Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. maí 1963 Asmundur sjötugur á morgun ÁSMUNDUR lá á túninu við kálgarðinn. Eitt beðið var stungið upp til hálfs og í því miðju stóð kvísl og beið eftir lúnum höndum meistarans. „Ég nenni ekki að standa upp,“ sagði Ásmundur, þegar ég heilsaði honum. „Ég er að hvíla mig. Viltu í nefið.“ Ég lagðist hjá honum í gras ið og það var gott að liggja þarna og njóta sumarblíðunn- ar fyrstan raunverulegan dag sumarsins í þessari borg. „Ég er farinn að ^ lýjast,“ sagði Ásmundur. „Ég ætla ekki að stinga upp nema eitt beð á dag. Það hefði ekki þótt mikið í gamla daga —“ Hann var í grænköflóttri vinnuskyrtu, bláum verka- mannabuxum og gúmmískóm, axlaböndin blá með rauðum doppum og voru fest í stóra hnappa á haldinu. „Það er gott veður,“ sagði ég. —iin kinkaði kolli og — 'ss aði sig: „Ég er farinn að eld- ast.“ Hann benti á stóra stein- steypta mynd á miðju túni. „Ég er hræddur um hún standi ekki lengi þessi,“ sagði hann, „undirstöðurnar eru ekki sem traustastar. Ég steypti fót ofan á grasið og síðan myndina og hafði ekki trú á því að þetta mundi tak- ast, en það tókst nú samt og ég ætla að láta hana standa þarna eins lengi og hún hef- ur krafta til.“ „Hvað heitir þessi mynd aftur?“ spurði ég. „Sonartorrek. Þarna er Þor- gerður, dóttir Egils, að biðja föður sinn yrkja kvæðið." Hann benti á hörpustrengi efst í myndinni, stóð upp og hysjaði upp um sig buxurnar. „En nú er ég að vinna að nýrri mynd, hún er hérna inn í salnum, ef þú vilt koma með ...ér og líta á hana.“ Ég gekk með honum inn í sýningarsalinn, og rétt innan við dyrnar stóð hálfgerð mynd úr tré og jámi, um tveir metrar á hæð; í miðju allsver trjábolur, .og margs konar járnstengur og víra- virki allt um kring. Hann sagði að þessi mynd væri af höfði Þórs. Það þótti mér all stórmannlegt framtak, að smiða jafn fyrirferðarmikinn haus, og bað hann lýsa mynd- inni. Hann gekk í kringum hana, benti og lýsti, tók í nef- ið og snýtti sér, og ef Þór hefv- verið einhvers staðar ná lægur er ég þess fullviss, að honum hafi þótt allmikið koma til áhuga og mælsku meistara síns. Þessi maður hlýtur að vita lengra nefi sínvf, datt mér í hug, meðan Ásmundur talaði: „Gömlu mennirnir, forfeð- ur okkar, voru svo skynsam- ir, að þeir gerðu aldrei heiðnu goðin að djöflum; Snorri skrifar jafnvel um þau af respekt. Ég segi útlendingum stundum, að við íslendingar séum eina þjóðin, sem hefur getað sameinað þetta tvennt án þess að bíða tjón á sálu sinni, að vera í senn heiðin og kristin. Viðhorf íslendinga til trúarbragða hafa ætíð runn- ið í einn farveg: að leita hins eina sanna guðs, og þá sem forfeður okkar kölluðu guði höfum við ekki leyfi til að kalla djöfla, það væri móðg- un við blóð okkar og uppruna. Ég hef verið að velta fyrir mér forneskjunni og mér hef- ur orðið þetta ljóst. Við græð- um á því að grufla, enginn er svo gamall að hann læri ekki eitthvað á því að stinga upp kálgarð tilverunnar. Og sjáðu, hér ætla ég að setja eitthvað til að gera myndina fullkomnari, og hérna verður eins konar spaði með einni álmu, svo hann líkist ekki hakakrossi; Þjóðverjarnir hafa skemmt fyrir okkur Þórshamarinn. Og svo ætla ég að láta spaðann snúast fyrir vindi. Þetta verður mann- drápsverkfæri, segir Hafliði garðyrkjustjóri, en ég svar- aði því til, að minn Þór yrði engum að fjörtjóni, þó sögur hermi hann hafi stundum orð- ið allvígalegur í gamla daga. Þegar ég er búinn að setja myndina út undir bert loft, bý ég svo um hnútana að ég geti læst spöðunum, r-agar vindur er. Og héðan læt ég eldinguna koma, svo fer hún hingað og aftur þarna út og inn í gegnum kjaftinn á hon- um og út aftur, hún verður úr þunnum vír með kopar og getur tekið sig i.okkuð vel út í myndinni. Þór var þrumu- guð eins og þú veizt, en kannski kalla ég myndina „Forneskju", finnst þér það ekki nokkuð gott nafn.“ Ég kinkaði kolli og ætlaði að spyrja eitthvað meira um myndina, en þá fór hann að tala um vísindin: „En hvað líður okkar vís- indamönnum? Hvaðan er Ása trúin eiginlega upprunnin? Hvers vegna geta þessir menn ekki svarað? Snorri segir, að Óðinn hafi komið að sunnan, ef ég man rétt. Ég segi ekki að ég sé sammála Barða Guð- mundssyni, en ég held að vík- ingarnir hafi komið alla leið sunnan frá Svartahafi og ekki dvalizt mörg hundruð ár í Noregi, þegar þeir tóku sig upp, sigldu í norður og út hingað. Þetta voru túristar síns tíma, en nokkuð herská- ir fyrir okkar smekk. Eða get- urðu ímyndað þér að bcand- ur, sem hafa búið í Noregi mörg hundruð ár, hafi tekið sig upp einn góðan veðurdag og boðið Atlantshafinu byrg- in? Nei, þetta var ekki týp- ískt bændafólk, þetta var bölvaður flökkulýður. Mér þætti gaman að sjá þann bónda, sem nú sigldi einn góð- an veðurdag út í hafsauga og segðist ætla til lands sem hann vissi ekki hvort væri til eða ekki. Nei, það gera sjó- menn frekar. Víkingarnir voru harðduglegir sjómenn og hafa líklega komið víða við. Eða hefurðu nokkurn tíma hugsað um þáð, hvaðan hús- dýrin okkar eru komin? Gunnar hestafræðingur heim- sótti mig ekki alls fyrir löngu og skemmti sér svo vel að ég hélt við værum komnir í rétt- ir, hann bað mig um að gera fallega mynd um bænina og þarna er hún. En hann sagði mér annað. Hann hefur bók- staflega ráðið lífsgátuna. Hann veit nákvæmlega hvað- an íslenzki hesturinn er upp- runninn, hefurðu heyrt það? Nei, þá get ég sagt þér, góði, hvað hann sagði. Hann sagði, að á gomlum grískum relíf- um væru allir hestarnir á tölt- spori, þarna sérðu. Ég vildi senda Gunnar suðureftir og jafnvel til Asíu, ef hann gæti fundið uppruna tölthestsins. En hann er horfinn í Evrópu og sést hvergi nema hér. Hef- urðu heyrt nokkurn tala um íslenzka hesta í Noregi? Gunnar sagði mér líka, að tölthestana hefðu Grikkir kall að kvenhesta, því þeir voru þýðari en hinir. Víkingarnir komu líka með drekastílinn og við finnum hann ekki fyrr en í Asíu, þar sem hann er alþekktur, segir mér Sveinn Kjarval. Þarna eru merkilegir punktar, sem vísindamennirnir eiga að draga fram í dagsljósið, það gæti orðið lærdómsríkt. Ég þykist hafa tekið eftir því, bæði meðan ég dvaldist í Svíþjóð og Frakklandi, að íslendingar fara öðruvísi að í listum en aðrar þjóðir. Við vorum kallaðir vandræða- börnin lengi vel á Norður- landasýningum, af því við vorum alltaf með einhver módernistísk hliðarhopp í kúnstinni.. Heldurðu ekki að þetta sé arfleifð úr forneskj- unni? Við viljum hafa mód- ernismann í hnappagatinu, en engin ilmlaus pappírsblóm. E£ við sjáum Picasso og Braque, þá segjum við: „Megum við ekki vera með í Evrópulist- inni.“ Og auðvitað fáum við að vera með, ef við dugum. Þegar Sæmundur fróði og þessir karlar, forfeður hans og okkar, víkingarnir, fóru suðureftir til Frakklands og Ítalíu, sáu þeir þarlenda grúskara skrifa á bækur £ Róm og París, og þá sögðu þeir sín á milli: „Gætum við ekki gert þetta líka?“ Kannski hafa þeir ekki beinlínis sagt þetta svona, en þeir hafa spurt sjálfa sig margra nær- göngulla spurninga, og ekki látið þar við sitja. Þannig eru fslendingar. Dönum tókst aldrei að gera þá að próvinsi og það er, sem betur fer, ekki hægt. íslendingar kunnu að temja hestana sína. En þeir hafa aldrei látið neinn temja sig, ekki heldur í listunum. Ég lít á liststíla eins og mismun- andi rím; til dæmis er Þór þarna í symbol-súrrealistísk- um stíl, þannig að formin verka á undirmeðvitundina, og svo er realismi eða fígúra- tívismi í Björgun, sem stend- ur þarna við hliðina á okkur og Vatnsberunum úti á tún- inu. Þannig er eðli okkar ís- lendinga, að hafa frjálsa af- stöðu til ismanna; að vera þrælbundinn í einhverjum ismanum er verra en sitja í fangelsi. Ég segi við lista- mennina okkar, þegar þeir halda fram einhverjum ism- um: ,Ef þú hittir konu, sem á tíu börn og spyrð hana, hvert þeirra hún elski mest, þá svarar hún: „Ég elska öll börnin rnest." Þannig á líka að umgangast listina. Þegar ég setti upp Norður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.