Morgunblaðið - 14.07.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 14.07.1963, Síða 12
12 TUORCVNBZIDIB T Sunnuðagur 14. Jfllí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. LEYNDARDÓMAR SNÆFELLSJÖKULS ¥ fornum sögum og sögnum greinir frá því, að í Snæ- fellsjökli byggju margvísleg- ir vættir. Yfir þessu fagra og sviphreina fjalli hefur í gegn- um aldimar hvílt hula leynd- ardóms og töfrablæí þjóðtrú- arinnar. Erlendir rithöfundar hafa heimsótt Snæfellsnes og fyllzt lotningu frammi fyrir tign og leyndardómum jökuls ins. Einn þeirra var hinn frægi franski rithöfundur Jules Verne, sem ritaði bók- ina „Leyndardómar Snæfells- jökuls“. Hann lýsti för sinni til íslands og frá Reykjavík vestur á Snæfellsnes. Síðan kleif hann jökulinn og sleppti beizlinu fram af sínu auðuga hugmyndaflugi. Þegar hann hafði náð tindinum hófst hin furðulegasta för. Hann fór niður um jökulopið, allt niður í iður jarðar. Segir eigi hér af þeirri för, en söguhetjan kom upp með eldgosi suður í Mið- jarðarhafi! Leyndardómshulan og ævin- týrin um Snæfellsjökul sæta engri furðu. Hann er fegurst- ur fjalla. Tign hans er stór- brotin og óræð. Hann er hinn mikli og þögli útvörður Faxa- flóa í vestri. Allt frá upphafi íslandsbggðar hefur hann staðið þögull og skínandi, kaldur og óbifanlegur, dular- fullur í mikilleik sínum, tákn þróttar og óforgengileika. Fjallahringurinn við Faxa- flóa er fjölbreytilegur og stór- brotinn. En greinir' menn á um það, að Snæfellsjökull sé konungur þessara fögru fjalla? Er hann ekki tignastur allra og göfugastur? Fjarlægðin gerir fjöllin blá. En Snæfellsjökull er hvítur. Stundum slær á hann roða kvöldsólarinnar. Stundum sést hann í hillingum, en stundum er hann sveipaður skýjum eða hríðarkófi. Þegar hann sést héðan frá Reykja- vík á björtum sólardögum sumarsins eða í kaldri heið- ríkju haust og vetrar, þá lítur Faxaflói upp. Fólkið á strönd og í dal, sjómennirnir á haf- inu, horfa í lotningu til hins hvíta áss. Hann er í senn hið mikla augnayndi fólksins við Faxaflóa og hinn óræði leynd ardómur, tákn þess krafts sem aldrei þverr og þeirrar fegurðar sem aldrei dvín. ÓVISSA í MOSKVU ¥ Tmræðufundur rússneskra og kínverskra kommún- ista í Moskvu hefur nú staðið í rúma viku og mun í þann mund að ljúka. Þegar þetta er ritað eru horfur ekki tald- ar vænlegar á að leiðtogum kommúnista takist að sam- ræma sjónarmið sín og kom- ast að niðurstöðu um þann hugsjónalega ágreining, sem ríkt hefur milli Moskvu og Peking undanfarna mánuði. Margt bendir til þess að djúp- ið milli þessara tveggja for- ystuflokka hins alþjóðlega kommúiíisma haldi áfram að dýpka með hverjum mánuð- inum sem líður, að á bak við hinn hugsjónalega ágreining séu hreinir hagsmunaárekstr- ar, sem fyrst og fremst spretta af því að Sovétríkin ráða yfir geysimiklum lands- svæðum í Asíu, sem Kínverj- ar telja gamalt kínverskt land, er þeim beri nú að end- urheimta. Kínverjum fjölgar eins og kunnugt er um milljónatúgi á ári. Þeir eru nú nær 700 millj. manna og fjölgar hraðar en nokkurri annarri þjóð. Þeir gera sér áreiðanlega ljóst, að þeir geta ekki fengið aukið landrými með sókn á hendur Indverjum, sem sjálfir búa við mikil landþrengsli. Þess vegna beinast augu kínversku kommúnistastjórnarinnar í stöðugt ríkari mæli að hinum miklu, strjálbýlu, rússnesku landssvæðum í Asíu. ORLOF HÚSMÆÐRA /\hætt er að fullyrða, að fá- " um eða engum sé eins nauðsynlegt að fá . orlof frá daglegum störfum og önnum og húsmæðrunum. Það eru þær sem vinna allan ársins hring frá morgni til kvölds á heimilum sínum. Það eru þær, sem eru framkvæmda- stjórar þeirra fyrirtækja, sem allt líf og örlög ungra og gam- alla snýst um, heimilanna, þar sem börnin alast upp, þar sem störfin verður að vinna hvernig sem á stendur. Hús- mæðurnar gera aldrei verk- fall. Móðirin heldur áfram að hlúa að börnum sínum og fjölskyldu hvað sem gerist. Lögin um orlof húsmæðra eru merkileg nýung, sem þeg- ar hefur átt verulegan þátt í að veita mörgUm konum tæki færi til nokkurrar hvíldar og orlofs f jarri ónn hins daglega lífs. Þetta er vissulega vel far- ið. Húsmæðurnar eiga þetta orlof skilið og þær konur eiga þakkir skildar, sem hafa beitt sér fyrir þvú ÁRIÐ 1962 varð vitni að miklum og stórum framför- um á lækningasviðinu jafnt sem á öðrum sviðum. Samt sem áður heldur krabbamein- ið, mesti ógnvaldur mann- kynsins, ennþá velli gegn hin- um stóra herskara lækna og vísindamanna, sem ekkert spara til þess að leggja mein- valdinn í fjötra. Hringurinn þéttist þó um óvininn ár frá ári. Líkt og við ljónaveiðar er hann umkringdur á alla vegu, og eins og ljónaveiðararnir, sem ekki vita meira en að ljónið sé „einhvers staðar“ inni í hringnum og hljóti því að lokum að verða lagt að velli, vita krabbameinsveiðar- arnir, að óvinurinn getur ekki sloppið, jafnvel þótt taka megi tímana tvo að veiða hann. I Hvernig hann svo lítur út, er annað mál. Hvort þeir séu að eltast við ljón eða mús, hest eða tígrisdýr, eða jafn- vel fíl, er nokkuð sem þeir vita ekki. Hérna er ef til vill heldur sterkt til orða tekið. í raun og veru hafa læknar nú orð- ið allgóða hugmynd um, hvernig og hver óvinurinn sé, jafnvel þótt skoðanir séu töluvert skiptar. • KRABBAMEINS- YALDAR KRABBAMEIN er álitið stafa af breytingum í erfða- genunum eða af völdum krabbameinsvaldandi vírusa. Þriðja kenningin, sem hefur verið endurvakin af Dr. G.T. Okita við háskólann í Chic- ago, gerir ráð fyrir, að súr- efnisskortur * í frumunum hleypi krabbameini af stokk- um. Með tilraunum á mús- um sannaði Dr. Okita, að kenningin hefði stoð í veru- leikanum. — Mýs hafa einnig verið sýktar með því aðeins að fæða þær eingöngu með á- kveðnu kolvetnisefnasam- bandi, svo að sjá má, að or- sakirnar geta verið fjölmarg- ar. Þetta er ef til vfll ekki svo undarlegt, þegar tekið er með í reikninginn, að orðið krabba mein er samheiti á fjölmörg- um sjúkdómum, sem að vísu hafa þó eitt sameiginlegt: myndun túmora. • TÚMORAR Túmor er það, sem krabba- mein er venjulega skilgreint með: þykkildi, sem myndast hefur við það, að frumurnar hafa misst stjórn á sér og byrja að skipta sér og fjölga hemlunarlaust. Þetta er þó ekki alltaf þannig. Túmorar valda ekki all'.af krabbameini. Munurinn á skaðlegum og skaðlausum túmorum kemur fram í því, að hinir skaðlegu vaxa inn á milli aðliggjandi fruma og vefja, þrengja að þeim, kæfa þá og drepa, með- an hinir skaðlausu ýta um- hverfinu aðeins til hliðar. Vörtur eru gott dæmi um skaðlausa túmora. • AUKNAR LÍKUR FYRIR tuttugu árum voru líkurnar að lifa af krabba- mein ein á móti fjórum. Nú hefur það hlutfall verið aukið upp í einn á móti þremur, og hefur þekktur læknir sagt, að ef hægt væri að fullnýta þá þekkingu, sem vísindá- menn hafa nú þegar á krabba meini, væri hægt að minnka hlutfallið enn meira, eða nið- ur í einn á móti tveimur. Þetta ber fyrst og fremst að þakka aukinni þekkingu á meðhöndlun sjúkdómsins og svo auðvitað því, að meira er gert til þess að koma upp um hann á byrjunarstigi, þótt enn meiri ráðstafanir á því sviði þyrfti að gera. Með skurðlækningum og geislunarmeðhöndlun er oft hægt að hindra útbreiðslu sjúkdómsins og nú er farið að nota geislavirk efni í stór- um stíl í sama tilgangL • KRABBAMEINSLYF Leitin af lyfjum, sem lækn- að geta krabbameinið eða gert menn ónæma fyrir því, líkt og bóluefni Salks gegn löm- unarveikinni er þó það sem mestri orku er ,-ytt í. Fyrsta lyfið til þess að eyða föstum túmor hefur nú verið fram- leitt. Dr. Roy Hertz við krabba- meinsstofnun eina í Banda- ríkjunum hefur tilkynnt lækn ingu allmargra sjúklinga á sjaldgæfri tegund krabba- meins sem kölluð er choriocar- cinoma. Hið nýja lyf hefur fengið nafnið methotrexate. • VÍRUSAR MARGIR tilraunamenn, sem unnið hafa að krabbameins- rannsóknum undanfarin 5 ár, hafa látið í ljós þá skoðun sína, að flestir krabbameins- sjúkdómar séu settir af stað af vírus. 1 i I I I I Þetta má segja að sé gleði- efni, því gegn vírus má venju- lega framleiða lyf, sem gerir menn ónæma fyrir honum. Margt bendir til þess, að þetta sé einmitt það sem Dr. James Grace frá Buffalo (ekki Bill) hafi tekizt. Það sem hann gerði er þetta: 1. Hann sprautaði heila- frumum úr látnum blóð- krabbasjúklingum í mýs. Mýsnar sýktust. 2. Sams konar efni spraut- aði hann í smáum skömmt- um í mannlega sjálfboðaliða. 3. Úr blóði þessara sjálf- boðaliða bjó hann til lyf, sem gerði mýsnar ónæmar fyrir blóðkrabbanum. ^ 4. Sjálfboðaliðarnir fengu | engin slæm eftirköst, og bend- I ir það til þess, að þeir hafi i myndað mótefni gegn blóð- ( krabbanum líkt og gegn venjulegum vírussjúkdómum. Þetta er eitt af vopnunum, sem vísindamenn beita gegn óvininum í sameiginlegum á- tökum þeirra að vinna bug á honum. Hvenær það verður, vita þeir ekki. Að það verði að lokum, er þó þeirra full- vissa. Á MYNDINNI má sjá áhafnar meðlimi kjarnorkuflugvéla- móðurskipsins „Enterprise“ mynda fána Bandaríkjanna og ártölin 1776 og 1963. á hátíðardag Bandaríkjanna. 4. júlí sl. Það tók 1144 menn mynda fánann, oig 208 til ti anna. Að auki má sjá 55 fiug vélar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.