Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 6
6
MORGVNBL4ÐIÐ
Sunnudagur 26. maí 1963
Yfir 100 ný írsk leikrit
þar af sýnir Abbey 7-8
í BLAÐAVIÐTALI sem írski
leikstjórinn MacAnna hafði í
Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu í
tilefni af því að hann var hing-
að kominn- og tekinn til við
æfingar á Gísl eftir Brend-
an Behan, lét þessi líflegi íri
falla sundurlausa fróðleiksmola
um írsk leikhús og leikritun nú
á dögum. Blaðamanni Mbl. datt
í hug að lesendum blaðsins kynni
að langa til að fræðast svolítið
nánar um leikhúslíf í írlandi,
þaðan sem okkar leikhúsfólk hef-
ur fengið til sýmngar nokkur
skemmtileg og sérkennileg leik-
rit, er leikhúsgestir hafa kunn-
að að meta.
Einn daginn i fyrri viku vor-
um við því til stacar að tjalda-
baki í Þjóðleikhúsinu kl. 2.15,
um það bil sem æfingu skyldi
ljúka. MacAnna var rétt að sýna
síðasta leikaranum þá staðsetn-
ingu sem hann vildi hafa í ein-
hverju atriði. Hann dansaði yfir
sviðið, trallaði lagstúf og bað-
aði út höndunum. Síðan kom
hann og sagði: — Nú veitir mér
ekki af að fá tesopa! Ekki að
furða reyndar, því þannig var
hann búinn að halda áfram án
þess að fá vott né þurrt síðan
kl. 10 um morguninn. Enda var
sýnilega af honum dregið, þegar
hann settist niður við tebollann.
— Fjöldi íslendinga gætu ver-
ið írskir eftir útlitinu að dæma,
sagði hann, nema þessir alveg
Ijóshærðu. En eitt er ólíkt með
írum og íslendingum. íslending-
ar kunna ekki að búa til te.
— Jæja, hvað get ég sagt
ykkur? Já, það var írska leik-
húsið. Upphaf þess var það, að
W. B. Yeats og Lady Gregory
stofnuðu leikhús árið 1899 og árið
1904 var reist sjálf byggingin
Abbey leikhúsið. Það brann 1951,
og síðan höfum við
leikið annars staðar, en nýtt
hús er í byggingu á rústum þess
gamla. Þar verða tveir salir, lítill
salur, sem tekur um 20 manns,
fyrir tilraunaleikrit, og stærri
salur, sem tekur um 700 manns.
Svo höfum við Gate Theatre, sem
þeir Michael Mac Liammórk og
Hilton Edwards komu upp. Þeir
byrjuðu í litlu leikhúsi, sem
Abbey átti, en byggðu síðan. Þeir
fluttu okkur leikrit utan úr
heimi, færu þau upp í léttum og
góðum stíl og kenndu okkur í
írlandi hvernig ætti að setja
leikrit á svið. Þeir tóku svo sam-
an við Lord Langford, þar eð
þeim reyndist of dýrt að reka
þetta litla leikhús. Þá höfum við
t.d. leikflokk Thilly Ryans, sem
í fyrra sendi frá sér bezta leik-
rit sem lengi hefur komið frá
írlandi, Stephen D. Það gengur
núna í London við mikla hrifn-
ingu. Svo eru ótal smáleikhús,
í hverju þorpi er leikmanna-
flokkur. Þessi leikmannahreyf-
ing er ákaflega sterk og á ári
hverju fara fram leikkeppnir ein
fyrir smáflokka og önnur fyrir
stóra leikflokka. Abbey leikhús-
ið eitt hefur fastráðna leikara,
hin eru að hálfu áhugamanna-
leikhús. Abbey leikhúsið tek-
ur -yfirleitt til meðferðar
írsku leikritin, en hin
taka erlend leikrit. Auk þess
er mikið um leikrit í útvarpi og
sjónvarpi. Annars höfum við líka
Gayety-leikhús í Dublin, sem sýn
ir söngleiki, óperur og pantom-
ime og leikhúsið Olympia fæst
við svipaðar sýningar, en fær
yfirleitt leikkrafta frá London,
nema hvað írskir leikflokkar taka
það stundum á leigu. Þetta er
svona í heild það sem við höf-
um upp á að bjóða yfir leikárið.
En í september efnum við til
leiklistarhátíðar í 2 vikur. Þá
koma leikflokkar hvaðanæva að.
Við reynum að fá eins góðar sýn-
ingar annars staðar frá og mögu-
legt er og sýnum sjálfir það
bezta sem við höfum upp á að
bjóða.
Tvennt öðruvísi í irsku leikriti
— Eru samin mörg leikrit í Ir-
landi?
— Já, okkur í Abbey leikhús-
inu berast 2 á viku, og því ó-
MacAnna leikstjóri
hætt að fullyrða að yfir 100 séu
samin á ári. Við getum notað
7—8 af þeim.
— Svo þau eru ekki sérlega
góð?
— Bezti leikritahöfundurinn
er að sjálfsögðu Brendan Behan.
Við höfum engan núna á borð
við Sean O’Casey. Leikritahöfund
ar nú á dögum taka aftur og
aftur til meðferðar sömu leik-
persónurnar. Hverjar? Ja, t.d. rík
an bónda eða kaupmann, sem
tortýmist fyrir eigin metorða-
girni. Yfirleitt eru þetta miklu
fremur staðbundin vandamál á
írlandi en nokkuð sem hefur al-
mennt gildi. Behan er að því
leyti ólíkur hinum, að hann tek-
ur til meðferðar alþjóðleg vanda
mál eða réttara sagt gerir stað-
bundin vandamál að almann-
legum. T.d. er maður hengdur í
fangelsi í The Queer Fella, en
það fangelsi gæti verið hvar sem
er í heiminum.
— Nú er að vísu aðeins eitt
íslenzkt leikrit í gangi, Hart í
bak, sem þér eruð vafalaust bú-
in að sjá. Finnið þér nokkuð
skylt með íslenzku og írsku leik-
húsi?
— Jú, að vissu leyti. En það
er tvennt í „Hart í bak“, sem
hefði hlotið að vera öðruvísi á
írsku leiksviði. Róra, sem Helga
Valtýsdóttir leikur, hefði ekki
getað haft svo marga friðla, ef
hún hefði verið írsk stúlka í
írsku leikriti. Og svo hefði leik-
urinn aldrei verið svona drunga-
legur. Eitthvað hefði komið inn í
til að létta hann. Annars fékk
ég þarna mín fyrstu kynni af
íslenzku leikhúsi og ég verð að
segja að ég var mjög ánægður
með það. Leikurinn var vel fram
settur og leikararnir afbragð.
— Er það svo að skilja að þið
hafið lítið af leikritaskáldum,
sem eru nokkurs virði, nema
Brendan Behan?
— Ekki segi ég það. Dennis
Johnson starfar t.d. í Ameríku.
Hann hefur skrifað eftirtektar-
verð leikrit. Síðasta leikritið hans
var „The Seythe and the Sunset",
og var leikið í Abbey leikhús-
inu. Paul Vincent Carroll hefur
að vísu ekki skrifað neitt ný-
lega, en hann hefur gefið okkur
a.m.k. 3 góð leikrit. John B. Kene
ungur maður, sem skrifar mjög
litauðug leikrit og það gerir
Bryan Mac Mahan einnig, en
hann fæst mikið við þjóðsagna-
efni. Mikael M. Malone skrifar
annað eða þriðja hvert ár sögu-
leg leikrit eða nútímalega leiki.
Og af höfundum, sem skrifa á
írsku, má nefna Douglas Hyde,
sem var fyrsti forseti írlands og
skrifaði fyrir 50 árum. Þá er
ógetið Johns McCanns, sem skrif-
ar létta leiki og vinsæla um
venjulega borgara. Annars von-
umst við til þess að fá nýja höf-
unda með nýju Abbey leikhúsi.
— Hvernig er það, leikið þið
jafnt á gelísku og ensku?
— Já, það er mikið til sama
Utankjörstaðakosning
UTANKJÖRSTAÐAKOSNING er nú hafin. Þeir sem ekki
verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta.
Erlenðis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis-
mönnum sem tala íslenzku.
Listi Sjálfstæðisflokksins er D-listi
—•—
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Melaskólan-
nm. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga kl. 10—12,
2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—G
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
er í Valhöll við Suðurgötu, veitir hún allar upplýsingar og að-
stoð í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. — Upplýsingar
um kjörskrárkærur eru veittar á sama stað.
--•----
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að gefa skrifstof-
unni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi, inn-
anlands og utanlands.
--•----
Símar skrifstofunnar eru 23118 og 22136.
og gelísku.
— Hvaða mál munduð þér tala
við Brendan Behan, ef hann
gengi allt í einu hér inn?
—■ Gallisku.
Pantomimleikir um jólin.
— Þér minntust áðan á pant-
omim-leikina. Mér skilst að það
séu ekki sams konar pantomime-
leikir og í Englandi?
— Nei, þeir eru byggðir á
gömlum írskum sögnum. Þó ekki
sömu sögnunum ár eftir ár. Þetta
eru söngvar, dansar, eftirhermur
og tilsvör, en alltaf ný saga á
hverju ári. Það er orðin hefð að
færa þetta upp um jólaleytið og
láta ganga í ca. 6 vikur. En
pantomim-leikirnir eru alþjóð-
legir að því leyti að eitt árið
getum við sótt efnið til Ameríku,
annað til Englands eða jafnvel
til íslands. Ég hefi sett upp og
leikið í pantomim-leikjum á
hverju ári og jafnvel skrifað þá.
— Svo þér skrifið leikrit fyrir
utan það að setja á svið og gera
leiktjöld?
— Já, ég hefi skrifað eitt leik-
rit sem sett var á svið, Winter
Wedding. Það var ekki sérlega
vinsælt á írlandi, en gekk betur
í Kanada og Nýfundnalandi. Það
var of írskt, fjallaði um smygl-
ara. Ég hefi ekki mikinn tima
til skrifta, því miður. Nú er ég
að skrifa gamanleik, sem nefn-
ist „Elskaðu náunga þinn“.
— Eruð þér að vinna að hon-
um hér?
— Nei, hér einbeiti ég mér
að því að æfa Gísl og að fylgj-
ast með pólitíkinni.
— Það er víst nóg um pólitík
núna, en er ekki dálítið
erfitt fyrir útlending að fylgjast
með henni?
— Ég hefi verið að reyna að
átta mig á flokkunum en mér
sýnist ekki mikill grundvallar-
munur á þeim. Ég hefi verið að
leita að róttækum flokki, en ekki
fundið neinn.
— Eru menn politískir í ír-
landi?
— Það var talsverður æsirigur
í stjórnmálabaráttunni, en nú
erum við víst orðnir alltof virðu-
legir borgarar. Það er heldur
ekki neitt til að berjast um leng-
ur. Æstustu írar skilja jafnvel
að landamæradeilan verður
smám saman jöfnuð.
— Hvfernig gengur að æfa
Gísl á íslandi?
— Vel, leikararnir eru mjög
samvinnuþýðir og hjálpa mér að
byggja upp hlutverkin og þeir
hafa tilfinningu fyrir því sem
þeir eru að segja, svo það kem-
ur til skila, þó ég skilji ekki ís-
lenzku. Þýðingin á leikritinu er
hreinasta afbragð, gæti ég trúað.
Ef nokkuð er, þá er hún skáld-
legri en frumtextinn, einkum
söngvarnir. »
— Eru írsk ljóð eitthvað lík
íslenzkum?
— Já, að því er innrímið snert-
ir. Annars er einn siður svipað-
ur með írum og íslendingum. Við
kennum okkur líka við fornafn
föður okkar — nú eða móður-
nafnið. T.d. getur maður heitið
Jimin Mhaire, sem er móðurnafn
hans, og seinast Thaidhg, sem er
nafn móðurafa hans. En móður-
nafnið er tekið í þessu tilfelli
af því móðirin hefur verið merki
legri eða átt búgarðinn.
Við kvöddum MacAnna, sem
var á leiðinni í bókabúð. — Þið
hafið afbragðs bókabúðir hér,
sagði hann. Ég les 2—3 bækur
á viku og finn alltaf eitthvað
sem mig langar í. Nú ætla ég að
leita að Sjálfstæðu fólki á ensku.
Vona að sú bók fáist.
Hvað er verkstjóri?
HLUTVERK og starf verkstjór-
ans er margþætt. Einkum er það
útfærsla og framkvæmd á verk-
efnum sem fyrir hann eru lögð,
annað hvort samkvæmt teikn-
ingum eða fyrirmælum hús-
bænda hans, sem sé skipulagning
vinnuaflsins, hvort heldur eru
vélar eða mannshöndin.
Til þess að svo megi verða þarf
verkstjórinn að vera gæddur
mörgum þeim eiginleikum sem
aðrir þurfa síður á að halda, en
öllum er gott að hafa til að bera.
Hann þarf að vera verkhygg-
inn, til þess að sjá heppilegasta
leið að framkvæmd verksins.
Hann þarf að vera hagsýnn,
til þess að gera verkið með sem
minnstum tilkostnaði.
Hann þarf að hafa kunnáttu á
verkinu, þekkja vélar sem notað
ar eru við það og vita vinnugetu
þeirra.
Hann þarf að geta haldið skýrri
hugsun þótt mikið gangi á og
mikið liggi við.
Hann þarf að vera mannþekkj-
ari og sálfræðingur til þess að
geta sem bezt hagnýtt og sam-
ræmt það vinnuafl er hann hefir
til umráða, til þess að samræma
í vinnuheildir þá sem bezt fara
saman, bæði hvað verklagni og
lyndiseinkunn snertir.
Hann veit það fyrirfram, að
sérhver maður er meira en tvær
hendur, að hann hefir sál, lund
arfar, heimilisástæður eða aðrar
ástæður sem geta valdið því, að
hann er öðruvísi í dag en hann
var í gær. Hann þarf að hafa
skilning, umburðarlyndi og þó
festu til þess að hagræða vinnu-
aflinu eftir þessum síbreytilegu
viðhorfum.
Verkstjórinn finnur þegar
vinnuafköstin eru ekki^ eðlileg,
að þá er eitthvað að. Ýmist er
skortur á einhverju frá hans eig
in hendi, kannske þarf betri hag
ræðingu hluta eða tækja til létt
is verkinu, kannske er það vegna
ósanngjarnrar framkomu hans
sjálfs eða yfirmanna hans við
verkafólkið sem dregið hefur úr
vinnugleði þess og áhuga eða ein
hverstaðar meðal þess leynist ó-
heppilegur maður sem hefir lam
andi áhrif á hópinn. Verkstjórinn
er trúnaðarmaður húsbænda
sinna, hvort heldur er í meðferð
eigna hans og verðmæta sem og
meðferð vinnuafls. Þessvegna
þarf hann að vera kunnugur
rekstri og fjárhagsástæðum fyrir
tækisins.
Vegna kunnáttu sinnar á verk-
inu þarf verkstjórinn oft að leið
beina þeim sem áætlanir gera,
um heppilegar leiðir að fram-
kvæmd þess.
Hann þarf stundum að gerast
sáttasemjari milli verkafólksins
innbyrðis eða jafnvel milli þess
og vinnuveitanda.
Verkstjórinn er maður sem
kappkostar að þroska með sér
þessa eiginleika. Hann er og á
að vera „Maðurinn í milli“ sem
allir bera traust og tillit til, hús
bændur sem verkafólk.
(Frá Verkstjórafélagi íslands).