Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐtÐ
FSstudagur 19. júlí 1963
KAUPMANNAHÖFN
Gautaborg — Malmö — Osló.
23. júlí til 2. ágúst.
Einstakt tækifæri; 11 daga ferð. Kr. 8.950,00.
INNIFALIÐ:
1. Flugferðir
2. Gistingar
3. Morgunmatur
4. Söluskattur
FERÐAÁÆTLUN:
Flogið á fyrsta degi tíl Gautaborgar. Einn dag i
Malmö, sex dagar í Kaupmannahöfn og að lokum
2 dagar í Osló.
ÓDYRASTA IITAINILANDSFERÐ
SUMARSIIMS
Aðeins sex sæti laus.
FERDASKRIFSTOFAM
LÖMD & LEIÐIR í&YSSSí'"
— Bezt oð auglýsa í Morgunbladinu —
Við viljum hér með þakka Páli Magnússyni og frú og
Pétri Eyfeld og frú, Suðurlandsbraut 23, svo og öllum
þeim er héldu veizlu og veittu okkur gleðistundir og gjaf
ir á afmæli okkar hjóna.
Margrét Magnúsdóttir 75 ára.
Torfi Björnsson 79 ára.
Hjartanlega þakka eg alla þá margháttuðu vinsemd,
sem mér var sýnd á 80 ára afmæli mínu 11. júlí sL
Jón Jónsson, Birkibóli, Mýrasýslu.
Maðurinn minn og faðir
EYSTEINN AUSTMANN JÓHANNESSON
bótelstjóri á Laugarvatni
andaðist 17. þ.m.
Ella Jóhannesson,
Sólveig Jóhannesson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför föður okkar, tengdaföður og afa
ÁSMUNDAR SVEINSSONAR
frá Seyðisfirði.
Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunar-
liði sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir frábæra hjúkrun.
Börn hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð
í veikindum og við fráfall
AUÐAR ÁGÚSTSDÓTTUR
Markús Jónsson, dætur,
tengdasynir, foreldrar og
systkini hinnar látnu.
Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma
GUÐMUNDÍNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR
lézt 17. júlí sL
Eyjólfur Fmnbogason,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
Frænka okkar
HELGA RANGVAL
andaðist í Kaupmannahöfn 13. þ.m. Útförin fór fram
18. þessa mánaðar. Fyrir hönd frændfólksins.
T. Kr. Þórðarson.
* KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR *
Bæjarbíó:
SÆLUEYJAN
Þ E T T A er dönsk mynd með
mörgum góðkunnum dönskum
leikurum, þeirra á meðal hinum
vinsæla og skemmtilega leikara
Dirch Passer í aðalhlutverkinu.
Myndin gerist á smáeyju nyrzt í
Kattegat og ríkir þar mikil
sveitasæla á yfirborðinu, en und-
ir niðri er töluverð ólga í eyjar-
skeggjum og eiga einkum sök á
því hin kröftugu hænuegg, sem
þar eru framleidd og hafa hin
furðulegustu áhrif á mannfólkið,
ekki sízt á Thor gamla, föður
aðalpersónunnar, Angelus Bukke
(Dirch Passer). Fær ekkert kven
fólk staðizt seiðmagn Thors,
þegar hann úti í auðninni rekur
upp sitt mikla ástaróp. Á eyjunni
gerast brátt mikil pólitísk átök
og er Angelus Bukke þar höfuð-
paurinn. Endar með því að eyjan
segir sig úr lögum við Danmörku
og lýsir yfir sjálfstæðí sínu. —
Angelus verður æðsti maður eyj-
arinnar og leynir sér ekki að
hann tekur Abraham Lincoln sér
til fyrirmyndar um látbragð og
svip, enda hangir mynd af hinum
mikla forseta í herbergi hans. —
Danska stjórnin sendir nú innan-
ríkisráðherrann, Berthu Virgini-
us til eyjarinnar á herskipi til
þess að bæla niður uppreisnina.
Tekst henni það átakalaust. En
þegar hún fer þaðan, tekur hún
með sér Thor gamla, sem hefur
heillað hana, eins og allt annað
kvenfólk, með ástarópi sínu.
Mynd þessi hefur hlotið mjög
góða dóma í dönskum blöðum,
enda er hún býsna skemmtileg,
full af góðu skopi og dálítið
,uartig“ eins og Danskurinn kall-
ar það, en við mundum segja
— Staðarfell
Framhald af bls. 13
ar um allt, sem hér fer fram og
allar staðráðnar í því að fá sem
notadrýgsta fræðslu fyrir skóla-
gjald sitt — og það er einmitt
hinn rétti hugsunarháttur nem-
andans.
— ★ —
Ingigerður forstöðukona er
fædd og uppalin í Skjaldbjarnar-
vik, nyrzta bænum i Stranda-
sýslu, en er heimilisföst í Kefla-
vík. Við starfi sínu á Staðarfelli
tók hún sl. haust, en undanfarin
sjö sumur hefur hún verið ráðs-
kona á Hótel Bjarkarlundi. Eig-
inmaður hennar, Ingólfur Eyjólfs
son, er ráðsmaður skólans og
þar starfá auk þeirra tvær
kennslukonur, Brandís Stein-
grímsdóttir, er annast sauma-
kennslu og kennslu i flestum bók
legum greinum til hálfs á móti
Sigurveigu Ebbadóttur, sem einn
ig kennir vefnað. Forstöðukonan
annast sjálf matreiðslukennslu
og ýmislegt fleira og séra Ás-
geir Ingibergsson í Hvammi
kenndi í vetur íslenzku og upp-
eldisfræði. Frú Ingigerður fylgdi
okkur um skólann áður en burt
var haldið. Húsið er geysistórt.
Þrjár hæðir og kjallari og útsýn
þaðan einstaklega fögur. í einni
kennslustofunni voru nemendur
í saumatíma og kenndi þar
margra grasa. Sumar stúlknanna
voru að sauma barnafatnað, aðr-
ar rúmfatnað og enn aðrar föt
á þær sjálfar Auk þess fengum
við að sjá alls kyns dúka með
hinum fíngerðasta og vandað-
asta útsaumi. — Að lokum
var bragðað á sýnishornum af
kökugerð nemenda, ásamt ilm-
andi kaffi og brauði með heima-
tilbúnum salötum, forkunnargóð-
um. Og eítir þann ágæta viður-
gerning kvöddum við Staðarfell,
fullviss um, að þeir menn yrðu
ekki sviknir, er hrepptu stúlk-
urnar úr Staðarfellsskóla.
I „djörf" á kvikmyndaauglýsinga-
máli.
Myndin er vel leikin, en vinur
okkar, Dirch Passer, er þarna
ekki sá sami, skemmtilegi gár-
ungi og í flestum öðrum mynd-
um, sem maður hefur séð hann L
Gamla bíó:
HÚN VERÐUR AÐ HVERFA
Þ E T T A er ensk gamanmynd,
samin eftir leikriti Jan Stuart
Black. Myndin gerist á ættaróð-
ali bræðranna, Francis og Douglas
Oberan, sem þar búa ásamt
þjóni sínum, Gilbert. Amma
þeirra á þetta mikla óðal og þeg-
ar þeir frétta lát hennar verða
þeir himinlifandi, því að þeir
telja víst að þeir erfi gömlu kon-
una. En annað verður uppi á
teningnum. Erfinginn er ung
stúlka, Toni að nafni, sem á
heima á Korsíku. Þeir bræðurnir
eiga nú von á erfingjanum og
ráða ráðum sínum hvernig snú-
ast skuli I málinu. Kemur þeim
saman um að koma erfingjanum
fyrir kattarnef svo lítið beri á.
Þegar erfinginn kemur, er hún
síður en svo gömul herfa, eins og
þeir höfðu búist við, heldur ung
og fríð og mjög aðlaðandi stúlka.
Verða bræðurnir báðir bálskotn-
ir í henni, en þar eð þeir geta
ekki komið sér saman um hvor
þeirra eigi að reyna að ná ástum
hennar, sjá þeir ekki aðra lausn
á málinu, en a reyna að „kála“
henni. Gengur öll myndin út á
þessar tilraunir þeirra til að ráða
stúlkuna af dögum og þær til-
raunir eru ærið margar og mis-
heppnast "llar, en hins vegar
munar oft minnstu að þeir bíði
sjálfir bana við þetta morðbrölt.
Toni áttar sig ekki í fyrstu á
því hvað fyrir hinum „ágætu“
frændum hennar vakir, en kemst
þó að því að lokum og gerir sín-
ar ráðstafanir. Og myndinni lýk-
ur á mjög óvæntan og skemmti-
legan hátt, sem ekki er vert að
rekja hér.
Mynd þessi er bráðfjörug og
fyndin, vel gerð og vel leikin. —
Bræðurna leika þeir Bob Monk-
house og Alfred Marks en Toni
Ieikur Anna Karina. Ennfremur
leika þarna Hattie Jacques, sem
kunn er af Áfram-myndunum og
Dennis Lotis. Allt eru þetta
prýðilegir leikarar.
SMIÐIR
óskast í ákvæðisvinnu til að slá upp fyrir 150
ferm. íbúðarhseð. — Uppl. í síma 16827.
Lokað í viku
Búðin verður Iokuð alla næstu viku.
Fornbókaverzlunin
Laufásvegi 4.
Ferðir frá Reykjavík að
Skálholti sunnud.
21. júli 1963
Sætaferðir verða að Skálholti m.a. frá Bifreiðastöð
Islands sunnudagsmorgun 21. júlí kl. 7, 7,30, 10 og
12. — Farseðlar verða seldir á laugardag.
Boðsgestir í kirkju eru vinsamlega beðnir að vera
komnir að Skálholti eigi síðar en kl. 9,45, þar eð
þeir verða allir að' vera komnir í sæti kl. 10:15. —
Þeim boðsgestum, sem ekki eru á eigin bíl, hentar
ferðin kl. 7,30.
Þeim prestum, sem ekki eru á eigin bíl, er bent á að
nota 7 - ferðina, þar sem þeir þurfa að vera komnir
í Skálholt eigi síðar en kl. 9.
Ferðir frá Skálholti: Áætlunarferðir hefjast kl. 15.00
og verða eins og þörf krefur fram eftir degL
Heí flutt lækningostolu
mína frá Hverfisgötu 50 að Klapparstíg 25, III. hæð.
Viðtalstími: Mánud., þriðjud., miðvikud. kl. 2—3 e.h.
Fimmtud. og föstud. kl. 4—5 e.h. og laugard. eftir
samkomulagL Viðtalsbeiðnir í síma 11228 eða í
síma 18888 kl. 11—12.
ÓLAFUR ÓLAFSSON, læknir.
Sérgrein: Lyflæknisjúkdómar.
Klapparstíg 25.
LokaB
vegna sumarleyfa frá 22. júlí til 6. ágúst.
Ljósmyndastofan LOFTUR hf.
Ingólfsstræti 6.