Morgunblaðið - 31.07.1963, Page 12
12
MOJtCVWTíLAÐIÐ
Miðvlkudagur 31. júlí 1963
J®|i0r0WEMaM!»
Utgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að\lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Atkriftargjald kr. 65.00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakió.
MAGRAR KÝR
OG FEITAR
Afganistan skortir nálega allt
nema sterkan vilja til framfara
Eins og kunnugt er, sam-
þykkti Alþingi ári§ 1932
lög um jöfnunarsjóð. Komst
Jón Þorláksson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, þá að
orði um þau, að í þeim fælust
„þær grundvallarreglur, sem
þsirf að fylgja til þess að f jár-
málastjórnin verði heilbrigð
hér í okkar landi, þar sem af-
koma atvinnuveganna og rík-
issjóðs er mismunandi frá ári
til árs“.
Þremur árum áður en lögin
um jöfnunarsjóð voru sett var
svipuð hugmynd flutt á Al-
þingi af Jóni Sigurðssyni á
Keynistað. Hann flutti árið
1929 frumvarp, þar sem rætt
var um að taka af tekjum
góðu áranna til hallærisár-
anna. Um þessar mundir tóku
ungir Sjálfstæðismenn upp í
stefnuskrá sína tillögu um „að
nokkur hluti af tekjum góð-
æra verði lagður í viðlaga-
sjóð, er síðar verði varið til að
bæta afkomu erfiðu áranna“.
Árið 1930 fluttu svo þing-
menn Alþýðuflokksins frum-
varp til laga um Jöfnunarsjóð
ríkisins. Náði það ekki sam-
þykki. En árið 1932 eru eins
og áður sagt samþykkt lögin
um jöfnunarsjóð. En síðan
líða rúm 30 ár, og þessi skyn-
samlega löggjöf er aldrei
framkvæmd.
★
Hinn 23. janúar síðastlið-
inn, ritaði Gunnar Thorodd-
sen fjármálaráðherra grein í
Vísi, undir fyrirsögninni: í
góðæri. Bendir hann þar á, að
það hafi jafnan verið hygg-
inna manna háttur, allt frá
dögum Faraós og Jósefs að
geyma frá góðæri til mögru
áranna. — Faraó konung
dreymdi draum um hinar
feitu kýr og hinar mögru.
Jósef réði drauminn svo, að
sjö vænu kýrnar merktu sjö
góð ár og mundu þá verða
miklar nægtir um allt Eg-
yptaland. En sjö mögru kýrn-
ar merktu sjö hallærisár, sem
mundu eftir þau koma og
mundi þá hungrið eyða allt
landið. Réði Jósef konungi
Egypta til þess að safna vist-
um á nægtarárunum, og vist-
imar skyldu vera forði fyrir
fólkið og landið á hallærisár-
unum, sem á eftir mundu
koma.
Konungur fylgdi þessum
ráðum, sem varð til þess að
hann bjargaði þjóð sinni frá
hungurdauða. Síðan hefur
sagan um hinar feitu og
mögru kýr lifað og aðferð
Faraós konungs jafnan þótt
hin hyggilegasta.
Gunnar Thoroddsen lýkur
grein sinni með þessum orð-
um.
„Lögin frá 1932 um jöfnun-
arsjóð hafa aldrei komið til
framkvæmda. Á árinu 1962,
þegar 30 ár voru liðin frá lög-
festingu þessarar hyggilegu
hugmyndar varð töluverður
tekjuafgangur hjá ríkissjóði.
Það væri ráð að leggja nú á-
litlega fúlgu af þessum tekju-
afgangi í jöfnunarsjóðinn og
safna þannig í kornhlöður til
mögru áranna“.
í framhaldi af þessu hefur
svo ríkissjóður lagt hundrað
milljónir króna af tekjuaf-
gangi ársins 1962 í jöfnunar-
sjóð. Hefur sú ráðstöfun vak-
ið almenna ánægju. Á íslandi
ríkir nú góðæri. En engum
dylst að þrátt fyrir það geta
ógæftir, aflaleysi, markaðs-
tregða, verðfall og ýmiskonar
vandræði skapað þjóðinni
erfiðleika á komandi árum.
Slíkt hefur oft gerzt áður og
getur borið að höndum í fram
tíðinni, þrátt fyrir það, að
bjargræðisvegir þjóðarinnar
eiga nú fullkomnari tæki en
nokkru sinni fyrr. Gæti þá
komið sér vel, að eiga gilda
sjóði til þess að grípa til á hin
um erfiðu árum, til þess að
auka atvinnu og halda uppi
nauðsynlegum framkvæmd-
um í landinu.
DEILUR RÚSSA
OG KÍNVERJA
Dússneskir og kínverskir
kommúnistar ásaka nú
hver aðra harðlega eftir hina
árangurslausu ráðstefnu, sem
haldin var í Moskvu, þar sem
rætt var um hinn hugsjóna-
lega ágreining kommúnista-
flokkanna. En það verður nú
ljósara með hverjum degin-
um sem líður, að þarna er
ekki aðeins um að ræða á-
greining um túlkun á stefnu
þeirra Marx og Lenins heldur
djúptækan hagsmunaágrein-
ing Kínverja og Ý ássa. Bak
við átök kínverskra og rúss-
neskra kommúnista liggur
alda gömul deila. — Stefna
Rússa gagnvart Kínverjum
hefur alltaf verið sú, hvort
sem keisarinn eða Stalín hafa
mótað hana, að halda Kína
sundruðu, veiku og varnar-
litlu. Það er ekki lengra síðan
en rúm 30 ár, að til blóðugra
vopnaviðskipta kom milli
Kínverja og Rússa vegna á-
greinings um Mansjúríu. Þeg-
ar kommúnistar náðu völdum
í Kína árið 1949 rann upp nýtt
Rréttir frá SÞ utan úr heimi5555
EINN AF atkvæðamestu sérfræð-
ingum Norðurlanda um málefni
þróunarlandanna, Svíinn Sixten
Heppling, er nýkominn í heim-
sókn til Svíþjóðar frá Afganist-
an, „landinu, sem skortir næst-
um allt nema sterkan vilja til
framfara“. Hann fór þangað fyr-
ir rúmu ári til að vera „resident
representative" Sameinuðu þjóð-
anna, en komst fljótlega að raun
um, að hin víðtæka hjálparstanf
semi Sameinuðu þjóðanna í
Afganistan krafðist þess bein-
línis, að hann tækist einnig á
hendur önnur verkefnL
Sixten Heppling hafði árum
saman setið í stjórn hinnar
sænsku hjálparstarfsemi við þró-
unarlöndin, gefið út margar bæk-
ur um efnið og haldið
yfir þúsund fyrirlestra víðs
vegar um Norðurlönd, þeg-
ar honum var falið starf-
ið í Afganistan vorið 1962
í hlutfalli við íbúafjölda þiggur
þetta land meiri aðstoð frá Sam-
einuðu þjóðunum en flest önn-
ur lönd. Aðeins sú hjálp, sem
Sameinuðu þjóðirnar og níu
sérstofnanir þeirra veita í sam-
bandi við áætlunina um aukna
tæknilhjálp, tekur til 100 sérfræð-
inga hvaðanæva úr heiminum
og 125 Afgana. Verkefni Sixtens
Hepplings er fólgið í því að
samræma og hafa eftirlit með
allri þessari margþættu hjálpar-
starfsemi. Hann er líka forstjóri
þeirrar starfsemi, sem kostuð er
af Framkvæmdasjóði Sameinuðu
þjóðanna (þar er um að ræða
rannsóknir, fræðslustofnanir o.þ.
u.l.), og er ennfremur í nánum
tengslum við Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna.
Upplýsingastjóri
En ekki nóg með þetta! Hann
er forstjóri upplýsingaskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg
inni — og svo er hann þar á
ofan gestgjafi og verzlunareig-
andi.
— Gistihúsið er ætlað starfs-
fólki Sameinuðu þjóðanna, ný-
komnum sérfræðingum og gest-
komandi embættismönnum Sam-
einuðu þjóðanna, og þar eru 20
rúm, segir Heppling. Þar er full-
tímabil. í sambúð þessara
þjóða. Fyrst í stað virtist góð
vinátta með rússneskum og
kínverskum kommúnistum.
En það kom fljótlega í ljós,
að Mao Tse-tung er ekki að-
eins kommúnisti, heldur einn-
ig kínverskur þjóðernissinni.
Hann neitaði að sækja allar
fyrirskipanir til Moskvu, og
vildi heldur ekki sætta sig við
heimsveldisstefnu rússneskra
kommúnista gagnvart Kína
og stórum hluta Asíu. Rússar
ráða yfir meginhluta Norður-
Asíu, strjálbýjum en auðug-
um landsvæðum. Kínverjum
fjölgar gífurlega og búa við
stórkostleg landþrengsli.
Þessar einföldu staðreyndir
fela í sér miklu raunhæfari
skýringu á deilum Kínverja
og Rússa um þessar mundir,
en hinn hugsjónalegi ágrein-
ingur um kennisetningar
kommúnismans.
búið eldhús og" borðsalur — og
þessa dagana er verið að leggja
síðustu hönd á sundlaug. Verzl-
unin er líka ætluð starfsfólki
Sameinuðu þjóðanna. Þar eru
seldar vörur, sem erfitt er að fá
í Afganistan en teljast verða
nauðsynlegar, eins og t.d. þurr-
mjólk, kjöt, niðursuðuvörur og
þvottaefni.
Sixten Heppling
— Hvað eru Sameinuðu þjóð-
irnar að gera núna í Afganistan?
Hvaða vandamál er helzt við að
stríða?
— Meginvandamál Afganistans
er það, að landsmenn vita allt-
of litið um land sitt; þá skortir
mikilvægar upplýsingar um íbúa
fjöldann og hlutföll ýmissa hópa
í landinu, um auðlindir landsins
o.s.frv. Fyrsta verkefnið er því
að bæta úr þessum þekkingar-
skorti.
Sameinuðu þjóðirnar hafa gert
manntalsskráningu á nokkrum
stöðum í landinu. Eitt slíkt
manntal leiddi í ljós, að á svæð-
inu voru færri íbúar en gert
hafði verið ráð fyrir. Ekki er úti-
lokað, að svipuðu máli gegni um
landið íheild. íbúatalan sem gef-
in er upp opinberlega — 13 millj-
ónir — er hrein getgáta.
Níu af hverjum tíu ólæsir
Þegar búið er að afla skjal-
festra upplýsinga um aðstæð-
urnar í landinu, ætlar Sixten
Heppling að setja skólamálin efst
á lista hjá sér. Menntun í öllum
greinum og á öllum sviðum, ekki
sízt iðnmenntun. Talið er, að 90
af hundraði allra landsmanna yf-
ir 10 ára aldur séu ólæsir. Mik-
ill skortur er á skólahúsum, en
þó fyrst og fremst á kennurum.
— Við leggjum nú alla áherzlu
á menntun og þjálfun kennara.
Framkvæmdasjóðurinn veitti ný-
lega fé til kennaraskóla, sem á
að mennta kennara í gagnfræða-
skólum, en á þeim er tilfinnan-
legur skortur. Hin aukna tækni-
aðstoð hefur samvinnu við
Barnahjálpina um menntun
barnakennara og kennara sem
þjálfa barnakennara.
Því næst mun Sixten Heppling
leggja áherzlu á samgönguvanda-
málin. Eins og stendur vantar
að miklu leyti vegi og fjarskipta-
samband í landinu. Þegar úr því
hefur verið bætt, verður fyrir al-
vöru hægt að einbeina kröftun-
um og fjármunum að þróun land
búnaðar og atvinnulífs yfirleitt.
An samgönguleiða og fjarskipta-
möguleika yrði næsta lítið um
athafnir á þeim vettvangL
— f rauninni mætti endalaust
benda á ný verkefni, sem verð-
skulda fjárhagsaðstoð, segir
Heppling. Landið skortir nálega
alla hluti, næstum allt nema
sterkan vilja til framfara. Það
hefur verið mín jákvæðasta og
eftirminnilegasta reynsla-á þessu
ári að kynnast stálvilja fólksina
til að bæta lífskjör sín. Þessi
vilji er ekki einungis fyrir hendi
hjá takmörkuðum hópi manna í
æðstu embættum, heldur líka hjá
almúganum.
Gertæk bylting
— í Afganistan á sér nú stað
gertæk bylting, segir Heppling
ennfremur. Hún nær inn á öll
svið mannlífsins. Afganistan hef
ur jafnan verið landbúnaðarland
— sauðfjárræktin þar er fræg fyr
ir hinar ágætu karakúl-gærur —
en nú er líka að rísa þar iðn-
aður. Til sementsframleiðslu hef-
ur Afganistan hráefni, sem gerir
hina fullkomnu vöru samkeppn-
ishæfa á heimsmarkaðnum, en
framleiðslan fulinægir aðein3
innanlandsþörfum enn sem kom-
ið er. Þá er þar einnig klæða-
iðnaður, og ein af klæðaverk-
smiðjunum í Afganistan er lik-
lega sú nýtízkulegasta sinnar teg
undar í gervallri Asíu. Ennfrem-
ur er farið að nýta hina miklu
og óvenjulega góðu ávaxta-
uppskeru til iðnaðar.
Enn er ekki vitað með vissu
hvað leynist í jarðvegi Afganist-
ans. Með rússneskri aðstoð hefur
fundizt mikið magn af náttúru-
gasi í jörðinni. Nú er verið að
leita að olíu. Margir eru sann-
færðir um, að þessar auðlindir
séu fyrir hendi og menn vonast
líka til að finna dýra málma i
fjöllunum, segir Sixten Hepp-
ling að lokum.
40.000 manns deyja árlega eftir
höggormsbit
Alþjóðaheilbrigðismála stofn-
unin telur, að vægt reiknað láti
árlega 40.000 manns lífið eftir
höggormsbit, segir í tímariti
stofnunarinnar, „World Health".
Flestir eða kringum 70 af hundr-
aði þeirra, sem þannig láta lífið,
eiga heima í Asíu, en þar er að
finna nálega allar tegundir af
eitumöðrum. Af þeim 2500 nöðru
tegundum, sem til eru í heimin-
um, em tæpar 200 lífshættulegar
mönnum. Ýmis lönd og land-
svæði eru algerlega laus við eit-
urslöngur, t.d. Chile, Nýja Sjá-
land, írland, Madagaskar og
margar aðrar eyjar. í Afríku er
mikið um höggorma. Þar hafa
m.a. fundizt tvær tegundir af
gleraugnaslöngum, sem spýta
frá sér eitrinu. Þær geta báðar
hæft mann í andlitið með eitur-
gusu í 3-4 metra fjaflægð.
Nú orðið eru til góð lyf gegn
höggormsbiti; þegar búið er að
ná eitri úr nöðrunum og gera það
óvirkt, er því dælt í eitthvert
dýr, t.d. hest, sem síðan vinnur
úr því móteitur. Úr blóði þessa
dýrs fá menn blóðvatn, sem not-
að er til að hjálpa mönnum og
vernda þá. Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin sendi slíkt blóð-
vatn til Burma, þegar lands-
mönnum var ógnað af höggorm-
Frh. á bls. 23