Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 3
^ Laugarclagur 8. iúní 1963
MORGUISBLAÐIÐ
3
Hvoð verður ef Framsókn og
kommúnlstar ná völdum?
HVER hugsandi maður, sem geng
ur til kosninga 9. júní, hlýtur að
taka tillit til margra augljósra
staðreynda.
Vinstri stjórnin var kosin af
alþýðunni í þes9u landi. Hún fékk
hreinan meirihluta á Alþingi.
Hún réði launþega og bændasam-
tökunum. Hún fékk öll völd í
sínar hendur. Hún lofaði mjö.g
miklu, en efndirnar urðu minni
en engar, og endirinn varð hin
fræga yfirlýsing forsætisráð-
herra, að allt væri að fara á bóla-
kaf í skuldafen og óreiðu og ósam
komulag væri svo mikið innan
stjórnarinnar, að ekkert væri
hægt að gera annað en gefast upp
og biðjast lausnar.
Við tekur önnur stjórn. Hún
boðar, að þjóðin öll taki á sig
nokkrar byrðar til þess að hún
komist úr vinstristjórnaróreiðu-
feninu. Eg held, að stjórnin, sem
nú situr hafi með hjálp þjóðar-
innar, látið meira gott af sér
leiða en bjartsýnustu menn þorðu
að búast við. Þessar einföldu
staðreyndir held ég, að flestir við
urkenni, sem ekki eru haldnir
blindu flokksofstæki. Framsókn-
arflokkurinn hefir að undanförnu
stutt kommúnista í verkalýðsfé-
lögum og víðar. Á Alþýðusam-
bandsþingi ómerktu þeir í félagi
æðsta dóm9tól þjóðarinnar í fé-
lagsmálum. Með stuðningi sínum
við kommúnista hefir framsókn
skapað sér fyrirlitningu allra
frjálshuga manna. Sá sem styður
kommúnista, hann styður: Berlín
armúrinn, verkalýðsmorðin í Ung
veralandi og víðar; mannrán og
morð víða um heim; uppgröft
dauðra manna, njósnir og fjöl-
margt fleira.
Allt þetta hlýtur að vekja ólýs-
anlegan viðbjóð og hrylling í hug
um flestra íslendinga.
Hvað gerist, af framsókn og
kommar komast til valda á ís-
landi?
Ég þarf ekkert að segja þér
kjósandi góður. Báðir þessir
flokkar Svífast einskis til að
vinna þessar kosningar. Það
munu þeir líka gera, ef þeir ná
meirihluta á Alþingi.
fslenzkur kjósandi: Settu þig i
spor fólksins beggja megin við
Berlínarmúrinn: Hjón skilin,
mega aldrei sjást framar; elsk-
endur, systkini og vinir skildir
sundur og skotnir eins og hundar,
ef einhverjir gera tilraun til
flótta. Maður stendur agndofa.
Hvernig getur þetta átt sér stað
á 20. öldinni.
Þeir sem styðja kommúnista
og framsóknarmenn, þeir eru að
kalla yfir sig og sína sams kon-
ar ástand. íslenzk alþýða: Ég veit,
óefað skapa sams konar múr
að þú styður ekki flokka, sem
huga og handa, nái þeir völdun-
um.
Hrindum af okkur Berlínar-
miúnsófétinu 9. júní.
I. J.
Þvottakona Ásm.undar.
NÝLEGA birti Morgunblaðið
myndir af nokkrum listaverk-
um, sem á að steypa í málm
eða er verið að steypa og á í
framtíðinni að setja upp á ýms
um stöðum í Reykjavíkur-
borg.
STÚLKUBARN EFTIR
ÓLÖFU PÁLSDÓTTUR
Reykjavíkurborg hefur
keypt höggmynd eftir Ólöfu
Pálsdóttur, myndhöggvara, og
mun henni á næstunni verða
ákveðinn staður. Borgin
keypti þetta listaverk fyrir
nokkru og hefur það verið
steypt í brons í Danmörku.
Höggmynd þessi er af
krjúpandi stúlkubarni í lík-
amsstærð. Mun hún standa á
granítsstalli, sem þegar hefur
verið höggvinn.
Árósaborg hefur keypt þetta
sama listaverk og var því kom
ið fyrir á einum fegursta stað
borgarinnar, einnig steyptu í
brons.
Þá er Mbl. einnig kunnugt
um, að Ólöfu Pálsdóttur hefur
verið falið að gera listaverk
fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Hefur hún þegar gert stóra
Kristmynd, sem nú er nær
fullgerð og mun vérða steypt
í brons erlendis eins fljótt og
unnt er. Ennfremur vinnur
listakonan að öðru listaverki
fyrir sömu aðila.
ÞORFINNUR KARLSEFNI
EKriR EINAR JÓNSSON
Styttan af Þorfinni karls-
efni eftir Einar Jónsáon hefur
verið í hólmanum í litlu tjörn
inni í Hljómskálagarðinum
sem kunnugt er og réð lista-
maðuiinn því á sínum tíma að
Björgun eftir Ásmund.
■ ■
BJÖRGUN EFTIR
ÁSMUND SVEINSSON
Væntanlega mun myndinni
Björgun eftir Ásmund Sveins-
son einnig komið fyrir á góð-
Þorfinnur Karlsefni eftir
Einar Jónsson.
■
Stúlkubarn eftir Ólöfu Pálsdóttur.
um stað í bænum. Verzlunin
O. Ellingsen hefur kostað
stækkun á myndinni, en hún
er ennþá úr steinsteypu og
þyrfti að steypa hana í varan-
legt efni.
í fyrra var Þvottakonu Ás-
mundar Sveinssonar valinn
staður og henni komið fyrir
á hól við gömlu þvottalaug-
arnar í Laugardalnum, en þá
var gerð upp gamla laugin,
sem konurnar þvoðu í. í vor
hefur svo verið unnið að því
að ganga frá undirstöðunni.
Kringum styttuna er kringlótt
skál og á vatn að renna í
balann og út af börmunum.
Vegna þess að styttan er úr
steinsteypu þykir ekki óhætt
áð láta renna þar heitt vatn,
en í ytri hringnum er heitt
vatn, sem myndar gufu. Á því
að vera hægt að sjá þvottakon
una standa við balann sinn
gegnum gufuna, en vatn renn-
ur út af börmum balans.
Búið er að tengja bæði kalda
og heita vatnið Og á að hleypa
því á núna einhvern daginn.
henni yrði þar fyrir komið.
Grundvöllurinn undir stytt-
unni var orðinn ótraustur og
þótti ekki óhætt að hafa hana
þarna lengur. Var styttan því
flutt í geymslu. Einar mun
hafa verið orðinn óánægður
með staðsetningu hennar, en
ekki er hægt að velja mynd-
inni nýjan stað nema í sam-
ráði við ekkju hans, frú Önnu.
Hún er erlendis og hefur því
endanleg staðsetning styttunn
ar ekki verið ákveðin.