Morgunblaðið - 31.07.1963, Qupperneq 13
Miðvikudagur 31. j'ulí 1963
1MORGV1SBLAÐ1Ð
13
FYRIR nokrum dögum fór fram
í þjóðþinginu í Pakistan umræða
um utanríkismál og lýsti utan-
ríkisráðherra Iandsins, Z. A.
Bhutto, því þá yfir, að stjórn
Pakistan stæði andspænis einu
erfiðasta og alvarlegasta vanda-
máli, er hún hefði mætt til
þessa. Fyrirsjáanlegt væri að
víðtækar breytingar yrði að gera
á utanrikisstefnu landsins og
þyrftu mörg mál endurskoðun-
ar við i því sambandi. Lét utan-
ríkisráðherrann jafnframt svo
um mælt, að kæmi til árásar
á Pakistan af hálfu Indverja,
gætu Pakistanar reitt sig á að-
stoð wstærsta ríkis Asíu“, þ.e.
Kína
Mikið kapp er lagt á herþjálfun í Pakistan. Hér á myndinni sjást ungir drengir að heræfingu
Slítur Pakistan tengzl-
In við Vesturveldin?
ÍJtlit fyrir vaxandi samstarf
við Kínverja
Ayub Khan
Þessi ummæli utanríkisráð-
herrans og þróun mála í Pakist-
an undanfarna mánuði telja
stjórnmálafréttaritarar benda til
þess, að stjórn landsins ætli sér
að slíta öll tengzl við banda-
lögin SEATO og CENTO (Suð-
austur-Asíu-bandalagið og það,
sem áður var Bagdadbandalagið)
og ganga í hernaðarbandalag
með Kínverjum. Lengi hefur ver
ið haldið uppi hörðum árásum
á bandalögin tvö í dagblöðum
í Pakistan og hið hálf-opinbera
blað „Dawn“ í Karachki hefur
mafgsinnis borið fram kröfur
um að Pakistan segi sig úr banda
lögunum og geri samninga við
„hinn eina trúa vin Pakistan —
Kína“, eins og það sagði. Hing-
að til hafa þó ráðherrar stjórn-
arinnar verið tiltölulega hóg-
værir í ummælum sínum og tal-
að um, að ekki ætti að vera
nauðsynlegt að rjúfa tengzl Vest
urveldanna og Pakistan, þótt
Pakistan eigi vinsamleg sam-
skipti við Kína.
Með ummælum utanríkisráð-
herrans virðist sem harðari
stefna hafi verið tekin af hálfu
stjórnarinnar. Hann lét að því
liggja í ræðu sinni, að stefna
Vesturveldanna gagnvart Ind-
verjum hefði verið barnaleg að
imdanförnu og sagði, að leið-
togar þeirra hefðu ekki treyst
sér til að búa svo um hnútana,
að Indverjar gætu ekki beitt
gegn Pakistönum, þeim vopnum,
er þeir fengju frá Vesturveldun-
um. Úr því svo væri komið
væri ekki annað sýnna, en end-
urskoða yrði algerlega utanríkis
stefnu Pakistan.
Þessi ummæli og sú stefna,
sem að baki þeirra virðist liggja,
eru að öllum líkindum bein af-
leiðing af því samkomulagi milli
Bretlands, Bandaríkjanna og Ind-
lands, sem nýlega var skýrt frá
í fréttum. Samkvæmt því munu
Vesturveldin láta Indverjum í
té ný ratsjártæki, er komið verði
fyrir á landamærum Indlands
og Kína. Ennfremur munu haldn
ar sameiginlegar æfingar brezkra
bandariskra og indverskra flug-
sveita. Opinberlega er sagt, að
þessi ráðstöfun sé gerð til þess
að kenna Indverjum meðferð
nýtízku ratsjárbúnaðar, en lítill
vafi er talinn, að með þessu
sé verið að undirbúa, að Bretar
og Bandaríkjamenn geti komið
Indverjum til aðstoðar gegn Kín-
verjum, ef þurfa þykir.
Afstaða Pakistan-stjórnar er
sögð byggjast á því nú, að utan-
ríkisstefna siðustu níu ára hafi
verið á misskilningi byggð. Þeg-
ar Pakistan gerðist aðili að
SEATO og CENTO á árunum
1954—55 var það fyrst og fremst
í þeim tilgangi að fá aðstoð til
að -vinna Kashmír úr höndum
Indverja, en þeim hefur lítt orð-
ið ágengt í því máli, sem kunn-
ugt er.
Allt frá því Pakistan og Ind-
land urðu sjálfstæð ríki árið
1947, hafa þau bitizt um Kashm-
ír, sem Pakistanar telja eðlilegt
að tilheyri þeim, þar eð yfir-
gnæfandi meirihluti íbúanna er
múhameðstrúar. En Indverjar
hafa ekki viljað gefa sinn hlut
eftir.
Því var það, að Pakistanbúar
hörmuðu ekki á neinn hátt hina
ótvíræðu sigra kínversku her-
sveitanna yfir Indverjum, fyrst
eftir að bardagarnir á landamær-
unum hófust. En illa dulin
ánægja þeirra snerist brátt upp
í áhyggjur og þær alvarlegar,
því að afleiðingarnar urðu stór-
kostleg efling herbúnaðar Ind-
verja, með aðstoð bandalags-
ríkja Pakistans. Og þótt Vestur-
veldunum tækist að koma á við-
ræðum deiluaðilanna um Kashm-
ír, var það ekki til neins og
þær runnu fljótlega út í sand
inn.
Áður en kom til bardaga Ind-
verja og Kínverja stóð herbún-
aður Pakistans hinum indversku
tiltölulega miklu framar. Hann
var allur betri og nýtízkulegri
meðal annars höfðu þeir fengið
sveit F-104 orrustuvéla, þeir
höfðu fimm fullskipaðar her-
deildir á móti ellefu deildum
Indverja. Hlutfall þetta hefur
stórum breytzt að undanförnu.
Vesturveldin hafa heitið Indverj
um sex deildum hermanna, er
æfðir séu til hernaðar í fjalla-
héruðum. Jafnframt hafa Ind-
verjar gert róttækar ráðstafanir
heima fyrir til þess að efla her-
styrk sinn. Gera þeir ráð fyrir
því að hafa yfir að ráða 17 her-
deildum í árslok 1964 og miða
að því að hafa 20 herdeildir ári
síðar. Fjárframlög til hernaðar-
þarfa hafa verið hækkuð um
helming á síðasta ári og margs
konar starfsemi komið á fót í
þessu sambandi. Og Indverjar
hafa ekki aðeins fengið
hernaðaraðstoð frá Vesturvéld-
unum, heldur einnig Rúss
um, m.a. samið um smíði
MIG-orrustuþota. Því hef-
ur einnig verið fleygt, að ind-
versk sendinefnd hafi verið í
Moskvu að undanförnu til þess
að semja um smíði kafbáta. Marg
ir telja ólíklegt, að þessi fregn
sé á rökum reist, þar sem Ind-
verjar hafi til þessa fengið alla
þjálfun í meðferð kafbáta í Bret
landi. Við allt þetta bætist, að
iðnaður Indverja stendur með
mun meiri blóma en iðnaður
Pakistana og þeir hafa yfir meiru
og betra vinnuafli að ráða.
— ★ —
Ótti Pakistana er því e.t.v.
skiljanlegur, þegar haft er í huga
hversu djúpur ágreiningur þjóð-
anna er og einnig hvernig hátt-
að er legu Pakistans. Landinu
er skipt í tvo hluta, er liggja
hvor sínu megin við Indland og
er fjarlægðin milli þeirra 2000
km. Og milli íbúa Vestur- og
Austur-Pakistana ríkir lítil vin-
átta.
Austur-Pakistan, sem fleygar
indverska héraðið Assam frá
Indlandi sjálfu, er aðeins fimmt-
ungur Vestur-Pakistans að stærð,
en þar búa meira en helmingur
allra Pakistana, eða rúmar 50
milljónir manna. Helzti atvinnu-
vegur A-Pakistana, jutehampur,
um 60% af útflutningi Pakistans.
Engu að síður er A-Pakistan
hinn vanþróaði hluti landsins.
Um 80% af útflutningstekjum
landshlutans er varið til fram-
kvæmda í V-Pakistan. Þar er
jafnframt menntunarskilyrði öll
miklu betri en í A-Pakistan, og
afleiðing þess sú, að allir em-
bættismenn og flestir opinberir
starfsmenn þar koma frá V-Pak-
istan. Þá eru launakjör almenn-
ings í austurhlutanum langtum
lakari en í vesturhlutanum.
Stjórnarleiðtoginn Ayup Khan
hefur hin síðari ár reynt að bæta
úr þessu ástandi, en róðurinn
reynzt erfiður. Straumur fjár-
magnsins frá A- til V-Pakistan
ítalía — Sviss 6—0
Þýzkaland — Austurríki 6—0
Belgía — Holland 6—0
Úrslit í 11. umferð í kvenna-
flokki urðu þessi:
Noregur — írland 6—0
Svíþjóð — Finnland 6—0
England — Egyptaland 4—2
Frakkland — Spánn 6—0
Danmörk — Belgía 4—2
Þýzkaland — Sviss 4—2
Finnland - island 5-1
í 14. UMFERÐ í Evrópumótinu
í bridge tapaði Island fyrir Finn-
landi með 69 stigum gegn 83 eða
1—5.
Úrslit í 14 umferð urðu þessi:
England — Sviþjóð 5—1
P'innland — ísland 5—1
Pólland — Irland 6—0
Danmörk — Egyptaland 4—2
Frakkland — Noregur 6—0
Spánn — Líbanon 4—2
Austurríki — Holland 6—0
Staðan i kvennaflokki að 11
umferðum loknum er pessi:
1. England 61 stig
2. Frakkland 54 —
3. Sviss 43 —
4. Svíþjóð 39 —
5. Danmörk 39 —
6. írland 38 —
7. Belgía 37 —
er þegar orðinn svo þungur, fjár-
festingin þar hefur dregið að
sér stöðugt meira fé, og
fólkið leitar þangað, sem launa-
og lífskjaramöguleikar eru bezt-
ir.
íbúar Austur-Pakistan eru
mjög bitrir yfir þessu ástandi og
ekki bætir það úr skák, að hinu
forna menningarmáli þeirra,
bengali, hefur ekki verið gert
jafn hátt undir höfði og málinu
urdu, sem talað er í V-Pakistan,
en Á-Pakistanar skilja alls ekki.
Ástæðan til þess, að ekki hef-
ur komið til sjálfstæðishreyfinga
í Austur-Pakistan, er eingöngu
talin óttinn við Indverja, enda
hafa leiðtogar Pakistan jafnan
alið á ótta og hatri í þeirra garð
og Indverjar sjálfir reyndar stuðl
að að þeim hræringum með ýms-
um aðgerðum sínum.
— ★ —
Þegar rætt er um þróun mála
í Pakistan og vaxandi tilhneig-
ingu stjórnarinnar til samstarfs
við Kínverja, er tíðum á það
bent hve Pakistan er óhemju
háð efnahags- og hernaðaraðstoð
frá Vesturveldunum. Mun sú að-
stoð nema allt að 60% af þjóðar-
tekjum landsins og er tiltölulega
skammt síðan fór að sjást af
henni verulegur árangur. Fimm
ára framkvæmdaáætlanir hafa
tvívegis verið gerðar í Pakistan.
Hin fyrri bar ekki góðan árang
ur, en hin síðari, sem byggist
að miklu leyti á nær 20 milljarða
kr. (ísl.) vestrænni aðstoð hefur
allt að því farið fram úr björt-
ustu vonum þeirra.
Drengur frá Auslur-Pakistan
Efnahagsástandið í Kína er
ekki þesslegt, að Pekingstjórn-
in geti hlaupið í skarðið ef Vest-
urveldin draga verulega úr efna-
hagsaðstoð við Pakistan. Því er
viðbragða þeirra beðið með
mikilli eftirvæntingu. Næsta víst
þykir, að Vesturveldin reyni eftir
mætti að sporna við áhrifum
kommúnista í Pakistan, en menn
eru mjög uggandi um árangur
þeirrar viðleitni, úr því sem kom
ið er.
8. Egyptaland 35 —
9. Noregur 34 —i
10. Þýzkaland 32 —
11. Líbanon 31 —
12. Holland 28 —
13. Spánn 27 —
14. Austurríki 22 —
15. Finnland 8 —
Staðan í opna flokknum aí
14 umferðum loknum er þessi
1. England 82 stig
2. Itaiía 68 —i
3. Pólland 56 —
4. Belgía 51 ...
5. Frakkland 50 —
6. Finnland 48 —
7. Sviss 47 —
8. Svíþjóð 43 —
9. Island 35 —
10. Noregur 35 —
11. Spánn 35 —
12. Líbanon 34
13. Þýzkaland 33 —
14. Austurríki 30 —
15. Danmörk 30 —
16. Holland 27
17. írland 26
18. Egyptaland 26 —