Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 14
14 MORCVISBL'4 ÐIÐ Sunnudagur 19. mai 1963 Jón J. Brunnan Höfn í Hornafirði JÓN var fæddur að Brunnum í Suðursveit 7. júní 1884, þar bjuggu föreldrar hans Jón Þor- eteinsson og kona hans Steinunn Jónsdóttir, stóðu ættir þeirra beggja í Suðursveit, voru hjónin systkinabörn. Á Brunnum bjuggu þau Jón og Steinunn við lítið jarðnæði og þröngan kost, sem ekki var óvenjulegt á þeim tíma, þrátt fyrir mikla ómegð, voru þau vei bjargálna, enda samhent að dugn aði og forsjá. Vorið 1901 hljóp grjótskriða á túnið á Brunnum og olli miklum jarðspjöllum, þá fluttu þau að Hlíð í Lóni ásamt skylduliði sínu. Þar vegnaði þeim vel og bjuggu þar góðu búi. Vorið 1907 tók eig- andi Hlíðar jörðina í sinar hendur, fluttust þau Jón og Stein unn með fólk sitt að Krossalandi, þar bjuggu þau til æviloka. Jón Brunnan fluttist með for- eldum sínum og 6 systkinum í Lón, hann var þá í blóma lífsins, dugnaðarpiltur, vinnuhagur, prúð ur og skemmtilegur í umgengni. Hann varð eftirsóttur sem smiður og afkastamikill starfsmaður. Vegna þess að liðsemd var nóg í heimili foreldra hans gat Jón sinnt störfum annars staðar og dvaldi t. d. um stundarsakir á Stafafelli, þaðan stundaði hann sjó frá Papós og reyndist góður sjómaður. Sumarið 1913 réðist Jón sem flokksstjóri hjá mér við vegavinnu í Nesjum, tókust þá með okkur ágæt kynni, sem héld ust síðan. Atvinnu var þá litla að fá hér um slóðir; útþráin bar hann því til frekari fram- kvæmda og kynningar, til R.— víkur, þar komst hann í nám hjá Eyvindi Árnasyni, kunnum lík- kistusmið, og til Vestmannaeyja fór hann í atvinnuleit á vetrar- vertíð, þar kynntist hann Jó- hanni Þ. Jósefssyni, síðár alþing- jismanni, sem reyndist honum traustur og tryggur drengskap- armaður. Árið 1917, hinn 15. des., kvænt- ist Jón Jónínu Guðbjörgu Jó- hannsdóttur Frímanns Jóhanns- sonar frá Holtastöðum í Langa- dal og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur, sem ættuð var úr Ár- nessýslu. Þau stofnuðu heimili í Hafnarfirði, en fluttu til Vest- mannaeyja næsta vor til aðstoð- ar systur Jónínu, sem misst hafði mann sinn í sjóinn frá ungum börnum þeirra. Um vorið kvaddi Jón konu sína og mágkonu, er hann réðist til sjósóknar á Aust- fjörðum, þangað fær hann þá sorgarfrétt, að kona hans hefði látizt í ágústmánuði, en eftir lifði nýfædd dóttir, sem hlaut nafn móður sinnar, Jónína. Þessum óvæntu atburðum tók Jón með þeirri karlmennsku og festu, sem einkenndi skap hans í hvívetna. Eftir lát konu sinnar flutti hann með dóttur sína og systurson, Pál Vídalín, sem hann tók til fósturs barnungan, til Hornafjarðar, hann hafði þá geng ið í félag um mótorbátakaup með Sigurði Ólafssyni, sem kvæntur var Bergþóru systur hans. Tóku þeir sér bólfestu á Höfn í Hornafirði og ráku þar útgerð samfleytt frá 1919 til 1946 með miklum dugnaði og stakri heppni. Lengst 'af höfðu þeir 1 vélbát, Björgvin, en á tímabili höfðu þeir 2 vélbáta. Sigurður varð alkunnur báta- formaður, sem auk fiskveiða hafði með höndum flutningaferð ir til Austfjarða og Öræfa, enn- fremur vöruflutninga fyrir Kaup félag A.-Skaftfellinga úr og í skip út við Hornafjarðarós og stundum út á rúmsjó, er skip komust ekki inn á ósinn. Þess háttar er getið í Verzlunarsögu Á.-Skaftfellinga eftir Þorleif frá Hólum. Á Höfn byggðu þeir stórt íbúðarhús úr steinsteypu, sem þeir nefndu Skálholt, heimilis- fólk þeirra var margt, en þrátt fyrir það áttu aðkomumenn þar athvarf og aðhlynningu í ríkum mæli, því gestrisnin og fórnar- lundin var frábær, var öll fjöl- skyldan þar samtaka og samhent. Ég minnist sérstaklega þeirrar aðhlynningar, er ég naut þar, með þakklátum huga, því þar var gott að koma. Þegar þeir félagar, Jón og Sig- urður , hættu útgerðarstarfinu seldu þeir húsið Kaupfélagi A.-Skaftfellinga, er það nú rekið sem gistihús fyrir ferðamenn. Þegar tími vannst til stundaði Jón smíðar bæði íbúðarhúsa og annað, sem við þurfti, var hann mörgum hjálplegur í þeim efn- um. Eins og að líkum lætur kom Jón mikið við sögu Hafnarkaup- túns á þessum árum. Hann var góður félagsmaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kauptúnið og aðra aðila. Jónína dóttir hans giftist 1942 Ársæli Guðjónssyni, útgerðar- manni frá Fáskrúðsfirði, þau komu sér upp stóru íbúðarhúsi á Höfn, lagði Jón sinn skerf til þess. Hjá þeim dvaldi hann, naut þar ástríkis og góðrar umönnun- — Rabb um vélar Framhald af bls. 3 sá og vinnubrögð gröfunnar, vera má að auðveldlega megi festa traktorgraftæki, sem inn hafa verið flutt, þannig á traktor að vinna megi með þeim alveg til hliðar, er þá aðeins að reyna þetta við að hreinsa upp úr skurðum — með breiðri skóflu. — Læt svo útrætt um það. vn. Miklar herbúðir Bandaríkja- manna eru í næsta nágrenni við Mannheim. Hvár sem við ókum um aðalvegi mættum við sí og æ ameriskum herbílum af ýmsu tagi. Fór oft mikið fyrir þeim. Heldur þótti mér dauft hljóðið í gamla verkfræðingnum, sem með mér var, er spurðist fyrir um þessa hluti. Aauðheyrt var líka á honum, að þótt honum þætti vænt um verksmiðjur Lanz risu aftur úr rústum, var honum það ekki sviðalaust að nú voru þær komnar á útlendar hendur — ameriskar. Síðara kvöldið sem ég dvaldist þarna skrapp ég til Heidelberg. Ungur verkfræðingur ók mér þangað. Við ókum upp að gamla kastalanum, gengum nokkuð upp í hlíðtna, og nutum útsýn- isins þaðan áður en rökkrið seig yfir dalinn og borgina. Það er vetur, hinn suðræni svipur þess- arar frægu borgar heillar mig, hvað myndi þá er sumar og sól fér hér með völdin. Hin sterk- asta hugsun mín er ósk um að eiga þess kost að koma hingað aftur, á betri tíma árs, og hafa daga en ekki aðeins stutta stund til umráða. Það er utan þessa þáttar að lýsa hinni sögufrægu gömlu háskólaborg Heidelborg, við Neckar. Við ökum um há- skólahverfið, lítum inn í eina kirkju og tökum okkur svo stund arhvíld í veitingastofunni Kopar kannan. Meðan við sitjum þar við matborðið verður mér að spyrja og segja: Þið hafið verið heppnir að Heidelberg skyldi ekki verða fyrir sprengjum í stríðinu. Verkfræðingurinn ungi er fæddur Heidelbergbúi og búsettur í útjaðri borgarinnar. Hann svarar mér. Ef til var það heppni, en það var enginn til- viljun. Bandarí'kjamenn höfðu löngu áður en stríðinu lauk val- ið og ákveðið að héi í og við ar til æviloka. Heilsa hans bilaði fyrir nokkrum árum og var hann lítt fötum fylgjandi eftir það. Hann andaðist á heimili þeirra 28. janúar s.l. Þar kvaddi góður og vandaður maður, honum fylg- ir hlýhugur og þakkir allra, sem kynntust honum. Stefán Jónsson, Hlíð. ★ „Mínir vinir fara fjöld Feigðin þessa heimtar köld“. Svo kvað Bólu-Hjálmar á sín- um efri árum. Nú má það nær því daglega heyra í Ríkisútvarpinu, að það fólk, sem var á fermingaraldri um síðustu aldamót, kveður þennan heim. Margt af þessu fólki er jafn- Heidelberg skyldu þeir að strið- inu loknu setja niður aðalstöðvar sínar á þýzkri grund og á megin- landi Evrópu. Þessvegna slapp Heidelberg við sprengjuregnið. Nú hafa Bandaríkjamenn sínar miklu herstöðvar hér svo sem víðar, en þeir hafa farið skyn- samlega að, þeir hafa byggt sér heilt borgarhverfi — heila borg — utan við gömlu borgina, þar er allt ameriskt og glæsilegt svo af bar. Gaman hefði verið að aka þar um með þig, íslend- ingur, en nú leyfir tíminn því miður eigi. Er við göngum til bílsins að loknum snæðingi í Koparkönn- unni, verður mér staldrað við utan við glugga fornsölu einn- ar. Innan við rúðuna eru þýzkir þjóðlegir fornmunir. Kaupa ferðamenn þetta, spyr ég. Svarið kemur, dálítið sárt, að mér finnst, og miklu hvassara heldur en áður hafði heyrst frá leið- sögumanni mínum — á þessa leið: Ameríkumenn kaupa þetta, þetta er þjóð sem ekki á neinn kúltúr, svo halda þeir að þeir geti keypt sér kúltúr fyrir doll- ara, að þeir geti keypt sér og lært þann kúltúr á einu til tveimur árum, sem við höfum þurft aldir til þess að koma okk- ur upp og læra. Mér brá nokkuð við þessi sáryrði, fann tilgangs- laust að mótmæla þeim, játaði með sjálfum mér að dálítið er hæft í þessu, þótt málið hafi sem betur fer fleiri hliðar, og betri, sem hinn ungi Þjóðverji virtist ekki koma auga á. En orð hans opnuðu mér nýja innsýn í hve voðalegt vandamál „her í landi“ alltaf er. Stórkostlega meira og flóknara vandamál, heldur en þeir smámunir, sem við íslend- ingar eigum við að kljást á því sviði, sem ein af Evrópuþjóðun- um, og vægðarlaust í sama báti eins og þær, hvort sem okkur þykir betur eða ver. Minningarnar koma fram hver af annari, einmitt í sam- bandi við þetta, frá veru minni á Þýzkalandi 1914, er fyrra heims stríðið hófst, í Ameriku þegar síðara stríðið braust út, og aft- ur síðustu mánuði þess. Ég minn- ist Bandaríkjamanna sem tekið höfðu þátt í fyrri styrjöldinni, ógnunum við Verdun og viðar, er fregnirnar bárust um að nú logaði aftur upp úr í Evrópu. Þeir sögðu: Ekkert hafa þessir Evrópumenn lært, fljótir eru öldrunum hugstætt, bæði sökum kynningar og afspurnar. Ég held að það hafi yfirleitt reynzt mjög vel — verið nýtir þjóðfélagsþegn ar — svo minningarnar verða nú sem „leiftur björt frá liðnum dög um“. Einn í þessum hópi var vin- ur minn Jón J. Brunnan, fyrr- verandi útgerðarmaður í Höfn. Fæddur 7. júní 1884. Dáinn 28. janúar 1963. Hann var einn af þeim mörgu Jónum Jónssonum, sem ólust upp í A.-Skaftafellssýslu á 19. öldinni. Flest hjón létu þá að minnsta kosti einn son heita Jón, en mörg tvo syni og sum þrjá. Þeir voru svo oftast aðgreindir með viðbætinum eldri og yngri. Þannig var það með þennan vin okkar, hann var yngri Jón Jóns- son frá Brunnum, en eldri Jón bróðir hans var bóndi í Flatey á Mýrum. Það mun hafa verið með sam- þykki föður míns, séra Jóns Jóns- sonar á Stafafelli, að hann tók sér nafnið Brunnan eftir fæðing- arbænum. Það aðgreidi hann frá öðrum Jónum, en annars var fað- ir minn mótfallinn ættarnöfnum. Þetta nafn varð okkur kært eins og maðurinn, sem bar það. Hann var af traustum bændaættum hér ■eystra og reyndist traustur í hverri raun. Föreldrar hans fluttust með nokkuð af börnum sínum frá Brunnum að Hlíð í Lóni vorið 1902 og urðu þá nábúar okkar á Stafafelli. Þetta fólk reyndist okkur ágætis nágrannar. Þegar börnin náðu fullorðins árum unnu sum þeirra á okkar heimili lengri eða skemmri tíma. Þar á þeir að gleyma, en nú skulu þeir sannarlega fá að bera fjanda sinn sjálfir, nú munum við, reynslu ríkari halda okkur utan við þetta brjálæði. — Innilokunarstefnan átti marga fylgjendur meðal þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu tekið þátt í heimsstyrjöld- inni fyrrL — þetta fór þó, svo sem kunnugt er, á aðra leið, aftur urðu Bandaríkjamenn að skakka leikinn, aftur urðu Kanadabúar að fórna miklu til þess afstýra því að allt lenti í barbarisma í Evrópu. Það er sannarlega ekkert undarlegt þótt Vestmenn eftir öll þessi ósköp vilji hafa ögn hönd í bagga með þróuninni í Evrópu. En svo kem- ur vandinn mesti, svo sem oft vill verða, að til þess dregur að þurfalingurinn fer að bera kald- an hug til velgerðarmannsins, sem mest hefir fyrir hann gert. Speglast ekki þetta í harðyrðum hins unga þjóðverja, sem ég heyrði í Heidelberg? Hinir ungu Þjóðverjar munu margir hverjir eiga erfitt með að átta sig á því, að „sinna fyrri synda margur geldur.“ Að það er langt léreft að bleikja fyrir þjóð, sem þrátt fyrir mikla menningu, fellur nið- ur í slíkt barbarí, að stunda dráp á saklausu fólki, mönnum, kon- um og börnum sem stóriðju, að ná aftur fullri virðingu og tiltrú. Að það er sízt að undra, þótt þeir sem kipptu í taumana og kostuðu ærnu til af „tárum, svita og blóði“, auk ógrynni fjár, sleppi ekki taumunum með öllu og hugsunarlaust, andvaralausir um þótt allt sæki aftur í sama farið eða ennþá verra, ef austrænn kommúnismi næði tökum á því fólki sem fóstraði og iðkaði nas- isman í verstu mynd. — Já vanda málið „her í landi“ er ekkert spaug, ill nauðsyn fyrir Banda- ríkjamenn, Þjóðverjum þungur skóli, en bæði maklegur og nauð synlegur. Þetta gengur óneitan- lega einnig út yfir þær þjóðir, sem í smæð sinni hafa minnst til matarins unnið. Norðmönnum er ekki sársaukalaust að þurfa að taka við þýzkum yfirmönnum til starfa við hervamir Nato þar í landi, en hjá því verður ekki komist. Rétt í þessu var norskur bisk- up að ljúka Nýársræðu sinnL Hann minnti á að norska þjóðin gæti ekki lokað sig inni í sínu góða landL „við vsrðum að taka þátt í kjörum heimsins." Og hvað með okkur íslendinga? Við get- meðal var Jón J. Brunnan, sem var bæði smiður og sjómaður góð ur, kappsfullúr og kraftmikill i hverju verki. Síglaður og fús til starfa, þar sem útsjón og áræði þurfti að beita. Hann fluttist ekki strax með foreldrum sínum i Lónið heldur varð þá eftir í Suð- ursveit hjá bróður sínum, Þórði JónssynL bónda á Kálfafelli, sem þar var talinn með beztu bænd- um. Allir könnuðust við Þórð upp á Húsum — það er að segja á efri bænum — þar sá ég flest hangin sauðarkrof — sauðarföll — í eldhúsi, er ég var í fasteigna- mati haustið 1916. En leið Jóns J. Brunnan lá samt frá frænda og hangikjötinu austur í Lón til foreldranna að Hlíð og síðar í Krossagarði. Þar byggði hann tví lyft timburhús yfir fjöldskyld- una. Hann vann mikið utan heimilis, einkum við smíðar, því öllum vildi hann greiða gerá. Var hann þá um nokkur ár meira og minna hjá okkur á Stafafelli, því þar var í mörg horn að líta til sjós og lands. Minnist ég sam- starfs okkar með sérstakri ánægju sem „Ijósra bletta í lið- inni ævi“. Til dæmis var hann með mér að endurbyggja gangna- kofann undir Stórhnaus í Kollu- múla haustið 1923. Sóttum við þá efniviðinn í Víðidal. Þar hafði bærinn á Grund staðið á síðustu áratugum 19. aldar og fólkið ekki flutt burtu með sér nema það, sem kallað var búslóð. Þetta var ævintýraferð í fögru haustveðri í dalinn, sem mörgum ferða- manni hefur leikið hugur á að sjá og skoða, þótt fáir hafi tekið Framhald á bls. 22. um sannarlega ekki lokað að okkur, og gerum það heldur ekki. ísland er hluti af Evrópu, þess verðum við að njóta og gjalda. Hið óumflýjanlega taum- hald sem Nato — fyrst og fremst með hjálp Bandaríkjanna — er að reyna að hafa á álfunni vest- anverðri, og raunar allrL nær einnig til íslenzku þjóðarinnar, við verðum einnig að þola það. Hin litla aukna innsýn sem ég fékk í þessi vandamál, við fárra daga dvöl í Þýzkalandi suðvest- antil, og sem ég hefi brugðið hér upp lítilli mynd af, gerði mér ennþá ljósara en fyrr hve gott við höfðum það, einnig að þessu leyti, á fslandi, hve vel við höfðum sloppið og sleppum enn, hve litla ástæðu við höfum til að kvarta og illskast yfir „her í landi“ og þar fram eftir götun- um. Hitt er svo meginatriðið að þjóðinni takist að treysta sjálfri sér bæði heima fyrir og í óum- flýjanJegri sannvinnu og sam- búð við aðrar þjóðir. Hættan mesta er undirlægjuhátturinn og viðleitnin að lifa á sníkjum — sem því miður vill bóla á. Það er engin skomm að þiggja hjálp og gjafir til sjálfhjálpar, ef sýnd er full sjólfsbjargarviðleitni og manndómur. VIII. Gamla Heidelberg stendur sem traustur og fagur vottur um hið bezta í þýzkri menningu. Á miðju verksmiðjusvæðinu hjá John Deere Lanz í Mannheim stendur líkneski af gamla Lanz sem stofnaði fyrirtækið, og kom því fram í fremstu röð slíkra fyrirtækja á meginlandi Evrópu. Engin sprengja hitti það né vann á líkneskinu, þótt allt umhverfia félli í rúst. Mér varð starsýnt á þetta. Nú byggja ameriskar verksmiðju-verkfræðingar allt upp að nýju umhverfis Lanz gamla. Þannig er það alltaf, það stendur alltaf eitthvað eftir og upp úr rústunum, þótt mikið eyðist. Ný öfl koma til, að vekja kraftana til lífs og starfs og þró* unin heldur áfram. Kúltúr verð- ur ekki verði keyptur, það er svo, en vesöld og volæði, og þvi síður barbarismi, er vænlegur jarðvegur til þess að upp úr spretti siðmenning. og manngæðL Lýkur nú þessu ferðarabbi, sem átti að vera búnaðarþáttur, en fór út um fleiri þúfur. Slemdal, 1. janúar 1963. Á. G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.