Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 9
Sunnudagur 26. maí 1963
MORC t’ \ B f. iÐlÐ
9
Vélskdlanum slitiö í 48. sinn
Jóns Sólmundssonar sem verið
hefur frá vegna veikinda. Þakk-
aði skólastjóri kennurum fyrir
góða samvinnu og nemendum
fyrir skólaveruna.
Að lokinni ræðu skólastjóra og
afhendingu prófskírteina tók til
máls Egill Hjörvar og talaði fyr-
ir hönd 10 ára nemenda. Ræddi
hann m.a. um hve margt hefði
gerzt í málum skólans á þessum
s.l. 10 árum. Minntist hann á
véiasalinn og hinar miklu
stökkbreytingar sem hefðu orð-
ið á allri starfseminni. Sagði
hann ennfremur að gæta yrði að
Frábær árangur c
ingsnáms i
HINN 30. apríl sJ. var Vélskól-
anum í Reykjavík sagt upp í
48. sinn. Alls gengu 26 nemend-
ur undir vélstjórapróf og stóð-
ust það allir nema einn, 15 vél-
stjórar luku prófi úr rafmagns-
deild vélstjóra. Sýndu þessir nem
endur mjög góðan námsárangur,
10 nemendur hlutu I: einkunn
og 4 vélstjórar hlutu ágætiseink-
unn, þeir Örn Aanes, Guðberg-
ur I. Guðbergsson, Sigurvin
Hannibalsson og Pétur Trausti
Borgarsson. Við rafmagnsdeild-
arpróf hlutu 3 nemendur mjög
háa ágætiseinkunn, Björgvin Þór
Jóhannsson, Magnús Gústafsson
og Adolf Tómasson. Telst eink-
unn þessara manna til afreka en
þeir hlutu frá 114 til 115 af 120
mögulegum stigum. 3 nemendur
úr rafmagnsdeild hlutu I. eink.
Þá var starfrækt í vetur und-
írbúningsdeild undir tækninám
við Vélskólann í vetur
1 henni voru alls 29
nemendur. í samráði við erlenda
prófdómara, sem hingað komu,
var ákveðin lágmarksmeðaleink-
unn til að veita inngöngu í
danska og norska tækniskóla og
þá einkunn hlutu 20 nemendur
og hafa þeir því aðgang að hin-
um erlendu skólum. Af þeim 9
sem ekki fengu þessa tilskildu
einkunn var aðeins einn sem
ekki stóðst prófið skv. venju-
legum reglum skólans og eiga
hinir 8 rétt á að setjast í 2.
bekk þessarar deildar næsta vet-
ur.
f sfarfi undirbún-
tæknideild
deildin gerð starfshæf og falið
þýðingarmikið verkefhi í þágu
íslenzkrar tæknimenntunar, og
eins og áður segir var aðsókn
að deildinni geysimikil og mjög
góður árangur náðist.
Sagðist skólastjóri vonast til
að samstaða mætti nást um þetta
mál og öll önnur hagsmunamál
skólans og hann mætti halda á-
fram að vera óskabarn vélstjóra-
stéttarinnar.
Kennslulið skólans var í vetur
það sama og -s.l. vetur, nema
hvað Helgi Gunnarsson tækni-
fræðingur hefur kennt í stað
Skólastjórinn, Gunnar Bjarna-
son, afhenti útskrifuðum nemend
um prófskírteini og í ræðu sinni
minntist hann nokkuð á væntan-
lega breytingu á iðnfræðslulög-
unum. — Kvað hann aðsókn
ekki hafa verið sem skyldi að
skólanum þrátt fyrir að mjög
vantaði menntaða vélstjóra í þjóð
félaginu. En eins og nú er þarf
nemandi að hafa lokið við 4 ára
veru á vélaverkstæði við iðn-
nám og oft erfitt að komast á
námssamning. Þessu til úrbóta,
sagði skólastjóri, að reynt hefði
verið að koma því í framkvæmd
að skólinn ræki verkstæðisskóla,
en ekki hefur náðst samkomulag
um þetta mikilvæga atriði. Einn-
ig drap skólastjórinn á aðra leið
til úrbótar en hún er að stytta
skólaveruna en lengja kennslu-
tímann, með því að skólinn starf-
aði allt árið með aðeins 1 mán-
aðar sumarleyfi. Myndi þetta
stytta skólaveruna um tæpt ár
en auka kennslutímann um meir
en 50%.
Þá minntist skólastjórinn á þá
nýbreytni sem tekin hefði ver-
ið upp á s.l. hausti, en þá var
námsefni 1. bekkjar rafvirkja-
deildar breytt í samræmi við inn-
tökuskilyrði í danska og norska
tækniskóla. Komu hingað skóla-
menn, norskur og danskur, til
þess að fylgjast með prófunum
og dæma úrlausnir o.s.frv. Öll
þessi framkvæmd tókst mjög vel
©g má telja stórmerkan áfanga
é leið til aukinnar tæknimennt-
unar hér á landi. — En deild
þessi hefur mætt nokkurri and-
úð af hálfu fyrri nemenda
skólans. En I rauninni hefur
þessi rafvirkjadeild sem hefur
verið til í 27 ár ekki verið starf-
rækt sem skyldi. Hún var upp-
haflega stofnuð til þess að gefa
fleiri en vélstjórum kost á að
stunda nám við skólann, og var
þá nafni skólans breytt úr Vél-
stjóraskólinn í Vélskólinn, en að-
sókn að deildinni var mjög
dræm fyrst í stað og starfsemi
hennar lá að verulegu leyti niðri
um árabil, þar til nú á síðari ár-
um að hún hefur verið starfrækt
með höppum og glöppum. Nú
hefur hins vegar námsefni henn-
ar verið breytt í nútímahorf og
Nemendur hinnar nýstofnuðu undirbúningsdeildar. Fremst standa frá hægri, Axel Kristjánsson
prófdómari, Stork Danmörku, prófdómari, Finnbogi R. Þorvaldsson, prófdómari, Gunnar Bjarnason
skólastjóri og Egil Einarsen, Noregi, prófdómari
3,5 millj. úthlutað
úr Raunvísindasjóði
LOKIÐ er úthlutun styrkja árs-
ins 1963 úr Raunvísindadeild
Vísindasjóðs. Þetta er sjötta út-
hlutun frá stofnun sjóðsins. —
Deildarstjórn annast úthlutun og
er skipuð til fjögurra ára í senn.
Þessir menn skipa nú stjórn
Raunvísindadeildar:
Dr. Sigurður Þórarinsson, for-
maður, Sigurkarl Stefánsson, yf-
irkennari, varaformaður, pró-
fessor Davíð Davíðsson, dr.
Gunnar Böðvarsson, prófessor
Leifur Ásgeirsson og dr. Sturla
Friðriksson.
Sigurður Þórarinsson er í fyrir
lestraför um Bandaríkin og gat
því eigi tekið þátt í störfum að
þessu sinni, en Sigurkarl Stefáns
son skipaði sæti hans.
Árlegt framlag til Vísindasjóðs
var við stofnun hans 800 þús. kr.
en var aukið mjög með lögum
um Seðlabankann og er nú rúm
lega 3.5 milij. kr. Eftirspurn eft-
ir vísindastyrkjum hefur einnig
vaxið mjög ört og er sýnilegt,
að sjóðurinn þarf að vaxa jafnt
og þétt, ef hann á að fylgjast
með vaxandi vísindaáhuga og
vísindaþörf landsmanna. Að
þessu sinni bárust deildarstjórn
56 umsóknir, sumar margþættar,
og var beðið um rúmlega 4 millj.
kr. til vísindarannsókna. Veittir
voru 44 styrkir að upphæð sam-
tals 2.2 millj. kr.
Styrkjunum má skipta í 3 að-
alflokka.
Styrkjunum má skipta í 3 að-
alflokka.
Stærsti flokkurinn er dvalar-
styrkir til vísindalegs sérnáms
og rannsókna. Þessir styrkir eru
ætlaðir ungum vísindamönnum,
er lokið hafa háskólaprófi. Að
þessu sinni voru veittir 18 slíkir
styrkir, að upphæð 30—100 þús.
kr. hver, samtals 935 þús. kr.
Níu voru veittir í læknisfræði,
4 í stærðfræði og eðlisfræði, 2
í jarðskjálftafræði, 2 í náttúru-
fræði og 1 í búvísindum. Allir
þessir styrkir eru notaðir er-
lendis.
Annar flokkurinn er styrkir til
félaga og stofnana. Eru styrkir
þessir ætlaðir til einstakra rann-
sóknarverkefna og tækjakaupa í
sambandi við starfsemi, er sjóð-
urinn styrkir.
Veittir voru 13 slíkir styrkir
822 þúsund krónur. Þriðji
flokkurinn er styrkir til
til einstaklinga, til einstakra
rannsóknarverkefna, sem unnið
er að hérlendis eða erlendis. í
þessum flokki voru einnig veitt-
ir 13 styrkir, 516 þús. kr. sam-
tals. Tveir útlendingar eru í hópi
styrkþega að þessu sinni: Brezk-
ur jarðfræðingur, dr. Georg
Walker, er nú hlýtur styrk í
þriðja sinn til rannsókna sinna
á Austfjarðablágrýtmu, og júgó-
slafneskur náttúrufræðingur, dr.
Ivka Munda, sem ætlar að at-
huga þörunga við suðurströnd
íslands.
Seytján styrkir voru veittir í
læknisfræði og er það mesti
fjöldi styrkja til einnar visinda-
greinar. Hæsti styrkur að þessu
sinni nam 250 þús. kr. og er það
jafnframt hæsti styrkur, er veitt-
ur hefur verið úr sjóðnum frá
upphafi. Þessi styrkur er veittur
til norðurljósarannsókna undir
stjórn dr. Þorsteins Sæmundsson-
ar, stjörnufræðings. Norðurljósa
rannsóknirnar eru hugsaðar sem
þáttur í alþjóðarannsóknum, en
um næstu áramót hefst alþjóð-
legt rannsóknatímabil, svonefnt
sólkyrrðarár, og er eitt af
viðfangsefnunum einmitt norð-
urljósarannsóknir. Heildarkoetn-
aður íslenzku norðurljósarann-
sóknanna er áætlaður um 1 millj.
kr., en gert ráð fyrir að fá stuðn-
ing til þeirra annars staðar að,
m.a. tæki fyrir um 0.5 millj. kr.
erlendis frá.
Hér fer á eftir skrá um veitta
styrki við sjöttu úthlutun Raun-
vísindadeildar.
1. DVALARSTYRKIR
til vísindalegs sérnams og
rannsókna.
Eitt hundrað þúsund krónur
hlutu tveir umsækjendur:
1. Baldur Elíasson, verkfræð-
ingur, til sérnáms og rannsókna
á útbreiðslu rafsegulaldna, eink-
um hátíðnisaldna, og hagnýtri
’notkun þeirra (í Sviss).
2. Haukur Kristinsson, efna-
verkfræðingur, til sérnáms og
rannsókna í eðlisfræðilegri efna-
fræði (í Þýzkalandi).
Sextíu þúsund krónur
hlutu fimm umsækjendur: >
3. Einar Vigfússon, fil. lic., til
framhalds rannsókna sinna á
frjóvgun æðri plantna og dýra (í
Svíþjóð).
4. Guðm. Guðmundsson, verk-
fræðingur, til náms í stókatísk-
um prócessum (í Englandi).
5. Gunnar Ólafsson, búfræðing-
ur, til rannsókna á meltanleika
fóðurs (í Englandi).
6. Ragnar Stefánsson, fil. kand.
til náms í jarðskjálftafræði (í
Svíþjóð).
hvert stefnt væri og varhugavert
gæti verið fyrir skólann að
teygja sig yfir á aðrar greinar
svo sem tæknifræðinám, þótt
þeir vélstjórar væru alls ekki á
móti tæknifræðinámi sem slíku.
Gáfu 10 ára nemendur síðan
skólanum peningagjöf sem varið
skyldi til aukinnar kynningar á
starfsemi skólans í samráði við
skrúfuráð. Óskaði hann skólan-
um síðan alls góðs í framtíðinni.
Þá tók til máls einn af nem-
endum úr undirbúningsdeildinni
Magnús Ólafsson Stephensen.
Þakkaði hann skólastjóra inni-
lega fyrir að hafa komið þessari
undirbúningsdeild á fót og fór
einnig hlýjum orðum um ágæti
kennaranna. Gat hann þess að
þessi mikla aðsókn sem verið
hefði fyrir hana. Gladdist hann
yfir þeim góða árangri sem náðst
hafði.
Skólastjóri þakkaði þessi
hlýju orð og sagði síðan skól-
anum slitið.
. 7. Valdimar K. Jónasson, verk-
fræðingur, til þess að ljúka námi
sínu í eðlisfræði og hagnýtri
stærðfræði (í Bandaríkjunum).
Fjörutíu og fimm þús. kr.
hlutu sjö umsækjendur:
8. Hrafn Tulinius, læknir, til
rannsókna í meinafræði (í Banda
ríkjunum).
9. Jónas Hallgrímsson, læknir,
til rannsókna á kalkmyndun í
hjartalokum (í Bandaríkjunum).
10. Júlíus Sólnes, verkfræð-
ingur, vegna dvalar í Japan við
nám í byggingatækni á jarð-
skj álf tas væðum.
11. Ólafur Hallgrímsson, lækn
ir, til rannsókna á Meniéres sjúk
dómi (í Þýzkalandi). '
11. Sigrún Guðjónsdóttir, fil.
kand. til náms og rannsókna í
lífeðlisfræði plantna (í Svíþjóð).
13. Sigurður Þ. Guðmundsson,
læknir, til rannsókna á kalkefna
skiptum líkamans (í Bandaríkj-
unum).
14. Sæmundur Kjartansson,
læknir, til rannsókna á eggja-
hvítuefnum í blóði í sambandi
við húðsjúkdóma (í Bandaríkj-
unum).
Þrjátíu þúsund krónur
hlutu fjórir umsækjendur:
15. Guðmundur Georgsson,
læknir, til náms og rannsókna í
meinafræði (í Þýzkalandi).
16. Guðmundur Pétursson,
læknir, til meinfrumurannsókna
(í Bandaríkjunum).
17. Þorgeir Þorgeirsson, lækn-
ir, til náms og rannsókna í meina
fræði (í ísrael).
18. Þorkell Jóhannesson, lækn
ir, til framhaldsrannsókna í
farmakologi (í Danmörku).
18. Þorkell Jóhannesson, lækn
ir, til framhaldsrannsókna í
farmakologi (í Danmörku).
II. STYRKIR TIL
STOFNANA OG FÉLAGA
Til tækjakaupa og
rannsóknarefna.
19. Atvinnudeild Háskólans,
Búnaðardeild 64 þús. kr. Hálft
andvirði tækis til frærannsókna
(Laboratory Cleaning Plant).
20. Sama stofnun 50 þús. kr.
til framhalds grundvallarathug-
ana á nytjagróðri og ræktunar-
skilyrðum á hálendi íslands.
21. Atvinnudeild Háskólans,
Iðnaðardeild (í samvinnu við
Náttúrugripasafn) 50 þús. kr. til
jarðfræðirannsókna í Dyngju-
fjöllum vegna síðasta Öskugoss.
22. Bændaskólinn á Hvanneyri
50 þús. kr. til fóðurrannsókna.
23. Eðlisfræðistofnun Háskól-
ans 100 þús. kr. til undirbún-
ings nýrrar mælingaaðferðar til
aldursákvarðana á íslenzku
bergi.
24. Sama stofnun 250 þús. kr.
til norðurljósarannsókna undir
stjórn dr. Þorsteins Sæmunds-
sonar.
25. íslenzka stærðfræðafélagið
40 þús. kr. vegna kostnaðar við
að senda sérfræðing utan til að
kynna sér viðhald og smíði raf-
reikna.
26. Jöklarannsóknafélag fs-
Framh. af bls. 16.