Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 15
Sunnudagur 26. mai 1963
MORCVISBLAÐIÐ
15
w' • ✓ ■
Lilja Sigurðardóttir í „bonnie“-náttfötum.
Stjórn fraks
herðir tökin,
74,000 andstæðingar hennar i haldi
Beirut, 21. maí — AP.
ERLENDIR sendimenn í Bagh-
dad skýra svo frá, að byltingar-
etjórnin í frak hafi látið fangelsa
nm 14.000 menn, af stjórnmála-
ástæðum, þá þrjá mánuði, sem
þún hefur verið við völd.
Þá er haft eftir áreiðanlegum
heimildum, að tök núverandi
stjórnar á andstæðingum í stjórn
málum séu mun harðari, en verið
hafi, er Ahdel Karim Kassem
var við völd.
Mjög strangt eftirlit er með
öllum fréttasendingum frá land-
inu, og tekið hefur verið fyrir
starfsemi allra dagblaða, nema
þriggja.
Ráðamenn i írak eru Baath-
sinnar, og hafa þeir mjög eflzt
í andstöðu sinni við Nasser,
Egyptalandsforseta, að undan
förnu.
Ferðamenn, sem verið hafa í
landinu nýlega, herma, að áhugi
manna fyrir ráðamönnum sé nú
minni, en verið hafi, þegar þeir
kollvörpuðu Kassem í febrúar.
Óánægja er sögð ríkja með
allar stöðuveitingar, en æðstu
menn eru nú sagðir valdir ein-
göngu eftir stjórnmálaskoðunum.
Talsmenn Kurda skýra svo frá
að stjórn íraks hafi mætt kröf-
um um frelsi, á þann hátt að
taka höndum 3.500 þeirra. Eru
þeir nú gislar í höndum stjórn-
arinnar.
SR GÍSLI BRYNJÓLFSSON:
Bll ER LANDSTðLPI
Stjórnorskró samhjólparinnar
DAG EINN á útmánuðum árið
1946 stóð aldinn þingbóndi upp
í Efri deild til að gera grein
fyrir atkvæði sínu. Hann gerði
það á þessa leið:
,„Ég tel að frumvarp þetta eigi
enga hliðstæðu í íslenzkum lög-
um aðra en sjálfa stjskr. Ég
álít, að með lagasetningu þess-
ari sé verið að búa til nýtt þjóð-
félag, sem að minni hyggju verð-
ur betra en það sem við nú bú-
um við. Þó að undirbúningur
málsins sé að ýmsu leyti góður,
þá tel ég þó, að hann hefði þurft
að vera betri. En þar sem frv.
að mínu viti stefnir að fullkomn-
ara þjóðskipulagi, þá segi ég já.“
Með þessum orðum greiddi
Páll Hermannsson atkvæði með
lögunum um alþýðutryggingar.
Fyrir utan nafna sinn Zóphonías-
son var P.H. eini framsóknar-
maðurinn á þingi, sem studdi
þessa merku löggjöf með at-
kvæði sínu.
Síðan 1946 hafa verið gerðar
ýmsar breytingar á þessum lög-
um, sem Páll Herm. kallaði und-
irbúning að nýju og betra þjóð-
félagi. Og allar hafa þessar breyt
ingar miðað að því, að auka
hjálp samfélagsins við þá, sem
bera skarðan hlut frá borði og
ekki geta notið sín eins og skyldi
í okkar unga þjóðfélagi. Það er
íslendingum mikill sómi að búa
svo vel sem raun ber vitni að
þessu fólki, og ég trúi ekki öðru
en að vegna þess muni margar
þjóðfélagslegar syndir okkar fyr
irgefnar.
Það væri of langt mál — enda
ekki tilgangurinn með þessum
línum — að fara að rekja allar
þær endurbætur, sem gerðar hafa
verið á almannatryggingunum
síðan austfirski þingbóndinn galt
þeim jákvæði með hinni athyglis
verðu greinargerð í Efri deild á
útmánuðum árið 1946. — Hins
vegar skal hér vakin athygli á
einni breytingu af mörgum. Hún
gekk í gildi um síðustu áramót.
Hún varðar sveitafólkið sérstak-
lega og eiginlega alla landsmenn
utan stærri kaupstaða. Þessi
breyting er um afnám verðlags-
svæðanna.
Áður var landinu skipt í tvö
verðlagssvæði og náði 2. verð-
lagssvæði yfir landið allt nema
kaupstaði með 2000 íbúum eða
fleiri. Á öðru verðlagssvæði fékk
fólkið þriðjungi lægri bætur held
ur en þeir, sem bjuggu á fyrsta
verðlagssvæði. Nú er þessi mis-
munur afnuminn. Til þess að
sýna hver þessi munur er fyrir
fólkið f sveitum, þorpum og
smærri kaupstöðum skulu þess-
ar tölur nefndar.
1962 1963
Ellilífeyrir ein-
staklinga kr. 13099 kr. 18236
Ellilífeyrir
hjóna kr. 23578 kr. 32824
Með því að gera allt landið að
einu verðlagssvæði, hækka nú
ellilaun einstaklinga í sveitum
um 5137 kr. á árinu 1963. Og
sömuleiðis hækka ellilaun hjóna
um 9246 kr. Hér er verið að leið-
rétta misræmi, sem hefði í raun-
inni átt að vera búið að ráða bót
á fyrir löngu. — En betra er seint
en aldrei og stjórnarflokkarnir
eiga skilið þökk og heiður fyrir
ar“. Enda þótt þessi stjórnarskrá
það, að hafa komið á þessari
sjálfsögðu réttarbót, svo að nú er
ekki lengur gert upp á milli
landsmanna í þessu tilliti eftir
því hvar þeir eiga heima.
Almannatryggingar mega kall-
ast „stjórnarskrá samhjálparinn-
Jóna Hallbjömsdóttir í sportklæðnaði úr teygjuefni. Hægt er
að fá buxur úr teygjuefni í ýmsum gæðaflokkum, bæði úr ull
ar- og nælonblöndu og gerviull og nælonblöndu. Stráhattur
inn og karfan er frá verzluninni Geysi.
Á SKEMMTUN, sem Eyfirð-
ingafélagið hélt í súlnasál
Hótel Sögu s.l. miðvikudags-
kvöld, var m.a. skemmtiatriða
baðfatasýning, sem Sportver
hf. sá um. Þótti sýningin tak-
ast mjög vel — þar komu
fram nokkrar stúlkur úr
Tizkuskóla Sigríðar Gunnars-
dóttur í þrennskonar gerðum
af sumdfoolum (þ.á.m. bikini)
og sportklæðnaði úr teygju-
efnum. Einnig sýndu stúlk-
urnaæ náttföt, svonefnd
bonnie-náttföt, frá verzlun-
inni Tíbrá.
Blaðaljósmyndari Mbl., Sv.
Þ., tók nokkrar myndir af
stúlkunum við þetta taekifæri
og fylgja þær hér með.
Þórdís Jónsdóttir í bikini og
baðkápu úr frotté, sem nýfar-
ið er að framleiða hérlendis í
Sportver. Efnið í kápuna er
unnið í Ábreiðum hf.
Baðfatasýning í Sögu
— Landið okkar
Framhald af bls. 10.
ur nú þegar verið sótt um það
embætti og má búast við að inn-
an skamms tíma setjist lyfsali
með lyfjaverzlun hér að.
Eins og sjá má af þessari liltlu
upptalningu er mikið um fram-
kvæmdir á Ðalvík og auðvitað
eru þær allar frekar á vinnuafl,
enda kemur þeim félögum sam-
an um að eitt af höfuðvandamál-
um staðarins sé skortur á vinnu-
afli. Afkoma fólks þar á staðn-
um er góð enda byggir staðinn
harðduglegt fólk.
— Enn er ógetið talsverðrar
framkvæmdar sem ráðizt mun
verða í nú á næstunni, bætir
Valdemar við. — Ákveðið er að
koma upp sumardvalarheimili
fyrir börn í samstarfi við bind-
indissamtökin á Akureyri. Stórt
og„mikið hús stendur á Böggvis-
stöðum og er ákveðið að gera
á því lagfæringar og mun þá
hægt að veita þar sumardvöl 35
—40 börnum. Auk þess má hafa
þar dagheimili fyrir börn frá
Dalvík.
Við endum þessa heimsókn til
Dalvíkur með því að bregða okk-
ur með þeim Valdemar og Hall-
grími í heimsókn í hið nýja hrað
frystihús staðarins. Því stjórnar
Tryggvi Jónsson frystihússtjóri.
Hann verður góðfúslega við
þeirri ósk okkar að syna okkur
þessa nýju byggingu. Fyrirtæki
þetta heitir Frystihús KEA á
Dalvík.
í hinum nýja vinnslusal er
hægt að vinna 3—4 tonn af hrá-
efni á klukkustund miðað við 60
manna starfslið. Á efstu hæð
hússins eru geymslur fyrir um-
búðir og fleira. Einnig er þar
ísvél, sem framleitt getur 7 tonn
af skelís á sólarhring. Á næstu
hæð eru fatageymslur starfsfólks
og kaffisalur. í vinnslusal er flök
unarvél fyrir smáfisk. Inn af
honum eru frystitæki af nýjustu
gerð sem öll eru lokuð og telur
Tryggvi að því mikið hagræði.
Gamla frystihúsið á Dalvík af-
kastaði árið 1962 26500 kössum
af hraðfrystum fiski. Tryggvi tel
ur að nú muni auðvelt að tvö-
falda þessi afköst ef hráefni er
nægilegt. Frystigeymsla er í hús
inu fyrir 14—16 þúsund kassa.
Sú nýlunda verður tekin upp í
þessari stóru og miklu frysti-
geymslu, að þar verður lyftitæki
knúið rafhlöðum og auðveldar
það mjög alla tilfærslu á fiski-
kössunum í geymslunni. Neðst í
húsinu er svo stór og mikil fisk-
móttaka ásamt með þvottavél og
hreistrara. Þar eru einnig færi-
bönd til flutnings á fiskinum.
Við látum hér lokið skyndi-
heimsókn pkar til Dalvíkur. Þeir
þremenningarnir, sem við rædd-
um við, eru allir bjartsýnir á
framtíð staðarins. Þeir kvarta
ekki yfir neinum móðuharðind-
um og láta sér ekki bregða við
erfiðleikana, þótt einmitt nú fyr-
ir skemmstu hafi verið höggvið
óbætanlegt skarð í hóp hinna öt-
ulu sjómanna staðarins. Þeir láta
sér heldur ekki bregða, þótt sjór-
inn hafi ekik verið gjöfull á
þessu vori, en ógæftirnar nú síð
ustu vikurnar hafa að sjálfsögðu
valdið allri útgerð á Norðurlandi
miklu tjóni.
Það er komið kvöld er við
kveðjum þetta mikla athafna-
pláss og höldum út í hríðarfjúk-
ið sem klæðir öll fjöll Eyjafjarð-
ar hvítum feldi niður í fjöru.
— vig.
ar“ og þótt hún sé óvíða full-
komnari heldur en hér á
landi, verður stöðugt unn-
ið að því að fullkomna hana og
endurbæta með tilliti til fenginn-
ar reynzlu. Takmarkið er vitan-
lega það, að gamallt fólk og ör-
yrkjar fái fullkominn lífeyri sam
kvæmt tryggingakerfinu. Það
takmark er enn í nokkrum
fjarska. En með skynsamlegri
og sterkri fjármálastjórn nálg-
ast það með hverju ári, sem líð-
ur. Framhald á núverandi stjórn-
arstefnu í fjármálum þess opin-
bera er því drjúgur áfangi að
þessu marki.
G. Br.