Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 16
MORCUVnr 4ÐIB
SurirtUdagur 19. maí 1963
1F
Þóra Rósa Siguröardóttir
ÞAÐ VAR ekki ætlun mín að
fara að skrifa minningargrein
um maddömu Þóru Rósu, enda
er nú nærri hálf öld liðin frá and
láti hennar, en eftir að hafa lesið
bókina „í ljósi minninganna“ eft
ir frú Sigríði Björnsdóttur, þar
sem minnzt er á þessa gömlu
konu á miður vingjarnlegan hátt,
þá langar mig bæði til að leið-
rétta missagnirnar og ennfremur
að sýna hana í öðru ljósi en þar
er gert.
Maddama Þóra Rósa var fædd
að Böggvistöðum í Svarfaðardal
í tólftu viku sumars árið 1825.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Sigurðsson bóndi þar (sonur séra
Sigurðar á Auðkúlu) og Valgerð
ur Björnsdóttir kona hans.
Þau Sigurður og Valgerður
voru vel efnuð á þeirra tíma vísu,
þó hefur hún víst ekki verið sett
til mennta, enda var ekki mikið
um skólagöngur í þá daga, en
að sjálfsögðu héfur hún heldur
ekki þurft að fara burtu til að
vinna fyrir sér hgá vandalausum.
Árið 1846 flytur Þóra Rósa með
foreldrum sínum að Silfrastöðum
í Skagafirði, en þau bjuggu þar
frá 1846 til 1851.
Á þessum árum meðan hún er
heimasæta þar kynnist hún og
trúlofast séra Jóni Jónssyni, sem
er þá þjónandi prestur í Mikla-
bæjarprestakalli, en ábúandi og
eigandi að Víðivöllum. Vorið
1850 flytur svo Þóra Rósa til
séra Jóns að Víðivöllum og þá
áreiðanlega heitbundin honum og
1. nóvember sama ár ganga þau
í hjónaband. Hún er þá 25 ára
gömul. Það er því missögn i bók-
inni að hún hafi verið 16 eða 17
ára þjónustustúlka á prestssetr-
inu.
Þá er talað um séra Jón sem
karlægan karl þegar Þóra Rósa
giftist honum. Þetta er nú ekki
sannleikanum samkvæmt, því
hann fór aldrei í kör.
Séra Jón Jónsson á Miklabæ
missti fyrri konu sína Halldóru
Þorsteinsdóttur árið 1846 og þrern
ur árum seinna flytur hann að
Víðivöilum.
Aðstoðarprestur hjá séra Jóni
varð séra Páll Jónsson tengdason
ur hans, frá 1848 til 1853 er hann
fékk Hvamm í Laxárdal. Séra
Páll bjó þá á Miklabæ og tveir
aðrir, því séra Jón leigði jörð-
ina. Séra Jón lét af embætti ár-
ið 1858, hann var því þjónandi
prestur í 8 ár eftir að hann gift
ist seinni konu sinni og síðustu
5 árin aðstoðarprestslaus, hann
getur því ekki hafa verið karlæg
ur. Þegar séra Jón hætti prest-
skap flutti hann á eignarjörð sína
Miðsitju, hann var þá búinn að
selja Víðivelli.
Á Miðsitju bjó svo séra Jón til
æviloka 6. júní 1866, hann bjó
þar góðu búi, var óvenju ern og
hress gamall maður, og varð
aldrei rúmliggjandi, nema
kannski síðustu vikurnar fyrir
andlát sitt.
Þau séra Jón og maddama
Nýjasti FORDINN
CORTIIMA
CORTIIMA
CORTIIMA
CORTINA er rúmgóður 5 manna bíll.
CORTINA hefir farangursrými fyrir alla fjölskylduna.
CORTINA hefir aflmikla miðstöð.
CORTINA er 2ja dyra, 4ra dyra eða Station.
CORTINA er enskur bíll.
CORTINA kostar frá krónum 146.000,00.
CORTINA er ryðvarinn.
CORTINA ER MEST SELDI BÍLLINN í NOREGI.
Leitið upplýsinga:
UMBOÐIÐ
Laugavegi 105. — Símar 22469 — 22470.
Þóra voru því 16 ár í hjónabandi,
en ekki varð þeim barna auðið.
Þá er oftar en einu sinni talað
um það í umræddri grein að
maddama Þóra hafi verið þéruð.
Allt fólk, sem er miðaldra og
meira veit að þetta þótti alveg
sjálfsagður hlutur í þá daga og
þar af leiðandi ekkert sérkenni-
legt við það.
Það er áreiðanlegt að sóknar-
prestarnir á Miklabæ og maddöm
ur þeirra hafa látið sóknarbörnin.
þéra sig, og kannske vinnufólkið
sitt líka, löngu eftir að séra Jón
Jónsson hætti prestskap þar, og
af því að það hélzt við fram á
tuttugustu öldina, þá fannst nú
sumum að höf. hefði mátt sleppa
þéringunum.
Ennfremur segir í bókinni að
maddama Þóra hafi komið í heim
sókn að Miklabæ einu sinni á ári
og höf. sér hana í anda „er hún
birtist fram á Melnum, dökk þúst
á gráum hesti sem aðeins fer
fetið“ þessum ferðum sínum að
Miklabæ var hún hætt nokkuð
löngu áður en hún dó, og var
það sannarlega vel farið. Aftur
á móti fór hún á meðan hún gat
nokkuð, árlega í Víðivelli en það
an hef ég ekki frétt skriflega eða
munnlega lýsingu á því, hvernig
þessi gamla kona, sem var að
koma í vinaheimsókn, hafi tekið
sig út á hestbaki.
Og aldrei hef ég heldur heyrt
frá Víðivallaheimilinu, að það
talaði öðruvísi en vel og virðu-
lega um maddömu Þóru.
Þá er lýsingin á maddömu
Þóru þannig að hún hafi ekki
borið neina fyrirmennsku í fari
eða fasi, verið lítil á vöxt „alis
ekkert lagleg og laus við allt,
sem vakið gæti virðingu o. s. frv.“
Er nú hægt að segja öllu ljót-
ara um nokkra manneskju, en að
hún sé laus við allt sem vakið
geti virðingu?
Ekki get ég gizkað á, hvers
vegna höf. skrifar svona um
þessa látnu heiðurskonu, sem
var stéttarsystir hennar og sókn
arbarn föður hennar.
Hún var lítil á vöxt, það er rétt
en ekki getur manngildi fólks
farið eftir líkamsstærð, heldur
miklu fremur því, sem Hannes
segir „Að andann gruni ennþá
fleira en augað sér“.
Mér er sagt að hún hafi á yngri
árum verið fríð kona og það bar
hún reyndar alltaf með sér, þrátt
fyrir háa elli.
„Því þá fatið fymist
fellur það betur að limum
og lætur skýrar í ljósi
lögun hins innra“.
Það er enn margt fólk á lífi,
sem man eftir maddömu Þóru
Rósu. Jónas Jónasson frá Hof-
dölum minnist hennar í ævisögu
sinni, en hann var henni samtíða,
þegar hann var drengur, og for-
eldrar hans í sambýli við hana.
Jónas skrifar hlýlega og vingjarn
lega um gömlu konuna og hnjóð
ar hvergi í hana.
Nýlega átti ég tal við Jónas og
bað hann að segja mér eitthvað
af maddömu Þóru, því það maa
sjálfsagt enginn núlifandi maður
betur eftir henni. Hann sagði, að
hún hefði verið afbragðsmann-
eskja. Það hefði verið gott að
vera í sambýli við hana, hana
sagði að hún hefði verið kát og
skemmtileg og lagleg. Ennfremur
að hún hefði verið næm og mmn-
ug og fljót að læra vísur. Hann
segir að hún hafi lesið töluvert
og sagt skemmtilega frá, og svo
bætti hann við „Eg mun ávait
minnast hennar með þakklæti og
virðingu“.
Þetta segir nú Jónas Jónasson
frá Hofdölum, en hann þekkja all
ir Skagfirðingar og margir fleiri,
og þykir mér vænt um að geta
borið þennan sannorða og merka
gáfumann fyrir þessum ummæl-
um um maddömu Þóru. En það
má nú segja að sínum augum líti
hver á hlutina og enn segir höf.
„Hún bar hvorki höfuð hátt, né
sýndi mikla reisn“.
Eins og hver önnur heiðarleg
og virðingarverð manneskja hel
Framhald á bls. 22.