Morgunblaðið - 14.07.1963, Síða 10
MORCVISRLÁÐIÐ
Sunnudagur 14. júií 1963
!©
MBL. hefur beðið dr. Halldór
Halldórsson að ræða við dr. Wat-
son Kirkconnell, sem staddur var
hérlendis fyrir skömmu. — Dr.
Kirkconnel fór til Bretlands á
þriðjudaginn var.
Rektor Acadia-háskólans í
Kanada, dr. Watson Kirkconnell,
var hér á ferð 3.—9. júlí. í för
með Iipnum var kona hans, frú
Hope "Kirkconnell, en hún er
fædd Kitchener, frænka Kitchen-
ers lávarðar, hins fræga brezka
marskálks og hermálaráðherra
Breta í heimsstyrjöldinni fyrri.
Eins og nafnið bendir til, er
prófessor Kirkconnell af skozk-
um ættum. Nafnið merkir í raun-
inni Konálskirkja. Langafi rekt-
orsins fluttist frá Skotlandi til
Kanada 1819, og hina skozku ætt
má enn rekja allt til ársins 1235.
Prófessor Kirkconnell er upp al-
inn í Port Hope, skammt frá Tor-
onto, en faðir hans var skóla-
meistari við menntaskóla.
Nám stundaði próf. Kirkconn-
ell við Queens University í Kan-
ada og lagði fyrir sig klassísk
mál (grísku og latínu), lauk hann
þar M.A.-prófi. Við framhalds-
nám var hann síðan í Oxford.
Halldór Halldórsson sýnir dr. Kirkconnell ljóspre ntað handrit af íslendingabók.
Hver mínúta var þrungin gleöi
Dásamlegur tími
Um ferðalagið hingað farast
rektornum svo orð:
— Þetta er í fyrsta skipti sem
ég kem hingað. Ég hafði ætlað
mér að koma hingað á Alþingis-
hátíðina 1930, en þá vildi svo illa
til, að útgefandinn, sem hafði
tekið að sér að prenta íslenzkar
ljóðaþýðingar mínar, varð gjald-
þrota, og tapaði ég þeirri upp-
hæð, sem ég hafði greitt honum
fyrir að gefa handritið út. Ég
kvæntist um svipað leyti, og fé
mitt hrökk ekki til þess að gera
þrennt í senn: greiða fyrir prent-
un bókar, gifta mig og fara til ís-
lands. Ég varð því að sleppa ís-
landsferðinni.
Þessir dagar, sem við hjónin
höfum dvalizt hér, hafa verið dá-
samlegur tími. Hér höfum við
notið meiri gestrisni en á nokkr-
um öðrum stað. Ég var vart stig-
inn á land, þegar forsetaritarinn,
Þorleifur Thorlacius, hringdi og
tilkynnti boð til forsetans, sem
sæmdi mig riddarakrossi Fálka-
orðunnar. Menntamálaráðuneyt-
ið skipulagði ferð okkar til Ak-
ureyrar, þar sem Þórarinn
Björnsson skólameistari og frú
hans, Margrét Eiríksdóttir, tóku
á móti okkur og gerðu okkur
ferðalagið ógleymanlegt. Líklega
hefir dvölin á Akureyri verið há-
tindur ferðarinnar, hver mínúta
var þrungin gleði („every minuta
packed with pleasure"). Þá má
ekki gleyma viðtökum Háskól-
ans. Það var mjög ánægjulegt að
fá tækifæri til að flytja þar er-
indi, og rektorshjónin, frú Val-
borg og Ármann Snævarr, buðu
okkur ekki aðeins til veizlu, held-
ur fóru einnig með okkur á Þing-
völl, þar sem rektorinn rakti fyr-
ir okkur sögu staðarins. Á heim-
leiðinni var sömuleiðis skemmti-
Halldór Halldórsson ræðir við
Watsori Kirkconnell
Dr. Kirkconnell blaðar i bókum HalMora.
Hann varð heiðursdoktor frá De-
brecen-háskólanum í .Ungverja-
landi 1931, en áður hafði hann
ritað um ungverskar bókmenntir.
‘Þráir kennslu og ritstörf
Watson Kirkconnell var pró-
fessor við Manitoba-háskólann í
Winnipeg 1922—40, við McMast-
ers-háskólann 1940—48, en • þá
var hann kjörinn rektor Acadia-
háskólans x>g hefir gegnt því
starfi síðan.
Um háskóla sinn farast rekt-
ornum svo orð:
— Þetta er lítill háskóli á
emeríska vísu, aðeins 1200 nem-
endur. Við hann eru 10 stúdenta-
garðar, 7 fyrir pilta og 3 fyrir
stúlkur. Mér fellur ékki alls kost-
ar við rektorsstarfið. Það er mest
fólgið í skipulagningarvinpu. Ég
þrái kennslu og ritstörf, en til
slíks gefst alltof lítill tími. —•
Mikilvirkur þýðandi og
bókmenntafræðingur
Rektor Kirkconnel er frábær
málamaður, og þegar hann er
EFTIR að hafa lesið ýms-
greinar um hegðun og framko
unglinga á ferðalögum, seixx
komið hafa í blöðum undanfar-
ið og nú síðast í grein Jóns Giss-
urarsonar í Morgunblaðinu s.l.
sunnudag, þar sem upptaldir eru
nokkrir aðilar sem eimun séu
treystandi til að halda uppi
ferðum svo sæmandi sé finnst
mér við ekki geta orða bund-
izt
Litli ferðaklúbburinn hefir nú
frá því um hvítasunnu í vor,
gengist fyrir helgarferðum víða
um landið.
Með okkur hafa ferðast nær
eingöngu unglingar á aidrinum
14-20 ára, og hafa þessar ferðir
tekist með eindæmum vel fyrir
tilstilli þessara sömu unglinga.
Og nú þegar þetta unga fólk
er búið að ferðast með ferða-
klúbbnum, helgi eftir helgi, get-
um við ekki tekið undir að al-
spurður, hvort rétt sé, að - hann
skilji 50 mál og mállýzkur og
geti þýtt úr þeim, svarar hann:
— Ég vil ekki segja, að ég
skilji 50 mál og mállýzkur, en ég
hefi í bók minni European
Elegies komizt fram úr (hann
notar sögnina decipher) textum
á 50 málum og mállýzkum í Ev-
rópu. Þessi mál heyra til sex
málaflokkum: rómönskum, slaf-
neskum, keitneskum, finsk-
úgrískum (ungverska) og germ-
önskum málum.
Rit mín n'ú munu vera um
170,40 í bókarlengd, en 130 í rit-
gerðalengd. Þau fjalla að lang-
mestu leyti um bókmenntir, eink-
um bókmenntasamanburð. Af því
tæi er t.d. ritið The Celestial
Cycle. The Analogues of „Para-
dise Lost“ in World Literature,
with translations of the major
analogues by W.K. (1952). Bókin
er þýðingar á ljóðum, sem fjalla
um sama efni og Paradísarmissir
Miltons, sem Jón Þorláksson
þýddi á íslenzku, og ritgerðir um
þau. Nú í september í haust kem-
menn spilling og óregla ríki með-
unglinga þótt víða sé pottur
^rotinn í því efni.
Með alménnum. söng og leikj-
um er haldið uppi glaum og
gleði algjörlega án áfengis, og
ríkir alltaf mikið fjör meðal
þeirra og við erum viss um að
til er mikið stærri hópur sem
vill ferðast og skemmta sér á
svipaðan hátt, og veri þeir vel-
komnír.
um við meðferðis 40 manna tjald
til að haxast við x, eiximg eru
biiarnir aiitaf til staðar.
Og einmitt um verzxunarmanna
helgma í fyrra voru á vegum
Litia ferðaklúbbsins um 120
manns og höfðust við á Skógar-
flöt í Þórsmörk, og fengu þeir
fremur lof löggæzlumanna á
staðnum en hitt.
Með þökk fýrir birtinguna.
F.h. Litla ferðaklúbbsins
Hilmar Guðmundsson
ur út bók, 550 bl-s. að stærð, sem (
ég hefi tekið saman í samvinnu
við nemanda minn C.H. Andru-
syshen. Nefnist hún The Ukraini-
an Poets. Hér er um að ræða þýð-
ingar á úkrönskum ljóðum frá
miðöldum til vorra daga, svo að
þar getur að líta bæði keisaraleg-
ar og kommúnist skar bókmennt-
ir, segir rektorinn' og hlær við,
enda var það sjónarmið eitt haft
í huga, að Ijóðin væru góð. Þýð-
ingunum fylgja ævisögur, skýr-
ingar og athugasemdir. —
íslenzka dálítið erfið
Nú berst talið að íslenzkum
bókmenntum, þýðingum rektors-
ins á þeim og ritgerðum hans um
þessi efni:
— Ég þýddi úr íslenzku í bók
mína European Elegies, en aðal-
lega komu íslenzkar ljóðaþýðing-
ar mínar í bókinni The North
American Book of Icelandic
Verse, sem út var gefin 1930. Þá
hefi ég birt tvær ritgerðir um
vesturíslenzk skáld: Canada’s
Leading Poet, um Stephan G.
Stephansson, og A Skald in Can-
ada, um Guttorm J. Guttoims-
son. —
Um íslenzkunám sitt segir
rektorinn:
— Ég hóf að stunda íslenzku-
nám í Winnipeg 1922, þegar ég
kom frá Oxford. Við Manitoba-
háskólann störfuðu þá tveir ís-
lenzkir prófessorar, þeir Skúli
Johnson og Ólafur T. Anderson.
Skúli var prófessor í latínu í
Wesley College, en kenndi einnig
íslenzku. Ólafur var prófessor í
stærðfræði. Kynni mín af þess-
um mönnum beindu áhuga mín-
um að íslenzku. Þá var það og
mikils virði, að við háskólann
var nokkúrt safn íslenzkra bóka,
þó einkum fornbókmennta. Ég
fékk mér kennslubók Snæbjarn-
ar Jónssonar í íslenzku og nam
málið af henni. Síðan pantaði ég
mér bæði gamlar og nýjar ís-
lenzkar bækur frá Bókaverzlun
Snæbjarnar og jó þannig þekk-
ingu mína á íslenzku máli og
bókmenntum. Þá kynntist ég
einnig mörgum íslendingum í
Winnipeg, og minnist ég sérstak-
legá séra Rögnvalds Pétursson-
ar. Nýjustu strauma í íslenzkri
ljóðagerð þgkki ég ekki. Kunn-
leikum mínum af íslenzkum ljóð-
skáldum lýkur með kynslóð
þeirra Davíðs og Tómasar. Hins
veg:.r þekki ég yngri vestur-
íslenzka ljóðagerð, en hún er
ekki í snertingu við hugsun sam-
tímans og list. Beztu íslenzku
ljóðskáldin í Vesturheimi eru nú
um sjötugt eða þar yfir. Um ís-
lenzka tungu get ég sagt það, að
hún er dálítið erfið („a bit diffi-
cult“). Sennilega hefir ekkert
þjóðarbrot í VestUrheimi haldið
betur tungu sinni og menningu
en íslendingar, að Frökkum þó
undanskildum. En þeir eru líka
5 milljónir í Kanada. Þó held ég,
að íslenzkan í Vesturheimi hljóti
að bráðna eins og bwrgarís í golf-
straumi, ef ekki kemur nýr hóp-
ur innflytjenda frá íslandi. —
legt að sjá gróðurhúsin í Hvera-
gerði. —
Að lokum mæltist Kirkconnell
rektor á þessa leið:
— Fyrir rúmum fjörutíu árum
hitti ég fyrst Vestur-íslendinga í
Winnipeg, og kynni mín af þeim
vöktu hjá mér virðingu og aðdá-
un. Heimsókn mín til heima-
landsins, sem tókst að ala slíkt
fólk, hefir enn aukið skilning
minn á sögu íslendinga og skáld-
skap. Ég get ekki verið nógsam-
lega þakklátur bæði fyrir þá góð-
vild, sem mér hefir verið sýnd
hér og fyrir dýpri reynslu af ís-
lenzkri menningu, sem ég hlaut
að öðlast við þessa heimsókn. —•
SumarSerðir unglinga