Morgunblaðið - 26.05.1963, Side 23

Morgunblaðið - 26.05.1963, Side 23
Sunnudágur 26. mal 1963 M O R C V N B T/A Ð 1 Ð 23 897,5 tonn 94 róðrutn, skip- stjóri Sævar Friðþjóísson. Afla- brögð voru betri á vertíðinni núna en í fyrra. — R. ÓL 5.943 tonn til ólafsvíkur. Ólafsvík, 15. maí: Allir vertíðarbátar hættu í dag. Átta bátar voru á línu og netum, og var heildarafli þeirra 5.943 tonn og 720 kg í 471 róðri. Þess má geta, að fleiri bátar voru á þorksvertíðinni í fyrra, því að nú voru sumir á síldveiðum allan yertíðartímann. Þessir þrír bátar voru aflahæst ir: Hrönn SH 149 með 1.115 tonn og 715 kg í 89 róðrum. Skipstjóri Rafn Þórðarson. Bárður Snæfells ás SH 25 með 922 tonn og 415 kg í 83 róðrum. Skipstjóri Rík- arð Magnússon (bróðir Finnboga aflakóngs á Patreksfirði). Sæ- fell SH 210 með 824 tonn og 610 kg í 69 róðrum. Skipstjóri Guð- mundur Jenssoa. 5.754 tonn tll lsafjarðar. ísafirði, 17. maí: Á vetrarvertíðinni stunduðu 14 bátar veiðar frá Isafirði. 12 voru á línu alla vertíðina, en tveir á netum um skeið. Heildaraflinn til 15. maí varð 5.754 lestir, eða 244 lestum feiri en á sama tíma í fyrra. Aflakóngur á fsafirði er Ás- geir Guðbjartsson, skipstjóri á vb. Guðbjörgu með 947 lestir í 74 róðrum. Næstur er vb. Guð- bjartur Kristján með 610 lestir í 75 róðrum, skipstjóri Hörður Guð bjartsson (bróðir Ásgeirs og heit ir báturinn eftir föður þeirra) og þriðji Víkingur H með 495 lestir í 81 róðri. Þá kemur Hrönn með 486 tonn í 81 róðri, Ásúlfur með 479 tonn í 78 róðrum, Guðný með 458 tonn í 75 róðrum, Gunnvör með 450 tonn í 80 róðrum, Straumnes með 438 tonn í 70 róðrum, Gunnhildur með 416 tonn í 77 róðrum, Guðrún Jóns- dóttir með 414 tonn (á útilegu), Borgþór með 238 tonn í 51 róðri, Örn með 156 tonn í 45 róðrum, Gylfi með 127 tonn í 19 róðrum og Pólstjarnan með 40 lestir í 12 róðrum. — H. T. Neskaupstaður. — Neskaupstað, 16. maí: Tveir bátar reru héðan að heim- an á vertíðinni, Stefán Ben og Hafþór. Þeir fengu um 600 tonn hvor. Þrír bátar voru gerðir út frá Vestmannaeyjum: Hafrún (635 tonn), Glófaxi (712 tonn) og Björg (735 tonn). Vb. Sæfaxi reri frá Grindavík og fékk 915 tonn. — Jakob. •NÝLEGA er lokið í Hæstarétti • ználi, er E. B. Malmquist, Rvík, ' höfðaði gegn Guðmundi Ingi- imundarsyni, Rví'k, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 7.500,00, en mál þetta reis út af deilu um leigu á dráttarvél, er stefnandi taldi sig hafa leigt bróður stefn anda, sem nú er látinn. Stefnandi kveður málsatvik vera þau, að hann hefði leigt Ingimundi heitnum Ingimundar- syni, Reykjavöllum, Árnessýslu, dráttarvél af Ferguson gerð. Hafi Ingimundur haft hana á leigu frá 25. júlí 1958 til 27. desember sama ár, er hann beið bana við það að aka dráttarvélinni út af veginum nálægt Reykjavöllum í Biskupstungum. Stefnandi taldi sig hafa lýst kröfunni í dánarbú Ingimundar heitins og við skipti á dánarbú- inu hafi bróðir Ingumandar, stefndi Guðmundur, tekið að sér að greiða kröfu þessa. Stefndi krafðist sýknu og taldi stefnukröfuna efnislega ranga. Taldi hann, að Björn, bróðir Ingi tnundar, en þeir ráku félagsbú saman, hefði oft gert við bifreið stefnanda svo og dráttarvélina og yrði að taka tillit til þeirrar vinnu. Þá hélt stefndi því fram, að vélin hefði ekki verið hreyfð dögum saman þann tíma, sem hún var á heimili Ingimundar heitins og hafi verið gert ráð fyr ir greiðslu vegna afnota vélar- innar, þá næði krafa stefnda ekki nokkurri átt og væri sann- gjarnt að miða við t.d. kr. 30.00 á dag og krafðist stefndi til ýtar- ustu vara, að svo yrði gert. Stefnandi hélt því fram, að hann hefði átt kost á að leigja vél ina Landssíma Islands þennan tíma, er Ingimundur heitinn hafði vélina, eins og hann hefði áður gert, og þá fyrir kr. 60,00 á tímann og af sinni hálfu héfði aldrei verið reiknað með öðru, en að leiga ætti að koma fyrir af not vélarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að hið uppsetta leigu- gjald væri ekki ósanngjarnt. Þá var talið, að krafa um viðgerðir Björns Ingimundarsonar væri svo óljós og vanreifuð, að ekki væri unnt að sinna henni. Niðurstaðan varð sú, að stefndi var dæmdur til að greiða stefn- anda hina umstefndu upphæð kr. 7.500,00 auk vaxta. Það skal tekið fram, að stefndi hafði gefið yfirlýsingu um, að hann tæki að sér að greiða skuldina, ef hún yrði talin rétt af dómstólum. Þá var stefndi dæmdur til að greiða kr. 1.700,00 í málskostnað í héraði og kr. 2.000,00 í Hæsta- rétti. — Mesta framkvæmdaárit Framhald af bls. 1. Meiri vegafrarr.kvæmdir en nokkru sinni tyrr Heildanfjárfesting í nýjuim vegafraimkvæmdum er á þessu ári ráðgerð 140 millj. kr. Stærst atf þessum verkefnum eru lagn- ing Reykj an-esbrautar, Enniisveg- ar á SnæfelLsnesi og Strákavegar við Siglufjörð. Er kostnaður við þessar framkvæmdir áætlaður 80 millj. kr., en þær frairakvæmd- ir, sem greiddar eru iraeð fjár- veitingum á fjárlögum og af benzíngjaldi nema um 60 miLlj. kr. 4r 110 millj. kr. til hafnar- framkvæmda Mjög miklar hainarfraim- kvæmdir eru átformaðar á þessu ári og hinum næstu. Er áætlað, að fjárfeatingiin í hafnarfram- kvæiradum nemi á þessu ári 110 millj. kr., en hún nam á s.l. ári um 70 millj. kr. Stærstu verk- efnin, sem við verður unnið á þessu ári, eru framikvæmdir við landiShafnirnar í Keflavík-Njarð- vik og Rifi, Þorláfcsfhöfn og Reykj avíkurhöfn. Er áætlað, að kostnaður við þessar hafnir verði á árinu uim 50 millj. kr., en við aðrar hafnarfraimfcvæmdir um 60 millj. kr. Samtals er gert ráð fyrir 425 mililj. kr. fjárfesticngu á árinu 1963 í samigöngumálum, og 440 millj. kr. fjárfestingu í þessuim efnum að meðaltali á árurauim 1964—66. Fró Fulllrúnrdði Sjúlf- stæðisféloganna i Reyhjavíh OPNAÐAR hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélajf- anna í Reykjavík hverfaskrifstofur á eftirtöldum stöðum i Reykjavík: VESTURBÆJARHVERFI Hafnarstræti 1 Sími: 22048 NES- OG MELAHVERFI K.R.-húsið við Kaplaskjólsveg Sími: 22073 MIÐBÆJARHVERFl Breiðfirðingabúð Sími: 22313 AUSTURBÆJARHVERFl Skátaheimilið við Snorrabraut Sími: 22089 NORBURMÝRARHVERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími. 22077 HLlÐA- OG HOLTAHVERFI Skipholt 5 Sími: 22317 LAUGARNESHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 38114 LANGHOLTS- VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 35307 SMAtBUÐA-, BÚSTAÐA- og háaleitishverfi Víkingsheimilið við Réttarholtsveg Sími: 34534 Allar skrifstofurnar eru opnar daglega kl. 2—10 e- h., nema laugardaga og sunnudaga kl. 2—6 e.h. og veita þær allar venjulegar upplýsingar um kosningarnar. A Aldrei meiri framkvæmdir við skóla og íþrótta- mannvirki Fjárfestirag í skólum og íþrótita mannivirkjum er áætluð 145 mil'lj. kr. á árinu 1963. Er það geysimilkil hækbun frá s.l. ári, en þá nam fjárfestingin 100 mililj. kr. Munu 110 mitlj. kr. ganga til byggingar barnaskóla, gagnfræða skóla, húsmæðra- og iðnskóla; 26 millj. kr. ganga til bygging- ar MenntaiSkólaras í Reykjavík og Kennaraskólans; og loks mun 8 miMj. kr. varið til byggingar iþróttamannvirkj a. ár 60% aukning í raforkufram- kvæmdum, vegum, höfnum og oipnberum byggingum í ræðu þeirri, sem Ólafur Thors forsætisráðherra, flutti á Aliþingi 16. apríl sJ.., er hann gerði grein fyrir þjóðhags- og framkvæmdaáætlun rlkisstjórnar innar, sagði hann m.a.: ,,í fjárfestingaráætluninni er sérstök áherzla lögð á aukn ingu fjárfestingar í rafvæð- ingu, vegum, höfnum og opin- berum byggingum, svo sem skólum, og er gert ráð fyrir, að f járfesting í þessum og hlið- stæðum greinum aukist um 60%. Þótt fjárfesting á þess- um sviðum hafi verið tiltölu- lega mikil hér á landi, blasa hvarvetna við verkefni, sem eru þess eðlis, að þau verða ekki leyst nema með miklu átaki. Batnandi lífskjör og aukinn bílakostur krefst stór- átaka í vegamálum. Sístækk- andi floti stórra og glæsilegra fiskibáta ásamt uppgangi út- gerðar um land allt kallar á stærri og öruggari hafnir. Fjölgun þjóðarinnar og síauk- in þöúf fyiriir þekkingu og tækni krefst stóraukinna fram kvæmda í skólamálum. Og loks bíður í íslenzkum fall- vötnum og iðrum jarðar orka, sem nýta þarf til að færa yl og birtu inn á öll íslenzk heimili, en getur um leið orð- ið grundvöllur nýrra atvinnu- vega þjóðinni til hagsældar í framtíðinni“. — Bidault Framh. af bls. 2 í landinu. Slíkt leyfi fékkst þó ekki, þar sem Bidault vildi ekki heita því, að hann myndi hætta afskiptum af stjórnmálum. Frá V-Þýzkalandi hélt Bidault til Portúgals, en var vísað þaðan. Þá fór hann til Brazilíu, en unir nú ekki loftslaginu þar, að sögn. Innanríkisráðuneytið í V-Þýzka landi mun þeirrar skoðunar, að þar sem Bidault sé nú frjáls mað- ur í Brazilíu, sé ekki hægt að telja hann pólitískan flóttamann. Bidault er nú sagður á lista yfir þá menn, sem taldir eru „per- sonae non gratae“ í V-Þýzka- landi. Mary Ure, leikkona og fyrr- verandi eiginkona John Osborne leikritaskálds, giftist í leyni Ro- bert Shaw, leikara og rithöfundi. Þau höfðu verið gift í þrjár vik- ur, áður en blaðamenn komust á snoðir um það. Robert Shaw skildi við fyrri konu sína, Jennifer, í febrúar sl. Og var nafn Mary Ure, nefnt í sambandi við það skilnaðarmál, en fleiri kvenmannsnöfn komu líka við sögu. Börn, þeirra, fjögur að tölu, voru dæirad í umsjá móðurinnar. Hjónakornin fóru til Istanbul í brúðkaupsferð. Dregið 5. júní — VERÐMÆTI Íð miða í dag HAPPDRÆTTI S JÁLFST ÆDISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.