Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. sept. 1963 MORGUNBLADID w ið. Hafa stúlkurnar í bekknum alvarlega verið að hugsa um að bregða sér til íslands að stúdentsprófum loknum og vilja komast í bréfasamband við íslenzkar námsmeyjar. Sagðist Þorleifur hafa stung ið upp á því við rektor Menntaskólans í Reykjavik, að menntaskólastúlkur hér hæfu Kaupmannahafnarbúinn And ers Gjerlöv var að hlaupa niður tröppur Háskólans með sundföt undir hendinni, þegar við báðum hann að etanza andartak og segja við okkur nokkur orð. Við höfð- um séð hann í skriflegu prófi éður, en gátum þá ekki tal- *ð neitt við hann. — Hvernig gekk í prófinu? — Það gekk allvel. Við vorum látin þýða texta af skandinavisku á íslenzku og *vo voru um fjörutíu- spurn- ingar úr bókmenntum. — Ertu mikill sundgarpur? að skrifa stöllum sinum í Stav angri á íslenzku og yrði siðan svarað á norsku. „Eg vona að íslenzku- kennsla mín megi enn treysta kynnin og vináttuböndin, sem að fornu og nýju hafa verið milli íslands og fólksins í Stavangri", sagði Þorleifur. — Nei, siður en svo. Við erum að fara nokkur sam- an í Sundlaug Vesturbæjar. Það verður síðasti þvottur sumra þeirra á íslandi, því að þau eru að fara heim á morgun. Við erum ákafiega hrifin af vatninu í Sundlaug Vesturbæjar. í>að er ekki að- staða til að fara reglulega í bað í Sjómannaskóianum, þar sem við búum, og þess vegna syndum við saman eins og fjölskylda. Við erum allt- af eins og ein fjölskylda. Annars er ekkert varið i að tala við mig, ég hef verið hérna áður. í brúarvinnu fyr- ir þremur árum , maður. — Jæja. — Já, ég var fyrir norðan og lærði þá heilmikið í ís- lenzku, því að mennirnir, sem með mér voru töluðu litla dönsku og ég varð að leggja mig fram. — Ertu að fullnema þig núna? — Mig langaði til að læra meira — já. Annars hef ég lært latínu heima í Kaup- mannahöfn og ekki haft ís- lenzku sem aðalgrein. En við sóttum um að komast hingað ég og vinur minn og hér er- um við. Okkur langaði til að ferðast, höfðum England í huga. En þegar við komumst að því, að fleiri höfðu sótt um í Arósum en í Kaupmanna höfn riðum við á vaðið til þess að halda uppi heiðri heimaborgarinnar. — Attn marga íslenzka vini í Kaupmannahöfn? — Já. fjölskylda mín þekk- ir marga Íslendinga, en ís- lenzkum stúdentum þar hef ég ekki kynnzt sérstaklega. Eg þekki líka orðið svo marga hérna á íslandi og þess vegna ei freistingin alltaf mikil að koma hingað. Nú langar mis mikið að fá stöðu sem dcnskukennari við ís- lenzkan gagnfræðaskóla. Ég veit ekki hvort það verður hægt, en vona hið bezta. — Kanntu betur við þig úti á landi en í Reykjavík? — Já. Reykjavík er við- kunnanleg borg, en samt tel ég víst, að allir, sem búa í höfuöborgunum á hinum Norð urlöridunum, telji það eftir- sóknarverðara að dveljast í sveitum íslands heldur en hérna fyrir sunnan. Það er mjög ánægjulegt að ferðast um landið. Það er svo ólíkt öllu öðru. — Okkur hefur svo ' sannarlega ekki leiðzt á ís- landi, við erum ekki ferða- fólk heldur höfum við haft daglegum skyldum að gegna, sem auka ánægjuna og gera það að verkum, að okkur finnst við vera heima hjá okkur. Anders Gjerlöv í skriflega íslenzkuprófinu. Var brúarsmidur — vill kenna dönsku : í fyrradag fór fram síð- esta prófið á íslenzkui.ám- skeiðinu í Háskólanum. Var það munnlegt próf til að kanna getu þátttakenda í ís- lenzkum framburði. Að próf- inu loknu hittum við frammi í anddyrinu þrjár finnskar etúlkur, er léku á als oddi og höfðu sýnilega staðið sig með prýði. Þær Yvonne Ahlquist frá Helsinki, Hilkka Tenkan- en frá Ábo og Tuulikki Lilja frá Oulu trúðu okkur fyrir því, að Finnar ættu öðrum frændþjóðum okkar auðveld- ar með að bera íslenzkuna fram, og töldum við það ekki svo fráleitt, þvi að Finnar höfðu farið um okkur viður- kenningar orðum fyrir fram- burð á fyrirsögnum í finnsk- um dagblöðum. —Finnst ykkur aðrar grein •r ísienzkunnar jafnauðveld- *r og framburðurinn? Finnsku stúlkurnar þrjár, Yvonne Ahlquist, Tuulikki Lilja og Hilkka Tenkanen. Fagrar konur og karlmenn í úlpum — Nei, segir Yvonne. Mál- fræðin er erfið. — Af hverju voruð þið að leggja það á ykkur að sækja þetta námskeið? — Leggja það á okkur? Þetta var engin fyrirhöfn. Okkur hefur iiðið alveg dá- •amlega vel hérna á íslandi. Hvarvetna hefur okkur ver- ið tekið af sérstakri aiúð og við erum vissar Um, að hjálp- samari þjóð en íslendinga er vart að finna. Við höfum ferð azt mikið þessar sjö vikur, sem við höfum verið hériend- is ©g þá aðallega „á puttan- um“, Okkur er tjáð, að ís- lendingar séu ekki eins van- ir þessum hætti ferðalaga og fólk á meginlandinu, en engu að síður gerðu þeir okkur allan þann greiða, sem þeir gátu. Ef ekkert rúm var í bílnum hjá þeim stönzuðu þeir og tilkynntu okkur það kurteislega. — Það eru fremur fáir Finn ar, sem leggja leið sína til íslands í sumarleyfinu. Er rek inn áróður fyrir ferðalögum til íslands í Finnlandi? — Við vitum svo sannar- lega af íslandi, en fjarlægð- Framhald á bls. 14 OKKUR VANTAR Sendisvein nú þegar, eða 1. október, hálfan daginn. I. Brynjolfsson & Kvaran Bifvél avirkjar eða menn vanir bifvélavirkjun óskast nú þegar. Bifreihaverkstæbib Stimpill Grensásvegi 18. — Sími 37534. JárnsmiBaverkfœrí Til sölu eru í einu lagi járnsmíðaverkfæri og áhöld, tilheyrandi Járnsmiðju Ingimars Þorsteins- sonar, Nýlendugötu 14 í Reykjavík. Tilboð óskast send undirrituðum fyrir kl. 12 á hádegi laugardag- inn 28. sept. n.k. og gefa þeir allar nánari uppL BJARNI BJARNASON, viðskiptafræðingur, Austurstræti 7. PÁLL S. PÁLSSON, hæstaréttarlögmaður, Bergstaðastræti 14. Sendisveinn Viljum ráða pilt eða stúlku til sendiferða hálfán eða allan daginn. Eggert Kristjánsson & Co. hf. HIÍSMÆDUR Hafið þér athugað að síld er holl og næringarík fæða. Axmo Síld er framleidd úr beztu fá- anlegum hráefnum. — í lauksósu, kryddlegi, karrysósu, tómatsósu og sætum kryddlegi. AXMO SÍLD BRAGÐAST BEZT Axmo Síld á borðið. Axmo Síld geymist köld, borðist köld. Axmo Síld fæst um land allt. Axmo Síld er framleidd af Síldarréttir sf. Súðavugi 7, Keykjavik. Sámi 38311.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.