Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. júlí 1963
IHORCVISBL A Ð 1 Ð
3
MWHHmiMMHM
SIGLUFIRÐI, 15. júlí: —
f DAG komu hingað inn á
Siglufjarðarhöfn 8 sænsk síld
veiðiskip, en það má telja
stórviðburð, því sænsk síld-
veiðiskip hafa ekki komið
hingað svo árum skipti. Skip-
in voru öll ný, um 150 lestir
hvert. Þau eru frá Hönö og
Björkö í Svíþjóð, og eru gerð
út á íslandsmið til síldveiða
með styrk frá sænska ríkinu.
Floti þessi er nokkurs kon-
ar tilraunafloti með allnýstár-
leg veiðarfæri. Segja má að
Sænskur tilraunafioti á islandsmiöum
STAKSTEIIVAR
Síldveiðarnar í sumar
Nokkuð er nú liðið á síldar-
vertíðina fyrir norðan og mun
brátt fást úr því skorið, hvort bát
arnir verða fengsælir í ár og
hvort þeir verða fengsælli en _sl.
ár.
í ritstjórnargrein í Tímanum í
gær segir m.a.:
„Seinustu daga hefur óhagstæð
veðrátta hindrað síldveiðarnar
fyrir norðan og ausvan. Nokkuð
er því farið að bera á þeim ugg,
að þessar veiðar muni ekki reyn
ast eins fengsæiar að þessu sinni
og tvö undanfarin ár. Vonandi
rætist úr þessu. Þetta sýnir hins
vegar glöggt, hve mikið þjóðin á
undir fiskveiðum. Þar má lítið
út af bera, ef ekki á illa að fara“.
Síðan er í greininni rætt um
nauðsyn á verndun fiskistofn-
anna.
þau séu með „síldartroll" og
eru tvö skip um hvert troll,
sem þau í sameiningu draga
á milli sín. Sjálft trollið er
afar fyrirferðalítið og riðið úr
nælon. Trollið er um 3svar til
4 sinnum fyrirferðarminna en
venjuleg síldarnót um borð í
íslenzku veiðiskipi.
Þessi veiðiaðferð er á til-
raunastigi hjá Svíum. Þeir
gerðu tilraunir í vetur sem
leið á Norðursjónum, en nú
á að gera lokatiiraun á ís-
landsmiðum.
Aðspurður Sagði skipstjór-
inn á einu skipanna, Vinga frá
Hönö, að aðeins tvö skipanna
væru með Asdic-mæla um
borð, en það ætti aö setja As-
dic í þríðja hvert skipið hér
á Siglufirði. Annars væru skip
in vel búm tækjum, meðal
annars væru fullkomnar haus-
skurðarvélar um borð í öllum
skipunum, en væntanlegur
afli verður saltaður i tunnur
um borð.
Áhöfnin er alls 8 menn um
hvert skip. — SK.
Skipstjórinn á Vinga frá Hön-
ö: — Ég vona að allt gangi vel
og að sænska ríkið fari ekki á
hausinn vegna þessarar út-
gerðar.
Tjl fróðleiks má geta þess,
að áður hafa verið gerðar til-
raunir á íslandsmiðum með
vörpur, ekki ósvipaðar að
gerð. í Morgunblaðinu 14. júlí
1946 er skýrt frá veiðitilraun
með nýja tegund af sænskri
síldarvörpu. Segir svo í frétt-
innL
„Á þessari vertíð verður
reynd ny sildarvarpa á miöun
um norðanlands, sem aldrei
hefur verið reynd hér áður,
'enda er varpan af nýrri gerð.
Hún er .þannig útbúin, að
hægt er að draga hana í hvaða
dýpi sem er og ems uppi í
yfirborði sjávar.
Áður hafa aðeins verið
reyndar botnvörpur við síld-
veiðar og ekki komið að not-
um hér við land. En með
þessari nýju tegund af síld-
arvörpu er hægt að veiða
síld sem veður í torfum í yfir-
borði, og eins sem sagt, pótt
hún sé niðri í sjó. Það er
sænskur skipstjón sem hefur
fundið upp veiðarfæri þetta.
Tveir síldveiðibátar draga
Skipin komu öll í röð inn fjörðinn, 8 talsins. Fyrsta skipið var að tins á undan og því ekki með á
vörpu þessa, og er henni á
þann hátt haldið opinm. Eru
bátar þeir sem eiga að nota
síldveiðiútbúnað þennan 65 til
70 tonn að stærð.‘‘
Eru 6 Svíar á hvorum bát,
en auk þess verða íslenzkir
sjómenn á bátunum til þess
að þeir geti lært veiðiaðferð-
ina.---------“
Reynslan af síldarvörpu
þessan gaf ekki nógu góða
raun. Síðan hafa ýmsar til-
raunir fylgt í kjölfarið, m.a.
með flottroll, en enn sem
komið er hafa tilraunir með
að veiða síld í þau ekki verið
teknar nógu föstum tökum,
og er því fróðlegt að fylgjast
með hvernig tilraun Svíanna
nú tekst hér á íslandsmiðum.
myndinni. (Ljósm. SK)
| /** NA /S hnútor 1 */ SVSOhnútor H SnjHoma » ÚÍi V Shúrir E Þrumur KuUoshit v'* Hittshi'/ H Hmi L Lms*
Um hádegið í gær var kalt í
veðri norðan til á landinu, að
eins 8 stig þar sem hlýjast var
í Eyjafirði og Aðaldal. Þó tók
út yfir á Hornströndum. Á
Kjörvogi var 3 stig og 2 í
Látravík.
Sunnan lands var víðast 10
til 12 stig og 15 á Hæli í
Hreppum.
Ekki eru horfur á, að norð
an- áttinni sloti í bráð, a.m.k.
ekki fyrir helgi.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-mið: Hægviðri og síðar
norðan og NV kaldi, létt-
skýjað.
SV-land: NA gola og bjart
veður en síðdegis skúrir.
Faxaflói: NA kaldi og skýj-
að norðan til, gola og létt-
skýjað með köflum sunnan til
en hætt við síðdegis skúrum.
Breiðafjörður og Vestfirðir.
Faxaflóamið og Breiðafjarð-
armið: NA kaldi og skýjað.
Norðurland og NA-land,
Vestfjarðamið til NA miða:
Norðan gola og síðar kaldi, al
skýjað og súld eða rigning
öðru hverju.
Austfirðir og miðin: NA
gola, skýjað og sums staðar
skúrir.
SA land og miðin: Hæg aust
an og NA átt, smáskúrir.
Markvisst friðunarstarf
Vemdun fiskistofnanna er
vissulega lifshagsmunamál ' ís-
lendinga. Að því máli hefur mik
ið verið unnið og jafnframt lagð
ur grundvöllur að frekari frið-
unum. í samkomulaginu við
Breta er því lýst yfir, að ís-
lenzka ríkisstjórnin muni halda
áfram fri'ðunarráðstöfunum og
stefni að friðun alls landsgrunns
ins skv. lögunum frá 1959. Þá
er það og einn þáttur samnings-
ins, að hugsanlegum ágreiningi
skuli vísað til Alþjóðadómstóls-
ins. Er í þeim þætti samningsi/is
nokkur trygging fyrir því, að
Bretar geti ekki með yfirgangi
sniðgengið íslenzka löggjöf um
friðun fiskimiða.
t ÞESSUM EFNUM sem öðrum
ber þó að gæta þess að farið sé
að með réttum hætti og að mála-
tilbúnaður af okkar hálfu sé
ávallt sem beztur. Okkur ber að
gefa meiri gaum að vísindalegu
áliti fiskifræðinga og kanna
hverju sinni til hlítar hinn lög-
fræðilega þátt slikra aðgerða. Á
þann hátt einan munu mál okkar
ná fram að ganga. Pólitískar æs
ingar og ævintýramennska er
hinsvegar til þess fallin að koma
málum okkar í ógöngur og færa
andstæðingum aukinnar friðunar
á íslandsmiðum vopnin í hendur.
Fjölbreyttara
atvinnulíf
Rúmlega 90 af hundraði út-
flutnings okkar eru fiskafurðir.
Þetta sýnir glöggt þýðingu sjávar
útvegsins og hvað þjóðin er háð
aflahrögðum á hverjum tíma og
ástandinu á hinum útlenda mark
aði. Fiskveiðar eru mjög háðar
veðurfari og aflabrögðum og er
hættan því augljós af því að
treysta nær eingöngu á sjávarút
veginn um útflutningsafurðir
Nauðsynlegt er að treysta aðrar
'atvinnugreinar í Iandinu, sem
færar eru til þess að framleiða
fyrir erlendan markað. Þetta er
síður en svo sagt til þess að varpa
rýrð á sjávarútveginn, heldur ein
göngu til þess að leggja áherzlu
á þá staðreynd, að áhættan af
því að treysta svo mjög á afla-
brögð og veðurfar er meiri en
svo, að hægt sé að leggja alla vel
megun þjóðarinnar undir hverful
leik náttúruaflanna.
SJÁVARÚTVEGURINN mun
framvegis verða höfuðatvinnu-
vegur okkar, en í skjóli hans ber
að efla aðra útflutningsfram-
leiðslu, sem fær er til þess að
afla útflutningstekna, þegar
Ægir dregur að sér höndina.