Morgunblaðið - 05.07.1963, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.07.1963, Qupperneq 2
MORGVNBL'AÐIB Föstudagur 5. júlí 196i> Reikníngur Reykjavskurbcrgar 1963 afgreiddur: Skuldaaukning aðeins stundarfyrir- brigði vegna breyttra starfsaðferða Skiptameðferð á Faxa sf. iýkur senn REIKNINGUR Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1962 var sam þykktur á fundi borgarstjórn ar Reykjavíkur í gær að lok- inni 2. umræðu um reikning- inn. Svaraði Geir Hallgríms- son borgarstjóri við umræð- una nokkrum athugasemdum, sem fram höfðu komið hjá borgarfulltrúum minnihluta- flokkanna við reikninginn og um afkomu borgarsjóðs og einstakra fyrirtækja borgar- innar. f ræðu borgarstjóra í gær kom m.a. fram, að skulda- aukningin á borgarreikningn- um fyrir sl. ár, sem nam 36.6 millj. kr., mun aðeins vera stundarfyrirbrigði vegna breyttra starfsaðferða, þar sem reikningnum er nú lokað um áramót, en ekki í lok febrúar, eins og áður tíðkað- ist. Á jafnvægi að komast á að nýju þegar við uppgjör reikningsins fyrir yfirstand- andi ár. Borgarstjóri skýrði frá því, að skiptaloka hjá Faxa sf. mætti vænta áður en langt um liði, en fyrirtækið hefur verið til skiptameðferðar hjá skilanefnd alllengi í sam- bandi við undirbúning á slit- um þess. Reikningur Reykjavikurborgar fyrir árið 1962 kom til 1. umræðu í borgarstjórn 20. júní sl. Gerði borgarstjóri þá grein fyrir nokkr- um niðurstöðum hans, sem í meg- indráttum eru þessar: 1. Gjaldaáætlun borgarsjóðs stóðst nákvæmlega þrátt fyrir þær kauphækkanir, sem urðu á árinu og ekki var unnt að reikna með við samningu fjárhagsáætl- unar. 2. Eignir borgarinnar jukust á árinu um 96.7 millj. kr., og nemur hrein eign hennar nú rúmum 900 millj. kr. 3. Greiðslujöfnuður borgar- sjóðs varð hagstæður um 1.030 þús. kr. 4. Tekjur borgarsjóðs fóru 13.8 millj. kr. fram úr áætlun, og var þessum umframtekjum varið til ýmiss konar verklegra fram- kvæmda í ræðu sinni í gær sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri, að í fljótu bragði virtist aðeins eitt skyggja á hina góðu afkomu borg arsjóðs. Hækkuðu skuldir hans út á við um 36.6 millj. kr., en auk þess eru 17.5 millj. kr af fjár- veitirigu ársins 1962 til sundlaug- ar í Laugardal geymdar til fram- kvæmda við það mannvirki síð- ar. Af skuldaaukningunni vega mest 11.1 millj. kr. hækkun lausaskulda og hækkaðar inneign ir lánardrottna um 22.8 millj. kr., eða samtals tæplega 34 millj. kr. ir Skuldaaukningin stundar- fyrirbrigði vegna breyttra starfsaðferða En þegar nánar er að gætt, er hér ekki um að ræða varasama skuldaaukningu, sagði borgar- stjóri. Hækkun þessi stafar að lang- mestu eða öllu leyti af því, að lokað var fyrir innborganir út- svara og aðstöðugjalda í borgar- sjóð 31. des. 1962. Það, sem inn- borgað var eftir þann tíma af þessum gjöldum, álögðum 1962 og áður, var talið sem innborgun í sjóð 1963. Af þessum sökum varð ekki hjá því komizt að færa sér- stakan viðskiptamannareikning fyrir þau útgjöld, sem heyrðu til árinu 1962, en ekki voru greidd fyrr en á árinu 1963. Af þessari sömu ástæðu koma fram eignaliðir hjá borgarsjóði, sem nema svipaðri upphæð og skuldaaukningunni. Nefndi borg- arstjóri þrjá liði, aukningu á sjóðseign, hækkun eftirstöðva og hækkun á skuldum skuldunauta, sem nema samtals 36.4 millj. kr. Sést á þessu, að borgarsjóður hefur undir höndum eignir, sem ekki voru allar handjsærar sem fé við reikningslok, en nú hefur verið varið til niðurgreiðslu á skuldunum. Skuldaaukningin í borgarreikn ingnum 1962 er því nánast stund- arfyrirbrigði vegna breyttra starfsaðferða, þar sem reikning- um er nú lokað um áramót, en ekki í lok febrúar, eins og áður, sagði borgarstjóri. Jafnvægi kemst á að þessu leyti strax við uppgjör reikningsins fyrir yfir- standandi ár. ★ Eðlilegt að taka ný ián til langs tima í sambandi við skuldaaukning- una sl. ár benti borgarstjóri á, að eignir borgarinnar eru 1.043 millj. kr., en skuldirnar tæpar 143 millj. kr. Kvað hann þær skuldir verða að teljast furðu lág ar, þegar hafðar eru í huga hin- ar miklu framkvæmdir á vegum borgarfélagsins og árleg eigna- aukning hennar. Eðlilegt virtist vera, ef á því væru nokkur tök, að hækka skuldirnar með öflun nýrra lána til langs tíma, svo að unnt væri að dreifa kostnaðinum við hinar miklu framkvæmdir á mörg ár. ir Framlag til eignabreytinga hækkuða um 5.7 millj. kr. Guðmundur Vigfússon (K) hafði haldið því fram, að fram- lög borgarsjóðs til eignabreytinga hafi á sl. ári lækkað um 2 millj. kr. miðað við árið á undan. f borgarreikningnum er kostnaður við nýbyggingu gatna og holræsa talinn meðal rekstrargjalda. En hér er um að ræða varanleg mannvirki, sem full ástæða væri til að telja með þeim framkvæmd um, sem færðar eru á eignabreyt- ingar, enda er það gert í öðrum samböndum, t. d. þegar gerð er upp fjárfesting borgarsjóðs. Væri kostnaður við þessar framkvæmd ir færður á eignabreytingu mundu rekstrargjöld árið. 1961 lækka um 34.3 millj. kr. og yfir- færsla á eignabreytingu hækka að sama skapi. Yrðu rekstrar- gjöldin þá það ár 214.5 millj. kr.. og yfirfærsla á eignabreytingu 97.7 millj. kr. Árið 1962 mundu rekstrargjöldin lækka um 42 millj. kr. og verða 246.5 millj kr., en yfirfærsla á eignabreyt ingu hækka að sama skapi og verða 103.4 millj. kr. Framlag til eignabreytinga hefur þannig hækkað um 5.7 millj. kr. milli þessara ára, en ekki lækkað um 2 millj. kr. BÚR skuldar Framkvæmda' sjóði 59.7 millj. kr. Borgarstjóri vék í ræðu sinni að fjárhag þriggja fyrirtækja, sem hann kvað borgarstjórn þurfa að gefa sérstakan gaum að. 1. Skuldaaukning Bæjarútgerð ar Reykjavíkur við Framkvæmda sjóð nam á sl. ári 6 millj. kr., og nemur nú heildarskuld hennar við sjóðinn 59.7 millj. kr. Hefur skuld þessi farið sívaxandi á und- anförnum árum. Taldi borgar- stjóri einsýnt, að ógerlegt væri að halda áfram á þeirri braut, að BÚR auki sífellt skuld sína við sjóðinn án þess að honum séu ætlaðar tekjur til að standa undir slíkum greiðslum. Bæri nauðsyn til að greina skuld BÚR við sjóðinn í stofnfé, er sé vaxta- og afborgunarlaust, og aðrar skuldir, er lúti venjulegum regl- um um greiðslu vaxta og afborg- ana. ir Skiptalok Faxa senn væntanleg 2. Skuld Faxa sf. við Fram- kvæmdasjóð nam um sl. áramót 6 millj. kr., en árlegur reksturs- halli fyrirtækisins er færður til gjalda á rekstrarreikningi sjóðs- ins. Árin 1960 og 1961 nam hluti sjóðsins af hallanum 2.5 millj. kr. Eins og kunnugt er hefur sérstök skilanefnd haft fyrirtækið til skiptameðferðar, og kvað borgar- stjóri mega vænta skiptaloka áður en langt um líður. i ir SVR: 1.6 millj. kr. halli 1962 3. Samkvæmt reikningum Stræt isvagna Reykjavíkur fyrir sl. ár urðu gjöld þeirra rúmlega 1,6 millj. kr. umfram tekjur, enda þótt fyrirtækinu væri veitt 3 millj. kr. óendurkræft framlag úr borgarsjóði. Hafði SVR við mjög þröngan fjárhag að stríða á sL ári, og veitti borgarsjóður fyrir- tækinu af þeim sökum 3 millj. kr. lán auk fyrrnefnds framlags. I lok sl. árs voru fargjöld stræt- isvagnanna hækkuð nokkuð, og kvað borgarstjóri vonir standa til, að hagur fyrirtækisins hafi vænk azt nokkuð við þær ráðstafanir. Auk borgarstjóra tóku til mála við umræðuna borgarfulltrúarnir Guðmundur Vigfússon (K), Björn Guðmundsson (F), Óskar Hallgrimsson (A) og Alfreð Gísla son (K). Fluttu borgarfulltrúar kommúnista nokkrar tillögur 1 sambandi við afgreiðslu borgar- reikningsins, en þeim var öllum vísað frá. Dr. Póll ísólfsson stjórnor Lnðra- svei: Reykjovíkur ó snnnndnginn Afmælisdagur Lúðrasveitar Reykjavíkur er 7. júli, eða á sunnudaginn kemur. Þá er liðið 41 ár frá stofnun sveitarinnar. Vegna afmælisins leikur Lúðra sveitin á Austurvelli kl hálftvö á sunnudag. Dr. Páll ísólfsson stjórnandi hennar í tólf ár, fram stjórnandi hennar í ólf ár, fram til ársins 1936. Mun mörgum Reykvíkingum enn minnisstætt, þegar dr. Páll stjórnaði horna- Háskólafyrir- lestur efnaliags- málaráðherra Dana í dag Efnahagsmálaráðherra Dana prófessor dr. Kjeld Philip flyt- ur fyrirlestur í háskólanum í dag kl. 5.30 síðdegis. Fjallar fyrirlesturinn um af- leiðingar aukinnar efnahags- samvinnu Evrópu. Öllum er heim ill aðgangur að fyrirlestrinum, sem fluttur er í boði Háskóla íslands. Þurrkur alla daga KÓPASKERI, 4. júlí. — Hér um slóðir hefur verið einmuna tíð undanfarið ög hafa bændur geng að að miklum dugnaði að hey- skap. Þurrkur hefur verið alla daga og það svo góður að grasið hefur þornað jafnóðum og slegið hefur verið. Er nú fyrri slætti allvíða það langt komið, að bændur eru búnir að flytja heim talsvert af heyi. — josep. Dr. Páll ísólfsson flokknum á tyllidögum borgar- búa. Einleikari með Lúðrasveit ( Útgerð kættir d Kópnskeri KÓPASKERI, 4. júlí: Ekki ætlar tilraun til bátaútgerðar héðan, ætla að gefa góða raun, í þetta skipti a.m.k. Héðan hefur róið 9 tonna bátur, á venjuleg mið Húsavíkur- og Raufarhafnabáta, en þar er nú algjör ördeyða. — Hefur þetta haft í för með sér, að ’forráðamenn útgerðarinnar hafa ákveðið að hætta útgerð bátsins og ætla að selja hann innan skamms. Þykir mönnum hér þetta illa farið, sem vonlegt er. — jósep. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í Austurvelli 17. júní í fyrra. Dr. Páll Pampichler Pálsson stjórnar Reykjavíkur verður Björn Guð- jónsson. Efnisvalið verður svip- að og tíðkaðist fyrir 30 árum. Er þess að vænta, að Reykvíkingar noti sér sumarveðrið á sunnu- daginn og fjölmenni á Ausur- völl með fjölskyldur sínar. - USSR Framhald af bls. 1. ast sovézkir kommúnistar ganga til fundar við Kínverja með þeim ásetningi að reyna að jafna deilurnar. Kínverjar svöruðu yfirlýsingu sovézku kommúnistanna í kvöld og kváðu ekkert hæft í ásökun- um þeim, sem þar komu fram Segja Kínverjar Rússa fótum- troða staðreyndir og hafa í frammi rógburð og niðurrifsstarf semL í lok svarsins segir þó, að Kínverjar komi sáttfúsir til fundarins á morgun og vonizt til þess að hann muni bæta sambúð kommúnistaríkjanna og styrkja aðstöðu þeirra í barátt- unni við heimsvaldasinna og kapitalista. Franska fréttastofan AFP hafði það eftir fréttamönnum i Moskvu, að fundinum, sem hefst á morgun geti lyklað á þrenn- an hátt: 1. Að fullur fjandskap- ur verði með kommúnistaflokk- um Kína og Sovétríkjanna. 2, Bráðabirgðalausn verði fundin, 3. Að engin breyting verði á á- standinu. Flestir fréttamannanna eru þeirrar skoðunar, að fullur fjandskapur verði með þessum tveimur stærstu kommúnista- flokkúm heims. Fréttaritari Reuters segir, að ágreiningur kommúnistaflokk- anna hafi aldrei verið meiri en nú, þegar samningafundurioa hefsL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.