Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 3Í <;ept. 1963 íÞRómFRÉnm morguivblaðsiais slund i 3. sæti Unnu Breta i gær 63:53 — enginn veitti Frökkum meiri mótspyrnu ÍSLAND varð í 3. sæti í sín- um riðli í Evrópukeppni ung- linga í körfuknattleik. í gær- kvöldi unnu íslenzku piltarn- ir þá brezku og náðu þar með í 3. sætið. Á undan eru Frakk ar og Svíar, á eftir eru Bretar og Luxemborgarar. Hvernig sem á liðið er litið er þessi frammistaða íslenzka liðsins góð miðað við að þetta er í fyrsta sinn sem íslenzkt ung- lingalandslið mætir erlend- um liðum. Leikurinn í kvöld var nokk uð góður, símar Þorsteinn Hallgrímsson, sérstaklega í síðari hálfleik hjá íslenzka lið inu. íslenzka liðið byrjaði nokkuð vel fyrstu mínúturnar og komst yfir, 17-11. Þá tóku Bretar sprett og komust yfir og unnu fyrri hálfleik með 29-22. ★ ÍSLENDINGUM VAR EKKI RÓTT í síðari hálfleik byrjuðu Bretar enn vel og það lá við að sigurvon fyrir ísland hyrfi með öllu. Bretar komust upp í 11 stiga forskot, 35-24. En þá loksins rættist úr ís- lenzka liðinu. Það sýndi þann mátt sem í því býr. Smám sam- an unnu piltarnir á forskot Breta. Loksins var jafnað og for- skoti náð með 38-37. Eftir það varð íslenzka liðið aldrei undir í stigúm, en jók þess í stað sitt vinningsforskot jafnt og þétt og vann örugglega, 63-53. f kvöld léku með allir þeir sem áður hafa verið sagðir meiddir. Hans Hjartarson, sem í fyrradag var sagður meiddur er aftur heill eftir að flugubit, sem sökkti auga hans var gróið. Enska knattspyrnan ÚRSLIT leikja í ensku deildar- keppninni, sem fram fóru fyrri hluta þessarar viku, urðu þessi: 1. deild Aston Villa — Tottenham 2—4 Blackburn — Chelsea 2—2 Blackpool — Manchester U. 1—0 N. Forest — West Ham 3—1 Bolton —- Ipswich 6—0 Fulham — Burnley 2—1 Liverpool — Wolverhamton 6—0 Stoke — Sheffield U. 0—2 W.B.A. — Birmingham 3—1 2. deild Northamton — Norwich 3—2 Bury — Cardiff 4—1 Charlton — Grimsby 2—1 Roterham — Middlesbrough 2—1 Swansea — Huddersfield 1—2 Leyton 0. Derby 3—0 Manchester C. Swindon 0—0 Plymouth — Preston 0—2 Portsmouth — Leeds 1—1 Southampton — Newcastle 2—0 Sunderland — Scunthorpe 1—0 í 1. deild er Manchester United efst með 12 stig, en W.B.A. og N. Forest fylgja fast eftir með 11 stig. — í 2. deild er Swindon eftir með 14 stig, en Sunderland er í öðru sæti með 13 stig. ★ LIÐIÐ Gunnar Gunnarsson og Anton Bjarnason voru beztir í íslenzka liðinu í kvöld. En mjög góðan leik áttu einnig Kristinn Stefánsson og Tómas Zoega. Anton var stigahæstur með 17 stig, Kristinn skoraði 14, Gunn- ar Gunnarsson 13 og Agnar 8. ★ ÚRSLITIN Það kemst aðeins eitt lið úr þessum riðli í úrslitakeppn ina um Evrópubikarinn. Flest ir vissu fyrirfram að það yrðu Frakkar. Það er því gaman að því núna eftir á að í raun og veru átti ísland beztan leik við Frakka af öllum liðunum I riðlinum. Að vísu var fyrri hálfleikur slakur — og það meir en góðu hófi gegndi. En i siðari hálfleik fengu Frakk- ar frá íslendingunum meiri mótspyrnu en þeir fengu frá nokkru öðru keppnisliði í þessu móti. í kvöld léku Frakkar sér að því að vinna Svía með 68 gegn 34 stigum. Svíar fóru því lítið betur út úr viðureigninni við Frakka en íslendingar. f gær voru leiknir tveir leikir. Þá unnu Frakkar Englendinga með 74-28 og Svíar unnu Lux- emborgara með 64-24. Kolbeinn Pálsson leikur laglega framhjá varnarleikmanni. Ljósm. Sv. Þormóðss. Þorsteinn Hallgrímsson skrifar frá París: Frakkarnir voru 10 vikur í æfingabúóum — og æfðu ANNAR leikur fslands í mótinu var við Frakkland. Eins og búizt. var við unnu Frakkar með töluverðum ytf- irburðum 79-40. ísl. liðið byrjaði nokkuð vel og skoraði 3 fyrstu stigin. Em Frakkar jöfnuðu fljótt og smá uxu siðan bilið unz þeir hö'fðu náð 10 stiga forskoti 23-13. Voru þá 11 mínútur liðnar atf fyrri hálileik. >á fór ailt í handaskolum hjá íslending- um, þvtf á þeim 9 mín sem etft- ir voru atf háMleikinum skor- uðu Frakkar 27 stig en ís- lendingar 1 stig. Á þessu támabili gekk ailt Frökkuan í vil. Samleikur þeirra var oft mjög glæsilegur og öryggi í skotum geysilegt. Þeir hittu úr u.þ.b. 75% aí öllum akotum sínum .Einnig náðu þeir nær ölilum fráköst- um bæði í sókn Og vörn. íslendingar léku iMa á þessu tímabili. Þeir hittu al’ls ekki í körfuna og vörnin var mjög opin og ekiki nógu hreyfanleg. í seinni hálfleik var ísl. lið- ið gerbreytt. Baráttuvilj inn var geysilegur og vömin mjög hreyfanleg og þétt, enda fengu Frakkar aldrei frið til að setja upp leikaðferðir eða skjóta. Var hálfleikurinn mjög jatfn og framan af saxaði ísl. liðið heldur á forskot Frakka. Þegar 5 mín voru til leiks- loka tóku Frakkar upp pressu um allan völlinn og voru ís- lendingarnir smá tíma að átta sig og á meðan skora Frakk- ar með 29-26. Franska liðið er líklega sterkasta liðið í keppninni. Þeir eru stórir og sterkir og liðið er mjög vel samætft, enda hatfa liðsmenn dvalið 10 vik- ur í I.N.S. (íþróttamiðsrtöð franska ríkisins). Þar hafa þeir ekkert gert annað en að æfa. Samt sem áður er 39 stiga munur' of mikill. Eðlilegt hefði verið að þeir sigruðu með u. þ.b. 20 stigum. Frakkamir höfðu heizt yfirburði í hæð, samileik og öryggi í körtfuskot- um. Skoruðu þeir oft fallegar körfur, einkum í fyrri háiltf- leik. ísl. liðið átti mjög mislheppn aðan leik. Fyrri hálfleikur var slæmur, en sá síðari góð- ur. Þeir léku svæðisvörn ailan tímann og í seinni hálfleik var vömin mjög góð Og stálu þeir oft boltanum og sköpuðu sér færi, en körfuskotin mis- tókust otft illa. En þetta bom Frökbum mjög úr jafnvægi og náðu þeir aldrei upp eins góðum leik og í fyrri hálfleik. Sókn- in var heldur slök og voru sóknarmenn óheppnir í skot- um. Einnig gekk þeim illa að setja upp þær leikaðferðir sem fyrirhugaðar höfðu verið. Beztir íslendinga í leiknum voru Anton með 12 stig og Kolbeinn með 9 stig. Anton er mjög harður að ná fráköstúm Kol'beinn var mjög trutflandi í vörninni. Agnar meiddist í fingri í leiknum við Luxem- borgara og hitti þess vegna illa. Það kom sér iila fyrir liðið, þv>í bann er bezta lang- skyttan í liðinu. í seinni leikn um vann England Luxemborg örugglega með 54-49. iMM •MW — Norska stjórnin Framh. af bls. 1 stjórnarinnar hefði ekki átt að koma neinum að óvörum eftir að Gustavsen, þingmaður Sósíalíska þjóðarflokksins, hafði lýst yfir fylgi við stefnuskrá jafnaðar- manna. Stjórn Lyngs hafði stuðn ing 74 þingmanna, jafnaðarmenn eiga 74 þingsæti og Sósíalíski þjóðarflokkurinn 2 þingsæti. Aðspurður hvort Jafnaðar- mannaflokkurinn hyggðist leita eftir nánara samstarfi við Sósíal- íska þjóðarflokkinn eftir stjórn- armyndunina, sagði Gerhardsen: — Við höfum ekki í hyggju að leita eftir samstarfi við nokkurn flokk. Samvinnan verður að koma eftir gangi málanna á þingi. Ég vona að borgaraflokk- arnir taki málefnalega afstöðu hverju sinni, það hefðu jafnaðar- menn gert ef þeir hefðu verið áfram í stjórnarandstöðu. John Lyng skýrði frá því að hann gengi fyrir Noregskonung klukkan 11 í fyrramálið (laugar- dag) til að spyrja hvenær hent- j I aði honum að stjórnin legði fram j | lausnarbeiðni sína. Bjóst hann við að það tæki Gerhardsen skamman tíma að mynda nýja stjórn, en þangað til færi frá- farandi stjórn með völd að vanda. — Agreiningur Framh. af bls. 1 um stórfellda fargjaldalækkun til að mæta samkeppninni frá fé- lögum, sem stunda leiguflug gegn lágum fargjöldum. Áður en framhaldsviðræður um fargjaldalækkunina hefjast að nýju í Salzburg hinn 22. októ- ber, verður ársþing IATA haldið í Róm, og hefst það hinn 7. þ.m. Er talið að lækkunin verði einnig til umræðu á ársþinginu. Siglfirðingar í knattspyrnu SIGLUFIRÐI, 6. sept. — Húsvík. ingar komu hingað um s.l. helgi í knattspyrnuför. Fjórir flokkar og kepptu við heimamenn. í 3. flokki varð jafntefli, ekk- ert mark skorað, í 4. flokki lauk leiknum með sigri heima- manna, 4:2, í 5. flokki fóru leik ar heimamönnum í vil með 1:0 og loks sigruðu Siglfirðingar í 1. flokki með 7:1. Á næstu grösum er svonefnt Norðurlandsmót í knattspyrnu. Nú um helgina fer fram Sund- meistaramót Norðurlands í sund höllinni hér. — Stefán. — Hrafnkelsdalur Framh. af bls. 24 menjar í dalnum, að þar íiafi verið byggð a.m.k. fyrir 1100. Ég er þeirrar skoðunar, að beinahrúgan sé frá því fyrir 1000. Full ástæða er til að at- huga fleiri leifar mannabyggð ar í dalnum, vegna þess hve askan gefur öruggar upplýs- ingar um aldur. T. d. mætti athuga hringmyndaða tóft í túninu á Aðalbóli, en hún virð ist þó yngri en 1104. — Hrafnkelsdalur er næst- hæsta byggð á íslandi, um 400 m yfir sjávarmáli. Aðeins byggðin á Hólsfjöllum mun vera hærra. Mér finnst þó ekki ósennilegt, að þar hafi þótt búsældarlegt til forna og fjárbeit góð, en líklega hefur uppblástur byrjað snemma. Ég tel öruggt, að Hrafnkels- dalur hafi verið byggður, þegar Hrafnkelssaga á að hafa gerzt (á 10. öld), en gaman væri að athuga, hvort þar hefur verið byggð, þegar hún er skrifuð (sennilega seint á 13. öld). Beinahrúgan á Þórisstöðum. öskulagið næst fyrir ofan hann er úr Heklu 1104. Ofar sjást einnig lögin frá öræfajökli 1303 og Öskju 1874.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.