Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUISBLAÐIÐ Föstudagur 19. júlí 1963 Undirbúningur hafinn að endurskipu- lagningu menntaskólastigsins Rætt við Þórarin Björnsson, skólameistara á Akureyri MIÐSKÓLADEIL.D með lands- prófsundirbúningi er nú að hverfa úr Menntaskólanum á Ak- ureyri vegna þrengsla. 1. bekkur deildarinnar var lagður niður haustið 1962, 2. bekkur verður lagður niður nú í haust, og lands prófsbekkur að ári. Verður skól- inn þá orðinn fjögurra ára skóli, eins og menntaskólarnir í Reykja vík og á Laugarvatni. Frá þessu skýrði Þórarinn Björnsson skólameistari Mennta skólans á Akureyri, er blaðamað ur Mbl. ræddi við hann um starf skólans o. fl. — Mér finnst skólinn í sjálfu sér nógu fjölmennur, sagði skóia meistari, og ég legg þess vegna ekki áherzlu á, að hann verði stækkaður til þess að fleiri nem endum verði komið fyrir. Á sl. vetri stunduðu 444 nem. nám í skólanum, »g ég reikna með, að á næsta vetri verði nemendafjöid inn ámóta. Skólinn brautskráir nú um 70 stúdenta á ári, en eftir 2 ár mun árlegur stúdentafjöldi verða um 100. Til samanburðar má geta þess, að fyrir nokkrum árum útskrifuðust um 50 stúdent- ar frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Þessi mikla fjölgun braul- skráðra stúdenta stafar einkum af því, að miklu fleiri stúlkur afla sér nú stúdentsmenntunar en áður var, en láta mun nærri, að þriðjungur nemenda skólans sé stúlkur. Hins vegar er ekki mjög mikið um, að þ er ljúki há- skólanámi, sennilega ekki miklu fleiri nú en meðan færri stúlkur luku stúdentsprófi. Áður var, eins og þær stúlkur, sem á annað borð Iuku menntaskólanámi, hyggðu frekar á háskólanám, en nú virðist sem þær liti fremur á stúdentsmenntunina sem al- menna menntun. Á Þörf fyrir sérkennslustofur — Eru fyrirhugaðar einhverj ar framkvæmdir við skólann á næstu árum? — Ljóst er, að byggja þarf við skólann í náinni framtíð, en þær framkvæmdir hafa enn ekki ver ið ákveðnar í einstökum atriðum. Nú er t.d. ekki lengur rúm fyrir alla nemendur skólans á sal. Auk þess vantar allar sérkennslustof ur, t.d. fyrir náttúrufræði- eðl isfræði- og málakennslu. íslenzk ir skólar hafa dregizt aftur úr í þessum efnum, og úr því verður að bæta svo fljótt sem unnt er. Hins vegar tel ég ekki eins knýj- andi að stækka heimavist skól- ans í bráð, a.m.k. verða aðrar framkvæmdir að ganga fyrir, enda er sennilega skynsamlegra að stækka fyrst heimavistina við Menntaskólann á Laugarvatni Nú geta búið 175 nemendur á heimavist Menntaskólans á Akur eyri, og er hún meira en full- skipuð. Á biðlista munu nú um 50, sem enn hafa ekki getað feng ið loforð fyrir heimavistarrúmi næsta vetur. Nefnd skipuð til að endur- skipuleggja menntaskóla- stigið. — Hafa á undanförnum ár- um verið teknar upp nokkrar nýjungar í kennslu við skóla yðar eða eru nokkrar slíkar breyting ar í undirbúningi? — Nei, við höfum verið heldur varfærnir í þessum efnum. Hins vegar er nú í undirbúningi endur skipulagning á öllu menntaskóla- stiginu, og koma nýjungar í kennsluháttum að sjálfsögðu til athugunar í sambandi við þá endurskipulagningu. Mennta- málaráðherra hefur nýlega skip að sérstaka nefnd í þessu skynt, sem í eiga sæti skólastjórar þeirra fimm skóla, sem nú hafa rétt til að brautskrá stúdenta, rektor Háskóla íslands og ráðu- neytisstjóri menntamálaráðuneyt isins. Formaður nefndarinnar, sem fyrir skemmstu kom saman á sinn fyrsta fund, er Kristinn Ár mannsson rektor Menntaskólans í Reykjavík. Má gera ráð fyrir, að starf nefndarinnar muni taka all langan tíma. Fyrst í stað mun hún viða að sér gögnum um stúdentsmenntun í öðrum lönd- um, og sjálfsagt munu tillögur hennar að lokum mótast af þeim að verulegu leyti. Þau atriði, sem einkum munu koma til athugun- ar, eru t.d. fjölgun deilda — og þá sennilega þannig, að náttúru- fræðideild verði sett á stofn auk máladeildar og stærðfræðideild- ar, sem fyrir eru — aukið val- frelsi milli námsgreina, breyting ar á kennsluháttum og breyting- ar á námsefni. Það er alltaf verið að tala um, að breyta þurfi skólakerfinu og kennsluháttum vegna þeirra miklu breytinga, sem á öllu hafi orðið síðustu áratugi. Sjálfsagt á þessi skoðun við rök að styðj- ast, en hitt má þó aldrei gleym- ast, að aðalatriðið við- allt nám er hið sama og það hefur alltáf Þórarinn Björnsson, skolameistari. verið, þ.e. að menn einbeiti sér I nemendurnir að leggja til sjálf að því, og einbeitinguna verða | ir, þrátt fyrir alla tækni, þó að ef til vill megi styðja þá eitt- hvað til þess. Að vísu hefur aldrei verið jafnmargt til að glepja fyrir mönnum og einmitt nú, og þess vegna er e.t.v. eðli- legt, að menn eigi erfiðara með að einbeita sér að viðfangsefnun um. En einbeitningin er fyrir öllu. — Það hefur nokkuð verið um það rætt að æskilegt sé að lækka stúdentsaldurinn, þannig að menn ljúki stúdentsprófi 17 til 18 ára í stað 20 ára, eins og nú er algengast. Haldið þér, að þessi tillaga muni koma til at- hugunar við endurskipulagningu menntaskólastigsins, og hvert er yðar álit á þessu máli? — Já, þetta verður sjálfsagt eitt af þeim atriðum, sem nefnd in mun taka til gaumgæfilegrar athugunar. Lækkun stúdentsald ursins hefur bæði sína kosti og sína galla. Það er auðvitað hag- kvæmt fyrir þá, sem hyggja á langt nám eftir stúdentspróf, að geta hafið það fyrr en nú er unnt. En hins er einnig að gæta, að ekki hafa allir náð þeim þroska 17—18 ára, að þeir geti gert sér grein fyrir, hvaða framhaldsnám er helzt við þeirra hæfi og gætu þar af leiðandi lent á rangri hillu. Hins vegar er vitaskuld æski- legt — þrátt fyrir þessa hættu — að sá möguleiki sé fyrir hendi, að menn geti haf- ið háskólanám fyrr en nú er, ekki sízt, þegar haft er í huga, að háskólanám hefur yfirleitt lengzt nokkuð. Annars er eg þeirrar skoðunar, að það væri jafnvel auðveldara að stytta námstímann á lægri námsstiguu um, t.d. í barna- og gagnfræða- skóla. En ég hefi ekki mikla trú á því, að allur þorri nemenda geti lokið sjálfu menntaskóla- náminu á skemmri tíma en nú er varið til þess. PIATIGORSKY-SKAKMIOTIÐ FRIÐRIK gegn GLIGORIC- og klukkunni f BÁÐUM skákunum, sem á eftir 1. e4 c5 fara, tefldum í fyrstu umferð 2. Rf3 d6 mótsins, var tíminn og tímamæl- 3. d4 cxd irinn einskonar þungamiðja í 4. Rxd Rf6 leiknum. Einkum hrjáði tíma- 5. Rc3 a6 leysið þá Friðrik og Reshevsky, 6. Í4 Dc7 sem höfðu báðir hvítt, en svo 7. Bd3 g6 lenti Gligoric úti í sömu hringið- 8. Rf3 R8d7 unni áður en lauk. — Tímamörk- 9. O—O Bg7 in eru minnst 40 leikir á 2% klst. 10. Del e5 fyrir hvorn aðila, eða á 5 stund- 11. a4 O—O um fyrir báða saman. 12. Khl b6 13. Dh4 Bb7 ÞRIÐJA SKÁK 14. Bd2 Hae8 (Sikileyjarvörn) 15. Hael Dc5 Hv.: Friðrik. Sv.: Gligoric 16. fxe dxe Að loknum 22 leikjum átti 17. b3 Rh5 Friðrik aðeins 10 mín. eftir fyrir 18. Bc4 Rdf6 næstu 18 leiki, en hinsvegar var 19. Df2 Dc7 Gligoric vel byrgur, átti rúma 20. Dgl Hb8 klukkustund. En Friðrik hafði 21. Be3 Ba8 hótanir í frammi, svo að Gligoric 22. Bcl Hfd8 þurfti í mörg horn að líta, og þá 23. Rg5 Hd7 tók að skálpast á tímann hjá hon- 24. Hdl h6 um líka. 25. HxH DxH í næstu 5—6 leikjum tókst 26. Rxf Kh7 Friðrik að vinna peð, en þá var 27. Rxe De8 hann líka að verða búinn með 28. Rf3 Rxe tíma sinn. Litlu síðar var Gligoric 29. RxR DxR einnig kominn á heljarþröm að 30. Bd3 Dg4 tímanum til, átti óeytt tæpri min- 31. De3 Hf8 útu, þegar ólokið var 8 leikjum. 32. Ba3 Hf4 Og staðan var síður en svo ein- jafntefli föld. Aðalskákstjórinn, Isaac Kash- dan, sem er bandarískur stór- meistari nokkuð við aldur, var með lífið í lúkunum ekki síður en keppendurnir, og fylgdi hann á- kafur eftir nreyfingu klukkuvís- anna og einnig ritun leikja á skákeyðublöðin. Allt í einu datt á dúnalogn. Friðrik bauð jafn- tefli, og Gligoric þáði boðið án þess að hika. Staðan var tvímælalaust Frið- rik í vil, en margt hefði getað hent í 8 leikjum, leiknum af leiftr andi hraða í æsingu augnabliks- íns. FJÓRÐA SKÁK (Kóngs-indversk-vörn) Hv.: Reshevsky. Sv.: Benkö Þessi skák varð hin fyrsta, sem krafðist beinna afskipta og úrskurðar skákstjóranna, og þar átti tímaþröngin hlut að máli. Reshevsky fékk greinilega betra tafl upp úr byrjunarleikj- unum. Drottning hans og hrókar brutust fram á drottningarvæng, þar sem peð Benkös voru veik fyrir. Benkö tókst þó að finna leið til að króa annan hvíta hrók- inn inni, og virtist það geta kom- ið honum að haldi. Reshevsky rak upp stóru augu, tók svo ró- legur peð með þessum sama hrók og lét hann svo litlu síðar fyrir biskup. Fáeinum leikjum seinna rétt- lætti Reshevsky fórnina með því að hremma tvö peð til viðbótar, og var hann þar með orðinn lið- sterkari. En þetta hafði kostað hann bollaleggingar og tíma, svo að hann átti aðeins örfáar sek- úndur eftir. Hann lauk 40. leik sínum með fallvísinn á fremstu nöf, en stað- an var enn hagstæð honum. — Benkö lék að bragði, þrýsti sam- stundis á gangsetjarann á klukku andstæðingsins og um leið datt fallvísirinn þeim megin. Benkö gerði þá kröfu til að hafa unnið skákina á tíma. Skákstjórarnir úrskurðuðu að Reshevsky væri kominn heilu og höldnu yfir tímamörkin. Tóku þeir fram að hver og einn yrði að bera fram umkvörtun í sínum eigin tíma, og því hefði Benkö átt að gera það áður en hann lék sjálfur, og þar með áður en vísir Reshevskys féll fram af nöfinni. Við nánari aðgæzlu kom í ljós, að Benkö hafði mistalið leikina og álitið að þeir væru aðeins 39. Þegar ólguna lægði, innsiglaði Reshevsky 41. leik sinn sem bið- leik, og svo fór að Benkö sá sitt óvænna og gaf skákina án þess aá setjast við hana að nýju. O- hætt er að segja, að hér skildu ekki nema 1—2 sekúndur milli þess, hvoru megin vinningurinn lentL 1. c4 Rf6 2. d4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 c5 5. d5 d6 6. Rc3 a6 7. a4 O—O 8. Rf3 e5 9. O—O Re8 10. e4 Bg4 11. Db3 BxR 12. BxB Rd7 13. Bg2 a5 14. Rb5 Ha3 15. Bd2 Rc7 16. Ha3 RxR 17. DxR Ha7 18. Bh3 Rf6 19. f3 Dc7 20. Hb3 Hb8 21. Db6 DxD 22. HxD Bf8 23. Hal Be7 24. Ha3 Bd8 25. Hxd Re8 26. Hd7 Rf6 27. Hd6 Re8 28. Hd7 Rf6 29. HxBf HxH 30. Bc3 Rd7 31. Hb3 Í6 32. Hb5 Kf7 33. 1>3 Ke7 34. Bxa b6 35. Bxb RxB 36. HxR Hd6 37. Hb5 Hc7 38. Kf2 Ha6 39. Ke3 Kd6 40. Kd3 Hca7 Hér fór skákin I bið, eftir að Reshevsky hafði innsiglað bið- leikinn: 41. Bc8, — en Benkð kærði sig ekki um meira, heldur gaf skákina. Honum hefur ekkl litizt á öll átta peðin hans Res- hevskys, og lái honum það hver sem vill. Næst lítum við á skákir úr ann arri umferð, þegar Gligoric bar sigurorð af heimsmeistaranum, og Keres vann Benkö. B. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.