Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐ1B Sunnudagur 26. maí 1963 VERTÍDfiRLðK Koma á Hólel Borg PRINCE systur nefnast l>ess- þær í Reykjavík í tvo daga í ar tvær skozku systur, og ausandi rigningu og fen<gu ]>ær eru væntanlegar til ís- jafn slæmt sjóveður á leið- lands í annað sinn, hefur lík inni til baka. Mbl. hafði þá lega þrátt fyrir allt litizt stutt viðtal við þær, ásamt svona vel á land og þjóð í öðrum farþegum. Og nú eru fyrrasumar. Þær tóku sér þá þær væntanlegar aftur um far í sumarleyfinu sínu með mánaðamótin og ætla að Gullfossi til íslands og lentu hafa lengri viðdvöl og í einhverju versta veðrinu er skemmta á Hótel Borg með skipið hreppti. Síðan dvöldu hljómsveit Jóns Páls. Á ÞRIÐJUDAG skýrði Mbl. írá vertíðarlokum í Vest- mannaeyjum, Hafnarfirði, Akranesi, Grundarfirði, Patr eksfirði, Bíldudal, Hólmavík, og Eskifirði. Hér er skýrt frá aflabrögð- um á síðustu vertíð í eftir töldum verstöðvum: Horna- firði, Stokkseyri, Eyrar- bakka, Þorlákshöfn, Grinda- vík, Keflavík, Hellissandi, Ól- afssvík, ísafirði og Neskaup- stað 3.483 tonn til Hornafjarðar. Höfn í Hornafirði, 16. maí: Á Hornafirði lauk vertíð neta- báta 10. maí, og línubátar hættu í gær. Heildarafli, kominn á land í Hornafirði, var þá 3.482 tonn og 800 kg. Netabátarnir þrír höfðu sam- tals 2.280 lestir. Aflahæstur var vb. Ólafur Xryggvason með 872,7 lestir í 67 sjóferðum, Skipstjóri Tryggvi Sigurjónsson. Annar var Gissur hvíti með 718,9 og Hvanney með 688,4 lestir. Línu- báturinn Svanur hafði 359,8 lest ir. Seinni hluti vertíðarinnar var mjög erfiður fyrir línuveiðar, og handfærafiskur kom aldrei frá byrjun marz, enda tæplega nokk urn tíma gæftir fyrir handfæra- íiskirí. — Gunnar. Aldrei aflazt meira en nú á Stokkseyri: 2.387 tonn. Stokkseyri, 16. maí: Heildarafli 4 báta hér á vertíð- inni varð 2.387 tonn. Flestir bát- anna hafa um 70 róðra. Aflahæstur varð Hásteinn II. með 674 tonn. Skipstjóri er Hörður Pálsson. Næstur er Hólm steinn með 657 tonn, svo Fróði með 595 tonn og loks Hásteinn I. með 461 tonn. Aflinn nú er tals- vert meiri en í fyrra. Aldrei fyrr hefur aflast eins vel hér og á þess ari vertíð. Nú eru bátarnir að búa sig út á humarveiðar. — Á. E. 1.576 tonn til Eyrarbakka. Eyrarbakka, 16. maí: Fjórir bátar reru héðan í vetur. Heildarafli þeirra varð 1576 tonn í 207 róðrum. í fyrra var aflinn 1022 tonn hjá þrem bátum í 165 róðrum. Aflahæstur varð Kristján Guð- mundsson með 661 tonn í 67 róðr um. Skipstjóri er Þorbjörn Guð- mundsson. Næstur varð öðlingur með 458 tonn í 69 róðrum, svo Jóhann Þorkelsson með 346 tonn í 50 róðrum og loks Björn með 111 tonn í 21 róðri, þar af eru nokkur tonn af humar. — Óskar. 6.558 tonn til Þorlákshafnar — bátarnir allir á humar. Þorlákshöfn, 16. maí: Heildaraflinn á vertíðinni nú varð 6.558 tonn, en var um 5.800 í fyrra. Sjö bátar voru gerðir út héðan, en auk þeirra landaði Leó frá Vestmannaeyjum mestöllu af afla sínum hér. Aflahæstur var vb. Friðrik Sig urðsson með 985 tonn. Skipstjóri er Guðmundur Friðriksson (son ur þess, er báturinn heitir eftir). Næst var Guðbjörg með 828 tonn, skipstjóri Sigurður Guðmunds- son, og þá vb. Páll Jónsson með 727 tonn, skipstjóri Pétur Frið- riksson (bróðir Guðmundar, sem fyrr er nefndur). Bátarnir búast nú allir á hum- arveiðar. — M. Bj. 21.462 tonn til Grindavíkur. Grindavík, 16. maí: Hér lauk vetrarvertíð í gær. Bát- ar hafa verið að taka upp net sín undanfama daga. Alls reru héðan 33 bátar í vetur með línu og net og fengu samtals 21.462 tonn í 2077 róðrum, eða rúm 10 tonn í róðri að meðaltali. í fyrra fengu 35 Grindavíkur- bátar samtals 20.217 tonn í 1978 róðrum. í vetur varð Þorbjöm aflahæst ur með 1186,2 tonn, og er þetta þriðja vertíðin í röð, sem hann er aflahæstur hér. í fyrra fékk hann 946,5 tonn. Skipstjóri á Þorbirni er Þórarinn Ólafsson, 36 ára gamall Grindvíkingur. Hann hefur verið skipstjóri á bátnum undanfarin ár. Næsti báturinn var Þorkatla með 1088,1 tonn. Skipstjóri er Erlingur Kristjánsson. Báðir þess ir bátar eru eign Hraðfrystihúss Þorkötlustaða. Þriðji varð Hrafn Sveinbjamar sou IL með 972,5 tonn. Skipstjóri þessir þrír aflahæstu bátar fengu nokkur þúsund tunnur af síld hver eftir áramót. Engin síld er talin með í fyrrgreindu afla- magni. — G. Þ. 22.722 tonn til Keflavíkur. Keflavík, 16. maí: Vetrarvertíðinni hér lauk í gær. Alls stunduðu 45 bátar línu- og netaveiðar, þar af 9 bátar ein- göngu línuveiðar alla vertíðina. Famir voru alls 2725 róðrar og heildaraflinn varð 22.722 tonn. 1 fyrra voru 50 bátar hér sem fóra 2630 róðra og öfluðu þá 21.460 tonn, svo meðalafli er nokkru betri i ár. Aflahæstur er Jón Finnsson með 950 tonn í 78 róðrum. Skip- stjóri er Gísli Jóhannesson. Ann- ar er Hilmir, 949 tonn í 79 róðr- um, svo Eldey með 917 tonn í 70 rórðum, Fram fékk 855 tonn i 84 róðrum og Manni 851 tonn í 74 róðrum. Þrettán bátanna stunduðu auk þess síldveiðar fram í janúarlok og öfluðu vel. Auk þessa voru eingöngu þrír bátar eingöngu á síld alla vertíðina. Var afli þeirra sæmilegur. — hjs. 2.992 tonn til Hellissands. Hellissandi, 16. maí: Fjórir vertíðarbátar rera frá Rifi í vetur og fengu samtals 2.630 tonn í 284 róðrum, eða að meðal tali 9 tonn og 264 kg á bát. Auk þess lagði Dröfn frá Dal- vík hér upp 87 tonn úr 13 róðr um. Skarðsvík lagði inn 24 tonn úr tveimur lögnum og 74 tonn af síld. Trillubátar lögðu upp 177 tonn. Heildaraflinn var því 2.992 tonn. Aflahæstur varð Hamar með Skyndihappdrætti SjáIfstæðisflokksins D 50 2 5 tn áSSá MIÚGIJLEIKAC ASTÆÐUR til þess að kaupa miða • Dráttur fer fram eftir iáeina daga. v • Allir vilja eignast nýjan bíl. .;.’;X;!v • Til ellingar Sjálfstæðisflokknum. •*•*•"•*•*•** * Til þess að gera sigur hans í kosningunum sem glæsilegastan. • Efling Sjálfstæðisflokksins er efling þjóðarhags. ekki tœkifœrinu — kaupið miða strax í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.