Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. júlí 1963 MORCUHBLAÐIÐ S kennt að ná í mat sinn — lifandi maðka — úr bjórglasi. ISMungunum hefur jafnvel verið EF TIL vill er einkennileg- asti „dýragarður“ í . heimi staðsettur í St. Agidi, litlu smá þorpi í Austurríki skammt frá borgunum Passau og Linz við Doná. Otto Luger, sem á sög- unarmyllu við tæra og nokk- uð straumharða á, hefur í einni kvíslinni kringum 20 silunga, sem þótt ótrúlegt megi virðast, leika ýmiskonar listir og gera það sem þeim er sagt. Húsbóndi þeirra hef- ur lagt á sig mikía vinnu við að kenna þeim, og þar eð áin, sem þeir eru í er ekki afgirt, hafa þeir verið frjálsir ferða sinna meðan reynt var að kenna þeim. Þegar Otto Luger hringir bjöllu flýta þeir sér á stað- inn, þar sem er gefinn matur. í>egar hann skipar þeim að stökkva yfir prik eða gegnum hring, og hafa þannig raun- verulega sannað, að það er hægt að kenna þeim sitt af hverju engu síður en ljón- um og tígrisdýrum. Elzti sil- ungurinn, sem gengur undir nafninu „Foringinn", er 15 ára, 27 þumlungar á lengd og vegur 5 pund. Þrátt fyrir þessa handleiðslu manna hafa atlungarnir ekki gefið upp sitt fyrra eðli: Þeir glefsa í allt sem kemur nálægt þeim, jafnvel sína líka. Þess vegna setti Otto Luger upp „sjúkrakassa“ á árbakkan- um, þar sem hann annast hinna særðu listamanna sinna. (Myndin efst á síðunm.) Hann þarf jafnvel stundum að bmda um fingur sína, þegar ein- hver silungur hefur nartað heldur fast í hann. Annars eru silungarnir á- kaflega dagsfarsprúðir, og þeim líkar vel að láta strjúka sig á kviðnum og á bakinu og þeir hlusta af ákefð — að minnsta kosti að sögn Lugers — þegar hann talar við þá með nefið næstum því niðri í vatninu. Og hann lofar þeim því, að í þessa á skuli aldrei nokkru sinni koma veiðimað- ur — hvorki með stöng né net — svo það sé engin hætta á því að þeir lendi nokkru smni á matborði einhverrar fjöl- skyldu. Og hver er svo leyndardóm- urinn við að kenna silungum? í raun og veru er það ekkert AS stökkva yfir rá, er eitt af því, sem silungunum hefur verið kennt. leyndarmál, það byggist ein- göngu á þeim alkunnu stað- reyndum, að þolinmæðin þraut ir vinnur allar og að matur er mannsins — og þá líka silung- anna — megin. 60 ára er í dag Jón Kjartans- 60n, skósmíðameistari, Hverfis- götu 73. Um síðastliðna helgi voru gef- in saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni: Ungfrú Elsa Ágústsdóttir og Guðmar Pétursson, iðnnemi, Bú- staðavegi 69. Ungfrú Hrafnhildur Ágústs- dóttir og Dagbjartur Þór Stígs- son, húsgagnsmiður, Sóiheimum 25. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jakob Jóns- syni ungfrú Marta Vílhjálmsdótt ir og Haukur Guðmundsson. Heimili þeirra er að Hvassaleiti 12. (Ljósm. Studio Guðmundar, Garðastr. 8). + Gengið + 11. júlí 11)63. Kaup Sala 1 Enskt pund ..... 120,28 120,58 1 Banaarikjadollar — 42.95 43.06 1 Kanadadollar ...... 39,80 39,91 I 100 Danskar kr. 622.35 623,95 100 Norskar kr. ....... «01,35 602,89 100 sænkar kr...... 828,47 830,62 lö'1 Finnsk möx*k 1.335,72 1.339,i 100 Franskír fr. ..... 876.40 878.64 100 Svissn. frankar .... 993,53 996,08 100 Vestur-þýzk mörk 1.078.74 1.081,50 100 Gyllinl ....... 1.195,54 1.198,60 100 Belgískir fr. 86,16 86.38 100 Pesetar _........ 71,60 71,80 — Góðan dag, — eruð það þér, sem auglýsið eftir líisförunaut, frjálsum og óháðum og sem hef- ur áhuga á því sem lífið býður • manni. Sængur Fylltar með Acryl-ull ryðja sér hvarnvetna til rúms. Þvottekta. Fisléttar. Koddar og sængur í 3 stærðum Marteinn Einarsson & Co. Laugaregi 31. — Simi 12816 Krísuvíkurleið Stór, rauður hjólkoppur af Taunus fó.lksbifreið tapað- ist miðvikudaginn 17. júlí á leiðinni: Reykjavik — Illiðarvatn. Einnandi hringi í síma 38209 eða 12864. Kefiavík 4 herb. íbúð til leígu. Uppl. að Kirkjuvegi 36. í dag kl. 8,30—10 s.d. Keflavík Gangastúlka óskast til starfa við sjúkrahúsið í Keflavik. Uppl. gefur yfir hjúkrunarkonan. Sími 1401. Keflavík Nýkomnar fallegar dansk- ar telpublússur. Böndóttir sportbolir. Verzl. Ban.gsi, Aðalgötu 6, Keflavík. Keflavík Hinar margeftirspurðu ítölsku dömupeysúr komn- ar aftur Bangsi, Aðaigötu 6, Keflavík. Keflavík Vorum að fá köflóttar telpubuxur og margt annað nýtt. Bangsi, Aðalgötu 6, Keflavík. Keflavík Faxaborg lokar næstu /iku. Afgreitt allan daginn á morgun í sunnudagsmatii.n í ferðalög og sendingar. Jakob Smáratúni, S.1826 Athugið! að borið saman við útbreiðslv er langtum ódýrara að auglvsa í Morgunblaffinu, en öðrum blöðum. Keflavík Ódýrt í Faxaborg, Epli frá kr. 15,00. Appelsínur kr. 29,00. Kæfukjöt kr. 12,00. Hvalkjöt kr. 18,00 Heimsendingar Jakob Smáratúni, S.1826 Til sölu ísskápur, kælikassi, kaffivél, kleinupottur (raf- magns), kælimótor (ónotaður), ölkælir (ónotaður) til sýnis á Kársnesbraut 41. — Sími 16808. Starf á ferðaskrifstofu Ungur maður eða stúlka óskast til starfa á skrif- stofu okkar 1. ágúst, eða síðar. Umsækjandi þarf að hafa góða framkomu, og tungumálakunnáttu, geta unnið sjálfstætt að bréfaskriftum. — Fólk, sem starfað hefur hjá ferðaskrifstofu eða flugfélög- um hérlendis, eða erlendis, gengur að öðru jöfnu fyrir. Fyrirspurnum ekki svarað í sima. Ferðaskrifstofan Bankastræti 7. Kvensíðbuxur í ferðalagið. aðeins kr. 150, — Smásala — Laugavegi 81. Til leigu 1. september n.k. 4ra herb. íbúðarhæð, teppalögð með gluggatjöldum og einhverju af húsgögnum, ef óskað er. Bílskúr fylgir íbúðinni. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl. Laufásvegi 2. — Sími 13243. Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó KIDDABÚÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.