Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 23
Laugardagur 21. sept. 1963
MORGUNBLfiDID
23
— íslenzkir sjómenn
Framh. af bls. 1
lykla að hurðinni, heldur var
þeim réttur hann af þeim er
færðu fangana í tugthúsið,
svo þeir gætu opnað hurðina
að innan.
Ekki var vistlegt í fanga-
klefanum, myrkraklefi, þaf
sem ekki voru bekkir til að
liggja á og ekki var þeim
heldur séð fyrir ábreiðum til
að breiða yfir sig. Ekki höfðu
þeir aðgang að salerni, heldur
lá flór eftir klefanum, sem
þeim var ætlað að nota. Var
mönnunum að vonum kalt
alla nóttina og ekki svefn-
samt, enda bættist það við að
fangaverðirnir gerðu sér hvað
eftir annað að leik, að kalla
ókvæðisorðum á ensku inn í
klefa þeirra.
Áttu að undirrita skýrslu á
rússnesku.
Um morguninn voru þeir
teknir til yfirheyrslu og var
krafizt af þeim að þeir undir-
rituðu skýrslu á rússnesku án
þess að þeim væri fyllilega
ljóst hvað í henni stæði. Var
þeim meinað að hafa samband
við skipsstjóra eða umboðs-
mann íslenzka ríkisins. Lauk
þó málinu þannig, að þeir
fengu því framgengt að gefa
sína eigin skýrslu og voru
þeir síðan dæmdir fyrir að
hafa kallað konu í strætisvagn
inum „rúski svinía", sem dóm-
arinn lagði út sem rússneskt
svín.
Varð dómstóllinn þannig til
þess að auka við orðaforða
skipshafnarinnar, sem ekki
hafði kannazt við þetta orða-
tiltæki áður.
Slær fyrir alvöru í brýnu.
Nú fyrir skemmstu kom
Langjökull aftur th Ventspils,
og var þá aðeins annar þessara
manna með skipinu. Hugur
yfirvaldanna kom þá þegar
þannig í ljós, að honum var
meinað um leyfi til að fara í
land, en fyrir lægm skipstjór-
ans tókst þó að útvega land-
gönguleyfi. Fóru síðan skip-
verjar 6 saman á sama veit-
ingahtús og þeir höfðu farið í
í síðustu ferði sinni, og vör
uðu þeir sig á að drekka ekki
áfengi svo neinu næmi.
Drukku sumir eitt staup af
vodka, aðrir eitt glas af bjór,
en einhverjir aðeins gos-
drykki.
Fóru þeir brátt af veitinga-
húsinu, en í dyrum þess var
nokkur troðningur. Þegar þeir
voru að mjaka sér í gegn þar,
hrasaði einhver maður á bak
ungs pilts af skipinu, en hánn
sagði í mesta grandaleysi yfir
öxl sína: „rúski svinía". Þreif
þé maðurinn í handlegg hans
en hann sleit sig lausan. Mað-
urinn dró upp flautu og blés
í hana og skipti þá engum
togum að allt var orðið mor-
andi í lögreglumönnum. Var
þessum pilti haldið eftir, en
hinum leyft að fara. Gengu
þeir á brott og bjuggust við
að félagi þeirra mundi slást
í hópinn innan skamms, en
þegar það varð ekki gengu
þeir aftur til veitingahússins.
Skyggndust þeir inn um gler-
dyrnar til að huga að félaga
sinum, en þá kom út maður
og bauð þeim kurteislega að
ganga inn. Þegar inn kom
voru þeir beðnir að afhenda
skilríki sín, en síðan var far-
ið með þá út á vörubíl, sem
beið fyrir utan, og var þeim
ekið beint í steininn.
Þar var umsvifalaust farið
með þá í myrkraklefa, sem
var eins búinn og sá fyrri
sem skipsmenn gistu. Var svo
þröngt um þá í klefanum, að
þeir gátu ekki teygt úr sér,
engar ábreiður höfðu þeir
og voru matarlausir í klefan-
um án þess að nokkrir litu
á þá í 13 klukkustundir.
Matarlausir í 23 tíma
Var þá farið með þá félaga
i annaa klefa, vistiegri að því
ley ti að hann var ekki myrkra
: klefi, og hann var heldur
ekki útbúinn með neinn flór.
Fengu þeir á hinn bóginn að
ganga til salemis, sem reynd
ar var ekki nema rörbútur
sem stóð upp úr gólfinu í
einum klefa fangelsisins. Var
þeim fært eittihvert seyðis-
gutl, sem þeim fannst einna
helzt minna á uppþvottavatn
og lítinn brauðhleif. Gátu
þeir ekki gert seyðinu nein
skil og brauðmolinn kom
þeim að litlum notum. í þess
um klefa urðu þeir að húka
matarlausir í 23 klukkutíma.
Var þá loksins farið með
þá í réttarsalinn, sem var í
öðru húsi alllangt í burtu.
Var þeim raðað upp á götuna
fyrir framan fangelsið tveim
ur og tveimur saman og öðr-
um föngum raðað meðfram
þeim, og þannig voru þeir
látnir þramma um götur bæj-
arins að réttarsalnum.
Þegar þangað kom var hafð
ur við sami háttur og í fyrra
skiptið: lögð fyrir þá skýrsla
á rússnesku til undirskriftar,
og komust þeir að því, að
þeim væri gefið að sök, að
þeir hefðu hótað að hengja
alla kommúnista. Þessi rétt-
arhöld sat skipstjórinn, og
fyrir framgöngu hans tókst
þeim einnig að þessu sinni
að fá því framgengt að þeir
legðu fram sína eigin skýrslu.
Lauk málinu loks svo, að
þeir voru dæmdir í 40 gull-
rúblna sekt hver, sem er um
tvö þúsund krónur, nema
einn þeirra sem dæmdur var
í 50 gullrúblna sekt. Virtist
skipsmönnum, sem ástæðan
til þess að hann hefði fengið
hærri sekt, væri sú, að hann
er hærri en hinir og bæri þess
vegna meira á honum.
Skólahúsið byggt aftur eins, eftir óveðrið.
Deilt um traustleika
skólabyggingar í Kópav
BYGGING hins nýja skólahúss
á Digranestúni í Kópavogi kom
til umræðu á bæjarstjórnarfundi
í Kópavogi í gær og var lögð
fyrir fundinn samþykkt fræðslu-
ráðs um að leitað verði til sér-
fræðinga varðandi traustleika
byggingarinnar og skorað á bygg
ingaryfirvöid Kópavogs að láta
ganga frá byggingunni á tryggi-
legastan hátt.
Forsaga málisins er sú að í sum
air hrundiu 3 veggir skólabygg-
ingarinnar í stormi, en þeir voru
aftur hlaðnir upp á sama hátt
og fyrr, án þess að byggingar-
futltrúi eða byggirngarnefnd vissu
tem atiburðinn, og haifa orðið uim
ræður um það meðail aimenn-
ings að þessi skódabygging sé
ekki nægilega traustbyggð.
Samlþykkt fræðsiluráðs er svo-
hljóðandi:
„Vegna hims alirmenna og að
áliti fræðslúráðs, eðlilega ótta
Kópavogsbúa við þann bygging-
arrmáta, sem hafður er við barna
skólabyggingu á Digraneslhálsi,
skorar fræðsluráð á byggingaytf-
irvöld Kópavogsbæjar, að þau
'blu’tist tfl uim, að gengið verði
frá þaki téðra bygginga á tryggi
legan hátt, svo sem með súluan
í hornum og stáldreguru/m undir
Kennedy ávarpar Allsherjar þing SÞ:
Friösamleg sambúð er það vopn,
sem tryggir öryggi þjóðanna
New York, 20. sept. (AP-NTB)
KENNEDY, Bandaríkjafor-
seti, ávarpaði í dag Allsherj-
arþing Satneinuðu þjóðanna.
Sagði hann m.a. að margt
hefði áunnizt að undanförnu
með viðræðum til að draga
úr spennunni í heiminum.
Nú væri hersýnilegt hlé í
kalda stríðinu, og nauðsyn-
legt væri að nota tækifærið
til frekari samninga um sam-
starf þjóða og samvinnu. í
þessu sambandi minntist for-
setinn sérstaklega á aukna
samvinnu Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna, og mælti með
því að þessi ríki ynnu sam-
eiginlega að leiðangri til
tunglsins. Þá hvatti forset-
inn til nýrrar haráttu fyrir
Misbrestur á
réttri vigt
UNDANFARH) hafa eftirlits-
menn frá verðlagsstjóra gengið
í matvöru- og kjötbúðir og tekið
viktaðar vörur til athugunar á
hvort um rétta vigt sé að ræða.
En ýms varningur í búðum er
ýmist pakkaður í verzlunum eða
vörurnar keyptar pakkaðar, frá
framleiðendum eða pökkunar-
verksmiðjum.
Mbl. spurðist fyrir um þetta
hjá verðlagsstjóra, sem sagði að
ekki væri þetta fullathugað enn,
og ekkert hægt um það að segja.
Þó hefði einhver misbrestur ver-
i« á því að rétt vigt w*fi í öil
uíu pökkunum.
því að banna notkun gereyð-
ingarvopna í geimnum,
Kennedy var ákaft fagnað er
hann kom til aðalstöðva SÞ í
fylgd með Adlai Stevenson, aðal
fulitrúa Bandaríkjanna hjá S.Þ..
Ekki voru þó fulltrúar allra að-
ildarríkja einhuga í fögnuðin-
um, því fulltrúar Kúbu gengu
af fundi áður en Kennedy kom.
Formaður sendinefndar Kúbu,
Carlos Lechuga, sendiherra, sagði
við fréttamenn að fulltrúarnir
hafi vikið af fundinum vegna
þess að þeir óskuðu ekki að
hlýða á rangfærslur forsetans
varðandi byltinguna og ástand-
ið á Kúbu. „Við skruppum og
fengum okkur kaffisopa“, sagði
hann.
Caroline og John
Við komuna til aðalstöðvanna
mættu Kennedy nokkrir blökku
menn, sem báru spjöld með
áletruðum áskorunum um að-
gerðir til að tryggja jafnrétti
kynþáttanna. Sumar áletranim-
ar gengu svo langt að saka
Kennedy um að eiga þátt í morð
inu á blökkubörnunum sex í
Birmingham, Alabama, s.l. sunnu
dag. Á einu spjaldinu stóð t.d.:
„Ef Caroline og John jr. (börn
forsetans) hefðu verið meðai
barnanna sex, sem drepin voru,
létuð þér þá nægja að tala?“
Þegar Kennedy gekk í fund-
arsalinn var honum ákaft fagn-
að. Hóf hann mál sitt með því
að minnast á samningana i
Moskvu um bann við tilraunum
með kjarnorkuvopn í andrúms-
loftinu, geimnum og neðansjáv-
ar. Sagði hann að halda bæri
áfram á sömu braut og reyna
að ná samningum um að stöðva
kjarnorkukapphlaupið og tak-
i mauka dreifingu kjarnorku-
vopna, en stefna að notkun kjam
orkunnar á friðsamlegum vett-
vangL
Forsetinn sagði að komið gæti
að því á þessum áratug að rúss-
neskir og bandarískir vísinda-
menn ynnu saman að tunglleið-
angri, og væri það aðeins einn
áfangi í hugsanlegri samvinnu
ríkjanna í framtíðinni. En hann
lagði áherzlu á að allir samn-
ingar um samvinnu yrðu born-
ir undir bandalagsríki Banda-
ríkjanna, því enginn samningur
yrði gerður á kostnáð þeirra.
Andvíg misrétti, hvar sem er
Kennedy ræddi nokkuð um
mannréttindamál, og sagði að
mannréttindi væru ekki virt þeg
ar Búddaprestar væru flæmdir
burt úr eigin hofum, samkomu-
húsum Gyðinga væri lokað eða
sprengjum varpað á kirkjur.
Með síðasta dæminu átti for-
setinn við það þegar sprengju
var varpað á kirkju í Birming-
ham með þeim afleiðingum að
sex blökkubörn biðu ’ bana.
— Bandaríkin eru andvíg kyn
þáttamisrétti og ofsóknum hvar
sem er í heiminum — einnig
þegar það gerist í okkar eigin
landi, sagði Kennedy.
Forsetinn sagði að samningur-
inn um tilraunabann kæmi ekki
í veg fyrir grundvallar ágrein-
ing þjóðanna, og að meðan
þessi ágreiningur ríkti takmark
aði hann þann árangur, sem
hugsanlegt er að ná. „En ég
vil segja leiðtogum Sovétríkj-
anna og íbúum, að ef þjóðir
okkar eiga að öðlast öryggistil-
finningu, þurfum við á mun
betra vopni að halda en vetnis-
sprengju, vopnL sem er betra
en langdrægar eldflaugar eða
kjarnorkuknúnir kafbátar, og
vopn þetta er friðsamleg sam-
búð“.
enduim þaikflekanna, eða á ann-
an hátt, sem hentast þætti.
Fræðsluráð gerir þá ákveðnu
kröfu, að fengið verði álit bygg-
ingaeftirllts ríkisins um traust-
leika téðra bygginga, og telji það
byggingunuim á einhvern háitt
ábótavant, verði bætt úr ágöLl-
um, áður en lengira er haldið
við byggingarnar."
Leitað sérfræðiálits
Urðu nokkuð harðar umræður
uim þetta miál á bæj arstjórnar-
fiundinum. Kvörtuðu talsmenn
meiriMutans uim að samþykikt
fræðslunáðs mundi ýta undir þá
óánægju sem væri í bænum með
bygginganfraimikvæmdir skólans.
En íormaður fræðsluráðs er
Andrés Kristjánsson, ritstjóri
Tímans og varaifuilitrúi Fram-
sóknarmanna.
Það var upplýst varðandi
seinni hluta samiþykktar firæðsilu-
ráðis, að leitað hafði verið tii
byggingareftirlits ríkisins, en á-
lit þess liggur ekki fyrir enniþá.
Hins vegar haifði Almenna bygg
ingarfélagið, sem leitað haifði ver
ið til um sérfræðilega rannsóikn,
neitað að gera áliiit uim traust-
leika byggingarinnar. En nú het
ur verið leitað til Trausts h..f.
tneð það mál, þar eð byggingar-
eftirlit skólanna hefur ekki sér-
fræðinga til að taika það að sér.
Er þess vænzt að á næsta fundi
bæjarstjórnar Kópavogs liggi
fyrir álit sérfræðinga um styrk-
leika byggingarinnar.
Sofnaði frá log-
andi sígarettu
AÐFARANÓTT fimmtudags
sofnaði maður út frá sigarettu
á Vesturg. 26 á Selfossi. Kvikn-
aði í svefnbedda hans, og hamt
vaknaði og fólk I næsta her-
bergi, sem kallaði á slökkviliðið.
Logaði þá í rúmfötunum og var
linoleumdúkurinn undir rúminu
farinn að sviðna, en maðurinn
hafði sloppið óbrenndur, aðeins
með sviðna skyrtuna. Má það
teljast mesta mildi.
— Prestaköll
Framh. ai bls. 2
Háaleitisvegur (Sólheimar); Háa
leitisvegur (Sólheimar); Háa-
leitisvegur, Kringlumýrarbl. 23
og 24; Háaleitisvegur, Sogamýr-
arbl. 32, 34, 36, 38, 39, 41 og 59;
Heiðargerði; Hvammsgerði; —-
Hvassaleiti; Mjóumýrarvegur,
Kringlumýrarbl. 19; Seljalands-
vegur, Kringlumýrarbl. 12, 14, 19
og 17; Skálagerði; Stóragerði;
Bústaðavegur: Fossvogsbl. 30, 31,
39, 42, 42A, 47, 49, 50, 51, 54, 55;
Bústaðavegur: Bústaðabl. 3, 7, 23;
Bústaðav.: Fossvogur; Fossvogs-
vegur: Fossvogsbl. 2, 2A, 3, 5. 1*
og 14; Klifurvegur. Fossvogs-
blettur; Reykjanesbraut: Garðs-
horn, Hjarðarholt, Kirkjuhvoll,
Leynimýri, Rauðahús, SólbakkL
Sólland og Br. 88 Fossvogi;
Sléttuvegur; Siéttuvegur; Foss-
vogsblettur. •'