Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 2
r
MÖRCVN B14»1B
r
Sunnuctagur 26. maí 1963
Bidault vill komast
til V-Þýzkalands,
en fær ekki dvalarleyfi þar
Bonn, 21. maí — AP.
V-ÞÝZKA stjórnin hefur hafnað
beiðni Georges Bidault, fyrrver-
andi forsætisráðherra Frakka,
þess efnis, að hann fái að setjast
að í V-Þýzkalandi. Frá þessu
skýrði talsmaður innanrikisráðu-
ney tisins í Bonn í dag.
Talsmaðurinn lýsti því yfir, að
beiðni Bidault hefði borizt fyrir
miUigöngu fransks blaðamanns,
sem nú vinnur í Miinchen.
Svo sem skýrt hefur verið frá
í fréttum, hélt Bidault frá V-
Þýzkalandi fyrir tveimur mánuð-
um. Þá hafði hann þegar beiðzt
þess, að honum yrði veitt hæli
Frh. á bls. 23
Mynd tekin við mannhatursmú r kommúnista í Berlínarborg. —
Skuggar af veifandi fóiki við Wildenbruchstrasse í NeuköUn.
„Smánarveggurinn"
Bæklingur um Berlínarmúrinn
NÝLEGA er kominn út bækling-
ur um múrinn, sem austur-þýzk-
ir kommúnistar á hemámssvæði
Sovétríkjanna í Berlín létu reisa
um borgina miðja í ágústmánuði
1961, — ekki til varnar innrás,
heldur útrás, þ.e.a.s. til þess að
koma í veg fyrix flótta lands-
manna vestur til frelsisins. Bækl
ingurinn heitir „SMÁNARVEGG
URINN“, og útgefandi er „Sam
tök um vestræna samvinnu“.
„Smánarveggurinn" inniheldur
ummæli stjórnmálamanna og
annarra þekktra manna ýmissa
þjóða um múrvegginn í Berlín.
Má þar m.a. nefna þessa menn:
Lyndon B. Johnson, varaforseti
Bandaríkjanna; Omer Becu, fram
kvæmdastjóri Alþjóðasambands
írjálsra verkalýðsfélaga; Nicolas
Nabokov, framkvæmdastjóra
„Frjálsrar menningar", Raymond
Aron; Salvador de Madariaga; J.
Robert Oppenheimer; Eguene W.
Rostow; Denis de Rougemont;
Igriazio Silone; Attlee lávarð;
W. H. Auden skáld; Randolph
Churchill; Cyril Connolly, Ed-
ward Crankshaw; C. A. R. Cross-
land; Violet Bonham Carter; Con
stantine Fitzgibbon; Dingle Foot;
John Gielgud; Joe Grimond; Se-
bastian Haffner; Rayer Heppen-
stail; Julian Huxley, John Leh-
mann; C. S. Lewis; Riehard Löw-
enthal; John Mander; Christop-
her Mayhew; Malcolm Mugger-
ridge; Harold Nioholson; Leonard
Schapiro; Stephen Spender; John
Stratchey; Hugh Trevor-Roper;
John Wain, C. V. Wedgwood;
Rebecca West; Angus Wilson;
Hubert Humphrey senator frá
Minnesota; Luther B. Hodges, við
skiptamálaráðherra Bandaríkj-
anna; Giuseppe Caron, varafor-
seti Efnahagsfoandalags Evrópu;
Gagliardone yfirborgarstjóri As-
unciós, höfuðborgar Paraguays;
Lucius D. Clay; Home lávarður;
John J. McCloy; Hugh T. N.
Gaitskell; Henry Cravatte frá
Lúxembúrg, forseti Evrópuráðs-
ins; Paul Reynaud; dr. Joseph
Luns, utanríkisráðherra Hol-
lands; Robert F. Kennedy; dr.
Ali Amini (forsætisráðherra Per-
síu) og Maxwell D. Taylor.
Ummæli átta íslendinga um
Berlínarmúrinn eru birt í „Smán
arveggnum". Þeir eru: Gylfi Þ.
Gíslason, Kristinn Ármannsson,
Ragnhildur Helgadóttir, Ingvar
Gíslason, Einar Benediktsson,
Benedikt S. Gröndal, Eyjólfur
Konráð Jónsson og Ragnar Emils
son.
Um fimmtíu myndir eru í bækl
ingnum. Honum er dreift víðs
vegar um land. Hann liggur
frammi í Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
Áður hafa „Samtök um vest-
ræna samvinnu' gefið út bókina
„Berlínardeilan". Þar er saga deil
unnar rakin ýtarlega og fylgi-
skjöl birt í íslenzkri þýðingu.
HÖFRUN&AHLAUPSSTEFNANI
N 9. Júnúú
Nú er bdra spurmnqin:
Veriur greinin 238, \ x ;
382 eÖ3L 328, þeyar þeir koma / mark
og þversummdh er þó al/taf 73
Sovétríkin vilja atómvopn
frá IViiðjarðarhafi
— orðsendingin talin gefin út vegna
fundar NATO-rdðherra í Ottawa
London, Washington, 21. maí
AP/NTB
Sovétríkin hafa sent stjóm-
um Bandaríkjanna, Bretlands
ísraels og Sýrlands orðsend-
ingu. Þar er lögð á það á-
herzla, að framvegis verði
ekki höfð kjamorkuvopn í
Iöndunum við Miðjarðarhafið
í orðsendingunni er því
komið á framfæri, hvort ekki
sé fyrir því möguleiki, að haf
izt verði handa um afvopnun
á þessu svæði.
Þótt efni orðsendingarinnar
hafi hvergi verið birt í heild,
þá er haft eftir áreiðanlegum
heimildum í London í dag, að
sennilega sé hér um að ræða
áróðursbragð Sovétstjórnar-
innar, vegna ráðherrafundar
NATO í Ottawa, sem hefst á
morgun. Þar verður fjallað
um kjarnorkuher bandalags-
ins.
í London er skýrt frá því, a8
Sovétríkin hafi lagt fram mót-
mæli gegn þvl, að kafbátar, bún-
ir Polaris-eldflaugum, skuli nú
vera á Miðjarðarhafi.
Ummæli opinberra talsmanna
í Washington eru á þann veg, að
orðsending Sovétríkjanna sé á
engan hátt mótmæli, heldur sé
hér aðeins um að ræða uppá-
stungu, þess efnis, að löndin við
Miðjarðarhaf verði ekki búin
kj arnorkuvopnum.
Stjórnir þeirra landa, sem orð-
sendingarnar hafa fengið, hafa
ekki viljað ræða málið nánar, að
sinnL
Á þab er lúns vegar bent, að
þótt Bretar séu því hlynntir, a3
lönd í Afríku, Asíu og S-Amer-
íku vérði ekki búin kjarnorku-
vopnum, þá kunni sjónarmið
brezku stjórnarinnar í þessu
máli að vera annað.
Almennt álit stjórnmálamanna
þar mun vera, að það myndi
mjög vera kommúnistaríkjun-
um í hag, ef sama fyrirkomulag
yrði viðhaft í löndunum við Mið-
jarðarhaf.
Orðsending Sovétríkjanna 1
dag kemur í kjölfar annarrar
orðsendingar, sem Sovétríkin
sendu 8. apríl sl. Þar var mælt
móti sameiginlegum kjarnorku-
her NATO. Þeirri orðsendingu
var á sínum tíma svárað á þann
hátt, að það væri rangt, sem
Sovétríkin héldu þá fram, að
slíkur NATO-her væri til þess
fallinn að herða herbúnaðarkapp
hlaupið.
Almennt álit, sem komið hef-
ur fram í fréttum í dag, er, að
svar vesturveldanna við orð-
sendingu Sovétríkjanna verði á
þann veg, að þau láti ekki ógna
sér til að grípa til nauðsynlegra
varúðarráðstafana.
Sýsíufundur
í Stykkishólmi
Sýning n
þjónnsln
og viðgerðor-
tækjum í bíln
BANDARÍSKA verzlunarmið-
stöðin í London í Englandi, mim
efna til sýningar á þjónustu- og
viðgerðatækjum í bíla, frá 21.
maí til 31. maí 1963. 22 banda-
rísk fyrirtækl munu þarna sýna
mörg og margvisleg tæki, sem
mikili .engur er í. Bandaríska
verzlunarmiðstöðin, sem er til
húsa í St. Jams’ Street 57, Lon-
don S.W. veitir innflytjendiun,
verzlunarmönnum og kaupend-
um einstætt tækifæri til að sjá
og kynna sér nýjustu framfarir
bandarísks iðnaðar á þessu sviði.
Nánari . .dý.L-gar varðandi
þær vörur, sem þama verða til
sýnis, veitir verzlunardeild
bandaríska sendiráðsins, Laufás-
vegi 21, Reykjavík.
SÝSLUFUNDUR Snæfellsness og
Hnappadalssýslu var haldinn í
Stykkishólmi dagana 2. til 4.
mai s.l. í upphafi fundarins
minntist sýslunefndin látinna
sýslunefndarmanna, sem létust
síðan seinasti fundur var háður
þeirra Gests Guðmundsson-
ar, Rauðamel, Björns H. Kristj-
ánssonar, Kolbeinsstöðum og
Gísla Þórðarsonar ölkeldu, en
allir þessir menn áttu um lang-
an tíma setu á sýslufundum.
Til vega í sýslunni veitt ur
sýsluvegasjóði til vega í öllum
hreppum kr. 229.500.00. Kosin
var þriggja manna nefnd til að
endurskoða lögreglusamþykkt
sýslunnar og reglugerð um lög-
gæslu á samkomum í sýslunni.
Jafnframt felur nefndin oddvita
sínum að koma á fót héraðslög-
reglu skv. reglugerð frá 1957 um
löggæzlu á samkomum í hérað-
inu. Fjárh.áætlun yfirstandandi
árs var samin með niðurstöðu-
tölum 768.000.00. Helztu tekju-
liðir: sýslusjóðsgjald 530 þúsund.
Helztu útgjöld til menntamáli
143 þús. Úl atvinnumáila 172
þúsund til hlutafjárkaupa í FIó*
bátnum Baldri 75 þús., vegna
húsnæðis spítalalæknis 40 þús-
und.
Sýslunefndin þakkaði stjórn-
arvöldunum það sem áunnizt hef
ir í raforkumálum sýslunnar og
skorar jafnframt á raforkumála
ráð að hraða frekari framkvæmd
um og láta leggja raforku frá
Barðastöðum suður um Staðar-
sveit, Miklaholts, Eyjar og Kol-
beinsstaðahrepp. Ennfremur að
lögð verði lína frá Stykkishólmi
til nágrannasveitanna og sé lína
tengd háspennulínunni frá
Fossá.
Þá var samþykkt tillaga um
að skora á vegamálastjóra að
grafið verði fyrir veginum um
Heydal í sumar og á þingmenn
kjördæmisins að hlutast til um
að koma þeirri vegagerð veru-
lega áleiðis.
Ýmsar aðrar ályktanir voru
gerðar á fundinum.
Fundinum stjórnaði oddviti
nefndarinnar Hinrik Jónsson
sýslumaður Stykkishólmi —
FréttaritarL