Morgunblaðið - 31.07.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.07.1963, Qupperneq 20
20 MORCVNBL4Ð1Ð Miðvikudagtrr 31. Júlí 1903 Willíam Drummond: MARTRÖÐ Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, og fékkst ekki um að skrifa neitt niður, þar eð hann hafði sagulband í gangi, áður en Newtonhjónin komu inn. Hann leyfði Kit að segja sögu sína, án þess að taka fram í. 1 málum sem þessu var miklu betra að lofa konum að vaða elginn og komast í mótsögn við sjálfar sig, o« vinsa svo sannleikann úr sög- unni, fremur en hjálpa henni til að koma með samanhangandi sögu, með því að leiðrétta vill- urnar jafnharðan. Hún var snotur kona, en jafn taugaóstyrk og sveittur veð hlaupahestur. Hún þá yindling- inn, sem hann bauð henni, en hún var sýnilega ekki vön reykingum. Hún hélt vindlingnum milli þum a’s og vísifingurs, og blés fyrst í hann í stað þess að sjúga. Hún gat ekki varizt því, að reykinn legði upp í auigu henni, og svo drap hún í vindlingnum, áður en hún hafði lokið við fjórðung af honum. >á tók hún til við hanzkana sína. Hún hélt þeim í hægri hendi sem lá á veskinu hennar (fínt veski — hlaut að hafa kostað ein þrjátíu pund — líklega frá Finnegen, en gæti verið ame- rísk. Með vinstri hendi hélt hún áfram að snúa uppá hanzkafing urna, rétt eins og hún væri að snúa kjúkling úr hálsliðnum. Hún var ungleg eftir aldri. Leit ekki út fyrir að vera nema tvít- ug, enda þótt minnisblaðið hans segði hana hálfþrítuga, einkadótt ur Cyrus Z. Colaman frá Cleve- land, Ohio sem hafði stofnað kornpakkaverzlunina, sem seldi „Kornee Koblets".... Og hann var líka ungur. Leit út fyrir að vera þrítugur enda þott hann hefði sagt blaðamönn um, um það leyti sem hann var að gifta sig, að hann vseri þrjátíu og fjöigura, en var raunverulega þrjátíu og níu. Forstjóri Newton- námanna og nokkura dótturfyrir tækja höfuðsmaður í lífverðin- um í síðari heimsstyrjöldinni, fór úr hernum 1946. Ekki áður kvænt ur. Byrnes fór að undrast, að New ton skyldi ekki hafa kvænzt fyrr. Hann átti nóg til, og sennilega vildi hann eignast erfingja. En hafði samt beðið svona lengi. Jafnvel ef allt færi með felldu, Syndið 200 metrana yrði hann orðinn sextugur áður en erfinginn yrði mynduigur.... Meðan Kit sagði söguna, horfði Byrnes eins mikið á Newton og hana. Þetta gat verið sönn saga, enda þótt hún líktist ekki venju legum sögum af kynferðis-briál- æðingum. Venjulega söðust þeir ætla að drepa og síðan, hvað þeir ætluðu að gera á eftir. Hinsvegar var eitthvað athugavert við þetta hjónaband. Líklega væri konan ástríðufyllri en maðurinn. Byrnes hafði aldrei talað við hjón um svona mál fyrr. Aillar konur, sem hann hafði talað þann ig við, voru einhleypar. En það skrítna var, að allar þessar kon ur, hvort sem þær höfðu raun verulaga orðið fyrir svona að- sokn eða bara ímyndað sér það, þjáðust allar af einhverskonar hungri. Hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að alveg eins og til voru tilvonandi myrtir menn, sem fóru um í leit að morðingjanum. þannig voru líka til ofsóttir menn í leit að ofsókn urum. Hann þekkti viðbrögð svona kvenna. En hann var ekki jafnfróður um viðbrögð hjóna. Frú Newton var sér mjög með vitandi nærveru mannsins síns. Enda þótt hún væri að segja hon um (Byrnes) söguna sem full- trúa lögreglunnar, gat hann séð að henni var enn meiri forvitni á a sjá viðbrögð eiginmannsins við áhrifunum, sem sagan kynni að hafa á Byrnes. Hún virtist hafa minni áhuga á að grípa fram í fyrir manninum en hinu að koma sjálf fram sem sann- söguil kona. Og á sama hátt var Newton stöðugt að horfa af konu sinni og á hann, til þess að reyna að sjá, hver áhrif saga hennar hefði. Hann var kvíðinn. Og hvaða maður mundi ekki vera kvíðinn, hugsaði Byrnes, með konu, sem hann gæti ekki full- nægt og væri nú að gera sér ímyndanir um kynferðislegar ofsóknir? Veslings maðurinn! Og þó enn fremur: Veslings konan! Þegar hún hafði talað út, hall aði hann sér fram á borðið, eins og hans var vandi, oig sagði: — Og í bæði skiptin, var hann ekki einungis með sauruigt tal, heldur líka hótanir um morð? — Nei, það var morðhótun í bæði skiptin. En ekkert saurugt tal í fyrra skiptið, þarna í garð- inum, sagði frú Newton. Byrnes hafði hlustað vandlega, og vissi það vel sjálfur. En hann hafði lært í lögregluskólanum, að það getur verið gott að látast vera heimskur. — Afsakið! sagði hann. — Mér skjátlaðist. Það hefur þá verið stöðug hótun um morð? Getið þér hugsað yður nokkurn mann, sem myndi vilja myrða yður? —- Eg er ekki brjálæðingur, sagði Kit, — en þessi maður er það. Hinsvegar þekki ég engan brjálaðan mann, að því er ég bezt veit. Þetta var gott svar, enda þótt það sannaði ekki neit, nema það, að hún var ekki alveg eins ung og hún leit út fyrir. — Þekkið þér nokkurn, hr. Newton? — Eg? Hvað? Newton kom þetta alveg á óvart. — Þekkið þér nokkurn, sem myndi vilja myrða konuna yðar? — Mér finnst þetta alveg út í hött, sagði Newton. — Ef ein- hver hefði ætlað að myrða Kit, þá hefði hann notað tækifærið í allri þokunni í gærkvöldi. — Þetta var líka gott svar. — Ja, svo? Hann leit á konuna. — Hvað haldið þér, að liggi að baki þessu? — Það hefur aldrei neitt þessu líkt komið fyrir mig áður. sagði Kit. — Eg gæti helzt haldið, að þetta væri einhver kynbrjálaður maður. — En ef svo er, Kisa, sagði Newton. — hversvegna var þetta þá svo alt öðruvísi þarna í garð inum? .... Eg á við, að þetta var með allt öðrum orðum, ja'n fjarskylt eins og mismunandi mynt, svo sem frankar og dollar ar. Byrnes hafði getað huigsað sér hin og þessi gælunöfn á Kit, en ekkert þeirra var „Kisa“. Hún var bara ung kona, sem beinlin is þráði að verða fullorðin. — Hvað álítið þér þá, hr. Newton sagði hann. — Eg skil ekki upp eða niður Alveg ringlaður. Og það er kon an mín líka. Annars hefðum við ekki farið að ónáða yður. — En þér hafið vissa skoðun á þessu hugsaði Byrnes og hún er a-lls ekki frábrugðin minni eigin skoðun. En þér viljið ekki segja mér hana, ef hún skyldi vera niðrandi fyrir yður sem karl- mann. En upphátt sagði hann. — Það er afskaplega erfitt að finna þessa menn með lausar skrúfur. Venjulega virðast þeir bara svo- lítið einkennilegir. En svo- verða þeir yfirþyrmdir af þessu. Þér þekkið víst engan, sem er svona eins og dálítið .. skrítinn? Newton leit á eiiginmann sinn, en hann hristi höfuðið. — Yður dettur nú einhver í hug, en viljið ekki nefna hann, eða hvað? — Ég hef hann ekki beinlínis grunaðan, sagði hún. — En pað er þarna strákur að nafni Mal- colm. Sonur hreingerningakon- unnar minnar. En hann hefur ekki gert þetta, er ég viss um. Hann gæti ekki brugðið fyrir siig þessari rödd. — Og þér eruð viss um, að það hafi verið sama röddin í bæði skiptin? — Já, það er ég alveg viss um. En þetta var bara engin mann- eskjurödd. Hún var.... ja, hvað á ég að segja.... eins og hún kæmi úr vél. — Það var ekki Malcolm, sagði Newton. Hann er að vísu ógeðs legt sníkjudýr, en hann gæti alls ekki breytt í sér röddinni. Ann ars er mér ekki alveg ljóst, Kit, hvernig henni var breytt. Eins og þú lýsir því, var það líkast rödd úr martröð. — Ja, þannig var hún einmitt, elskan mín, svaraði Kit. — En þetta var bara engin martröð. Hún var alveg ljóslifandi og eins og úr einhverri vél, og ætlaði að gera mig brjálaða. Það er það, sem ég er al-ltaf að segja þér. Byrnes laut fram og hringdi á Foster. Það var tími til kominn að gera ofurlítið hlé á þessu. Foster kom inn með segulbands tæki, tvö heyrnartól og nokkrar öskjur af segulböndum. Byrnes kinkaði kolli og Foster setti á- höldin á borð út við vegg og setti þau í samband. — Þetta er nú bara tilraun, frú Newton sagði hann. — Því miður er allt fullt af svona vit- leysingjum í síma, sem ganga lausir síðan ófriðnum lauk. Ham ingjan má vita, hversvegna. Það er lítil fullnæging í svona, finnst mér. Við höfum hér nokkrar svona raddir á bandi — breyttar raddir, sem við höfum verið svo heppnir að ná í. Eg býst nú ekki við, að við finnum yðar mann þar á meðal. Enginn þeirra líkist lýs- ingu yðar á honum — en hver þeirra hefur sín sérkenni. En það væri nú samt gott, ef þér vilduð hlusta á þær. Eg býst við, að orð bragðið sé ekki upp á það prúð- asta hjá þeim flestum. Mér þykir það leitt, en það er nú annars ekki svo slæmt þegar þér hlustið svona á þá með heyrnartóli. , — Eruð þér viss um, að þetta sé nauðsynlegt? spurði Newton og kenndi viðbjóðs í röddinni. — Það er það, ef þér hafið áhuga á að ná í manninn, svar- aði Byrnes. Frú Newton leit á hann. Síðan gekk hún að borðinu. — Vilduð þér aðeins setja áhaldið í gang og sýna mér, hvernig það gengur, sagði hún við Foster. Það versta við svona mál, hugs aði Byrnes, er það, að allt má skilja á tvo vegu. Newton gæti viljað losa konuna sína við að hlusta á þennan óþverra, en svo gæti hann líka verið hræddur um að það að hlusta á eitthvað svip að því, sem hún segðist áður hafa heyrt, gæti ljóstrað upp um hana sem svikara. Og frú Newton gæti annaðhvort óskað að handsama manninn, eða aðeins að sanna, að hún óskaði þess. Frú Newton setti á sig heyrn artólið og Foster setti í ganig Hún KALLI KUREKI Teiknari; Fred Harman HhE OLD-TIMEZ, WZITIMSTOA WIPOW WHO HAS APVEZTISEP FOZ A HUSBAHD,-HAS SEMT HER ÍEED'S PHOTO WSTEAD OFH/S OWM, TO IMPEESSHER "'WHEfJ SHE AB.RIVES M FH&OSA SPEIMiFS, HE TAFES OME LOOK ATHER'" AMDPUMS’ ------*-----*—?—y PHOTO'4 . ' WHT s SCOUNDREL? . OF ALL TH1 CHEATS/ SHE SEHT ME A PHOTO OFA ■ZO-YEAR-OLD <5A L! ^ Gamli maðurinn hefur skrifað til ekkju, sem setti auglýsingu með hjú- skapartilboð 1 blaðið, og lét fylgja með mynd af Kalla til þess að svar hans hefði meiri áhrif á hana .... Þegar hún kemux til Pagosa rétt lítur gamli maðurinn á hana en hleypur svo á brott. — Þetta er nú það versta, sem ég hef vitað. Sendir hún mér mynd af tvítugri stúlku. — Vertu nú ekki með nein læti, gamli minn. — Viljið þér hafa yður hæga, frú. — Ég er enginn gamli minn. Ég er Kalli kúreki. — En þessi mynd er af þér. Þessi bölvaður þorpari. sneri baki inn í stofuna, en það gat bæði stafað af feimni eða þá af hræðslu við, að svipurinn á henni gæti komið upp um hana Það gerði nú annars ekkert til, því að Foster hafði. samkvæmt SHÍItvarpiö Miðvikudagur 31. júlí. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna": Tð.ileikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Lög úr söngleikjum. — 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Fiðlumúsik: Ginette Neveu leik« ur fjögur lög eftir Josef Suk. Við píanóið: Jean Neveu. 20:15 Vísað til vegar: Þórsmerkurrabb (Jóhannes skáld úr Kötlum). 20:35 íslenzk þjóðlög: Anna Þórhalla- dóttir syngur og dr. Hallgrímur Helgason leikur á píanó. 21:00 Alþýðumenntun; IV erindi; Lýðskólarnir og þjóðfélagið (Vil- hjálmur Einarsson kennan). 21:25 Píanótónleikar: Annie Fischer leikur sónötu 1 c-moll op. 111 eftir Beethoven. 21:50 Upplestur: Kristján Röðuls les frumort ljóð. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Al- aska“ eftir Peter Groma; XIX. (Hersteinn Pálsson). 22:30 Næturhljómleikar. 23:20 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. ágúst. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Á frívaktinni“, sjómannaþáttur (Eydís Eyþórsdóttir). 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Danshljómsveitir leika. — 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Vfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Elisabeth Schwartz- kopf syngur vinsæl lög; undir- leik annast Gerald Moore. 20:15 María Curie; IV. erindi: Síðarl starfsárin (Sigurlaug Arnadótt* ir). 20:30 Létt-klassísk músik frá vestur- þýzka útvarpinu (Þýzkar hljóm- sveitir leika). 20:55 Aldarminning Stefáns Stefáns- sonar skólameistara: Erindi flytur Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur, en Óskar Ingimarsson og Andrés Björns* son lesa úr ritum Stefáns. 21:50 Organleikur: Árni Annbjarnar- son leikur forleik, sálm og fúgu eftir Jón Þórarinsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn i AI- aska“ eftir Peter Groma; XX. (Hersteinn Pálsson). 22:30 „Oklahoma“: Rafn Thorarensen kynnir lög úr söngleik eitir Rodgers og Hammerstein. 23:15 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Pregid 5. hvers mánaðef#

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.