér til rúms að neinu ráði við heyskapinn. Ég er sannfærður um að það er verkdrýgsta og handhægasta að- ferðin við að koma töðu að hlöðu dyrum, sem völ er nú á, og hentar bezt þorra bænda. Sums staðar einvörðu, annarsstaðar — þar sem tún eru mjög víðlend — af miklum hluta túns. Því eru minni takmörk sett heldur en margur hyggur hve langt borgar sig að vaga hey á þennan hátt. Því eru bændum ekki sýnd og kennd slík vinnubrögð, t.d. á bændaskólunum? Það verða nú í sumar komandi 10 ár síðan Klemens á Sámsstöðum keypti fyTstu traktorvögurnar, sem til lsinn landsins voru fluttar, og enn hafa ekki nema tiltölulega fáir bændur komist upp á að hafa sslíkra tækja full not. — Ef til vill á þetta allt við, hvað á sín- um stað, heyhleðsluvélar, traktor kvíslar og traktorvögur. VI. John Deere TRAKTORGRAFA. Gröfuna er hægt að tengja við þverbjálka framan á traktornum, fyrlr miðju, eða til hlið- ar eftir vild. Tengd sem lengst til hliðar getur grafan unnið þvert tii hliðar ef vill, og má þá, með breiðri skóflu, nota gröfuna til að hreinsa skurði og dýpka þá. við að hlaða grasi og heyi á vagna. Þykir hverjum sinn fugl fagur bæði þeim sem mest hafa notað heyhleðsluvélarnar og hinum, sem nota traktorkvíslina. í Zweibrúcken sá ég nýja gerð heyhleðsluvéla sem mér þótti at hylgisverð, einfaldari að gerð og traustari heldur en „gömlu“ amerisku vélarnar, sem hafa verið notaðar hérlendis. Teldi ég þess vert að sú vél væri reynd til samanburðar við aðra tækni. Traktorkvíslar smíða þessar verk smiðjur auðvitað einnig. Um ieið og ég minnist á þessi tæki sem notuð eru við að hlaða vagna og koma heyi í garð, get ég ekki stillt mig um að geta þess, sem ég raunar hefi margsinnis bent á áður, að það hljóta að vera mistök og skortur á sýni- kennslu og góðum leiðbeiningum sem veldur, að sú tækni að aka heim heyi bæði fullþurru, og Svo langt er um liðið að það var árið 1955 sem ég tók fyrst að rita um og benda á að traktor gröfur væru eitt af því sem reyna þyrfti, og sennilega mætti nota til nytja hér á landi, enginn vildi þá sinna þessu, og og í Búnaðar- ritinu var ég látinn vita að „aðr- ir vissu betur“ og að þess vegna hefði tillaga mín verið „að engu höfð“. Svo var nú það. Ef litið er í Handbók bænda 1962 og Frey um svipað leyti, má sjá að nú keppast um að auglýsa slíkar gröfur, Dráttarvélar og Globus, enda er nú röskur maður í Eyja- firði búinn að vinna með slíkri gröfu í 3—4 ár, og braut þannig án samráðs við ráðamenn á þessu sviði. Jafnframt þessu kemur annað til. Um alllangt skeið er Véla- nefnd búin að hafa uppi ráða- gerðir, stundum mi'klar, um að fá til landsins vél eða vélar til þess að hreinsa upp úr skurðum. Er þess mikil þörf, en ekki væn- legt að halda úti dýrum og viða- miklum vélakosti til þeirra hluta. Sumarið 1961' var, að því er segir í Frey, reynt traktór- tæki til að hreinsa skurði, frem- ur ómerkilegt. Mál þetta virðist því vera óleyst enn. • Dohn Deere Lanz smíða meðal annars beltatraktor, sem ég hefi ekki getið að neinu, á því sviði eigum við svo ærna og góða kosti. Caterpillar og Internation- al, að ekki þarf öðru til að dreifa. Margt smíða þeir John Deere roenn auðvitað annað í verksmiðjum sínum, bæði í Am- eríku og annarstaðar, sem ekki er smíðað í Mannheim né Zwei- brúcken. f Mannheim sá ég að verki John Deere Lanz belta- traktor með gröfu — ræsagröfu. Samskonar gröfu er einnig hægt að setja á John Deere hjóla- traktora ameriska. Nú er þetta ekki neitt sérstakt, að öðru en því, að hægt er að festa graf- tækin framan á trakorinn hvort er vill fyrir miðju eða til hliðar. Séu graftækin t.d. fest framan á traktorinn lengst til hægri er hægt að grafa með þeim alveg hornrétt út frá hlið traktorsins. Þannig er hægt að aka traktorn- um langs með skurði, hafa skurð- inn á hægri hönd, fika sig áfram, í færum, og grafa upp úr skurð- inum. Fæ ég ekki betur séð en að með tækjum þessum sé feng- in fullgóð lausn á þvi vandamáli að hreinsa upp úr gömlum skurð um, svo sem rætt hefir verið um. Hið eina sem þarf að breyta, frá því er ég sá, er að setja breiðari skóflu á graftækin, er auðvelt að gera það. Ekki tel ég mig hafa fundið upp neitt púður, þótt ég bendi á þetta, sem ég Framhald á bls. 14 John Deere — Lanz dísiltraktor, með heyvagn og HEY- HLEÐSLUVÉL í eftirdragi. Hleðsluvélin er af uýrri og athygl- isverðri gerð, einföld og traustleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.