Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. sept. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Kom'áð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrdr Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. HVERRA ÞJÓNAR ERU ÞEIR? Alvarleg deila hefur risið milli íslenzka síldarmats- ins og rússnesks yfirtöku- manns, sem taka átti við salt- síld fyrir Ráðstjómarríkin. Rússneski yfirtökumaðurinn neitaði að taka við síld, sem íslenzka síldarmatið taldi góða vöru og fullnægja gæða- reglum. Áður hafa orðið árekstrar við Rússa, þegar þeir hafa átt að yfirtaka síldina, án þess að um það yrðu miklar umræður, en nú bregður svo við, að kommúnistamálgagn- ið hér á landi tekur upp hanzkann fyrir Rússa og ræðst heiftarlega á rússneska síldarmatið og þar með ís- lenzka hagsmuni. íslenzka síldarmatið telur að hinn nýi rússneski yfir- tökumaður fari eftir öðrum reglum en áður hefur verið gert og neiti að taka við góðri vöru, en kommúnistamál- gagnið kemur til liðs við rúss neska sendimanninn og held- ur því blákalt fram, að hin ís- lenzka útflutningsvara sé ó- nýt og segir blaðið m.a. í gær, að síldin sé úldin. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær hefur Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi samþykkt að stefna „Þjóðviljanum“ fyrir ummæli um síldarsaltendur, en kommúnistablaðið er ekki af baki dottið og heldur á- fram róginum í gær og legg- ur sig nú fram um að reyna að sanna, að þessi mikilvæga útflutningsvara íslendinga sé ónýt. Það er engin furða þótt menn velti því fyrir sér í hverra þjónustu þeir menn séu, sem þannig rita. Raunar er vitað, að kommúnistar hér á landi, eins og annars staðar, hafa fengið ríkulegan fjár- styrk frá Rússilm og einmitt nú standa yfir miklar fram- kvæmdir hjá „Þjóðviljan- um“, sem allir vita að ekki eru kostaðar af fé blaðsins, enda er það minnsta og léleg- asta dagblaðið á landinu og rekið með miklum halla. FÖLSUN EÐA HEIMSKA VHirnefnd sexmannanefnd- arinnar hefur ákveðið að verð það, sem bændur fá fyr- ir landbúnaðarafurðir hækki að meðaltali um 20,8%. Hins- vegar hefur enn ekki verið fjallað um vinnslu- og dreif- ingarkostnað, en kunnugir telja, að hann muni hækka minna, þannig að meðalhækk un verðs á landbúnaðarvör- um til neytenda verði eitt- hvað minni en 20,8%. Kommúnistablaðið fj&llar um þetta mál í mikilli forsíðu grein í gær, sem hefst á þess- um orðum: „Óðaverðbólga magnast nú í þjóðfélaginu eins og eldur í sinu. Nú síðast hefur gerðar- dómur komizt að þeirri niður stöðu, að verðlagsgrundvöll- ur landbúnaðarafurða skuli hækka um 21%, ráðgerðar munu vera aðrar hækkanir í sambandi við það, m.a. á dreifingarkostnaði, þannig að horfur eru á að útsöluverð á landbúnaðarafurðum muni hækka um ekki minna en 30% að jafnaði“. Eins og áður’segir hækkar verðið til bænda um 20,8%, en vinnslu- og dreifingar- kostnaður líklega eitthvað minna. Auðvitað var vinnslu- og dreifingakostnaður áður innifalinn í verðinu til neyt- enda, eins og nú verður, og ef hann hækkar minna ei\ verð- ið til bænda, ætti hvert mannsbarn að skilja það, að heildarhækkun til neytenda yrði að hundraðshluta eitt- hvað minni en nemur þeirri prósentuhækkun, sem bænd- ur fá. Morgunblaðið gerir ráð fyrir því, að ritstjórar Þjóð- viljans hafi méðalgreind barnaskólabarns,. svo að þess vegna er ekki hægt að gera því skóna að blaðið viti ekki betur, þegar það heldur því fram, að „útsöluverð''á land- búnaðarafurðum muni hækka um ekki minna en 30% að jafnaði“. Hér hlýtur því að vera um að ræða vísvitandi fréttaföls- un, enda hefur „Þjóðvilji’nn“ lengi verið í kapphlaupi við Tímann um það, hvort blaðið gæti falsað fréttirnar ræki- legar. LANDBÚNAÐAR- VERÐIÐ U’ins og áður segir verður ^ meðalhækkun landbún- aðarafurða til neytenda vænt anlega eitthvað minni en 20,8%. Neytendum finnst sú hækkun sjálfsagt mikil, þótt bændur hefðu gjarnan viljað fá meira. En hér er um að ræða úrskurð lögum sam- kvæmt, sem allir verða að sætta sig við. Hækkunin á landbúnaðar- afurðunum mun ekki verða jafnmikil á öllum vöruteg- Kennedy og Rusk hvetja til aukins útflutnings Washington, 17. sept. — NTB K E N N E D Y Bandaríkjaforseti sagði í dag, að Bandaríkjamenn væru í þann veginn að bíða Iægra hlut fyrir keppinautum sín um í Evrópu á sviði utanríkis- verzlunarinnar. Forsetinn við- hafði þessi ummæli á fundi með fulltrúum bandarisks atvinnulífs, sem haldinn er í Hvíta húsinu og- fjallar um verzlunar- og út- flutningsvandamál. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók einnig til máls á fundinum og lagði áherzlu á, að Bandaríkjunum væri nauð- ynlegt, að auka útflutning sinn, t. d. til þess að geta staðið straum af aðstoðinni við erlend ríki. Sagði utanríkisráðherrann, að með þvi að draga úr aðstoð- inni við erlend ríki, aðstoðuðu Bandaríkin kommúnista í bar- á’ttu þeirra fyrir heimsyfirráð- um. Kennedy forseti ræddi um Evrópulöndin sem keppinauta Bandaríkjanna á sviði viðskipta. Rómaði forsetinn dugnað leið- toga atvinhulífsins í ýmsum Ev- rópulöndum Og hvatti fundar- Erlendar fréttir í stuttu mdli • Schröder í U.S.A. Bonn, 19. sept. (NTB). UTANRÍKISRÁÐHERRA Vestur-Þýzkalands, Gerhard Schröder, hélt í dag til Banda ríkjanna, en þar mun hann ræða við Kennedy Banda- ríkjaforseta, Dean Rusk, utan ríkisráðherra Bandaríkjanna og Home lávarð, utanríkisráð- herra Breta. Schröder mun dveljast í Bandaríkjunum í viku og kynna sér sjónarmið Banda- ríkjamanna og Breta varðandi áframhaldandi samningavið- ræður austurs og vesturs. Einnig mun Schröder skýra frá sjónarmiðum stjórnar Vestur-Þýzkalands. Margt bendir til þess, að Schröder muni einnig ræða við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, en fundur þeirra hefur ekki verið ákveð inn. undum. Sauðfjárbúskapur er talinn standa illa að vígi, og er líklegt að hagur hans verði bættur á kostnað mjólkur- framleiðenda, þannig að mjólk mun væntanlega hækka mun minna en dilka- kjöt. Slík tilfærsla milli vöruteg- unda hefur ekki mikla þýð- ingu fyrir neytendur, heldur fyrst og fremst meðalhækk- unin, og sérstaklega er það ánægjulegt fyrir þá, ef mjólk in hækkar minna, því að þar er um brýnustu nauðsynja- vöruna að ræða, einkum fyr- ir hina efnaminni og barna- f jölskyldur. menn til dáða í samkeppninni við þá. Sagði forsetinn, að Banda- ríkjamenn hlytu að geta flutt út sem svaraði fjórum prósentum brúttóþjóðarframleiðslunnar, þeg ar Vestur-Þýzkaland flytti út 16 prósent brúttóframleiðslu sinnar, Ítalía 10 prósent, Svíþjóð 19 pró- sent, Sviss 22 prósent og Holland 35 prósent. Forsetinn sagði, að fjórar meginástæður væru til þess, að Bandríkjunum væri nauðsynlegt, að auka útflutning John F. Kennedy sinn. í fyrsta lagi ykist atvinna í landinu með auknum útflutn- ingi, í öðru lagi myndi aukinn útflutningur draga úr hallanum á viðskiptajöfnuði landsins, i þriðja lagi yki hann afköstin i bandarísku atvinnulífi og í fjórða lagi kæmi hann öllum hinum frjálsa heimi að gagni. Dean Rusk utanríkisráðherra sagði m. a., að Vesturveldin yrðu að vera vel á verði, þó að ástand ið í heimsmálunum hefði batnað með undirritun Moskvusáttmál- ans. Hann sagði, að túlka mætti stefnu Sovétstjórnarinnar og Pek ingstjórnarinnar með þremur orð um: „Bandaríkjamenn farið heim“. Þessi tvö kommúnistaríki hefðu þessa stefnu sameiginlega þrátt fyrir ágreining um hvaða aðferðum skuli beita til þess' að ná heimsyfirráðum. Rusk sagði, að færu Bandaríkjamenn heim, kæmu kommúnistar í þeirra stað. Rusk gagnrýndi fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir að sam- þykkja að draga úr fjárfram- lögum til aðstoðar við erlend ríki. Sagði hann, að næði sam- þykktin fram að ganga yrði það stuðningur við kommúnista í bar áttu þeirra fyrir heimsyfirráðum. Skýrsla Dennings birt í heild London 19. sept. (NTB) MACMILLAN, forsætisráð- herra Breta, skýrði frá því í dag, að stjórnin hefði ákveð ið að birta í heild skýrslu Dennings lávarðar um rann-i sóknir hans á Profumo-mál- inu. Forsætisráðherrann sagði, að stjórnin teldi ekki nauð synlegt að fella neitt úr skýrsl unni af öryggisástæðum. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvenær skýrslan skuli birtast. Hún er 50 þú» orð. Hvatti hann, að lokum, til auk- ins útflutnings til þess að draga úr hallanum á greiðslujöfnuði Bandaríkjanna. Dean Rusk Rætt um vernd fiski- stofna á Atlantshafi Einkaskeyti til Mbl. — London — AP. —- Nú stendur yfir í London fisk veiðiráðstefna 14 landa. Fjall ar hún einkum um, hvað gera megi til að koma í veg fyrir, að ofveiði stofni fiskistofnin um á NA-Atlantshafi í hættu. Talsmaður ráðstefnunnar skýrði í fyrradag frá umræðum um nefnd, sem sett skal á stofn til að sjá um vernd fiskistofnsins, á áðurnefndu svæði. Eitt af verkefnum ráðstefn- unnar verður að kjósa aðra nefnd, sem sjá skal um, að samkomulag það, sem næst um verndun, verði haldið. Fiskimálaráðherra Breta Chistopher Soamer, lýsti því yfir á fyrsta fundi ráðstefn- unnar á miðvikudag, að nauð syn bæri til, að menn horfð- ust í augu við stdðreyndir þær, sem fyrir lægju um fiski stofna í Atlantshafi. Ræddi Soames nokkuð möguleika á því að kynbæta fiskistofnana, og sagði m.a.. „þetta hlýtur að hafa í för með sér strangara eftirlit, sem verður þá um leið erfið- ara, en þó nauðsynlegt“. Auk Islands eiga eftirtalin lönd fulltrúa á ráðstefnunni: Noregur, Bretland, Bandarík in, Pólland, V-Þýzkaland, Belgía, Danmörk, Frakkland, írland, Holland, Portúgal, Spánn og Svíþjóð. '! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.