Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 12
12 MORGV1SBLAÐ1Ð Föstudagur 19. júlí 1903 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónssoru Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 6'5.00 á mánuði innanlánds. 1 lausasðlu kr. 4.00 eintakit*. BARÁTTAN UM KJÖRIN Tj,'kkert er eðlilegra en að einstaklingar og otéttir leitist við að bæta launakjör sín. Heilbrigðir menn beina atorku sinni að því að bæta hag sinn og f jölskyldu sinnar, og þess vegna leitast hver og einn við að bera eins mikið úr býtum og unnt er. Kjör þjóðarheildarinnar takmarkast að sjálfsögðu af því, hve mikið framleitt er. Að vísu getur þjóðin um skeið eytt meiru en hún aflar, en þá lifir hún um efni fram, eyðir innstæðum eða safnar skuldum. Það hafa íslending- ar stundum gert með alkunn- um afleiðingum og þess vegna fýsir menn ekki að gera það oftar. Þess vegna er heldur ekki hægt að bæta kjör allra um- fram aukningu þjóðarfram- leiðslunnar. Á hinn bóginn er að sjálfsögðu hægt að bæta kjör einstakra stétta á þann veg að veita þeim meiri hlut- deild í heildartekjunum en áður, eða með öðrum orðum á kostnað annarra, sem þá fá kjör sín bætt minna eða síðar. Viðreisnarstjórnin hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að stuðla gð því, að lægst launaðir verkamenn fengju nokkrar raunhæfar kjarabæt- ur, án þess að það leiddi til þess að um almennar kaup- hækkanir yrði að ræða. Þess- um tilraunum hefur af hálfu ráðamanna í Alþýðusam- bandi íslands verið mætt með fullu skilningsleysi, ef ekki beinum fjandskap. Nú í vor tókst þó að tryggja þeim, sem lægst laun hafa, raunhæfar 5% kjarabætur, og svo virtist sem aðrar stéttir ætluðu að sætta sig við þessa tekjutil- færslu. En verkalýðsfélögin töldu þessa kauphækkun ekki nægi lega og þess vegna var í júní- mánuði samið um 7%% hækk un til viðbótar. En þá töldu aðrar stéttir ekki lengur til setunnar boðið. Afleiðing seinni kauphækk- unarinnar til verkamanna varð sú, að flestar stéttir aðr- ar gerðu kröfu um kauphækk un, ekki einungis sem næmi síðari hækkuninni til verka- manna, heldur einnig 5% frá í vor. Þannig hefur síðari kaup- hækkunin til verkamanna raunverulega valdið því, að árangurinn, sem náðist í vor og miðaði að því að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélag inu verkamönnum í hag, hef- ur orðið að litlu eða engu. TEKJU- SKIPTINGIN 17'aupgjaldsbaráttan í nú- tíma þjóðfélagi er raun- verulega baráttan milli stétt- anna um skiptingu afraksturs ins. Verkalýðsforingjum er þetta líka ljóst, og þess vegna horfa þeir yfirleitt ekki þegj- andi á það, að aðrar stéttir fái kauphækkanir. Þeir krefjast hækkana fyrir sína stétt til jafns við hækkanir annarra. Þess vegna vaknar sú spurning, hvort vinnuveit- endur og verkalýðssamtök geti öllu lengur hjá því kom- izt að taka upp svokallað kerfisbundið starfsmat, þar sem launahlutfallið er ákveð- ið og heildarsamningar síðan á því byggðir. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gerði sér grein fyrir því, að nauðsynlegt væri að komast að samkomulagi við ríkisvaldið um skiptingu op- inberra starfsmanna í flokka. Þegar slíkt samkomulag hafði náðst var auðveldara um vik fyrir kjaradóm að kveða upp úrskurð sinn. Ekki verður séð að það ætti að vera meiri vandkvæðum bundið fyrir verkalýðssam- tökin og vinnuveitendur að finna slíka flokkaskiptingu og heilbrigðan mismun milli launa einstakra starfshópa. En ef slíkt heildarsamkomu- lag næðist yrði líka auðveld- ara um vik að tryggja vinnu- frið, og þá yrði að minnsta kosti komizt hjá smáskæru- hernaði. Þegar slík flokkun væri komin á ættu sameiginlegar rannsóknir verkalýðsfélag- anna og vinnuveitenda á greiðslugetu atvinnuveganna og efnahag þjóðarinnar að geta borið fullan árangur, þannig að allar stéttir fengju samhliða kauphækkanir, þeg- ar atvinnuvegirnir gætu risið undir þeim. í þessa átt hlýtur þróunin að verða, enda er það skylda bæði vinnuveitenda og verka lýðsfélaga að vinna að heil- brigðri lausn kjaradeilna á þennan veg. Báðir aðilar hafa líka lýst sig fúsa til að athuga til haustsins, hve miklar kaup hækkanir megi vera, þó að enn hafi því miður lítt frétzt af athöfnum. Ungrverski kvislingunnn Janos Kader sest her með Nikita Krusjeff við komuna til Moskvu fyrir nokkru. Dffjölgun er aðeins annað nafn á hungri Offjölgun er aðeins annað nafn á hungri Svo má virðast sem vonlaust að leysa vandamál hungurs og vannæringar í heimi, sem að margra áliti er þegar byggður alltof mörgu fólki og verður að skömmum tíma liðnum byggð- ur helmingi fleira fólki. En þrátt fyrir þetta er þó rúm handa okkur öllum á jörðinni. Ef hver einasti jarðarbúi — um 3000 milljónir manna — fengu í sinn hlut 10 fermetra jarðarskika, gætu allir íbúar jarðarinnar búið á svæði, sem væri 30.000 fer kílómetrar. Það er minna en þriðjungur af íslandi. Spurningin er því: er hægt að hagnýta hin miklu landsvæði, höfin og jafnvel loftið með þeim hætti, að allir jarðarbúar hafi nóg að bíta og brenna? Svarið við þessari spurningu verður auðveldara, ef við renn- um sem snöggvast augum yfir sögu Bandaríkjanna. Áður en Kólumbus fann Ameríku bjuggu í hæsta lagi 500.000 indíánar í allri NorðurrAmeríku. Þrátt fyr- ir þetta áttu þeir oft við hung- ursneyð að etja — á svæði sem nú veitir 200.000.000 millj- ónum manna í Bandaríkjunum og Kanada beztu lífskjör I heimi! Þessi stórfenglega breyt- ing hefur átt sér stað vegna skipulagðrar hagnýtingar auð- lindanna. Stundum er talað um offjölg- un fólks á svæðum þar sem í rauninni er um að ræða skort á matvælum. Offjölgun verður þá aðeins annað nafn á hungri. Hvaða lönd hafa of marga íbúa? Flestir munu sennilega nefna Indland eða Kína. En í Indlandi eru 138 íbúar á hvern ferkíló- metra móti 346 í Hollandi. 1 Kína eru 72 íbúar á ferkíló- metra móti 107 í Danmörku. Vísindi og tækni hafa nú náð þeim áfanga, að hægt er að láta allsnægtir koma fyrir hungur- sneyð. Vandamál fólksfjölgunar er gífulega mikilvægt og krefst skjótra og róttækra aðgerða, en viðleitnin við að finna lausn á því á ekki að koma í veg fyrir að vandamál hungursins verði leyst hið bráðasta. Þessa skoðun hefur fram- kvæmdastjóri Matvæla- og land- búnaðarstofnunar SÞ (FAO), B.R. Sen, látið í ljós. Það var hann sem átti frumkvæðið að hinni kunnu f-imm ára alheims- herferð, sem nefnd er „Frelsi frá hungri". Hún hófst árið 1960, og í sumar er enn gert allsherj- arátak á þessum vettvangi. Dag- ana 4.-18. júní hélt FAO alþjóð- lega matvælaráðstefnu í Wash- ington. Þúsundir manna, sem eru nákunnugir vandamálum landbúnaðarins, komu þar sam- an og skýrðu frá reynslu sinni, að heimurinn allur mætti draga þar af einhverja lærdóma. Ný frímerki Sameinuðu þjóðanna Póststjórn Sameinuðu þjóð- anna sendi á markaðinn hinn 17. júní þrjú flugfrímerki að verð gildi 6,8 og 13 cents. Frímerkin á 6 cents teiknað af Claude Bottiau frá Frakklandi) og 8 cents (teiknað af' George Ham- ori frá Ástralíu) eru sams kon- ar og þau sem send voru á markaðinn 26. apríl í ár, prent- uð á póstkort og flugbréf. Frí- merkið á 13 cents (teiknað af Kurt Plowitz frá Bandaríkjun- um) sýnir fugl sem myndaður er af pálmablöðum. Litirnir eru blágrænn, rósrauður og rauður. Þessi nýju frímerki er hægt að panta frá European Service of the United Nations Postal Ad- ministration, Palais des Nations, Geneva, Sswheiz. Þann 1. októ- ber koma á markaðinn ný frí- merki til minningar um störf SÞ á Vestur-Nýju-Gíneu. SÆKJAST SER UM LÍKIR fTÚokkadrættirnir halda á- 4 fram í kommúnistaflokkn um hér á landi og má segja, að „íslenzku“ kommúnistarn- ir tolli vel í tízkunni, því að nú er hvarvetna mikil úlfúð meðal kommúnista. Formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur ritar í gær grein í kommúnistamálgagnið, þar sem hann ræðst að banda- mönnum kommúnista í kosn- ingunum í júní, Þjóðvarnar- mönnum, og segir þá m.a. vera höfuðfjandmenn Sósíal- istaflokksins. Síðar í grein- inni segir: „Mönnum þykir kannski undarlegt að ég skuli orð- lengja svo um þessar áætl- anir örfárra Þjóðvarnar- manna um að kljúfa Al- þýðubandalagið og Sósíal- istaflokkinn. — Vissulega er það rétt, að flokkur byggð- ur á sama grundvelli og Þjóð- vörn verður ekki skeinuhætt- ur til lengdar. Hann ber í sér dauðann, svo sem reynslan sýnir. En þess er þó að gæta, að hann getur um stundarsak- ir valdið allmiklum truflun- um í baráttunni fyrir því að sameina alla vinstri menn í einum flokki. Og hvað sem því líður er þessi áróður sann- arlega ósvífin tilraun til að efna til sundrungar hjá sósíalistum. Auk þess má búast við að í þess- ari viðleitni verði ekki ein- ungis beitt beinum árasum eins og í grein miðstjórnar- mannsins í Frjálsri þjóð, sem vissulega ber að virða að því leyti. Ef að vanda lætur verð- ur einnig beitt lævísum und- irróðri“. Ljóst er, að þessum komm- únistaforingja er mikið niðri fyrir og hann óttast mjög þau átök, sem -framundan eru í kommúnistaflokknum, og er það að vonum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.