Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 15
Iyaugardagur 21. sept. 1963- MORGUNBLAÐIÐ 15 Bifreiðaleiga til sölu Bifreiðaleiga í fulium gangi til sölu. Þeir, sem hafa áhuga leggi nafn og heimilisfang inn á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „3394“. 2ja-3ja herb. íbúð óskast strax á leigu í Vesturbænum. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. T lb. óskast send Mbl. fyrir þriðjudags- kvöld, merkt: „Lánsmaður — 3482“. Willdm Frímann Frímannsson 75 ára Coca-Cola hressir bezt! Njótið þeirrar ánægju sem Coca-Cola veitir. Ætíð hið rétta bragð — aldrei ofsætt — ætíð ferskt og hressandi. Framleitt af Verksmiðjunni VÍFILFELL í umboði The Coca Cola Company. Þ A Ð má segja, að í dag fagni Frímann æskunni, léttur í spori, í góðu skapi, og leiftrandi augu segja frá góðu hjarta. Þar sem Frímann fer má sjá háttprúðan mann, sem ber hreinan skjöld. Hann er meðal þeirra, sem vilja, að hagur Reykjavíkur blómgist. Með kærleika til borgarinnar getur hann af heilum hug borið fram þessa ósk: „Ber ægishjálm þinn heillarík hátt yfir drótt til sigurs, Reykjavík". Um áratugi hefir Frímann verið starfandi að heill borgarinnar, göfugmenni og drengur góður. Þannig hefi ég þekkt hann og undirstrika þetta á afmælisdegi hans. Sístarfandi hefir hann verið og er enn; ávallt réttur maður á réttum stað, traustur og örugg- ur, farsæll í starfi. Ævi alla hef- ir hann kostað kapps um að fylgja réttri stefnu að settu marki, og þannig vinnur hann enn í dag öll sín verk með vjtnis- burði góðrar samvizku. Þeir sem þekkja Frímann kannast við hið drenglundaða dagfar. Þar er stillingin samfara einbeittum kjarki. Hvaðan kom Frímann til Reykjavíkur? Frá Eyrarbakka. „Auðvitað“ heyri ég marga segja. Ég og margir ásamt mér veita því eftirtekt, hve margir dug- andi menn koma frá Stokkseyri og Eyrarbakka. En gleymum því ekki, að leiðin lá hingað, og áhugi þeirra hefir mótazt af and- Atvinna Tvær röskar og ábyggilegar stúlkur óskast til áf- greiðslustarfa í kaffiteríu. Hátt kaup, frítt fæði. Hótel AKUREYRI, sími 2525. Framreiðslustúlka óskast HÓTEL VÍK Skrifstofustúlka Þekkt iðnaðarfyrirtæki vill ráða skrifstofu stúlku, hálfan eða allan daginn. Til greina kemur aðeins stúlka með nokkra starfs- reynslu (vélritun, bókhald) og góða verzl- unarmenntun. Umsóknir sendist afgr. Mbl., merkt: „Skrifstofustúlka — 3857“ fyrir 24. þ.m. misi # frLFAretl. HAFNARFIR.PI, Sl'm 50V62 Sófasett Svefnbekkir Svefnsófa r I. Seljum málverk, fágætar bækur, bókasöfn, antík og listmuni á sam? keppnisverði. — Það er mjög nauðsynlegt, að þeir sem ætla að láta 2. selja eitthvað tilkynni um það með góðum fyrirvara. / ;■ 3. Listmunauppboð Sigurður Benediktssonar Austiu-stræti 12. — Sími 13715. rúmslofti Réykjavíkur. Þannig telur Frímann sér það sæmd að vera Reykvíkingur, og hér hafa menn kynnzt þeim manni, sem hefir ekki farið í felur með sann- færing sína, en haft sínar fast- mótuðu skoðanir snertandi nútíð og framtíð borgarinnar og þjóð- arinnar í heild. Honum hefir ætíð verið um það hugað, að all- ir mættu vita, að hánn væri Sjálfstæðismaður með lífi og sál. Þegar á æskuárum stundaði Frímann verzlunarnám, og gegndi því starfi, er af góðu námi leiddi. Átti hann því láni að fagna að starfa með Gísla Jóns syni frá Brennu, frábærum ágætis manni. Var hann með Gísla við Brydeverzlun í Vík og síðar í Borgarnesi. En hér í Reykjavík tók hann að sér afgreiðslu flóa- bátsins, er varning og farþega flutti milli Borgarness og Reykjavíkur, og síðar sá hann um sérleyfisferðir til ýmissa staða víðsvegar um landið og vöruflutningaafgreiðslu. En er hann hætti þessu starfi, hefir hann haft á hendi söluum- boð fyrir Happdrætti Háskólans. Það vita allir, hvar hægt er að finna Frímann, því að um 40 ára skeið hefir hann haft skrifstofu sína á sama blettinum. Að nýtu starfi hefir grandvar maður gengið hávaðalaust að starfi sínu, og fagnandi hefir hann hald ið heim. Heimili var stofnað 12. sept. 1915, er þau héldu brúðkaup sitt Frímann og hin ágæta kona hans Margrét Runólfsdóttir frá Norðtungu. Þar hefir hátíðinni verið fagnað í 48 ár. Á fögru heimili hafa foreldrar vakað yfir sonum sínum, sem í hjörtum sín- um og á heimilum geyma minn- ingar frá þeim stað, er yfir þeim var vakað. En synirnir eru Ed- vard kaupmaður, Ragnar kaup- maður, og Frímann, sem gegnir starfi hjá föður sínum. Ég samgleðst þessum vinum og árna Frímanni, konu hans og heimili þeirra sannra heilla. Frímann hefir séð bæinn breyt ast í borg, og það veit ég, að hreinn og prúður snilldardrengur mun ávallt reynast Reykjavík vel. Heill þér nú og áfram. Lát gleði æskunnar búa í hjarta þínu. Bj. J. (Frímann verður ekki í bæa- um í dag). ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistió í Kaup- mannahöfn, getið hér lesið Morgunblaðið samdægurs, __ með kvöldkaffinu i stórborg- inni. FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðið daglega c.» það er komið samdægurs í blaða- söluturninn i aðaljámbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið _ Hovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjule.-jra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvalizt þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.