Morgunblaðið - 08.06.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 08.06.1963, Síða 15
Laugardagur 8. júní 1963 MORGVNBLAÐIÐ 15 Stefánssonar, sýsluskrifara; Katrin Sigurðardótt ir, kona Friðjóns Þórðarsonar, sýslumanns, Þrúð- nr Kristjánsdóttir, kona Sturlu Þórðarssonar, bíls tjóra, Ingibjörg Sigurðardóttir, kona Eggerts Ól- afssonar, prófasts á Kvennabrekku, Henný Berndsen, kona Óskars Sumarliðasonar rafveitustjóra Anna Guðmundsdóttir, kona Sverris Georgssonar laeknis og standandi: Kristjana Ágústsdóttir, kona Magnúsar Rögnvaldssonar, verkstjóra og Rósa Sigtryggsdóttir kona Jóns Péturssonar, verkstjóra. *- Landið okkar Frh. af bls. 20. syni, sem þá hafði búið þar í 34 ár en bjó áður um hríð á Kambsnesi. Benedikt og kona hans, Herdís Guðmundsdóttir, búa hjá syni sínum og tengda- dóttur, Pálínu Jónsdóttur. Þegar við höfðum spjallað dá- litla stund við húsfreyju, kom til tals hvort hún vseri ættuð úr Dölum. Nei, svo var ekki, hún er fædd og uppalin í Klakksvík í Færeyjum — Móðir mín er færeysk, sagði hún, en faðir minn, Jón Símonarson, var frá Grímsey, bróðir Magnúsar hrepp stjóra þar. Eg kom ekki hingað í Dali fyrr en árið 1955, en hef kunnað ágætlega við mig. — Hvað hafið þið stórt bú hér að Sauðhúsum? — Egill hefur nú 330 fjár á fóðrum, fjórar mjólkandi kýr og þrjú geldneyti, kvígur, sem eiga að bera á þessu ári. í þessu kom Egill bóndi inn í stofuna. — Ert þú ef til vill þegar far- inn að fjölga kúnum vegna mjólk urbúsins, Egill? — Já, já, þetta verður að auk- ast svona smátt og smátt. Bænd- ur í Laxárdal eru óðum að fjölga nautgripum, það sést Ijósast af tölu þeirra í hreppnum öllum. — Hjá 34 bændum á 29 býlum eru 97 mjólkandi kýr og 73 geldneyti. Þá má geta þess um leið, að nautgriparæktarfélag var stofnað fyrir rúmu ári og ber hér allt að sama brunni. Sauð- fjárræktarfélag var starfandi fyr- ir. — Hver er þá fjáreign Laxár- dals-bænda? — í hreppnum eru samtals 9.368 fjár og hross eru 207 tals- ins. — Hver eru stærstu bú í daln um? — Stærsta búið mun vera í Hjarðarholti — en Ljárskógar eru án efa mesta og bezta jörð- in — hreint skínandi jörð. Henni fylgja mikil hlunnindi, laxveiði og selveiði. Annars eru margar jarðir hér góðar, ræktunarskil- yrði ágæt og mikil og góð fjall- ágæt laxveiðiá. Hún er leigð Stangaveiðifélaginu Papa, sem skírt var eftir hyl í ánni. Ýms- ir telja að hylurinn Papi beri nafn sitt af klerki eða munki, er Auður djúpúgða hafi haft með sér annaðhvort frá írlandi eða Skotlandi. — Hve há er leigan á ánni? — Mig minnir að hún sé núna eitthvað nálægt 150.000 kr., mið- að við fimm stengur á dag. — Það eru víst smámunir einir, samanborið við leigu nú orðið. En þeir, sem standa að þessu félagi, hafa haft ána lengi. — Hvað veiðist á ári svona hér um bil? — Á að gizka 6—700 laxar held ég hafi veiðzt í fyrra. — Hafa bændur sjálfir að- gang að ánni? — Þeir hafa tvær vikur í lok- in, í september, annars ekki. ★ Egill, hreppstjóri er mikill á- hugamaður um skák, eins og fleiri góðir menn í Dalasýslu, enda er þar fjörugt skáklíf. Fyr- ir skömmu gerðist taflfélag þeirra aðild að skáksamband ís- lands en í stjórn félagsins eru Þórhallur Ólafsson, héraðslækn- ir, sem dvelst nú árlangt við framhaldsnám í Skotlandi, Jósep Jóhannesson, kennari á Gilja- landi í Haukadal og séra Eggert Ólafsson, prófastur á Kvenna- brekku. Egill segir mér, að fyrir jólin í vetur hafi verið haldin sveitakeppni, með sjö sveitum úr Dalasýslu og einni af Skógar- strönd. f úrslitakeppni báru Mið- dælingar sigur úr býtum. Teflt var á heimilum til skiptis, þar til í úrslitakeppninni, þá í félags heimilinu í Saurbæ. Eftir há- tíðar hófst önnur keppni og var henni ekki lokið. —Er að öðru leyti líflegt félags líf hér um slóðir? — Já, það held ég að sé ó- hætt að segja. Bridge er til dæmis mikið spilað — að vísu hefur húsnæðiseklan háð félagslífi, áð- ur en hótelið brann var það mjög fjörugt. Fólkið hefur þó reynt að koma saman á heimilunum til skiptis, kvenfélagið hefur til dæmis haft kvöldvökur einu sinni í mánuði og sömuleiðis eru saumaklúbbar. Og nú er verið heimili, sem leysir úr brýnni húsnæðisþörf, segir hreppstjór- inn að lokum. ★ Meðan ég dvaldist í Búðardal, gafst mér kostur að kynnast nokkrum konum í saumaklúbbn- um „Orðvar“. Nafnið var hon- um gefið það sama kvöld, eftir að konurnar höfðu sagt mér, að klúbburinn væri annálaður fyrir það, að þar væri aldrei talað illa um nokkra persónu. Klúbb- urinn er haldinn vikulega og hafa konurnar gert með sér það samkomulag, að hafa ekki meira en tvær köku — eða brauð- tegundir á borðum. í klúbbnum eru níu konur, allar aðfluttar nema ein, og hana vantaði þetta kvöld. Hinar eru ættaðar úr öllum landsfjórðung- um og flestar hafa aðeins búið á staðnum í nokkur ár. Meðal- aldur í klúbbnum er 36 ár en 40 ára aldursmunur á þeim yngstu og elztu. Samtals eiga þær 30 börn. Ein þessara kvenna, Þrúður Kristjánsdóttir, er bæði fóstra og kennari að menntun. í vetur hef- ur hún haft barnaskóla fyrir börnin í Búðardal, 30 talsins, og þess utan haldið föndurskóla fyrir börn á aldrinum 5—6 ára. Hefur þetta verið mikið starf og erfitt, þar sem við bættist umönmm heimilis, eiginmanns og tveggja smábarna, — enda kvaðst Þrúður, tæpast taka að sér slíkt verkefni annan vetur. Það var glatt á hjalla þetta kvöld, svo sem vera ber, þar sem kátar konur koma saman. Umræðurnar snerust ýmist um hestamennsku eða prjónaskap, efni til hreinsunar á gólfteppum eða skólahald og barnauppeldi, orlofsferðir húsmæðra eða vör- urnar, sem vantaði hjá kaup- félaginu, — og síðast en ekki sízt nýja félagsheimilið og vænt- anlega greiðasölu. Kvöldið leið fljótt í glaðværum hópi þessara áhugasömu kvenna, þar til nótt- in breiddist yfir lög og láð og hver hélt til síns heima, þar sem við tók annríki hversdags- ins. Mbj. „HVAÐ, sem um þessa stjórn má segja, þá höfum við haft góðan landbúnaðarráðherra", er haft eftir sveitamanni, sem fram að þessu hefur þó tilheyrt hvorug- um stjórnarflokknum. Hér skal ekki farið út í það að gera samanburð á starfi núver- andi landbúnaðarráðherra og fyrirrennurum hans. Hins vegar er það ekki úr vegi, að drepa á það helzta, sem áunnizt hefur í málefnum sveitanna á þessu kjörtímabili, sem nú er að enda. 1. Útflutningsuppbætur Eitt af fyrstu verkefnum stjórnarinnar var að leysa deilu- mál framleiðenda og neytenda um verðlagninguna, sem komin voru í nokkra sjálfheldu. Árang- urinn af því samkomulagi sem náðist, var m.a. sá, að ríkið greið ir nú það háar verðbætur á út- fluttar landbúnaðarafurðir, að það nægir til þess að verðið sé jafnhátt og á innlendum mark- aði. 2. Breyting % framleiðslu- ráðslögunum Lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins hefur verið breytt í það horf, að nú má hækka verðið þrisvar á verðlags- árinu ef kaupgjald hefur breytzt. Áður þurftu bændur að bíða allt að því í heilt ár eftir sinni kaup- hækkun. Gat það munað bónda með meðalbú hundruð eða jafn- vel þúsundir króna, ef kaup- hækkun kom strax í upphafi verðlagsárs. 3. Aukin aðstoð við húsbyggjendur Það er öllum landslýð kunn- ugt, hve lán til íbúðarbygginga í kaupstöðum hafa stórhækkað. — Til bænda hefur það opinbera einnig aukið aðstoð sína, þannig, að nú er óafturkræfa framlagið, 60 þús. krónur og lánið 150 þús. 4. Lækkun á verði dráttarvéla og lán til kaupa á þeim Engin tæki nútímans eru bóndanum jafn nauðsynleg og traktorinn. Hann er bóndans þarf asti þjónn. Nú á hver bóndi sína dráttarvél — margir tvær — sumir þrjár. Innflutningstollur af þessum þörfu tækjum hefur ver- ið lækkaður úr 34% í 10% og Búnaðarbankinn lánar bændum hluta af andvirði þeirra. 5. Túnin stækka úr 10 í 15 hektara Sérstök aðstoð ríkisins við bændur til að stækka túnin nær nú til 15 ha túnstærðar. Áður náði hún aðeins til 10 ha. 6. Lausaskuldir bænda Bændum hefur verið veitt að - staða til þess að breyta lausa- skuldum sínum í föst lán til 20 ára. Nam sú upphæð, sem til þessa hefur verið varið, um 63 millj. króna. 7. Afnám verðlagssvæða Ellilaun og örorkulífeyrir hafa nú verið gerð jöfn um allt land frá sl. áramótum. Fyrir þá einstaklinga, sem í sveitum búa og þessa lífeyris njóta munar þetta um 5 þús. kr. á árL 8. Stofnlánadeildin Af þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið í málefnum landbúnaðarins á þessu kjör- tímabili munar mestu um stofn- lánadeildina. Með henni eru lána sjóðir landbúnaðarins reistir úr rústum og lánamálum landbún- aðarins komið í viðunandi horf til frambúðar. Áhrifa frá þessari merku lög- gjöf er þegar farið að gæta. Það sést af eftirfarandi samanburði: Árið 1957 var lánað 51,5 millj. kr. úr ræktunar- og byggingar- sjóði, en í ár munu verða lánaðar 82,6 millj. kr. úr stofnlánadeild- inni. Er það mikils virði að lána- stofnun landbúnaðarins geti í framtíðinni staðið á eigin fótum og gegnt hlutverki sínu af eigin rammleik, en þurfi ekki að vera komin upp á náð og aðstoð ríkis- valdins hverju sinni. Hér að framan hafa verið tald- ar nokkrar af þeim endurbótum, sem gerðar hafa verið síðasta kjörtímabil á löggjöf er varðar bændur og annað sveitafólk. Allar miða þessar endurbætur að því, að efla framfarir í land- búnaðinum, tryggja hag hans og aðstöðu í þjóðfélaginu og bæta kjör þeirra, er við hann vinna. Að þessu mun verða unnið framvegis, ef núverandi ríkis- stjórn verður við völd eftir kosn- ingarnar. lendi til sauðfjárbeitar. Þá eiga margir lönd að Laxá, sem er að reisa þetta myndarlega félags G. Br Þórunn Sigurbjörg Berg Fædd 13. nóv. 1961-Dáin 20. jan. 1963. KVEÐJA FRÁ ÁSTVINUM. Nú ertu komin á Föðursins fund og fagnar þeim himnesku gæðum og þar ertu örugg með lífslétta lund og lifir með Guði á hæðum. Við vitum það dóttir að sorgin var sár og síðastan festirðu blundinn en Drottinn, það græðir um eilífðar ár er upp rennur dýrðlega stundin. Við kveðjum þig öll hér í síðasta sinn en sjáum þig aftur að vonum því Faðirinn býður oss öllum þar inn í eilífa sælu með honum. / Frelsarinn lifir, það vitum við vel hann vinnur að andlegum gæðum hann afmáir sorgir, syndir og hel og sér um að öllum þar líði mjög vel á eilífum himnanna hæðuir H. G. X. Viöreisnin íryggir okkar X-D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.