Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 12
12
MORCVNT1T A Ð1Ð
Sunnudagur 19. maí 1963
Haimravtfk, nýtt 192 tonna skip til Kcflavíkur. Ljósm. H. Stígss.
Jlfýtt 192 tonna skip
til Kettavíknr
RÉTT um lokin bindur land-
festar í Keflavík nýr og glæsi-
legur fiskibátur — er þar kom-
in Hamravík KE 75, sem smíð-
uð hefur verið í vetur í Skips-
og maskinfabrikk í Flekkefjord
í Noregi, fyrir Hraðfrystihús
Keflavikur h.f., sem Renedikt
Jónsson vetir forstöðu. Hamra-
vík er stálskip, 192 lestir að
stærð með 500 hestafla Lister
díselvél og Lister hjálparvél.
Ganghraði reyndist vera 11,3
mílur á heimsiglingu.
í bá'tnum eru Simrad, sjálf-
virk fiskleitartæki, dýptarmælir
og talstöð, þá Kelvin Hughes Rad-
ar og Radlíó miðunarstöð. — Þá
er stýrishjól aif gömlu gerðinni
og áttaviti af nýrri gerð, auk
þesisa er í höndum skipotjóra,
vélstjórn og aulkastýri ásannt fær-
anlegu sitýri um allt skip.
Hamravík er mjög glæsileg-
ur bátur, byggður eftir strang-
ustu kröfum um örygigi og ailan
útbúnað, og skipstjórinn, Magnús
Bergmann, fullyrðir, að Hamra-
vík þoli fullla dekikihleðslu, hvort
heldur væri af sjó eða síld án
þesis að missa sjóihæfni og Magn-
ús er maður sem veit hvað hann
segir af langri og happasælli
reynslu. Ofan dekks er allt með
glæsibrag — kraftblöikk, síldar-
stíur og vökvaspil, svo og milljón
króna síldarnót á sínuim stað og
harðvanar hendur að koma öWu
fyrir. — Undir hvl'bak eru íbúð-
ir skipverja, vel búnar að þæg-
indum, með baðherbergi og öðru
sem of seint var séð að sjómenn
þyrftu að hafa tiil að sakna
ekki landvistar um of. Undir
hvallbak er einni frystir og kæli-
geymsla.
Magmiús Bergmann, skipstjóri
er af ættum Suðurnesjamanna
er sóttu sjóinn fast,
Hamravík fer á síldiveiðsir
sunnanlands svo fljótt sem veð-
ur leyfir. — hsj.
Leiðangur til Peary-
lands frá Reykjavík
— í fáum orðum
Framh. af bls. 11.
nef og Lambahnúkur; bláir
tindar til himins.
Formstilfinning er meiri
hjá fólki í fjalllendi en í lág-
lendislöndum, ég hef fundið
þetta hjá íslendingum. Já, ég
veit hvað þú ætlar að segja
góði, en Ítalía er líka fjalla-
land, þú hefur sjálfur verið
þar. En nú viltu fá að vita
eitthvað um móður mína.
Hún var listræn kona og það
var skáldskapur í ætt henn-
ar. „Þú hefur misst móður
þína ungur,“ sagði Freudisti
eitt sinn við mig. „Það er nú
rangt,“ sagði ég, „hún er ný-
dáin.“ „Þá hefur einhver önn-
ur gengið þér i móður stað,“
fullyrti hann. Og þá komst
allt upp! Hann átti nefnilega
við Hallgerði ömmu mína. Ég
var ömmubarn. Móðir min
eignaðist ellefu börn og hafði
í mörgu að snúast. Þá gekk
Hallgerður mér í móður stað.
En hún dó þegar ég var sjö
eða átta ára gamall, og þá
varð ég að fara að sofa hjá
Bjarna bróður mínum; það
var óskaplegt hrun fyrir mig.
Hallgerður amma var
skrautgjörn kona og átti
marga fallega muni og fulla
kistu af útsaumuðum islenzk-
um búningum, sem hún bald-
ýraði sjálf. Þegar hún opnaði
kistuna og sýndi mér allt
skrautið var hátíð í sál minni.
Henni var ekki fisjað saman,
kerlingunni. En svo kom
syndin inn í líf mitt: Hall-
gerður átti útskorna rúmfjöl,
sem hinir krakkarnir fengu
aldrei að snerta, þó þau sár-
bændu ömmu að lána sér
hana til að renna sér á í snjó-
sköflum. En ég fékk fjölina og
eyðilagði hana. Hún gat ekki
neitað mér um hana, gamla
konan, svo þú getur ímyndað
þér, hvort það hefur ekki ver-
ið mikið áfall fyrir mig að
missa hana.
Eitt sinn átti amma að fara
í brúðkaupsveizlu. Þá stóð
mikið til; skrautofið teppi
breitt á klárinn, síðan var
söðullinn settur á hann, allur
sleginn með kopar, og þegar
hún fór á bak var hún í
dýrindis reiðfötum. Skautbún-
ingurinn var síðan tekinn upp
úr dálítilli kistu á áfangastað,
og þá gat veizlan byrjað. Samt
var Hallgerður amma heldur
fátæk sveitakona. Þegar ég
hef sagt Svíum þessa sögu,
hrista þeir höfuðið og spyrja
undrandi: „Eru íslenzkar
sveitakonur drottningar Ev-
rópu?“
Hallgerður var fædd á Arn-
bjarnarlæk, bjó þar fyrst og
fluttist síðan inn í Dali með
Eysteini afa mínum, og settu
þau saman bú í Hundadal. Þau
áttu þrjár dætur og fóru tvær
til Ameríku, en móðir mín
giftist í Dalina. Sveinn faðir
minn var af Háafellsætt i Döl-
um, frændi Torfa í Ólafsdal,
það þótti hápunkturinn. Þetta
voru traustar og góðar bænda
ættir. En ég var ekki góður
smali, eins og ég sagði þér.
Ég hafði sjónskekkju og sást
yfir kindur og fékk skammir
fyrir; þótti óglöggur á skepn-
ur og ekki efnilegur bóndi.
En ég hafði gaman af að smíða
eins og bræður mínir. Við
smíðuðum rokka, svipur og
amboð, en af því ég þótti rati
við skepnur langaði mig suð-
ur til Reykjavíkur að læra
tréskurð, en þorði ekki að
færa það í tal við föður minn,
því hann trúði eldheitt á jörð-
ina og moldina og fannst fátt
um annað en landbúnað. Ég
sneri mér því til móður minn-
ar og sagði henni þennan
draum. Hún talaði við föður
minn. Ég var viðstaddur og
heldur kviðinn. En það var
óþarfi, því hann sagði aðeins
þetta: „Það er ef vill ekki
svo vitlaust að drengurinn
fari suður og læri eitthvað,
því hann getur aldrei orðið
dugándi bóndi.“ Þessi vafa-
sömu orð voru fyrsta skrefið
á listamannsferli mínum. Ég
hafði að visu áður búið til
kerlingar, sem ég steypti í
sement eða skar út í tré, en
ekki hefði ég orðið liðtækur
í listinni, ef ég hefði alltaf
setið á Kolstöðum. Dalirnir
eru góðir, en ekki svo.
Þegar ég var tíu ára, sá ég
mynd af víkingi í gömlu
almanaki og skar eftir henni
trémynd. Hún stóð í stofunni,
þegar Ólafur Þorsteinsson
kom eitt sinn í heimsókn,
hann var ágætis karl og oft
kenrjdur í réttum. Pabbi
sýndi honum rokkana og
svipurnar, sem við bræður
höfðum smíðað, og kom svo
loks með víkinginn. Þá segir
karlinn: „Þetta held ég slái
það allt saman út!“ Þetta er
þýðingarmesta lof sem ég hef
fengið um dagana, því ég
hafði þörf fyrir það og fann
að það kom frá hjartanu. Ég
gleymi aldrei þessum orðum.
Þau voru það fyrsta sem ég
heyrði í þá átt, að listamanns-
draumurinn væri annað og
meira en óráðshjal. Ólafur
hafði hjartað á réttum stað.“
Við gengum nú út úr sýn-
ingarsalnum og Ásmundur
fylgdi mér að hliðinu. Þegar
við kvöddumst benti hann á
stytturnar í garðinum, húsið
og sýningarskálann og sagði:
„Mér finnst þetta allt vera
ein heild og ekkert megi
vanta. Þetta er mitt æviskeið.
Ef ég hefði ekki stundað erf-
iðisvinnu, hefðu myndirnar
mínar orðið öðruvísi en þær
eru. Sumir hafa sagt að ég
hefði ekki átt að eyða tíma
í að byggja þessi hús, en ég
svara því til, að eitthvað
mundi vanta í lífsstarf mitt,
ef ég hefði ekki gert það. En
nú er ég að verða gamall og
lúinn. í vetur fór ég niður í
bæjarskrifstofur og hitti Pál
Líndal. Ég sagði við hann:
„Húsið er allt að bila og ég
get ekkert gert við það, því
ég hef ekki lengur heilsu til
að klifra. Getið þið ekki veitt
mér einhverja hjálp. Ég verð
að fara að hlífa mér, ég er
ekki lengur strákur." Páll
horfði á mig dálitla stund,
sagði svo grafalvarlegur: „Þú
ert að verða normal, Ás-
mundur.“ “ M.
★
Ásmundur verður fjarver-
andi úr bænum á afmælis-
daginn.
Á FIMMTUDAGSMORGUN fóru
5 danskir vísindamenn frá Reykja
vík með flugvélinni Sólfaxa á-
leiðis til Station Nord, nyrstu
veðurathugunarstöðvarinnar á
Grænlandi. Morgunblaðið átti
tal við leiðangursstjórann Eigil
Knuth, greifa, rétt fyrir brott-
förina og spurði hann um til-
gang og forsögu þessarar farar.
— Við erum fimm saman,
sagði Eigill Knuth. Félagar mín-
ír eru þeir Thorkjeíd Höy, jöbla-
fræðingur, sergeant H. G. V.
Hansen, loftskeytamaður, magist-
er Bent Fredskild og Per Kirke-
by, báðir frá landajfræðistofnun-
inni í Kaupmannahöfn. Sjálfur
er ég fornleifafræðingur frá
danska Þjóðminjasafninu. Með
okikur er veðurfræðingurinn
Fabritius, og eruim við eiginlega
gestir hans á fluginu norður eft-
ir, þar sem hann hefur það verk-
efni að kanna ísibreiðuna við
austurströnd Grænlands, og flýg-
ur hann til baka aftur, en við
hinir verðum eftir.
— Förinni er heitið tW Peary-
lands, sem er nyrsti oddi Græn-
lands. Þrír menn frá Station Nord
eru fyrir nokkru farnir þangað,
til þess að búa til og merkja
þar flugbraut og mun flugvélin
flytja okkur til Peary-lands eft-
ir stutta viðdvöl á Station Nord.
Flugstjórinn, Þorsteinn Jónsson,
er kunnugur á þessum slóðum
og hefur áður lent á Peary-landi.
— Við munum hafa bækistöð
við Jörgen Brönlunds-fjörð á
Peary-landi, en þar er fyrir hús,
sem leiðangurinn 1947—1960
reisti. Bæði ég og Thorkjeld Hóy
tókum þátt í honurn. Þá ferðuð-
umst við um aUt á hundasleð-
um og kortlögðum Peary-land,
ekki einungiis frá landfræðilegu
stjiónarmiði, helidur einnig frá
j arðfræðilegu og með tiWiti til
fornleifa. Þarna fannst mjög
margt athyglisvert og er höfuð-
tilgangur þessarar farar að tíma-
setja sem nákvæmlegast jarðlög
og fomleifar og höfum við til
þess fullkiomin tæki ,svo sem
geislavirkt koiefni (14). Við mun-
uim skipta með okkur verkum,
sumir bora í jarðlögin aðrir at-
'huga rekavið og annað í göml-
um jarðlagaskiptum í sjávarbökk
um.
—• Þótt nú sé allur norður-
hluti Grænilandis óbyggður, er
á Peary-landi að finna elztu leif-
ar um mannaferðir á Grænlandi,
enda hafa eskimóar komið frá
Kanada að norðursitröndinni, þar
m— ■ i ■ÍTI ■imr~ ~ -wnriT
Sfáiiboðaiiðar
ÞEIR sjálfboðaliðar, sem vilja starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
kjördag, eru beðnir um að láta skrá sig í Sjálfstæðishúsinu eða
í símum 17100 eða 18192.
Sjálfstæðisflokkurinn.
ridge
REIKNAÐ er með, að Evrópu-
mótið í bridge, árið 1966, verði
haldið í Póllandi og er þegar
hafinn undirbúningur til að mót-
ið verði sem glæsilegast. Keppn-
in mun fara fram í ZAKOPANB
í TATRA-fjöllunum.
Bridgespilarar frá Póllandl
hafa lítið keppt í V.-Evrópu á
undanförnum árum, en nú hef-
ur orðið mikil breyting á. Pólsk
bridgesveit ferðaðist um Norður-
lönd s.l. vetur og keppti nokkra
landsleiki og urðu úrslit þessi:
Pólland — Svíþjóð .... 164-146
Pólland — Noregur .... 258-135
Pólland — Danmörk .. 60-123
♦
Argentína sigraði í keppni S,»
Amerríkuríkjanna um þátttöku-
réttinn í heimsmeistarakeppn-
inni, sem fram fer , ítalíu í
júní n.k.
Úrslit leikjanna urðu þessi:
Argentína — Brazilía .. 180-173
Argentína — Urugua .. 133- 90
Brazilía — Uruguay .. 118-143
♦
Úrslit í einmenningskeppninnl
hjá Bridgefélagi kvenna urðu
þau að Guðrún Einarsdóttir bar
sigur úr býtum. 1 tvenndar-
keppninni sigraði sveit Eggrún-
ar Arnórsdóttur, en auk hennar
eru í sveitinni: Hjalti Elíasson,
Halla Bergþórsdóttir og Jón
Arason.
Þau óvæntu úrslit urðu í Bik-
arkeppninni, að Islandsmeistar-
arnir, sveit Þóris Sigurðssonar,
tapaði fyrir sveit Torfa Ásgeirs-
sonar og eru íslandsmeistararnir
þar með úr keppninni.
sem betra er að komast yfir eyj-
arnar og ísinn á hundasleðum
þá leiðina. Þarna fundum við
minjar mannaferða síðan fyrir
4—5 þúsund árum.
— Talsverður fjöldi dýra ec
á þessum slóðum, enda hafa mörg
þeirra komið sömu leið frá Kan-
ada og eskimóarnir. Þarna eru
m.a. sauðnaut, hvítabirnir, úlfar
og selir.
— Thorkjeld Höy mældi jökul-
inn á Peary-landi í fyrri leið-
angrinum, bæði ummál hans og
hæð. Mun hann nú mæla jökul-
inn atftur og athuga hvort hann
hefur vaxið eða minnikað. Við
höfum vistir til þriggja mánaða
og verðum sófctir siðari hluta
ágiúisfcmánaðar.
NÝJAR RÁÐSTAFANIR
GEGN FLOTTA
Berlín, 13. maí (NTB).
AUSTUR þýzkir landamæra-
verðir hafa nú fengið liðsauka
til að koma í veg fyrir flótta-
tilraunir frá Austur-Berlín.
Hefur brynvörðum bifreiðum
verið komið fyrir við öll sjö
hliðin milli borgarhlutanna.
Var gripið til þessara ráðstaf-
ana eftir misheppnaða flótta-
tilraun 12 ungra Austur-Þjóð-
verja í gær.
5 bílar í happdrætti SjálfstæðisfIokksins
Kaupid miða strax í daga — Dregið 5. júní