Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 22
22
MORGVNBLAÐ1B
Sunnudagur 19. maí 1963
Merkileg athugun —
Misheppnuð skýring
Til sjós eða lands
ÞAÐ er margt skrifað og skrafað
um sjávarútvegsmál manna á
meðal og er ekki nema gott um
það að segja að fólk er farið að
gefa sjávarútveginum m e i r i
gaum en gert hefur verið. En ég
held nú að það sé fyrst og
fremst af því, hvað vel hefur
gengið á síldveiðunum á síðast-
liðnu ári og vetur og gefið mörg-
um góðan aur 1 vasa og því
haldið óspart á lofti. En í sam-
bandi við síld og í skugga henn-
ar, hefur skeð atburður, sem
vert væri að meiri gaumur væri
gefinn. Að síðari heimsstyrjöld-
inni lokinni varð gjörbylting hjá
íslenzkum sjávarútvegi og á ár-
unum 1946—’50 komu nýir bátar
og togarar til landsins, er færðu
þjóðinni auð, sem seint verður
metið að fé. Með þeim gjaldeyri,
Sem togararnir og bátarnir færðu
landi og þjóð höfum við getað
sent dætur og syni þessa lands
til meiri mennta á erlendri
grund, en þeir ella hefðu fengið
hér heima. Þetta er eitt af mörg
um dæmum, sem hægt er af að
taka.
En nú ætla ég að snúa blaðinu
við og minnast á þann atburð,
sem knýr mig til að skrifa þessar
línur. Nú fyrir skömmu kvaddi
hér Reykjavikurhöfn nýsköpun-
artogari svokallaður með norsk-
an fána að hún. Þar var að
kveðja Ólafur Jóhannesson frá
Patreksfirði, seldur til Noregs
fyrir 2,8 milljónir, að ég heyrði
sagt. (ég veit ekki hið rétta verð,
enda skiptir það ekki máli).
Ólafur Jóhannesson er byggður
í -bberdeen 1951 úr stáli, 681 tn.
Ég heyrði í haust að bátur,
sem smíðaður var í Svíþjóð 1946
úr eik 52 tn. að stærð hafi verið
seldur á 2,4 milljónir. Er ekki
eitthvað athugavert, þegar verið
er að selja til Noregs 11 ára tog-
ara 4 sama tíma og við erum að
láta hyggja nýja háta og þeir
alltaf að stækka. Og hver er
kominn til að segja að innan
fárra ára verði ekki hægt að
gera þessi skip út á síldveiðar.
Það er fengin reynsla fyrir því,
að það er hægt að veiða síld á
togara, þó það hafi ekki gengið
vel. En, það er ekki hægt að
fullyrða að það sé ekki hægt.
Það hefur heyrzt manna á meðal
að útgerðarmenn láti smíða
300 tn. síldarskip og þá
fer nú að minnka bilið á milli
togara og þeirra. Nú er annað til
í dæminu. Getur ekki verið að
þeir tímar komi aftur að við
verðum fegnir að eiga togara, og
menn að fá pláss á þeim. Og eins
er aftur að skapast jafnvægi á
vinnumarkaðnum. Því hefur oft
verið lýst í blöðum og útvarpi
að vinnslustöðvar í landi er vinn
úr hráefni, vinna með % afköst-
um sökum manneklu. Og þar af
leiðandi fara Biargir tugir þús-
unda króna á glæ. Þar eð ekki
er hægt að koma hráefninu í þá
gæðaflokka, er við fáum mest
fyrir þá á erlendum markaði. Og
síðastliðið sumar sýndi það sig
að togarar voru einu skipin, sem
gátu flutt síld að norðan og suð-
ur og björguðu þannig tugum
þúsunda króna frá glæ.
Það er von min að það láti
fleiri álit sitt í ljós á þessum
málum á opinberum vettvangi.
Og að síðustu: Ekki að selja
fleiri togara úr landi meðan við
höfum nóg not fyrir þá, þó það
sé ekki í dag.
Skjöldur Þorgrímsson.
í ÞJÓÐVILJANUM 27. jan. sl.
(síðar í Mbl. og Vísi) er sagt frá
stúlku í Sovétríkjunum, sem at-
hugendum hefur virzt að gæti
lesið og greint liti með fingrun-
um, og lætur blaðið þess getið,
að ef þetta ætti sér stað á ís-
landi, þá yrði það sett í sam-
band við dulræna hæfileika.
Hvernig svo sem því viðvíkur þá
er ég nokkurn veginn viss um að
skýringartilraunir þær sem blað-
ið segir þarna frá, eftir hinum
rússnesku vísindamönnum, eru
ekki hinar réttu.
Mun annað fyrr koma á daginn
en að menn reynist hafa sjón í
fingurgómunum, og r.iun skiln-
ings á þessu fyriibæri einungis
vera að vænta með þvi að horfa
út frá hinum náttúrufræðilegu
kenningum dr. Helga Pjeturss
um lífgeislan (sjá ritgerðina
Lífgeislan og magnan, Nýali
1921). Mun þarna hafa verið um
að ræða lífsambands- eða stilli-
áhrif frá vísindamönnum þeim,
sem með tilrauninni fylgdust, og
er þar að vísu um að ræða sams-
konar fyrirbæri og þau, sem
menn hafa löngum viljað kenna
við dulrænu eða dulspeki. Er
þetta þannig að skilja, að fyrir
samband, sem kemst á milli
stúlkunnar og þeirra, sem eiga að
fylgjast með því hvort hún lesi
rétt, getur hún „séð“ það sem
þeir hafa fyrir augum, eins og
hún horfði á það sjúlf, og mætti
nefna mörg dæmi þess að slíkt
hefur átt sér stað, þó að ekki
skuli það gert hér. Getur hún
þannig lýst bæði letri og litum á
þann hátt að furðulegt er, og er
við því að búast að vefjist fyrir
mönnum að skilja slíkt, þar sem
hleypidómarnir og skilningsleys-
ið á þessum efnum er eins ríkj-
andi og á sér stað á þeim út-
jaðri vitheims, sem mannlíf þess-
arar jarðar telst til. Enda er
naumast hægt að hugsa sér frá-
leitari skýringu en þá, sem
þarna var haldið fram, og vil ég
biðja þá af samlöndum vorum,
sem trúaðastir eru á þá skýringu
að láta af því vita, hvernig geng-
ur að koma þeirri ályktun heim
við það sem annars er vitað um
eðH sjáskynjunarinnar. En það
fylgdi fréttinni að nú ætti að fara
að athuga það, þegar menn þótt-
ust vissir orðnir um hitt.
Miklu skemmtilegra væri það
að vísu ef hægt væri að ætlast
til þess af íslenzkum mennta-
mönnum og vísind nönnum að
þeir neyttu aðstöðu sinnar til
þess að koma þeirri skýringartil-
raun, sem hér hefur verið haldið
fram, á framfæri við hina rúss-
nesku vísindamenn. En til þess
að bera fram slíka leiðréttingu
þyrfti ekki annað en eitthvað af
þjóðlegu sjálfstrausti eða að vera
ekki fyrirfram sannfærður um
að íslenzk skýring geti ekki ver-
— Sr. Benjamm
Framhald af bls. 20.
þvi ekki dáið (sbr. Pál: í hon-
um lifum, erum og hrærumst
vér..... en þetta er nú víst
bráðhættuleg aigyðistrú). Enn-
fremur bendir hann á, að upp-
risa Krists sé hornsteinn krist-
indómsins (en S.A.M. telur upp-
risutrúna lítið koma kristindóm-
inum við).
Þannig prédika nú og skrifa
ýmsir frægustu prestar stór-
þjóðanna og þykir ekkert „við-
undur“ þar. Að vísu geri ég ráð
fyrir, að þar séu einnig til ein-
hverjir kreddu-pokar, en enginn
hlustar á þá þar fremur en hér.
Hið eina, sem slíkir menn áorka
er að fæla menn frá kirkjunum
með stækri þröngsýni sinni.
Skrifað á sumardaginn fyrsta.
Benjamín Kristjánsson.
ið hin rétta. Tilgátu þessa — sem
ég að svo stöddu kalla ekki ann-
að, þó að hún sé hinsvegar
byggð á því, sem ekki er tilgáta,
heldur staðreynd, að hugsam-
band fyrir lífgeislann getur átt
sér stað — væri auðvelt að sann-
prófa, eins og hver sem vill getur
gert sér ljóst, og það er prófunin
á þessu, sem mér finnst að ís-
lenzkir "ræðimenn ættu að fá
rússneska til að gera. Mætti
nefna sem vel til þess fallna
ýmsa sem innanlands eru að
starfi, en ég læt mér einnig koma
í hug þá sem erlendis staría,
eins og Lárus Einarsson í Árós-
um eða Karl Strand í Lundún-
um. Væri það ekki einungis vís-
indalegur ávinningur að fá úr
— Höfuðstaður
Framhald af bls. 15
firzku síldarmiðunum. Því eins
og öllum almenningi er kunnugt
þá hefur óhemju magni af síld
verið ausið upp úr Jökuldjúpinu,
heimamiðum Hólmara og ann-
arra Snæfellinga, án þess að
breiðfirzku kauptúnin hafi haft
aðstöðu til þess að hagnýta sér
þessi miklu auðæfi hafsins að
verulegu leyti. Sannleikurinn
mun vera sá, að um nokkurt
skeið hefur verið nokkuð dauft
yfir. atvinnulífi Hólmara og
þyrfti að breitast til batnaðar hið
allra fyrsta, og þá helzt með út-
gerð togara úr Hólminum. í því
sambandi mætti vona, að útgerð
togarans Þorsteins þorskabíts
hefjist að nýju að lokinni við-
gerð hans sem mun nú langt
komið. Standa þá vonir til, að
nýtt tímabil hagsældar og menn-
ingar þróist og að lífskjör Hólm-
ara verði sambærileg því sem
bezt er í öðrum menningar- og
framfarabæjum á íslandi.
Að sjálfsögðu munu forráða-
menn Stykkishólms vinna vel og
drengilega að alhliða framförum
á sviði' athafnalífsins, svo sem
með byggingu nýrrar dráttar-
Ibrautar ásamt skipasmíðastöð,
endurheimt togarans Þorsteins
Iþ'rskabíts, stækkun síldarverk-
smiðjunnar og auknum iðnaði í
kauptúninu. 1 því samWandi
mætti benda á, að Islendingar
hafa allt í einu uppgötvað að
þeir eru langt á eftir öðrum
þjóðum hvað iðnvæðingu snertir,
og ekki nóg með það, því þessu
er ekki svo auðvelt að kippa í
lag fljótlega, þar sem sérmennt-
að fólk vantar til þessara starfa
og enginn tækniskóli til í land-
inu sjálfu. En samsagt Alþingi
íslendinga hefur nú rumskað við
illan draum og hyggst nú kippa
þessu í lag hið bráðasta. í þessu
sambandi er áríðandi fyrir
Stykkishólmsbúa að láta ekki
komandi iðnvæðingu framhjá sér
fara án þess að gerast virkir
þátttakendur í slíkum alhliða
framförum, og vel getum við
treyst stjórnarflokkunum til þess
að koma þessum málum í rétt
horf sem og öðrum framfara og
menningarmálum. Það er því
blátt áfram skýlda allra hugs-
andi íslendinga að standa vel og
drengilega með stjórnarflokkun-
um í komandi kosningum og
gefa þeim áframhaldandi neiri-
hlutavald næstu fjögur árin til
hagsbóta fyrir land og lýð.
Vestlendingar í Vesturlands-
kjördæmi, og aðrir góðir íslend-
ingar, berið nú saman kjörtíma-
bil vinstri stjórnarinnar sálugu,
illræmdustu ríkisstjórnar sem
nokkru sinni hefur farið með
völd á íslandi, og kjörtímabil
núverandi ríkisstjórnar, sem auð
kennzt hefur vegna alhliða fram-
fara og stórbættra lífskjara alls
almennings í landinu. Vinnum
því vel og drengilega að stórsigri
stjórnarflokkanna í k o m a n d i
kosningum, með því tryggjum
vi5 eigin lífshamingju og áfram-
haldandi framfarir á íslandi.
Árni Ketilbjarnar
frá Stykkishólmi.
þessu skorið, heldur einnig mann
úðarverk gagnvart hinni rúss-
nesku stúlku, sem sögð er vera
mjög viðkvæm og næm fyrir. En
alltaf er hætta á því að þeim
næmleika verði á einhvern hátt
misboðið, meðan enginn skiln-
ingur er fyrir hendi á eðli hans
og þeim hæfileikum, sem honum
eru samfara.
Þorsteinn Guðjónsson.
Athugasemd
birtist grein, sem nefnist „Léleg-
ar póatsamgöngur". Þar segír
svo: „Miki'l óánægja ríkir nú á
Eskifirði með póstflutninga hing-
að og héðan undanfarið. Það
ber við að flugferðir séu til Egils-
staða oft í viku og nú orðið dag-
lega, en pósturinn kemur 5—1
daga gamall“.
Málið hefur verið athugað e
skal upplýst, að á tímabilinu 1.
apríl til 10. maí s.l. hefir póstur
verið sendur frá Reyðarfirði til
Eskifjarðar sem hér segir: 2.4.,
3.4., 4.4., 7.4., 9.4., 13.4., 16.4.,
20.4., 21.4., 24.4., 26.4., 27.4., 29.4.,
1.5., 3.5., 4.5., 6.5., 7.5., 8.5., 9.5.,
og 10.5.
Jafnmargar póstferðir hafa
verið milli Egilestaða og Reyðar-
fjarðar á sama tímabiiU og hafa
þær verið í sambandi við flug-
ferðir milli Reykjavíkur og Egils-
staða.
Af framanskráðu er ljóst, að
póstferðir hafa verið með tíðara
móti miðað við árstíma og getur
það því ekiki verið ástæða tii
k'vörtunar um lélegar póstsam-
göngur.
Leiðrétting þessi óskast birt í
blaði yðar.
Póst- og símamálastj órnin
Virðingarfyllst,
Bragi Kristjánsson.
— Minning
ur hún auðvitað getað borið höf
uð hátt. Ekki var hún að smækka
sig eða sitt heimili með því að
niðra náunganum, mér er sagt
af þeim sem muna betur eftir
henni en ég, að hún hafi verið
grandvör í því sem öðru. Eg geri
ráð fyrir að ellin geti lækkað ris
ið á fleirum en henni, og vissu
lega varð hún að lúta lögmáli elli
og hnignunar eins og aðrir, en
„andinn getur hafizt hátt þótt
höfuð lotið verði“ segir eitt af
skilningsríku skáldunum okkar.
Þá segir í bókinni. „En það
var orðin sterk venja, jafnvel
skylda að allir umgengjust hana
sem heldri konu“. Um þetta vil
ég segja það, að maddama Þóra
Rósa sómdi sér fyllilega, bæði að
útliti og innræti í stöðu sinni
sem prestmaddama og því hefur
hún raunverulega verið heldri
kona í þess orðs beztu merkingu,
og ekkert síðri en aðrar stéttar
systur hennar fyrr og síðar.
Eftir lát manns síns bjó madd
ama Þóra áfram í Miðsitju í mörg
ár, ýmist á allri jörðinni eða parti
og eftir að hún hætti búskap var
hún þar enn áfram til æviloka 18.
apríl 1914.
Hún átti Miðsitju, hefur fengið
þá jörð eftir mann sinn. Auk þess
átti hún þrjár jarðir norður í
Öxnadal, sem hún hefur erft eft
ir sína efnuðu foreldra.
Allar þessar jarðir, svo og allar
aðrar eigur sínar, sem voru ekki
svo litlar, gaf hún afkomendum
mannsins síns, hún var óþreyt-
andi í umönnun sinni fyrir þeim,
og fjóra af þeim ól hún upp og
það eftir að hún var orðin ein-
stæðingsekkja. Til þess hefur hún
þurft dugnað, manndóm og fórn
arlund, en allt þetta átti hún í
ríkum mæli, ásamt nógum ver
aldlegum efnum. Við okkur
krakkana heima var hún ætíð
hlý og góð og umburðarlynd eins
og bezta amma.
Þess vegna er bjart yfir minn-
ingunni um maddömu Þóru og
við sem þekktum hana bezt og
nutum ástúðar hennar munum á-
valt minnast hennar með þakk-
læti og dýpstu virðingu.
Skrifað í marz, 1963.
Þóra Rósa Jóhannsdóttir.
— Minning
Framihald af þls. 14.
svo hraustlega til orða sem
Guðm. Einarsson frá Miðdal, er
hann leit Víðidal í sumarskrúða:
„Að jafnvel dalir Alpafjalla
bliknuðú*.
Þarna inni í reginfjöllum höfðu
bændurnir — Víðidalsmenn —
svo voru þeir alltaf nefndir,
byggt hlöðu við fjárhúsin með
timburþaki, skarsúð. Hlöðuþakið
var nær ófúið. Fluttum við það
á klökkum bundið í klyfjar yfir
Kollumúla til kofabyggingarinn-
ar. í Ársriti Ferðafélagsins 1940
segir Pálmi Hannesson að þessi
kofi á Stóra- Hnausnesi í Kollu-
múla sé einn sá bezti, sem hann
hafi séð hér á landi, þiljaður í
hólf og gólf með ofni til upphit-
unar og matargerðar.
Þetta mun hafa verið eitt
minnsta húsið, sem Jón J.
Brunnan var yfirsmiður að. Því
mörg voru þau myndarleg á mæli
kvarða þess tíma, svo sem hús
það, er nú er gistihús á Höfn,
Hótelið, sem kallað er, byggt sem
einnar fjölskyldu hús. Þá voru
steypuhrærivélar ekki komnar til
sögunnar, hvað þá önnur hjálpar
tæki nútímans.
Þær eru margar minningarnar,
sem ég á frá samfylgd okkar um
áratugi og allar á einn veg.
Eitt af því, sem hreif mig mjög
var bjartsýni hans og innsýni í
ókominn tíma. Það var sem hann
dreymdi fyrir daglátum, eins og
kallað er í Skaftafellssýlu. Vissi
fyrir hvernig lífið léki við hann
og samstarfsmennina þann dag-
inn. Þegar hann var formaður á
Stafafellsbátunum við eyja-
ferðir og fiskiróðra frá Papós var
sjaldan farin ónýtisför. Ef Jón
hvatti til sjóferðar tókst hún
jafnan vel. Ég hélt að hann ætti
draumkonu, sem segði óorðna
hluti, en vera má að forspá hans
hafi verið vökudraumur — hug-
boð —. Ég man ekki eftir að
hann segði okkur drauma sína.
Um áratugi var Jón útgerðar-
maður í félagi við mann systur
sinnar, Bergþóru, sem var mikil
ágætiskona. Það var hinn kunni
sægarpur, Sigurður Ólafsson frá
Bæ í Lóni — bújörð Úlfljóts lög-
sögumanns sem fór með bát
þeirra Björgvin og var um mörg
ár aflahæstur á Hornafirði og
hlekktist aldrei alvarlega á, þótt
teflt væri oft á tæpasta vaðið.
Þeir mágarnir bjuggu lengi 1
sama húsi, er öllum þurfandi stóð
opið, við við sveitungar þeirra
kölluðum „gistihúsið, sem enga
borgun tekur“.
Þótt Jón byggi við sjóinn öll
hin síðari ár gleymdi hann ekki
landinu. Talaði hann oft um frið-
sæld og fegurð fjallanna og víð-
sýnið, er hann sat yfir kvíám í
Suðursveit, þar sem Vatnajökull
teygir tungur sínar niður í dal-
botnana og við augum blasti út-
hafið endalaust og heillandi.
Árið 1917 giftist Jón heitmey
sinni Jónínu Guðbjörgu Jóhanns
dóttur. Hún átti til Húnvetninga
að telja í föðurætt, en móður-
ætt hennar var af hinni kunnu
Fjallsætt í Árnessýslu. Eftir eins
árs sambúð andaðist Jónína, en
eftir lifði dóttir, er hlaut nafn
móður sinnar. Hún ólst upp hjá
föður sínum og systrum hans við
mikið ástríki. Varð heimili
þeirra hin næstu ár í Höfn i
Hornafirði og jafnan síðan. Nú
er Jónína Brunnan húsfrú á Höfn
gift Ársæli Guðjónssyni, útgerð-
armanni, eiga þau 4 efnilega syni.
HeimiUð hefur jafnan verið
rómað fyrir myndarskap og gest.
risni. Jón J. Brunnan byggði
með tengdasyni sínum nýtt hús
— Sólberg — stórt og vandað.
Mun það hafa verið með síðustu
húsum, sem hann vann við.
Hann var félagslyndur maður og
samvinnuþýður, enda fulltrúi
Hafnarbúa um árabil á fundum
Kf. A-Skaftfellinga. Vildi hann
hag landbúnaðar og sjávarútvegs
sem mestan og beztan. Hann var
sívinnandi meðan heilsan leyfði
og tók gestum sínum með mikilli
hlýju.
Fyrir allmörgum árum varð
hann fyrir áfalU við vinnu, svo
eftir það gekk hánn ekki að störf
um utan húss, en hélt sjón og
heyrn til síðustu stundar. Naut
hann þá sem áður ástúðar og um
hyggju dóttur sinnar og annarra
vandamanna. Með honum er til
moldar hniginn sannur Skaftfell.
ingur, fastheldinn á fornar dyggð
ir, en þó framfaramaður hins
nýja tíma. Bjartsýnn, stórhuga
og sterkur 1 raun.
S. J„ StafafellL