Morgunblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 20
20
Sunnudagur 19. maf 1963
MOKGUI\BLAÐtB
t
— Sr. Benjamm
Framhald af bls. 19.
aamlega hugsun. Blóðfórnarhug-
myndin er ekkert annað en
barnaleg og óraunhæf guðfræði
manna, sem ekkert vilja á sig
leggja fyrir sína eigin sáluhjálp
og vilja fá hana gefins. Páll
skildi þetta betur er hann sagði:
Guð lætur ekki að sér hæða,
eins og maðurinn sáir, svo mun
hann og uppskera. Þetta er hið
guðlega réttlæti.
Hins vegar birtist náð guðs
og hjálpræði í því að öllum er
gefin næg tækifæri til að taka
sinnaskiptum og þroskast. Og
fráleitt er að hugsa sér að Guð
fari að níðast á hvítvoðungum
og vesalingum eins og S.A.M.
vill fyrir hvern mun vera láta.
Ekki mundi hann reynast börn-
um sínum lakari en Erlingur á
Sóla þrælum sínum, sem kom
þeim öllum til nokkurs manns.
Til þess voru mennirnir settir á
jörðina og sennilega margar
fleiri himinstjörnur, að þar
mættu þeir læra að þekkja grein
armun góðs og ills áður þeim
væri hleypt á Bifröst. Og skap-
arinn á bæði til nógar vistarver-
ur og ærinn tíma og þolinmæði.
Að þessu athuguðu sé ég ekki,
að nokkur djúpstæður greinar-
munur sé á kenningum Jesú
sjálfs og öðrum æðri trúarbrögð-
um, sem leggja áherzlu á sjálfs-
þjálfun. Mismunurinn kemur að-
eins í ljós, þegár gengið er fram-
hjá orðum .trúarbragðahöfundar-
ins eða lögð 1 þau röng merk-
ing. Enda er það furðuleg guð-
fræði að halda því fram, að höf-
undur Fjallræðunnar hafi ekki
gert strangar siðakröfur til
mannanna, hann sem sagði, að
þröngt væri hliðið og mjór veg-
urinn sem til lífsins lægi og fá-
ir væru þeir sem fyndu hann.
Kristur miðaði útvalninguna
ekki við rétt-trúnað, það sýnir
deila hans við Fariseana, heldur
við andlegan þroska og þá um-
fram allt þroska kærleikslífsins.
Þeim sem mikið elska verður
mikið fyrirgefið.
Vegurinn til lífsins þýðir: veg-
urinn til fullkomins lífs, til and-
legs þroska. Verið því fullkomn-
ir eins og yðar himneski faðir
er fullkominn. Þetta er skýlaus
krafa allra mikilla spámanna.
Slóttugir guðfræðingar reyna að
„plata“ sig inn í himnaríki með
lélegri guðfræði, en þeim tekst
það ekki.
Guðfræði og stjórnmál
Engum kemur það á óvart, þó
að S.A.M. vilji lítið sálufélag
hafa við hina meiri háttar vís-
indamenn og heimspekinga,
sæki heldur sitt andlega vegar-
nesti til kassaprédikara ís-
lenzkra. Þó mundi flestum
blöskra, þegar þessi stríðsmað-
ur rétt-trúnaðarins telur, að mál
flutningur stjórnmála og krist-
innar kirkju eigi að vera með
hliðstæðu móti. Ekki mundi Al-
þýðuflokkur þola kommúnista
við blað sitt og öfugt. Því sé
ekki eðlilegt, að íslenzk kirkja
þoli menn í þjónustu sinni, sem
eitthvað nýtilegt sjái í öðrum
trúarstefnum. Með öðrum orð-
um telji það fremur viðfangs-
efni guðfræðinnar í dag að leita
sannleikans um guð, um kenn-
ingu Jesú og hið mannlega líf,
en þjóna eldgömlum guðfræði-
stefnum.
En væri það nú svo hættulegt
a. m. k. fyrir þjóðina, ef ein-
hverjir starfsmenn réðust að
þessum ágætu blöðum, sem meiri
áhuga hefðu fyrir því að segja
satt en þjóna þrengstu flokks-
sjónarmiðum? Eru stjórnmál
yfirleitt rekin af þeirri sannleiks
ást, að til fyrirmyndar geti orðið
kirkjumálum á íslandi? Ég læt
þeirri spurning ósvarað, en minni
á þau víðfleygu orð, sem meist-
ari kristinna manna sagði fyrir
dómstóli PDatusar: Til þess er
ég fæddur og til þess kom ég í
heiminn, að ég beri sannleikan-
um vitni. Hver sem er sannleik-
ans megin, heyrir mína röddu.
Það gæti verið nokkur leiðbein-
ing um, hvað íslenzka ríkið ætl-
ast til af prestum sínum, að eigi
dugir það nú lengur til prests-
skapar að kunna aðeins fræði
Lúthers, heldur starfrækir ríkið
háskóla, þar sem ætlazt er til að
guðfræði sé kennd á vísindaleg-
an hátt, og kjörorð þessarar vís-
indastofnunar er einmitt hið
sama og kjörorð Krists, að bera
sannleikanum vitni. Og í kapellu
guðfræðideildarinnar eru skráð
þessi orð Krists: Sannleikurinn
mun gera yður frjálsa.
Ég hefi áður bent á það, að
í mannheimum er enginn altæk-
ur sannleikur til, hann er ein-
ungis að finna hjá Guði. Spá-
menn Guðs og Vitringar hafa þó
reynt að opinbera mönnunum
eitthvað af sannleikanum. Þess-
ir spámenn eru af mörgum tung-
um og þjóðernum og styðja og
bæta hvern annan upp og kenna
í meginatriðum hið sama. Þeir
sem ekki skilja þetta, skilja held
ur engan þessara spámanna, og
líta á trúna sem pólitík, þar sem
sjálfsagt sé að fjandskapast við
„heiðna“ menn og útrýma þeim,
eins og t. d. pólitískir flokkar
svívirða venjulega hvern annan
og leitast við að útrýma þeim.
S.Á.M. segist reyndar vilja virða
önnur trúarbrögð af heilum hug,
en ekki getur það verið annað
en látalæti, þar sem hann vill
láta presta þjóðkirkjunnar vísa
þeim norður og niður. Þó er
önnur skýring hugsanleg og hún
er sú, að hann viti ekkert hvað
hann er að segja, og þykir mér
það sennilegast.
Kristindómur og andahyggja
Allir kristnir menn eru spírit-
istar að því leyti að þeir trúa
því, að lífið haldi áfram eftir
líkamsdauðann, og að Jesús
Kristur hafi leitt í ljós lífið og
ódauðleikann með upprisu sinni.
S.A.M. telur það svívirðu að
bera saman upprisu Krists og
fyrirbrigði þau, er gerðust í
frumkristninni við þau fyrir-
brigði, sem andahyggjumenn
hafa til rannsóknar, en ekki reyn
ir hann að rökstyðja það, enda
er þetta ekki annað en hreinn
hleypidómur.
Það væri fróðlegt fyrir þenn-
an höfund, að hugsa um það
stundarkorn, hvort honum
mundi hafa dottið í hug að trúa
því, ef honum hefði í gær eða
dag verið sagt frá upprisu Jesú.
Grátandi kona hefði séð hann í
grasgarðinum, og ekki þekkt
hann fyrr en hann ávarpaði
hana, tveir menn, sem voru á
ferð úti á landsbyggðinni hefðu
lengi talað við hann, en ekki
þekkt hann fyrr en hann fór frá
þeim o.s.frv. Hefði hann ekki
talið þetta veika vitnisburði og
alla söguna ekkert annað en
andatrúarrugl úr ' spíritistum?
Hvernig getur hann þá frekar
trúað þessu eftir tvö þúsund ár,
þegar mörgum sinnum er erfið-
ara að rannsaka sannleiksgildi
sögunnar? Ég held í sannleika
sagt, að það séu engin líkindi
til að hann geti fremur trúað
þessari gömlu upprisusögu en
þeim, sem nýrri eru, enda má
minna á það, að jafnvel læri-
sveinar Krists trúðu ekki fyrr
en þeir sáu og þreifuðu á. En
þetta sýnir hversu ‘sjón er sögu
ríkari. Enginn efi er heldur á
því, að sjálfur Páll postuli var
gæddur miklum miðilsgáfum,
fór í trans, sá sýnir, talaði við
anda, *g talaði tungum allra
manna mest eins og hann segir
sjálfur frá í bréfum sínum. í
söfnuðinum í Korinthuborg var
sérstakleg mikið um þessar anda
gáfur eins og lesa má um í 12.
kap. I. Kor.
Enn verð ég að leiðrétta eina
vitleysu og hún er sú, að „spírit-
ismi“ hafi hvergi komizt inn 1
kirkjur nema á Islandi. Þetta fer
fjarri öllu lagi. Margir enskir
prestar og amerískir hafa verið
sannfærðir spíritistar, jafnvel
biskupar, kórdjáknar og aðrir
prelátar. Doktorar í guðfræði og
frægir guðfræðiprófessorar hafa
skrifað um spíritisma og formála
fyrir ritum spíritista. Enskir
prestar hafa skrifað bækur um
spíritisma, gert tilraunir áratug-
um saman, skrifað jafnvel stór
rit ósjálfrátt í kirkjunum sjálf-
um. Oflangt mál yrði að þylja
mörg nöfn, en benda má t. d.
á, að einn kunnasti prestur, sem
nú er uppi í London, dr. Leslie
Weatherhead, sem um aldar-
fjórðungs skeið var prédikari við
City Temple, er sannfærður
spíritisti, þannig að hann hefur
getið þess í ræðum, að hann ef-
ist ekki um að náðst hafi sam-
bandi milli lifenda og dáinna.
Og rétt um það leyti, sem ég
skrifa þetta, berst mér í hendur
hefti af Reader’s Digest með
grein eftir einn frægasta prest
New York borgar: Norman
Vincent Peale, höfund margra
ágætra bóka, þar sem hann
skýrir frá gndlegri reynslu sinni,
sem hann segir að sér hafi nægt
til sönnunar fyrir öðru lífi.
Hann segir m.a.: Hugboð vort
hvíslar því að oss, að dauðinn
sé ekki endirinn, skynsemin
styður það og sálarrannsóknirn-
ar staðfesta það. Nákvæmar
rannsóknir dr. J. B. Rhine’s á
skyggnigáfu og fjarhrifum, sem
færir stærðfræðingar hafa talið
gerðar eftir öruggum aðferðum,
virðast benda til, að maðurinn
búi yfir hæfileikum, sem ekki
séu bundnir tíma og rúmi. Þá
bendir hann á, að sálfræðingur-
inn og heimspekingurinn nafn-
kunni, William James (sem var
spíritisti), hafi talið, að sál
mannsins væri ekki annað en
brot af sál alheimsins og gæti
Framh. á bls. 22
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANN'V
3
skautar. En hann var
svo heppinn að hafa
snæri í vasanum og gat
bundið ólina saman. Nú
voru margir orðnir á und
an honum og þar á meðal
Björn. Hann gerði því
eins og hann gat og varð
á undan öllum, nema
Birni, sem nú nálgaðist
markið óðfluga. Þegar
eftir voru svo sem tveir
David Severn;
Stjarfur af ótta fylgdist
ég eins og dæmdur með
hverri hreyfingu svart-
kuflungsins.
Vörðurinn kom sér bet-
ur fyrir og sveiflaði síð-
an sverðinu upp yfir
höfuð sér.
Þá birtist Kaliban, sem
niú hafði gengið hringinn
og kom eftir veggnum
austan megin. Vörðurinn
og mannapinn horfðust í
augu. Svartkuflungurinn
hikaði. Sverðið skalf í
hendi hans og svo lét
hann það síga. Kaliban
hélt áfram og beygði sig
niður að kaðlinum.
Meðan þessu fór fram
höfðum við klifrað mður
eins hratt og við gátum.
Mér létti svo mjög, að ég
hefði getað æpt aí gleði.
En ekki hafði ennþá ver-
ið séð fyrir endann á við
ureigninni uppi á múrn-
um. Svarkuflungurinn
hvæsti eitthvað óþolin-
móðlega og ógnaði apan-
metrar, tók hann á öllu
sem hann átti til, og varð
10 cm á undan BirnL
Þar með var Áki búinn
að vinna. Nú kom verð-
launapakkinn, og þegar
hann hafði tekið af um-
búðirnar, komu í ljós
glænýir skautar.
Huld, 13 ára.
um með sverði sínu.
Þetta varð til þess að
egna Kaliban, hann öskr-
aði ógnandi og sló til varð
arins. Sverðið þeyttist út
í loftið, snerist um sjálft
sig og féll niður, hættu-
lega nærrri okkur.
Aldrei gleymi ég því,
sem næst skeðL Ég sá
hvernig Kaliban greip
vörðinn, sem var stór og
þungur maður, og með
annarri hendinni sveifl-
aði hann honum og hristi
eins og hann væri kettl-
ngur. Svo þeytti hann
honum frá sér.
Ég horfði á vörðinn
falla og hélt dauðahaidi
um kaðalinn, því að ég
var hræddur um að hann
kynni að detta ofan á
mig og kasta mér niður.
Hann snerist hægt í loft-
inu og laus kyrtillinn
flagsaði um hann. Það
var tæplega meters-
lengd á milli okkar, þeg-
ar hann féll fram hjá
mér. Brestir heyrðust í
trjágreinum, þegar hann
lenti í trjánum og ég
herti takið um reipið þar
sem ég sveiflaðist til í
lausu lofti með lokuð
augu og fann til velgju
og ógleði. Valtýr kallaði
til mín og hvatti mig til
að gefast ekki upp. Hann
fylgdi mér eins fast eftir
og hann gat og var á-
hyggjufullur á svipinn.
Uppi á múrveggnum sat
Kaliban og studdi höfð-
inu fram á hendur sér.
Hann virtist vera að í-
grunda, hvað hann hefði
eiginlega gert af sér.
Loks lenti ég niður á
milli trjánna. Ég heyrði
Diok fagna mér, fætur
mínir snertu jörðina, en
gáfu þá eftir og ég valt
um og hafnaði í lauf-
hrúgu. Mennirnir, sem
haldið höfðu við endann
á reipinu, sneru nú frá
og hlupu inn í skóginn.
Valtýr kallaði til .okkar
og Dick hjálpaði mér á
fætur og við höltruðum
á eftir þeim inn í skóg-
inn.
„Þú varst hætt kominn.
Það lá við, að vörðurinn
lenti ofan á þig.“
„Já, það mátti ekki
miklu muna.“
„Þarna liggur hann
fyrir aftan þig, uppi í
trénu. Hann hefur ekki
komizt til jarðar."
„Dauður?"
„Já, steindauður. Einn
af mönnunum fór að at-
huga það og þá var hann
hálsbrotinn."
Ég skalf af þreytu og
ógeði. „Hvert erum við
nú að fara?“
V/ð hurfum inn
í framtíðina
Vísindamenn hafa getið
sér þess til, að það frum-
stæða fólk, sem átti
heima í Kína fyrir um
hálfri milljón ára, hafi
uppgötvað eldinn, af því
að það notaði hey til að
sofa á.
Við „hreingerningu" í
þá daga, var sennilegast
tekið nýtt, sólþurrkað
gras og dengt ofan á það
gamla, sem fyrir var í
fletinu. öðru hverju
myndaðíst þá sjálfs-
íkveikja í heyinu, eins og
oft á sér stað í heystæð-
um enn í dag.
Aðrir halda að frryn-
maðurinn hafi komizt í
kynni við eldinn í sam-
bandi við eldingar eða
eldgos — eða jafnvel út
frá neista, sem myndað-
ist þegar tveimur stein-
um var slegið saman. Af
slíkum neista gat eldur
kviknað í þurru laufi og
einnig mátti kveikja eld
með því að núa tveimur
þurrum greinum lengi
saman. «
Sennilega hafa frum-
stæðar þjóðir komizt yfir
eldinn með mismunandi
hætti og eru þá ein-
hverjar af þessum leiðum
líklegastar.
„Veit það ekki, Pétur.
Ert þú sár á höndunum.
Allt skinn er farið úr lóf-
unum á mér.“
Við komum út úr skóg
inum og vorum þá stadd-
ir á grasi vaxinni heiðL
Margir hestar stóðu þar
söðlaðir og biðu okkar.
Dick andvarpaði.
•a
1
2!» •«
aí
>•
„Ég hefði svo sem mátt
vita það, að ég yrði aftur
settur upp á þessar
hræðilegu skepnur.“
Mér var hjálpað á bak.
Með sárum fingrunum
greip ég um taumana og
fann hvernig hesturinn
var ólmur að komast af
stað. Skipun kvað við —
og við þeystum í norður-
átt út í nóttina. —
»•
18*
17*
• '8
„Hver skyldl
eiga þessa
regnhlíf og
vettlinga,“
hugsuðu Óli
og Stína, þeg
ar þau komu
út f y r s t a
morguninn,
eftir að jóla-
snjórinn kom.
Dragðu strik
frá 1-2 og á-
fram og þá
færðu mynd
af kátum ná-
unga, sem er
s a m t heldur
lítið um rign*
ingu og sól-
skin.
-X