Morgunblaðið - 08.06.1963, Side 14

Morgunblaðið - 08.06.1963, Side 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. júní 1963 „Höskuldur lénti í Laxárósi, lætur þar bera fram af skipi sínu, en setja _upp skipið fyrir innan'Laxá og gerir þar hróf að og sér þar tóftina, sem hann lét gera hrófið. Þar tjaldaði hann búðir, og er það kallaður Búðar- dalur“. Félagsheimili í Búðardal bætir úr brýnni þörf Félagsiieimilið í smíðum 1» áfanga senn lokið — fyrifhugað að hafa þar greiða> sölu i sumar Svo segir Laxdæla frá því, er Höskuldur Dala-Kollsson kom heim úr Noregsferð og hafði út með sér ambáttina Melkorku. Og þeir menn, sem lengst hafa átt heima í Búðardal muna vel eftir því, sem talin var tóftin Höskulds. Sem kauptún á Búðardalur sér hins vegar ekki langa sögu. Það var fyrst árið 1899, að félagið íslands Handels- og Fiskeri- kompagni reisti þar verzlunar- hús. Fyrsti verzlunarstjóri varð Bogi Sigurðsson, sem hafði stundað verzlunarstörf í Flatey og að Skarðsstöð. Fyrsta íbúðar- húsið á staðnum byggði Bogi, en í kringum 1918 var það flutt suð- ur á Selfoss. Var útibú Lands- bankans á Selfossi til húsa þar, unz nýja bankahúsið var reist. Bogi Sigurðsson keypti fljótlega verzlunina af danska félaginu og rak hana í mörg ár ásamt búskap á jörðunum Fjós- um og Saurum. Ennfremur var hann póstafgreiðslumaður og síðar símstjóri, er þau embætti voru sameinuð. Meðal afkomenda Boga Sig- urðssonar, sem búsettir eru í Búðardal og nágrenni, eru dótt- ursynir hans. Magnús Rögnvalds- son, sem verið hefur verk- stjóri hjá Vegagerðinni í hart. nær 30 ár og Elís Þorsteinsson bóndi á Hrappsstöðum. ★ Búðardalur var lengi með- minnstu kauptúnum á landinu, en á síðustu árum hefur íbúum fjölgað talsvert og eru þeir nú nokkuð á annað hundrað. All- margir hafa sótt um lóðir fyrir íbúðarhús, bæði heimamenn og menn, sem enn eru ókomnir, en hyggjast setjast þar að. Á síðastliðnu hausti brann hótelið í Búðardal og kemur það sér mjög illa, því að ferðamönn- um fjölgar ört á þessari leið. Er því allt kapp lagt á að koma með einhverju móti á fót veitinga- sölu í þeim hluta nýja félags- heimilisins, sem þegar er að verða tilbúinn. Áætlaður byggingakostnaður við félagsheimilið fullgert er 6-7 milljónir króna. Verður það 600 ferm. að flatarmáli, ein hæð og kjallari undir hluta þess. Það sem senn er fullgert er 300 ferm. af kjallara og 150 ferm af hæð- inni og í sumar er fyrirhugað að steypa upp annað eins af hæðinni til viðbótar. í félagsheimilinu fullgerðu verða* meðal annars veitinga- salur, samkomusalur með full- komnum leiksviðsútbúnaði og búningsaðstöðu, s?mkvæmt til- lögum Þjóðleikhússins og Banda- lags íslenzkra leikara, snyrti- herbergi, fundaherbergi og hús- næði fyrir héraðsbókasafnið. Atvinnurekstur í Búðardal hef- ur verið fábrotinn til þessa og að mestu leyti í höndum Kaup- félags Hvammsfjarðar. Verzlunarhús kaupfélagsins er nokkuð stórt og nýlegt — og þar rétt hjá er annað stærra hús verið tekið í notkun í maí 1959, það sé 600 ferm. að stærð og hýsi auk verzluriar, vörulager og skrifstofur. — í nýbyggingunni hér við hliðina, segir Steinþór, verða vörugeymslur, bílaverkstæði, smursstöð og vélaverkstæði, á- samt varahlutalager og aðstöðu til sölu varahluta, bæði í land- búnaðarvélar og þær bifreiðar, sem mest eru notaðar í héraðinu. í vörugeymslunni er fyrirhugað að hafa aðstöðu til sölu á máln- ingu og járnvörum ýmiss konar. Nýbyggingin er 1000 ferm, að meiri hluta á einni hæð — en i 350 ferm. húsrými verður milli- dilkum s.l. haust. Er sláturhúsið mjög gamalt og hrörlegt orðið, enda hluti af því allt frá alda- mótum. Tvisvar hefur verið byggt við það, en nú stendur til að endurnýja það innan skamms. í nokkur ár hefur Kaupfélagið rekið bílaverkstæði, en Steinþór segir lélegt húsnæði hafa háð starfsemi þess. Þá var komið á fót dálitlu trésmíðaverkstæði fyr- ir rúmu ári. Steinþór tjáir okk- ur, að nú starfi um 15—20 manns hjá Kaupfélaginu, en þess sé vænzt , að starfsfólki fjölgi með bættum húsakosti og auknum starfsmöguieikum. Tveir ungir menn stunda sjálf- Fjölskyldan að Sauðhúsum: Egill Benediktsson, hreppsstj. faðir hans Benedikt Benediktsson, Pálína Jónsdóttir húsfreyja og synirnir, frá vinstri: Benedikt, Johnný, Jón og Birgir. smíðum. Við bregðum okkur nú á fund kaupfélaigsstjórans Steinþórs Þorsteinssonar, og leit- um upplýsinga um starfsemi kaupfélagsins. Steinþór gefur þær upplýs- íngar, að verzlunarhúsið hafi gólf og geymslur á efri hæð- stæðan atvinnurekstur, þeir Rögn inni. Væntum við þess að taka húsið að fullu í notkun í vor, helzt í byrjun júní. Að sögn Steinþórs rekur Kaup- félagið einnig frysúhús og slátur hús, þar sem slátrað var 24 þús. Byggingar Kaupfélags Hvammsfjarðar valdur Ólafsson, sem hefur bíla- verkstæði og Jóhann Guðlaugs- son sem stundar vöruflutninga. ★ Þorpið Búðardalur heyrir til Laxárdalshreppi. Hreppstjóri þar er Egill Benediktsson, bóndi að Sauðhúsum, sem er fyrsti bær á vinstri hönd, þegar ekið er vestur frá Búðardal. Það fyrsta sem vakti athygli mína, er við renndum í hlað á Sauðhúsum, var augljós snyrti- mennska í hverjum hlut. Það reyndist reyndar ekkert eins- dæmi í Dölum, því að a.m.k. þar sem ég fór um gat hvarvetna að líta frábæra snyrtimennsku. Egill hreppstjóri tók við bú- skap á Sauðhúsum árið 1956 af föður sínum Benedikt Benedikts Frh. á bls. 29 , Æskan kýs Sjálfstæðisfiokkinn X-D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.