Morgunblaðið - 18.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1963, Blaðsíða 17
Miffvikudagur 18. sept. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 17 Attræður í gær: Agnar Guðmundsson AGNAR vinur minn er fæddur 17. sept. 1883 að Aðalbóli í Mið- firði. Ég kynntist Agnari fyrir rúm- um 30 árum í erfiðri keppnis- vinnu. Æ síðan hef ég borið virð ingu fyrir persónuleika hans og þeirri atorku sem hann sýndi þá. Hann var þá kominn nær fimm- tugu. Agnar var í æsku tápmikill og glaðlyndur og mjög kappsamur að hverju verki sem hann gekk. Hefði hann verið ungur nú á íþróttaöldinni hefði nafn hans oft verið nefnt. Agnar lærði sund árið 1897, 14 ára gamall, hjá Guðmundi Guð- mundssyni bónda í 3æ í Vestur- hópinu, en Guðmundur kenndi LANCÖMB | *’ le parfumeur c/e Puris, Mlle Jeannette Lucas fegrunarsérfræ'ðingur frá Lancome, París, aðstoðar við skiptavini vora við val og kaup á snyrtivörum fimmtu daginn 19. og föstudaginn 20. september. — Ennfremur mánudaginn 23. september. víð Lækjartorg Dömur! Fáið yður lagningu án þess að panta tíma. Raffó Sölubúð við Laugaveg Til leigu er rúmgott og skemmtilegt verzlunarhús- næði við Laugaveginn. Tilboð merkt: „Laugavegur — 3165“ leggist á afgr. Mbl. fyrir 21. sept. n.k. Nokkrar æfðar vélritunarstúlkur óskast til landssímans í Reykjavík. Upplýsingar hjá ritsímastjóranum. Þakpapplnn kominn. — Verð pr. 40 ferm. rúlla kr. 226.— Mars Trading Company hf. Klapparstíg 20 — Sími 17373. sund í laug að Reykjum í Hrúta- firði, sem var gerð með torffyrir- hleðslu. >ó námið væri stutt og aðbúð léleg varð Agnar æ síðan góður sundmaður. Agnar hefur frá æsku stundað fjölmarga vinnu. Hann var bóndi og sjómaður. Hann reri 15 ver- tíðir á sama skipinu úr Leirunni i Gullbringu- og Kjósarsýslu. Með Pétri Þórðarsym form. frá Gróttu reri hann tvær haust-ver- tíðir úr Grímsey á Steingríms- firði. Agnar gæti sagt margar sögur frá þeim árum, bæði á sjó og landi, sem gæti lýst erfiði aldamótamannsins. Agnar var afburða heyskapar og sláttumað- ur. Hann var og afburða flán- ingsmaður, sem og að hverju verki sem hann gekk. Árið 1932 hóf Agnar vinnu hjá Eimskipafélagi íslands, en hætti þar í fyrra, sökum aldurs. Á æsku og uppvaxtarárum Agnars var lítið olnbogarými fyrir sveitapiltinn, en öll vinna erfið og aðbúð hörð með kröpp- um kjörum, en á heimili Agnars var aldrei knappt um mat. Agnar ólst ekki upp við blíðari kjör, en aðrir hans samtíðar- menn, en glaðlyndi hans og vinnukappið flutti hann yfir alla boða erfiðleikanna og því er hann unglegri í dag, en aðrir átt ræðir menn. Ég óska Agnari, konu hans og börnum gæfu og gengis á ókomn- um árum. Sem þakklæti fyrir kynning- una sendi ég þér Agnar þessar vísur: Liðna tímans byrði barst bernskudaga glaður . Lífs í glímu og verki varst vinnuhagur maður. Góði vinur, mannraun mörg mælist nú ei þyngri, lífs í kringum léztu björg iétt er þú varst yngri. Flaugstu yfir flúðir harms flUgtak kynnir saga, ennþá lifir eldur barms æsku þinna daga. Minning grær við stund og stað stóðst um tíma hljóður, vinur kæri veit ég að varst þá glímu móður. Ég vil ekki nefna neitt, neinar rýrðir skrifa. Allir þekkja þetta er breytt, það er dýrð að lifa. Margur kann að minnast þín á merkisdegi kvaddur. Góðum manni gæfan skín Guðs á vegi staddur. Lárus Salómons. Skóútsalan NÆST SÍÐASTI DAGUR 1/2 VIRÐI Skóverzlunin Framnesvegi 2. Riðstraumsrafalar i bíla ( Alternator) Við getum boðið hina þekktu „PRESTOLITE" RIÐSTRAUMSRAFALA í flestar tegundir 12 volta vélknúinna tækja, svo sem í bíla, báta, vinnuvélar og landbúnaðartæki. RIÐSTRAUMSRAFALLINN er stórkostleg tæknibylting. PRESTOLITE. RAFALLINN þýðir ótakmarkað rafmagn. PRESTOLITE RAFALLINN kostar kr. 2.800,00 með straumloku. ÍSETNING AUÐVELD — ÁRSÁBYRGÐ FORD-umboðið SVEINN EGILSSON H.F. Laugavegi 105. — Sími 22470. SKRIFSTOFUSIARF framtíBarstörf á skrifstofum Viljum ráða ungt fólk, karla og konur, til skrifstofu- starfa og annarra starfa, sem krefjast áhuga og sam- vizkusemi. — Tungumálaþekking og vélritunar- kunnátta er nauðsynleg í sumum starfanna, en öðrum ekki. — Nánari upplýsingar gefur Starfs- mannahald SÍS, Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. STARFSMAN NAHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.