Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 24
im E Augfýsingar é bíla Utanhussaugtýsingar aliskonarskitti ofL AUGLYSINGA&SKILTAGERÐIN SF Bergþórugötu 19 Simi 23442 160. tbl. — Föstudagur 19. júlí 1963 sparið og notið Sparr m Járnstykki skall í . götuna — þar sem bíllinn stóð rétt áður KL. 10 mín. fyrir 12 í gærkvöldi varð mesta sprengingin í verk- smiðjuhúsi fsaga, að því er ménn töldu. Fréttamaður Mbl. var þá staddur ca. 50 metra frá húsinu og sá hvernig rúðurrrar úr hús- um á Njálsgötu bókstaflega hreinsuðust úr gluggakörmunum af loftþrýstingnum, og stór járn- og steinstykki flugu tugi metra, aðallega í vesturátt. Á Rauðarárstíg stóð þá nýr Zephyrbíll, og augnabliki áður en sprengingin varð hafði ökumað- urinn setzt upp í til þess að forða farartæki sínu frá skemmdum. Eftir að bíllinn hafði bakkað. skall stórt járnstykki í götuna, nákvæmlega þar sem hann hafði staðið sekúndubroti áður. Eld- glæringar þeyttust umhverfis bíl inn, og ökumaðurinn hefur senni lega talið að ráðlegast væri að koma sér á brott, því bíllinn fór í loftköstum af staðnum yfir gang- stéttir og hvað sem fyrir varð. HERFLUTNINGAR Lissabon, 18. júlí (NTB): Skýrt var frá því í Lissabon í dag að tvö herflutningaskip væru á leiðinni með portú- galska hermenn til nýlendn- anna Guineu og Cap Verde eyja (Grænhöfðaeyja). Lú^ínon nemui Iond í Heiðmörk Lúpínufræi var í sumar sáð úr flugvél í fyrsta skipti hér á landi. Var því sáð í örfoka holt í Heiðmörk, skógræktar- og gróðrarlund Reykvíkinga. Lúpínan sáir sér nú út í Heið- mörk og skrýðir þar mörg holt, sem áður voru með öllu gróðurlaus. Yfirleitt má segja að hvers konar gróður hafi aukizt stór- kostlega í Heiðmörk síðan að þetta landsvæði var friðað ár- ið 1950. Skömmu eftir að eldurinn kom upp í ísaga var þessi mynd tekin af reykjarmekkinum, sem þaðan lagði — séð frá horni Miklu- brautar og Lönguhlíðar. Gasefni veröur flutt inn til bjargar járniðnaðinum ísaga eina gasverksmiðja landsins — súrefnisstöðin talin framleiðsluhæf ER farið var að sljákka í eldin- um í ísaga á fyrsta tímanum í nótt, hitti fréttamaður Mbl. Frí- mann Jónsson, fulltrúa sem gegn- ir stöðu framkvæmdastjóra fyrir- tækisins í fjarveru Valgeirs Björnssonar forstöðumanns þess. Kvað hann allt verða gert til þess að komast fyrir um elds- upptök en á þessu stigi málsins væri ekkert hægt um það að segja. Taldi hann súrefiiisstöðina óskemmda að mestu, þannig að ekki þyrfti að óttast að fram- leiðsla súrefnis stöðvist, og um gasið, sem járniðnaður lands- ins grundvallast á, sagði Frí- mann að allar ráðstafanir yrðu gerðar til þess að fá efni erlendis frá og sjá um að sem minnstur skortur yrði á gasi. ísaga er sem kunnugt er eina verksmiðja landsins, þar sem gas og súréfni hefur venð framleitt, og væri það að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál fyrir t.d. sjúkra- húsin ef súrefnisframieiðsla stöðv aðist, en sem betur fer eru ekki horfur á að svo verði. Frímann kvaðst hafa verið að aka eftir Miklubraut er hann sá reykjarsúlu, og hélt í áttina að henni. Er hann kom niður í Þver- I holt, sá hann að eldur var laus í gasstöðinni. Frímann sagði að ísaga hefði starfað í 44 ár, og þegar- hún 1 var byggð við Rauðarárstíg hafi það verið „eins og upp í sveit.“ Fyrsta húsið var byggt 1919 en viðbótarbyggingar voru reistar 1946 og 1947. Frímann sagði að eldur hefði aldrei fyrri komið upp í ísaga á hinum langa starfsferli hennar. Myndin sýnir skemmdir í íbúð á annarri hæð hússins á horni Rauðarárstígs og Njálsgötu gegnt Ljósm. Mbl.: Markús. IHjólk- urlaust semjist ekki ANNAR fundur um kjör mjólkurfræðinga verður hald- inn í dag (föstudag 19. júlí). Takist þá ekki samningar verður hafið verkfall frá og með morgundeginum, sem þýðir að mjólk verður aðeins fáanleg hér í Reykjavík á laugardag. Kröfur mjólkurfraeðinga eru mun meiri en samið hefir verið um með öðrum félögum að undanförnu. Gdður heyskapur sunnan lands en stirð tíð fyrir norðan og austan Heyskapur hefir fram að þessu gengið vel á sunnan- og vestan- verðu landinu. Seint spratt um allt land þar sem kalt var fram eftir maímán uði. Hins vegar var ágæt sprettu tíð í júnímánuði. En sökum kuld anna í maí yarð að beita tún fram eftir vori. Um allt land var heyskapartíð góð í fyrstu viku júlímánaðar og þeir sem snemma hófu slátt á Norður- og Austur- landi á þeim tíma fengu góða heyverkun, en frá viku af júlí hefir tíð verið stirð fyrir norðan og austan einkum á annesjum, en flæsa til dala. Tíð er um þess- ar mundir stirð nyrðra, kuldi og lítil sprettutíð, og hey verkast seint og illa. Nú er svo komið að þurrkar á Suðurlandi tefja fyrir hár- sprettu og bregði ekki til batn- aðar, dragi úr kuldum fyrir norðan og þurrkum fyrir sunn- an, lítur ekki vel út með hey- skap. — Enn vonum við það bezta, sagði búnaðarmálastjóri, er blað ið átti tal við hann í gær. Söltun hafin á Breiðdalsvík Breiðdalsvík, 18. júli: — Síldarsöltun hófst hér í dag er m.s. Bragi landaði hér 350—400 tunnum síldar. Móttaka bræðslu síldar getur væntanlega hafizt hér upp úr næstu helgi. — Fréttaritari,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.