Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 ÍLaugardagur 21. sept. 1963 > - ■ Hann er í heimsfréttunum AÐ því er fregnir herma lét Andrew Gilchrist, sendiherra Breta í Jakarta, það ekki á sig fá þótt óður skríllinn þar í borg réðist að sendiráðinu, grýtti það og brenndi. Hann hefur oftar en einu sinni kom izt í hann krappan um æv- ina í þjónustu fyrir land sitt og þjóð, m.a. var hann fangi Japana í 2 ár í síðari heims- styrjöldinni. Gilchrist er Skoti í húð og hár og er mjög hreykinn af því, enda grípur hann hvert það tækifæri sem gefst til að vekja athygli á þeirri stað- reynd. Andrew Gilchrist sendiherra hringingu frá hrezka utan- ríkisráðuneytinu. Það varð til þess að hann varð að hætta píanóleiknum í bili. Áður hafði Gilchrist sett plötur á grammófóninn og hlustað á skozka hljóðpípu- tónlist. Klukkan 11.30 (ísl. tíma) virðist lýðurinn enn vera f jöl- mennur, en hann var óhugnan lega hljóður. Hljóðleikinn var aðeins rof- inn af steinkasti og reyk- sprengjum, sem kastað var endrum og eins. Meðan á ólátunum stóð reyndu örfáir lögreglumenn að halda lýðnum í skef jum, en þeir voru ekki menn til þess. Þegar hann reyndi að brjótast gegnum hliðið, tók lögreglan tvo menn fasta. Út um gluggana var hægt að sjá andlit í hópnum. Þau virtust vera langflest ung, en „Hvaða rúður viljið þér að helzt verði brotnar?" Þegar ráðizt var á brezka sendiráðið í Jakarta á dögun- um lét einn af starfsmönnum þess sér fátt um finnast, greip sekkjapípu, gekk um gólf og spilaði á hljóðfærið, þótt yfir hann rigndi glerbrotum og grjóti. Og Gilchrist hafði við orð, að ólátaseggirnir ættu að læra að spila criket, því þá myndu þeir hæfa betur í mark. Saga þessi minnti ýmsa fs- lendinga á dvöl Andrews Gilchrist hér á landi er hann var sendiherra á tímum „þorskastríðsins“. Hann fór eins að og sekkjapípuleikar- inn í Jakarta, þegar æstur múgurinn réðist með grjót- kasti að sendiherrabústaðnum á Laufásvegi. En í stað þess að leika á sekkjapípu spilaði Gilchrist Chopin á píanó. Hér á eftir fer frétt, sem Morgunblaðið birti 6. septem- ber 1958 og tekin var upp úr bandaríska blaðinu New York Herald Tribune um óspektirn ar við brezka sendiherrabú- staðinn i Reykjavík. Fréttin var skrifuð af Eddy Gilmore, fréttamanni AP, sem staddur var í sendiherrabústaðnum í boði: „íslenzkur ólátalýður braut rúður í gluggum brezka sendi ráðsbústaðarins í gærkvöldi, á meðan sendiherrann sat sjálf- ur við píanóið og lék Chopin af mesta æðruleysi. Sex rúður voru brotnar með grjóti og reyksprengjur þeyttust um grasblettinn fyr- ir framan húsið. 1 þessum svifum kom einn steinn í viðbót og braut rúðu rétt við andlitið á brezkum kvenritara. En inni var allt fádæma ró- legt Sendiherrann Andrew Gra- ham Gilchrist sagði: „Ef þeir væru criket-Ieikarar, mundu þeir verða miklu hæfari skot- menn“. Uppi á loftinu var kona sendiherrans að hugsa um þrjú börn þeirra, Jeremy, Christopher og Janet. Þegar grjótkastið stóð hvað hæst fékk sendiherrann sím- maður sá þrjá eða fjóra menn 40—50 ára. ■ I hvert skipti sem steinn hitti beint í mark, laust lýður- inn upp fagnaðarópi. Hann var alls um 1000 manns, um 100 stúlkur voru á götunni. Þegar sendiherrann anzaði símhringingunni frá brezka utanríkisráðuneytinu, talaði hann Iágt og án þess að hækka róminn, og gaf skýrslu um það sem gerzt hafði og var að gerast. Hann hefði vel getað verið að Iesa upp þurrar tölur um varphæfni islenzkra hænsna. Seinna reis sendiherrann á fætur. „Hvert ertu að fara?“ spurði kona hans, sem var komin niður til okkar. „Ég ætla að ganga út með hundinn", sagði hann. „En þú mátt ekki fara þarna út“. „Auðvitað fer ég þangað“. Sendiherrann opnaði dyrn- ar eins rólegur og hann væri að fara út í heiðskírt vor- kvöld. Gekk niður tröppurnar og stóð eins nálægt lýðnum og hann komst. Hann horfði á fólkið. Grjótkastið hætti. Lýð- ' urinn virtist ekki gera sér grein fyrir því, að sendiherr- ann var í kastfæri. Sendiherrann tók í höndina á nokkrum lögregluþjónum. Fólkið í hópnum sagði ekki orð. Eftir nokkrar mínútur fór sendiherrann inn með hundinn aftur. „Þetta var ekki neitt“, sagði hann“. Frá íslandi fór Gilchrist ár- ið 1960 og tók við starfi aðal- ræðismanns Breta í Chicago í Bandarikjunum. Einn af beztu vinum Gil- christ, Haraldur Á. Sigurðs- son. heimsótti hann í Chicago. Haraldur segir, að Gilchrist sé mikill íslandsvinur og vilji helzt hvergi annars staðar vera, enda sé hann mikill áhugamaður um laxveiði og sé hrifinn af Iandinu. Oft hefði hann heyrt það frá mönnum í Chicago, að Gil- christ væri tíðrætt um ís- land. Haraldur sagði Morgunblað inu eftirfarandi sögu frá heim sókn sinni til Gilchrists í Chicago: „Einn daginn bauð hann mér í samkvæmi í golfklúbb- inn sinn. Þar voru uin 15—16 manns. Maður nokkur úr hópnum kom að máli við mig og kvaðst vilja spyrja hvort sönn væri saga nokkur, sem Gilchrist hafði sagt honum frá íslandi. Ég sagði manninum strax, að hafi Gilchrist sagt honum söguna þá væri hún sönn. Saga þessi var á þá leið, að Gilchrist kvaðst hafa verið að klæða sig að morgni 1. septem ber 1958 og hefði þjónustu- stúlkan komið upp til hans og sagt, að þrír menn væru niðri sem vildu ná af honum tali. Gilchrist kvaðst hafa lokið við að klæða sig og svo farið niður og heilsað upp á menn- ina. Hann hefði boðið þeim drykk og þeir sagt: „Já, takk“. Þegar þeir hefðu dreypt á glösunum hefði hann sagt: „Eitthvert erindi eigið þið þó“ og þá hefðu þeir sagt: „Sjáið þér til hr. Gilchrist. Við erum mennirnir sfem stöndum fyrir óeirðunum í kvöld fyrir fram- an sendiherrabústaðinn. Það verður óhjákvæmilegt að brjóta nokkrar rúður. Hvaða rúður viljið þér að helzt verði brotnar?“ f í Fjáröflunardagur Sjálfs- bjargar á sunnudag — Toppfundur Framh. al bls. 1 sambandsins kom til margvís- legra mótmælaaðgerða í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Beindust aðgerðirnar aðallega gegn brezka sendiráðinu þar í borg, allar gluggarúður sendiráðsins brotn- ar með grjótkasti, kveikt í bif- reiðum sendiráðsmanna og ýms- um skjölum sendiráðsins o.fl. Brezka stjórnin mótmælti þess- um aðgerðum, og ekki bætti það úr skák þegar Indónesíustjórn tók í sínar hendur yfirstjóyi nokkurra brezkra fyrirtækja I Indónesíu. Home lávarður, utanríkisráð- herra Bretá, hefur átt fimm fundi undanfarna daga með Mo- hamad Diad, sendiherra Indó- nesíu í London. Á fundi þeirra í dag sagði sendiherrann að ríkis- stjórn sin hefði enn eftirlit með fyrirtækjum þessum, en hefði ekki í hyggju að þjóðnýta þau. Er hér aðallega um te- og gúmmí vinnslufélög að ræða, en eignir þeirra í Indónesíu eru metnar á um 17 þúsund milljónir króna. Diah sendiherra sagði ennfremur að umræður væru hafnar í Ja- karta um skaðabætur, sem ríkis- stjórnin hyggst greiða Bretum fyrir skemmdir á sendiráðsbygg- ingunni þar. Er það Andrew Gilc hrist sendiherra Breta, sem kem- »r fram fyrir Breta hönd í við- ræðunum. Á morgun er fjáröflunardagur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaffra. Verffa þá seld á 80 stöff- um á landinu rr.jrki samtakanna og ársritiff „Sjálfsbjörg“, en af Drukkinn maður steypti dreng af hjóli DRUKKINN maður grelp í gær í framhjólið á reiðhjóli 11 ára drengs, er hann var að hjóla á gatnamótum Bergstaðastrætis og Skólavöruðustígs, og datt drengurinn, Sveinn Lárus Aust mann, í götuna. Skarst hann á höfði og fékk glóðarauga og var fluttur í Slysavarðstofuna. En lögreglan tók sökudólginn í geymslu. efni þess má nefna: Ávarp Kjart ans Jóhannssonar læknis, grein um 5. þing Sjálfsbjargar, gam- ansaga eftir Rósberg G. Snædal. Verð blaðsins er kr. 15.00 og merkjanna kr. 10.00. Fatlaðir félagar í samtökunum eru nú hátt á sjöunda hundraff og styrktarfélagar um 600. Starfsemi Sjálfsbjargar er nú orðin aill mikil, en mörg verk- efni bíða úrlausnar. Má t.d. nefna byggingu öryrkjaiheimilis, en þar í verður m.a. vistheimili fyrir þá sem ekki geta bjargazt á eigin spýtur og dvelja nú á elliheiimilum og víðar, vinnu stofur, aðstaða fyrir skó- og gervilimasmið, skrifstofur lands sambandsins og íbúðir sérstak- lega innréttaðar fyrir fatlaða. Undirbúningur að þessu verkefni er hafinn. Sjálfsbjörg rekur eða hefur í í Reykjavík, á ísafirði, á Sauð- undirbúningi rekstur vinnustofa árkróki, á Siglufirði og á Akur- eyrL Sjálfsbjörg útvegar hjálpar- tæki fynr fatílaða t.d. hjólastóla og hjálpartæki fyrir fatlaðar hús mæður. Sjálfsbjörg hefur opna skrif- stofu að Bræðraborgarstíg 9, 1. hæð, simi 16538 og geta fatlaðir fengið þar hvers konar fyrir- greiðslu' í sambandi við vanda- mál sin. Hafa margir notfært sér það og síðast liðið ár leit- uðu til skrifstofunnar á sjötta hundrað einstaklingar’. Sú staðreynd að flestir fatlaðir geta, séu þeim búin góð lífsskil- yrði, sinnt ýmsum þjóðnýtum störfum og lifað eðlilegu fjöl- skyldulífi, ætti að hvetja hvern einasta mann til að styrkja sam- tök fatlaðra og kaupa blað og merki Sjálfsbjargar á sunnudag- inn kemur. í Reykjavík og Kópavogi verða rnerki og blöð afhent sölubörnum í barnaskóilunum og skrifstotfu- Sjálílsbjargur, Bræðraborgarstíg 9. 8 söluhæstu börniö fá góð verðlaun. STAKSTEINAR Stóriðja á íslandi Mikiff og lengi hefur veriff rætt um nauffsyn þess aff koma upp stóriðju hér á landi til þess aff treysta atvinnuvegi þjóðarinnar, svo að ekki þurfi aff eiga allt undir aflabrögffum. Þótt sjávar- útvegur verffi um ókomna fram- tíff mesti útflutningsatvinnuveg- ur landsins, er nauffsynlegt aff koma einnig upp útflutningsiðn- aði, svo auffveldara verffi aff standa undir áföllum af aflaleysi, sem alltaf getur komið einstök ár eða árabil. Auk þess háttar nú þannig til hér á landi, aff mikill vinnuaflsskortur er. Þegar um stóriffju er aff ræffa, fram- leiffa vélar, sem tiltölulega fáir menn stjórna, geysimikil verff- mæti. Þess vegna er líklegasta leiðin til aff bæta ört kjör þjóff- arinnar sú aff hefja stóriðju. Hvað er framundan? Eins og kunnugt er hefur á vegum ríkisvaldsins veriff rann- sakaff ýtarlega, hvort unnt væri aff hefja hér aluminíum-fram- leiffslu og einnig, hvort unnt væri aff reisa kísilgúrverksmiffju viff Mývatn. Þessar athuganir standa enn yfir, og bendir ýmislegt til þess, aff hvort tveggja þetta verffi unnt aff gera, áffur en langt líffur. Þá hafa nokkrir ein- staklingar í samvinnu viff olíu- félögin íslenzku rannsakað, hvort affstæffur væru til að reisa hér olíuhreinsunarstöff. Eins og frá hefur veriff skýrt, bendir ýmis- legt til þess, aff slíkt fyrirtækl væri heppilegt aff reisa, og hafa þeir, sem forgöngu hafa haft um máliff, nú gert stóriffjunefnd grein fyrir því, sem þeir eru aff gera. Þannig má segja, aff útlit sé fyrir aff stóriðnaffur geti risiff hér á næstunni til stór- felldra hagsbóta. Kommúnistar telja Austf j arðasí ldina óhæfa markaðsvöru Málgagn kommúnista varff upp víst aff því I fyrradag að taka svari sovézks fisktökumanns i deilum hans viff íslenzka Síldar- matiff. Mbl. skýrffi frá því máli í gær, svo og frá mútubrigzlum „Þjóffviljans“, sem hann verffur nú aff svara til saka fyrir hjá dómstólum. í gær bætir málpípa Sovétríkjanna grán ofan á svart, meff því aff dylgja um, aff aust- firska saltsíldin sé ekki markaffs- hæf vara, eins og sagt er i aðal- fyrirsögn á útsíðu. Staffreyndin er hins vegar sú, aff þessi síld er ágæt vara, enda hafa allar markaðsþjóðir okkar. nema Sovét ríkin hingað tíl, tekiff hana gilda. Tilgangur kommúnistablaðsins er eingöngu sá aff rýra álit þess- arar vöru í augum erlendra kaup enda, gera hana verffminni, og afsaka tilraunir Sovétríkjanna til þess aff fá verffiff lækkaff. Frá þessu máli er nánar skýrt í frétt í blaðinu í dag. Þessi iffja kommúnista ij eyffileggja eina helztu útflutn- ingsvöru fslendinga vegna hags- muna Sovétríkjanna mun lengi í minnum höfð. Þaff er engin afsökun i augum Austfirffinga, sem mestra hags- muna hafa hér aff gæta, né ann- arra íslendinga, þótt hagsmunir Sovétríkjanna séu annars vegar. Þaff er heldur engin afsökun, þótt kommúnistar séu aff byggja hér eitt stórhýsiff enn, skorti fé, og verffi því aff sýna sauðtrygga húsbóndahollustu rétt einu cinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.