Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur ,21. sept. 1963 Norrænir stúdentar ú Islandi i - UNDANFARNAR sjö vik- ur hefur staðið yfir í Há- skólanum íslenzkunám- skeið fyrir háskólastúd- enta frá Norðurlöndum. Var þátttakendum, 25 tals- ins, skipt í tvo hópa eftir kunnáttu þeirra í málinu og sáu þeir Árni Böðvars- son cand mag. og Baldur Jónsson cand. mag. um kennslu. Auk þess fluttu þeir prófessorarnir Stein- grímur J. Þorsteinsson og Einar Ólafur Sveinsson er- indi um íslenzka tungu og bókmenntir. Námskeiðinu lauk með skriflegum og munnlegum prófum á mið- vikudag og fimmtudag. Þrátt fyrir stranga stundaskrá fengu þátttak- endur á námskeiðinu tæki- færi til að ferðast um land- ið og kynnast fólkinu, sem það byggir. Við hittum nokkra þeirra að máli og spjölluðum við þá um dag- inn og veginn. Barbro Söderborg og Johan Arvidsson Hafnarbúðum. við bókaJiiliuna í sKiljan, eldfjöll og lág flugfargjöld' væri ofarlega í hugum Svía? — Já, ég minnist einskis, er mælti gæti á móti því, segir Johan. En þessi samvinna byggist mikið á tæknilegum grundvelli og vegna stöðu sinnar getur ísland ekki tekið jafn virkan þátt í henni og hin löndin fjögur. — Þið hafið þegar ferðazt eitthvað um sveitir landsins? — Já, við vorum fyrir norð- an, í Borgarfirði, á Þingvöll- um og Suðurlandsundirlend- inu. Fannst ykkur þið vera kom in á sögusvið íslenzku forn- bókmenntanna? — Jú, við komumst í snert- ingu við íslendingasögurnar. En svo komum við auga á ný- tízkulegan bóndabæ og bíl á þjóðveginum og töldum með ólíkindum að þar væri Gunn- ar á Hlíðarenda á ferð. — Hvernig hefur annars reynsla ykkar verið af íslend- ingum? — Þetta er ekki sanngjörn spurning. Hvað viltu að við segjum? — Eitthvað, sem gæti orðið til að fá menn til að líta í eigin barm. Fengið þá til að upp- götva einhverja galla á sjálf- um sér. Við erum ekki full- komnir. — Það er erfitt að kynnast fslendingum. Við gerum okk- ur ekki fyllilega ljóst, hvern- ig við eigum að fara að því. Heldurðu að það yrði vænlegt til árangurs að ganga að mönn um brosandi út að eyrum og segja: „Mig langar til að kynn ast þér“. Eða eigum við öllu heldur að segja: „Það er anzi kalt í dag“. Yrðum við ekki álitin stjörnuvitlaus? íslend- ingar virðast vera feimnir. Þeir svara já eða nei og brosa vandræðalega. Okkur langar til að kynnast ungum mennta- mönnum. Ert þú kannski skáld? — Nei. — Einhver sagði, að við skyldum fara upp á Mokka eða á Þórsgötu 1. — Þið hittið sjálfsagt ung- kommúnista á Þórsgötu 1. — Jæja. — Er ekki erfitt að læra ís- lenzku? — Jú, að mörgu leyti er ís- lenzkan erfið. Beygingafræð- in er einna þyngst í vöfum. Orðtökin úr atvinnulífinu eru strembin og þýðingar á erlend um nöfnum, eins og t.d. nöfn- um erlendra borga koma okk- ur ókunnuglega fyrir sjónir. Nýyrðin ykkar eru athyglis- verð og okkur langar til að læra mikið af þeim. En er ekki til neitt slang í íslenzku? — Jú, það er til slang. Orð- ið slang er t.d. sl>ang. Hafið þið áhuga á þvi? —Já, reglulega mikinn. Gætirðu ekki gefið mér lista af slangi, segir Barbro að lok- um. Mér þætti það miklu þægilegra en að fara niður í Austurstræti með blað og blý ant og skrifa niður tungutak unga fólksins. NIÐRI í Hafnarbúðum hittum við þau Johan Arvidsson frá Lundi og Barbro Söder- borg frá Stokkhólmi. — Jo- han er hár maður og þrekvax- inn, sver sig í ætt við forfeð- urna nema hvað hann lætur sér aðeins vaxa lítið yfirvara- skegg. Allt öðru máli gegnir um Barbro, sem er með tinnu- svart hár og stingur algjör- lega í stúf við hina dæmi- gerðu sænsku stúlku, sem hef ur umvafið almenningsálitið í heiminum með löngum, ljós- um lokkum. Þau Johan og Barbro voru inni í setustofunni í Hafnar- búðum að skoða íslenzkar bækur, er okkur bar að garði. Fannst okkur vel viðeigandi að taka af þeim mynd við bókahillurnar en Barbro hafði orð á því að hún gæti því mið ur ekki verið nægilega bók- menntaleg á svipinn. — Ég held að íslendingar séu í svo innilegum tengslum við bókina að þeir kunni að taka það illa upp við okkur ef við erum ekki bókmennta- leg á svipinn. — Ykkur verður áreiðan- lega fyrirgefið. Þið megið meira segja brosa, ef ykkur langar tiL Enginn tæki það illa upp, svo framarlega sem það eru ekki Passíusálmarnir, sem þið eruð að renna augun- um yfir. Og þegar ljósmyndarinn er búinn að festa þau Barbro og Johan á filmu fáum við tóm til að ræða við þau um ís- lenzkunámskeiðið og dvölina hér almennt. — Hafið þið lært íslenzku í Svíþjóð? — Við höfum lesið fornís- lenzku með sænskunáminu í háskólanum heima. Hún hefur mikið gildi fyrir okkur, því að skyldleikinn er mikill milli málanna og uppruna sænskra orða er oft að leita í fornís- lenzku. Aftur á móti höfura við haft lítil kynni af nútíma- íslenzku fyrr en nú á þessu námskeiði, sem okkur var boð ið að sækja af Háskóla ís- lands fyrir milligöngu Nor- ræna félagsins. — Þurfið þið þá ekki að bera neinn kostnað af íslands ferðinni? — Jú, við þurfum að borga fæði og húsnæði úr eigin vasa. — Að hversu miklu haldi teljið þið að íslenzkunámið muni koma? — Ég býst ekki við því, að geta talað íslenzku eftir þetta tiltölulega stutta námskeið, ekki nema þá að mjög litlu leyti, segir Barbro. En aftur á móti ættum við að geta lesið nútímabókmenntir íslenzkar án stórkostlegrar fyrirhafnar. — Er mikið úrval af íslenzk um bókum að fá í Svíþjóð? •— Nei, því miður það er mjög erfitt að komast yfir is- lenzkar bækur. í bókaverzl- unum er það ekki hægt og bókasöfnin eru fátæk af bók- um á íslenzku. — En þýðingar? — Já, Kiljan er til á sænsku. En það eru svo marg- ir aðrir höfundar, sem okkur langar til að kynnast. Af nú- tímakveðskap íslenzkum hef- ur að mig minnir aðeins ein bók verið gefin út. Hún kom út fyrir fimm árum, lítið kver . með sýnishornum af verkum nokkurra höfunda. — Er lítill áhugi á málefn- um íslands í Svíþjóð? — Almenningur hefur ekki náin kynni af íslandi, nema þá kannski af einhverjum ferðamannabæklingum. ís- land er sett í samband við Kiljan, eldfjöll og lág flugfar- gjöld eftir deilu SAS og Loft- leiða. ísland er svo sjaldan í fréttunum, það gengur svo lítið á hjá ykkur. Kannski megið þið þakka fyrir það. — Mynduð þið segja að á- hugi á norrænni samvinnu Kennir íslenzku Stafangri i ELZTI þátttakandi á íslenzku námskeiðinu var Þorleifur Kvalik lektor frá Stafangri. Hann hefur þá sérstöðu að hafa kennt íslenzku í mennta skóla í heimaborg sinni sl. tvö ár. Þorleifur fékk styrk frá norskum aðilum og mennta- máiaráðuneytinu til að vera ísland í augum Skandinavans. Þorleifur Kvalvik, lektor á hluta námskeiðsins, og er þetta í fyrsta sinn að hann sækir ísland heim. Fyrsti nemendahópurinn, sem lært hefur íslenzku hjá Þorleifi, mun ljúka stúdents prófi næsta vor. Eru það ein göngu stúlkur, en Þorleifur tjiði okkur, að piltarnir i skólanum væru flestir í stærð fræðideild og hefðu minni áhuga en stúlkurnar á að nema nýjar tungur. Við íslenzkukennsluna hef ur verið notuð kennslubók með léttum köflum í sam- talsformi og sýnishornum af nútímabókmenntum auk þess sem kveðskapur Oig eldri rit verk hafa verið lesin, þegar nemendur hafa öðlazt nægi- lega þjálfun í málinu. í Stafangri kvað Þorleifur vera ríkandi mikinn áhuga á málefnum Islands og ættu tíðar flugsamgöngur Loftleiða sinn þátt í því. Nokkur f jöldi íslendinga er þar starfandi og hafa íslenzkunemendur Þor- leifs reynt að kynnast þeim tU að fá reynslu í að tala mál <"%r« <*MXí <^r« r*r«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.