Morgunblaðið - 18.09.1963, Blaðsíða 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. sept. 1963
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að&.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakio.
KOMMÚNISTAR
ALVARLEGA HIRTIR
17 ommúnistar hafa nú feng-
ið eina alvarlegustu hirt-
ingu, sem þeir nokkru sinni
hafa fengið hér á landi. Þegar
þeir boða lið sitt saman til
mótmæla gegn aðild íslands
að varnarbandalagi vest-
rænna. þjóða og öryggisráð-
stöfunum þess hér á landi
hlýða aðeins um 200 manns
kalli þeirra!! Þessir 200 komm
únistar störðu hnípnir og
sljóir í gaupnir sér, þegar
þúsundir Reykvíkinga hylltu
varaforseta Bandaríkjanna í
Háskólabíói og utan við það í
fyrradag. Kommúnistaleið-
togunum varð það nú ljóst, að
þeir höfðu hlaupið á sig, þeg-
ar þeir efndu til samblásturs
gegn varaforseta Bandaríkj-
anna, sem kom hingað sem
gestur íslenzku þjóðarinnar í
opinbera heimsókn í einn dag.
Fæstir kommúnistaleiðtog-
anna létu sjá sig í hinum
hnípna 200 manna hópi. Þar
voru aðeins nokkrir minni spá
menn, sem alltaf eru reiðu-
búnir til þess að láta hina
blindu Moskvutrú hlaupa
með sig í gönur.
Hvernig stóð á því að að-
eins 200 kommúnistar mættu
við Háskólabíó til þess að mót
mæla vörnum íslands og æpa
að varaforseta Bandaríkj-
anna?
Ástæðurnar eru vafalaust
fleiri en ein. En þessar eru
augljósastar:
Kommúnistaflokkurinn er
nú margklofinn og logandi að
innan. Þar er hver höndin
uppi á móti annarri. Útifund-
arboðunin við Háskólabíó var
flan án nokkurrar fyrir-
hyggju og fyrst og fremst
vegna rifrildis og refskákar
milli stríðandi afla innari
flokksins.
í öðru lagi er nú svo komið,
að jafnvel kommúnistum sjálf
um ofbýður þegar þeir eru
hvattir til þess að ráðast fram
an að gestum þjóðarinnar
með pólitískum mótmælaað-
gerðum og uppsteiti. Á ís-
landi hafa að sjálfsögðu allir
leyfi til þess að hafa sína skoð
un á utanríkisstefnu og ör-
yggismálum landsins, eins og
öðrum þjóðmálum. En það er
of langt gengið, þegar æsinga-
lýð er stefnt saman til ögrana
við erlenda þjóðhöfðingja,
sem koma í heimsókn til
landsins og eru gestir þjóðar-
innar sem heildar.
Þriðja ástæðan fyrir hinni
hraklegu útreið kommúnista
við Háskólabíó er vafalaust
sú, að þeir eru að tapa fylgi
meðal þjóðarinnar. Aðeins ör-
fámenn rökheld klíka ofsa-
trúarmanna fæst til þess að
dansa áfram á Moskvulín-
unni.
Heimsókn Lyndon B. John-
sons, varaforseta Bandaríkj-
anna, hefur verið að mörgu
leyti gagnleg. Hún gaf íslend-
ingum tækifæri til að kynn-
ast þróttmiklum og frjálslynd
um stjórnmálamanni, sem
kom fram* af óvenjulegu lát-
leysi og hreinskiptni. Hún hef
ur þar að auki veitt kommún-
istum stórfellda hirtingu og
látið þá verða sér til opinber-
ari háðungar en nokkru sinni
fyrr hér á landi.
FURÐULEG
TILLAGA
WYinston Churchill, hinn
” mikli styrjaldarleiðtogi
Breta og gagnmerki stjórn-
málamaður, hefur ekki alls
fyrir löngu lýst því yfir, að
hann muni ekki bjóða sig
fram við næstu þingkosning-
ar í Bretlandi, sem fram eiga
að fara síðari hluta næsta árs.
Churchill er nú kominn hátt
á níræðisaldur og hefur setið
nær óslitið í Neðri málstof-
unni síðan árið 1900. Mun
hann af mörgum talinn einn
merkasti núlifandi stjórn-
málamaður heimsins.
Nýlega hefur verið skýrt
frá því í brezku blaði, Sunday
Express , London, að brezka
stjórnin sé að íhuga tillögu
um það, að Winston Cchur-
chill skuli gerður að nokkurs
konar „lífstíðar“ eða „heið-
ursþingmanni“ í Neðri mál-
stofunni. Hælir blaðið sér af
því að þessari hugmynd hafi
fyrst verið hreyft í grein á
síðum þess.
Enda þótt Winston Chur-
chill sé ástsæll og virtur
stjórnmálamaður meðal þjóð-
ar sinnar og um heim allan,
verður ekki annað sagt um
þessa tillögu um lífstíðar-
þingmennsku til handa hon-
um, en að hún sé furðuleg og
raunar fáránleg. Neðri mál-
stofan er eingöngu skipuð
þjóðkjörnum fulltrúum, sem
kosnir eru í einmenningskjör-
dæmum um land allt. Útnefn-
ing heiðursþingmanna í Neðri
málstofunni, sem ekki væru
kosnir í neinu sérstöku kjör-
dæmi, væri tilræði við brezkt
lýðræði og þingræði. Ef
brezka þjóðin vill halda Win-
ston Churchill á þingi eftir að
hann hættir að bjóða sig
fram í kjördæmi sínu til
Neðri málstofunnar, er ekkert
■
■
■
EFTIRFARANDI fréttir eru
þýddar úr nýjustu tölublöð-
um brezka blaðsins Medical
News:
Inflúensa
I sjónvarpsþætti um veir-
ur og bóluefni í Ulstersjón-
varpinu fyrir skömmu skýrði
prófessor George Dick, yfir-
maður sýkladeildar Lækna-
skólans í Belfast, frá því, að
undanfarið hafi engin ný teg-
und inflúensuveiru skotið upp
kollinum í heiminum. Síðan
skýrði prófessorinn frá því, að
um allan heim væru rannsókn
arstofur, sem fylgdust stöðugt
með því hvort ný tegund in-
flúensuveiru væri að stinga
sér niður. Eru rannsóknarstof-
ur þessar undir eftirliti alþjóð
legu heilbrigðismálastofnunar
innar (WHO). Þegar nýrrar
ipflúensuvéiru verður vart,
sendir viðkomandi rannsókn-
indalegu sjónarmiði og rann-
sóknaraðferðir þeirra tíma of
grófgerðar til þess að hægt
væri að fylgja þeim eftir. —•
Þrátt fyrir þetta misstu Rous
og félagar hans ekki áhugann
á viðfangsefninu, en þeim
miðaði mjög hægt. Jafnvel
1930 var það skoðun flestra,
að rannsóknir þeirra hefðu
lítið raunhæft gildi. Mest á-
herzla var þá lögð á lífefna-
fræði og lífefnafræðingum
tókst að framleiða ýmis-gervi-
efni, sem ollu krabbameini. Á
síðasta áratug hafa sjónarmið-
in gjörbreytzt. Rannsóknir
með rafeindasmásjám, vefja-
ræktun og aðrar nákvæmar
aðferðir hafa valdið byltingu
í þekkingu manna á veirum.
Þær eru ekki lengur aðeins
skolanleg efni, þær eru lífver-
ur, sem hægt er að rannsaka
lífefnafræðilegá, ónæmis-
fræðilega og með smásjám.
in var flutt í sjúkrahús, fylgj-
an var enn ókomin og konan
hafði miklar blæðingar. Þegar
til sjúkrahússins kom, var
konan flutt í svæfingaklefa og
þar lézt hún.
Lík hennar og barnsins var
flutt heim til systur hennar og
þar stóð kistan opín í sex
daga. Systirin, maður hennar,
tvö börn þeirra, nágrannakona
og fyrra barn ungu konunnar
veiktust af bólusótt og systirin
lézt.
Nokkrum klukkustundum
eftir að konan dó í svæfinga-
herbergi sjúkrahússins, var
svæfður þar drengur, sem
taka átti úr annað nýrað. Upp-
skurðurinn var svo alvarleg-'
ur, að móðir drengsins fékk að
liggja í sjúkrahúsinu með hon
um. Eftir uppskurðinn tók
drengurinn bólusótt, móðir
hans smitaðist einnig og lézt
af völdum veikinnar.
500 látast vikulega
úr lungnakrabba
Fyrir skömmu ræddi
lávarðadeild brezka þingsins
lungnakrabba og sígarettu-
reykingar í Bretlandi. Við um
ræðurnar kom fram, að nú
látast 500 menn á viku úr
lungnakrabba í landinu, það
I
I
:
úr heimi læknisfræðinnar
arstofa sýnishorn til allra
annarra rannsóknarstofa, sem
gegna sama hlutverki og þar
eru veirurnar ræktaðar. Þegar
því er lokið hefjast rannsókn-
ir, sem miða að því að finna
bóluefni við inflúensunni og
er þeim líkur fá lyfjaverk-
smiðjur formúluna í hendur
og hefja framleiðslu bóluefnis
þegar í stað. Nægilegt bólu-
efni er því venjulega fyrir
hendi til þess að koma í veg
fyrir að inflúensufaraldur
breiðist út. Bóluefni kemur
ekki að gagni nema það bygg
ist á rannsóknum á hinni nýju
inflúensutegund. Bóluefni við
fyrr þekktum tegundum eru
alveg gagnslaus.
Inflúensufaraldur getur
komið upp hvar sem er í heim
inum. 1889 kom inflúensufar-
aldur t.d. upp í Rússlandi, 1918
á Spáni og í Kína 1957. —
Skýrði prófessor Dick frá því,
að 1918—19 hefðu aðeins tveir
staðir í heiminum sloppið við
inflúensuna, eyjan St. Helena
undan Afríkuströnd og eyja-
klasi einn í Suður-Kyrrahafi.
-^- Krabbamein og veirur
Hér fer á eftir í lauslegri
þýðingu hluti ritstjórnargrein
ar Medical News fyrir
skömmu:
Það er ekki aðeins á yfir-
borðinu, sem saga pensilínsins
líkist sögu veira og krabba-
meins. Árið 1910 sýndu rann-
sóknir Peytons Rous, að á-
kveðin skolanleg „efni“ (þ.e.
efni, sem fara í gegnum síu)
geta valdið illkynjuðum æxl-
um, og var það talin mjög at-
hyglisverð uppgötvun. Það
vakti einnig heimsathygli, er
Fleming uppgötvaði pensilín-
ið. Hins vegar voru uppgötv-
anir þessar á frumstigi frá vís
Enn vantar mikið á að sam-
band veira og krabbameins sé
fúllrannsakað, en vísinda-
menn segja nú allt benda til
þess að menn geti smitazt á
venjulegan hátt af veirum,
sem valdið geti illkynjuðum
æxlum. Sé þetta svo, veitir
það stórkostlega möguleika.
Allt bendir til þess, að orsakir
krabbameins séu margvísleg-
ar, en það varpar óneitanlega
nýju ljósi á viðfangsefnin, ef
eins algengir sníklar og veir-
ur geta valdið krabbameini.
Harmleikur í lækna-
skýrslum
Sem kunnugt er kom upp
bólusótt í Bretlandi veturinn
1961—62 og tóku 62 veikina
áður en tókst að ráða niður-
lögum hennar. Um 10 manns
létust úr veikinni. í lækna-
skýrslum, sem greina frá far-
aldrinum, er m.a. eftirfarandi
saga, sem gæfi harmleikjum
skáldanna lítið eftir, væri hún
færð í listrænan búning:
Ung húsmóðir, sem átti von
á öðru barni sínu, bjó nálægt
bólusóttarsjúkrahúsi á svæð-
inu þar sem faraldurinn kom
fyrst upp. Nokkrum dögum áð
ur- en barnið fæddist fluttist
konan til móður sinnar, sem
bjó í annarri borg og þar ætl-
aði hún að dveljast þar til hún
hefði náð sér eftir barnsburð-
inn. Þremur dögum áður en
barnið fæddist fór konan að
finna til einkennilegs sljó-
leika, fékk útbrot og blæðing-
ar undir nethimnu augans. —
Enginn læknir var viðstaddur,
er konan tók léttasóttina og
barn hennar fæddist andvana.
Þegar konurnar, sem aðstoð-
uðu við fæðinguna, tók að
lengja eftir fylgjunni hringdu
þær á sjúkrabifreið og móðir-
er að segja einn maður á 20
mínútna fresti. Á árunum frá
1920 til 1962 hefur sala sígar-
etta í Bretlandi aukizt úr 36,-
000 milljónum á ári í 110,000
milljónir á ári. Á sama tíma
hafa dauðsföll af völdum
lungnakrabba aukizt úr 592 í
26.358 á ári. Talið er að fjölg-
un skráðra dauðsfalla af völd-
um lungnakrabba stafi að
nokkru leyti af nákvæmari
sjúkdórhsgreiningu á síðari ár
um.
Hætta af hárlakki
Þegar fregnir bárust til
Bretlands um, að í Bandaríkj-
unum hefði orðið vart lungna-
sjúkdóms, sem talið væri að
orsakaðist af of mikilli notkun
hárlakks í langan tíma, var
þegar sett á laggirnar nefnd
lækna til þess að rannsaka
hvort hárlakk gæti verið
hættulegt heilsu manna. —
Nefndin skilaði áliti fyrir
skömmu og segir, að hættan á
því að hárlakk geti valdið
lungnasjúkdómum sé mjög
lítil, en þó sé hún fyrir hendi,
sérstaklega meðal hárgreiðslu
kvenna, sem sprauta hárlakki
yfir hár viðskiptavina sinna
oft á dag. Rannsókn var látin
fara fram á lungum 505 hár-
greiðslukvenna, en ekkert
fannst, sem benti til þess, að
þær hefðu beðið tjón af hár-
lakkinu. Ein hárgreiðslukon-
an hafði að vísu lungnasjúk-
dóm, en hafði þjáðst aí honum
í 14 ár. Á sá sjúkdómur ekkert
skylt við þann, sem Banda-
ríkjamenn hafa orðið varir
við.
í niðurlagi skýrslu brezku
nefndarinnar segir, að þrátt
fyrir litla hættu á skaðlegum
áhrifum hárlakks, skuli fólk
reyna að forðast að anda því
að sér.
auðveldara en að fá honum
sæti í Lávarðadeildinni, þar
sem hann gæti átt sæti ævi-
langt án þess að bjóða sig
fram í nokkru kjördæmi. Efri
málstofa brezka þingsins, Lá-
varðadeildin, er eins og kunn-
ugt er skipuð mönnum, sem
erfa stöður sínar og seta þar
er bundin ákveðnum titlum.
Hitt er svo annað mál, hvort
Winston Churchill mundi
vilja enda þingmennskuferil
sinn með setu í Lávarðadeild-
inni, sem margir telja löngu
orðna úrelta og ekki í sam-
sæmi við nútíma hugmynd-
ir um lýðræði og þingræði.