Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 19. júlí 1963 eftir Viggó Oddsson TÁKNMYNDIR fyrir Holland eru oft sýndar sem túlípanar og vindmyllur eða bláskreytt postu- lín, sem þá er nátengt borgarnafn inu Delft. Túlípanaræktina þarf vart að kynna, hún er mest með- fram vegunum meðfram Haar- lem og Lisse, nálægt ströndinni, milli Haag og Amsterdam. Þar er jarðvegurinn beztur til þessarar ræktunar og geta ferðamenn stundum séð á vorin heilu túnin þakin blómstrandi túlípönum í öllum litum nema svörtum, en sagt er, að ef einhver finnur kolsvartan túlípana þá þurfi sá ekki að vinna það sem eftir er og eigi vís mikil auðæfi. Fyrir túrista og heimamenn er opinn sérstakur túlípanagarður, þar sem öli afbrigði er að sjá. Er lystigarður sá, Keaukenhof, mjög fjölsóttur og frægur. Garðurinn tilheyrir að sögn gamalli greifa- ætt, sem nútíma skattaágengni hefur neytt til að opna einkalönd sín fyrir fjöldanum til að geta staðið í skilum. Túristar og minjagripir Á leið um Holland kaupa ferða menn að venju ýmsa minjagripi, t.d. dúkkur i þjóðbúningum og með tréklossa, silfurskeiðar með einhverju borgarmerki og senni- lega fara flestir með ódýra hand- málaða leirmuni, líklega athuga fæstir að þeir eru að kaupa eftir- líkingar af hinu fræga og gamla Delft-postulíni, sem gerði borg- arnafnið nátengt orðunum postu- lín eða fajance, en í Delft voru margar leirvörumerksmiðjur fremstar í flokki um langan tíma og eru beztu gripirnir í viðhafn- arsölum keisarahalla'jafnt sem í stofum og eign einstaklinga um allan heim. Virðist mér að hrifn- ing landsmanna af þessum list- munum eigi sér lítil takmörk enda eru þeir örugglega sígildir og ekta. Kaupendur losna við að íhuga hvort verið sé að plata inn á þá gervilist, sem oft er örðugt að aðskilja á þessum umrótstím- um. Borgin Delft Ef við hugum nánar að postu- líninu er rétt að athuga fyrst um- hverfið, eins og aðstæður leyfa. Delft er á stærð við Reykjavík og liggur á milli Haag og Rott- erdam. Talið er að þar hafi verið byggt á dögum Rómverja, en byggð síðan aukizt, því skurðir voru grafnir á þessu svæði og bátaumferð og flutningar verið á milli landshluta. í borginni eru mörg mjög gömul hús, götur oft þröngar eða með háum trjám á bökkum skurða, sem liggja eftir miðri götu. Þarna er höll Vil- hjálms af Óraníu, sem er þeirra Jón Sigurðsson, og dálítið meira, hann er stofnandi hollenzku þjóð arinnar, sem varð stórveldi á heimsmælikvarða í margar aldir. Filip II. Spánarkonungur setti fé til höfuðs Vilhjálmi og var hann myrtur í Delft, í Löllinni Prinsen hof, vegna frelsisbaráttu sinnar, árið 1584. Þar á móti er feiknaleg kirkja með undirstöður frá 13. öld, hafa undirstöður turnsins sigið svo að turninn hallast talsvert. Gamla kirkjan er hún kölluð. Hvort borgarbúar sem þá voru 5—8 þús. voru svona kirkjuræknir eða vegna prestskosninga, þá byggðu þeir Nýju kirkjuna 1396—1496 og er hún legstaður konungsættar- innar. í turninum eru klukkur í tugatali og eru oft leikin á þær hin flóknustu tónverk. Þótt kirkj urnar séu hvor um sig á stærð við 2—3 fyrirhugaðar Hallgríms- kirkjur, eru engar sögur um að þorpsbúum hafi ofboðið kirkju- smíðin og væri athugandi hvort ekki ætti að senda meðal- mennskudýrkendur hér heima til Delft, á eigin kostnað, til lækn- inga, svo þeir dragi ekki úr þeim stórhug sem enn berst hér í bökk um eftir erlend yfirráð. Háskólaborgin Delft er mikil háskólaborg sem allra þjóða menn sækja heim, t.d. hafa Sameinuðu þjóðirnar ítök í tæknimiðstöð og skóla í korta- gerð eftir flugmyndum. Einn námsmanna í Delft sagði mér að þetta væri mesta theoríubæli heims, tel ég það mjög sennilegt, en theoría er vísindaleg aðferð til að gera einföld og auðunnin verk efni seinvirk og erfið, í vísinda- legum tilgangi fremur en hag- kvæmni í mörgum tilvikum. Auk margvíslegra menntastofn ana er þarna ráðhús frá 14. öld og er engin tjörn þar nálægt. Um borgina liggur mikill skipaskurð- ur, þarf oft að spretta úr spori til að komast yfir vindubrýr áður en skip sigla í gegn. Safnast þarna oft mikill fjöldi fólks og farar- tækja og þekja næstu götur. Hef ág hvergi séð fólk leggja eins mikla rækt við umferðarreglur sem þar. Lögreglan ráðalaus í Delft er aragrúi af ölstófum og vínbúðum en engin ölvun, því Hollendingar neyta áfengis af þekkingu og eins og frjálsir menn. í 7 mánuði, sem ég var þar í borg, sá ég aðeins í eitt sinn að lögreglan skipti sér af ölvun og vissi ekkert hvað gera átti í þessu vandamáli. Þjörkuðu lög- reglumenn svo lengi við mann- inn sem var talinn ölvaður, að það var víst runnið af honum er orðaskiptum lauk, en hundruð manna horfðu á fyrirbærið. Delft og Reykjavík eru álíka fjölmenn- ar. í Delft fæst sterkasti bjór og létt vín í matvörubúðum, enda virðist neyzla áfengis vera hluti af þeirra staðfasta heimilislífi, fá menn sér oft glas af öli eða lítið staup af Genever að kvöldi eða eftir langan vinnudag. Áfengis- vandamál er þar ekkert, enda templarar ókunnir borgarbú- um. Þarna er talsverður matvöru- áfengis- og verksmiðjuiðnaður og hin fræga De porceleyne Fles sem framleiðir listmuni. Bláskreytt postulín PostUlínsgerð er uppfundin í Kína fyrir um 1000 árum, barst hún þaðan til Evrópu þótt fram- leiðsluaðferðin væri leyndarmál, sem varðaði líflát að kunngera. Síðan á 16. öld reyndu fram- leiðendur að gera sem beztar eftirlíkingar af kínverska postu- líninu. Um 1600 var Hollenzka austurindíafélagið stofnað og jókst þá innflutningur á kín- versku postulíni til Evrópu. Leir- kerasmiðir reyndu að skipta yfir og eftirlíkja hina kínversku vöru. Hollenzkir leirkerasmiðir fundu upp sína eigin aðferð til postulínsgerðar en höfðu ekki nema dekkri leir til framleiðsl- unnar, þöktu síðan munina með hvítum iit og skreyttu með bláu. Á 17. öld fór postulínsgerð mjög fram í mörgum löndum, var framleitt bæði mjúkt og þykkt eða þunnt og hart postulín, var mikil áherzla lögð á skreytingar og ýmsar styttur, auk venjulegr- ar notkunarvöru. Margir furstar lögðu metnað sinn í að koma upp postulínsgerð. Nýjar uppgötvanir Til postulínsgerðar eru notaðar sérstakar leirtegundir og blöndur sem síðan eru mótaðar og bakað- ar, síðan voru munirnir skreytt- ir, þá borin á glerungsefni og að síðustu bakaðir í annað sinn til að bræða glerunginn. Postulíns- gerðir í Delft stóðu á tímabili jafnvel framar kínversku og jap- önsku postulíni er varðaði skreyt ingar og fallega lögun á hlutun- um. Voru notaðir allir iitir þótt blátt væri uppistaðan. Árið 1709 fann Þjóðverjinn Böttger upp að- ferð til að gera postuiín áþekkt hinu kínverska og er regluleg postulínsgerð í Evrópu talin hefj- ast árin 1709—13, er hann fann upp hið hvíta Meissen-postulín, framleiðslan var talin ríkisleynd- armál. Ertglendingurinn Wedg- wood fann einnig upp aðferð til að framleiða hvítt postulín um miðja 18. öld. Örðugleikar í Hollandi Við þessar uppgötvanir urðu miklir örðugleikar hjá ýmsum framleiðendum postulíns, t.d. fóru Hollendingar að dragast aft- Skreyting á poslultni. Snilldarlegt haudbragð á ýmsum stig- um verksins. Nýja kirkjan í Delft, frá 1396 er á hæð og stærð á við 2—3 fyr- fyrirhugaðar Hallgrímskirkjur. Byggð af ca 5—8 þús. þorps- búum, sem áttu fyrir aðra kirkju af svipaðri stærð. Þetta er grafkirkja konungsætlarinnar. ur úr, þeir höfðu engan hvítan leir til framleiðslunnar og urðu að flytja hann inn, þeir urðu ekki lengur samkeppnisfærir við aðr- ar þjóðir. Reynt var að lækka verð á framleiðslunni með þeim árangri að vörugæði minnkuðu, hver verksmiðjan af annarri hætti störfum. Ekki bætti það úr að Frakkar hernámu landið til 1813, en þá voru aðeins þrjár postulínsgerðir í Delft, en skiptu tugum þegar bezt lét. Margir þeir sem áður stunduðu þetta starf fluttust til annarra landa og héldu þar áfram postulínsfram- leiðslu. Endurreisnin Árið 1876 urðu eigendaskipti á Frægur vasi. verksmiðjunni De Porceleyne Fles, sem var stofnuð 1653. — J. Thooft hóf endurbætur á verk- smiðjunni og framleiðslu, sem þá var í niðurníðslu og framleiddi engan listiðnað heldur venjuleg- ar, ódýrar vörur með áprentaðri skreytingu. Var hafizt handa um að framleiða endurbætta tegund af „Blue Delft“, ný efni voru fengin og gömul steypumót tekin úr notkun. Hlutirnir voru nú handunnir, í mótun, skreytingu, dýft í glerungsupplausn og bakað ir á sérst-kan hátt. Eftir miklar tilraunir og samæfingu úrvals- listamanna, komst framleiðslan á fastan grundvöll í núverandi mynd. Við þetta komst brátt nýtt frægðarorð á hið gamla Delft- postulín og framleiðslan varð mjög eftirsótt. Eru þar sam- ræmdar nýjasta tækni og gömul hefð, hinir þaulæfðu listiðnaðar- menn meðhöndla munina stig af stigi, gervilist á þar ekki aðgang. Fjölbreytt framleiðsla Smám saman tók hin endur- reista verksmiðja að auka fjöl- breytni í framleiðslu til að þókn- ast mismunandi smekk viðskipta- vina. Var skreyting t. d. með rautt-blátt-gull-litum eins og gert var á miðri 17. öld, þá líka hvítt postulín, sem fær gildi sitt aðeins af fallegu lagi og einstök- um ljós-cream-blæ með ógegnsæ- um glerung. Þá eru einnig skreytt ir munir í líkingu við kínverskt postulín, afbrigði frá Ming- tímabilinu, með - rauðri skreyt- ingu utan á glerungnum. Eru þessir munir sagðir mjög eftir- sóttir af áhugamönnum. Ekki má gleyma veggtiglunum með mynd skreytingum af öllum stærðum. 1956 var hafin framleiðsla á sér- stökum listmunum, sem söfn og einstaka áhugamenn reyna að ná í. Fátt gripa Hér á landi er fátítt að sjá gripi frá þessari listmunagerð, enda hafa þeir aldrei fengizt í búðum svo vitað sé, aðeins mis- góðar eftirlíkingar, þó veit ég um mann sem á gamla og feikna verðmæta diska — einnig er stór diskur í Valhöll við Suðurgötu, auk nokkurra muna á ýmsum stöðum en minni. Á söfnum er hér ekkert að finna nema gamalt skran, að séð verður, en einhver saga réttlætir kannski tilveru þeirra á slíkum stað. Hrifning Hollendinga á þessum listmunum og tilvera þeirra á söfnum um allan heim svo og saga sjálfs postulínsins hlýtur að vekja 'for- vitni manns og telja verður að þetta sé eitt af því bezta sem Hol- lendingar birta umheiminum. Má vera að þessi grein veki nokkra athygli á hlutum sem fagurkerar á postulínssviðinu lofa svo liggur við öfgum. Söfnun postulíns hér á landi, sem byggð er á þekkingu og listsmekk, verð- ur að teljast óþekkt enda ofsa- dýr, og fáir kunna að meta slíkar gersemar með eigandanum. —• Hvernig stendar á því að engir fræða fólk um þessa hluti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.