Morgunblaðið - 18.09.1963, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18. sept. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
15
M.b. Sœborg VE 344
sem er 15 tonna nýr bátur með 86—100 ha. Ford
Parson vél, Furno-dýptarmæli, línuspili, talstöð,
aluminium-stýrishúsi og rúffi, er til sölu hjá mér
nú þegar, ef viðunandi tilboð fæst. Fylgt geta 40—
50 bjóð af línu. Verð og skilmálar hagstætt, ef sam-
ið er strax.
JÓN HJALTASON, hrl.
Skrifstofa: Drífanda við Bárustíg,
Vestmantiaeyjum. — Sími 847.
Stúlkur
Stúlkur, helzt vanar saumaskap, óskast til verk-
smiðjustarfa.
BLÁFELDUR, Síðumúla 21.
Sími 23757, eftir kl. 5 sími 10073.
Klæðskeri — Verkstjóri
Karlmannafatastofu vantar verkstjóra. Tilboð —
merkt: „Sauniastofa — 3162“ sendist afgr. Mbl.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Helga V. Jónssonar, hdl. að undan-
gengnu fjárnámi verður bifreiðin R-12035 sem er
Plymouth árg. 1955 seld á opinberu uppboði, sem
haldið verður við skrifstofu mína að Álfhólsveg 32,
í dag, miðvikudaginn 18. sept. 1963 kl. 15.00.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
íbúð óskast
fyrir tvær umgengnisgóðar eldri konur. — Aðgang-
ur að síma getur íylgt. — Uppl. í síma 10827.
íbúð óskast til kaups
2ja—4ra herb. Þyrfti að vera laus, sem fyrst. —
Útb. eftir samkomulagi. — Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir 22. þ.m., merkt: „íbúð 5x20 — 3841“.
Aðstoðarstúlka
óskast á tannlæknastofu hálfan daginn. Tilboð
sendist afgr. Mbl, merk: „Aðstoðarstúlka — 3848“.
MÍMIR
HAFNARSTRfTl 15
SIMI 22 8 65
Enska, þýzka, danska,
rússneska, spænska, sænska,
ítalska, franska, íslenzka
fyrir útlendinga.
Iðnaðar— og geymsluhúsnæði
til leigu. Upplýsingar í síma 20326 kl. 4—6 í dag
og næstu daga.
— Sölutími
Framh. af bls. 2
er nú liggja fyrir borgarstjórn,
hefur greinilega komið fram, að
greinarhöfundar hafa annað
hvort ekki kynnt sér tillögurnar
nægilega eða skýra rangt frá af
ásettu ráði. Þess vegna þykir til-
lögumönnum nauðsynlegt, að
þetta komi fram:
1. Tillögurnar fela í sér að
þeirra dómi stóraukna þjónustu
við neytendur í Reykjavík. Er
það meðal annars fólgið í því, að
heimilað er, að allar verzlanir,
sem þess óska, megi hafa opinð
án sérstaks leyfis til kl. 22.00 alla
föstudaga; þá verði þeim og
heimilað að hafa opið til kl. 14.00
á laugardögum að sumri, en kl.
16.00 að vetri.
Gert er ráð fyrir því, að til-
tekinn fjöldi verzlana megi vera
opinn til kl. 22.00 alla daga árs-
ins nema 6 tiltekna helgidaga.
Miðað er við, að slíkar verzlanir
verði í helztu íbúðahverfum, og
ákvarði borgaráð fjölda þeirra
að fengnum tillögum Kaup-
mannasamtakanna og K.R.O.N.
Allar getsakir um það, að til-
tekin stórfyrirtæki eigi að sitja
að þessari verzlun eru algerlega
tilefnislausar. Þvert á móti hefur
verið reiknað með því, að verzl-
anir skiptist á um þessa þjón-
ustu.
Þá má geta þess, að með til-
lögunum er farið inn á braut,
sem ekki er leyfð nú, en það er
sala á innpökkuðum mat fram
eftir nóttu, með sérstöku leyfi.
Ýmsar aðrar breytingar í hag
neytenda mætti nefna.
Hamlað gegn sjoppum
„Skerðing sú á hagsmunum
neytenda, sem mjög er á loft
haldið, er í því fólgin, að reynt
er að hamla gegn hinum svo-
kölluðu sjoppum, sem allir, ef
trúa má blaðaskrifum undanfar-
in ár, virðast sammála um, að
séu til lítils menningarauka.
Þess vegna er lagt til, að allir
söluturnar selji beint út um sölu-
op og verði lokaðir kl. 22.00 í
stað kl. 23.30, og verði söluvarn-
ingur þeirra í meginatriðum svo
sem um ræðir í 5. gr. tillagn-
anna. Þeir, sem þurfa að skipta
við þessi fyrirtæki, geta því náð
til þeirra til kl. 22.00. Hins vegar
er síður við því að búast, að
þessir staðir verði bækistöðvar
fyrir unglinga svo sem töluvert
hefur kveðið að.
Þá er jafnframt gert ráð fyrir,
að sú almenna vörusala, sem við
gengizt hefur um söluop á ali-
mörgum stöðum, hætti.
Um þetta er það að segja, að
þessi vörusala er að verulegu
óheimil, skv. gildandi reglum,
þótt hún hafi viðgengizt. í henn-
ar stað eiga að koma verzlanir
í öllum hverfum, sem veitt geta
langtum betri þjónustu, enda
mjög takmarkað hvað hægt er
að selja um söluop. Við þetta
bætist heimildin til að hafa allar
verzlanir opnar til kl. 22.00 alla
föstudaga, en þar munu skapast
algerlega nýir möguleikar til
verzlunar fyrir almenning.
Að lokum er rétt að taka
fram, að heimildir þessar eru að
sjálfsögðu háðar því, að breytt
verði mjög úreltum lögum um
bann við verzlun á helgidögum
þjóðkirkjunnar“.
16 af 17 greinum verzlana
samþykkir
Hvað hlið kaupmanna við-
kemur, kom það fram í viðtal-
inu, að fyrir nokkrum dögum
var haldinn fundur með þeim
17 aðilum, er aðild eiga að kaup-
mannasamtökunum, og kom þar
fram að þeir telja allir að hags-
munir sínir fari saman við til-
lögurnar, nema ein grein samtak
anna, Félag söluturnaeigenda,
sem eru á móti breytingunni.
Sagði Sigurður Magnússon, að
slíkt væri í sjálfu sér mjög skilj-
anlegt. Þeir sem ættu hagsmuna
að gæta vildu ógjarnan missa
þá.
Glœsilegar hœðir
Til sölu eru glæsilegar 5 og 6 herbergja hæðir í
sambýlishúsi, sem verið er að reisa ofarlega við
Háaleitisbraut. íbúðirnar verða seldar tilbúnar undir
tréverk með sameign inni og úti fullgerðri. — Sér
þvottahús á hæðunum fyrir hverja stærri íbúðanna
og tvennar svalir. Sér hitaveita. Mikið og fagurt
útsýni. — Uppl. í síma 36345 eftir kl. 1.
Afgreiðslufólk
Dugleg stúlka eða piltur óskast til afgreiðslu-
starfa strax.
KJÖTBÚÐIN
Skólavörðustíg 22.
Sími 14685.
MATARDEILDIN
Hafnarstræti 5
Sími 11211.
Fjölbreytt
úrval
af
terylene
gluggatfaldaefnum
nýkomið
Hin margeftirspurðu stóresaefni með
bekk að neðan eru komin aftur.
Martelnn
Fata- & gardínudeild
Einarsson & Co.
Laugavegi 31 - Sími 12816
Stúlka óskast
í þvottahúsið Bergstaðarstræti 52. —
Uppl. í síma 17140 og 14030.
Thames Trader 5 tonna
Af sérstökum ástæðum getum við ráðstaf-
að einni 5 tonna diesel vörubifreið. —
Leitið upplýsinga um hinar viðurkenndu
THAMES TRADER vörubifreiðir.
umboðið
Sveinn Egilsson
Sími 22470.
Afturljósagler
Nýkomin afturljósagler í flestar gerðir
amerískra Ford-bifreiða.
umboðið.
Sveinn Egilsson
Sími 22470.