Morgunblaðið - 22.10.1963, Page 1

Morgunblaðið - 22.10.1963, Page 1
24 síður í 4. sæti - fiskimenn Isjakof: Lögsagan I ir:|ósiia ekki ALEKSANDER Isjakof, fiski- ímálaráðherra Sovétríkjanna, lýsti því yfir á blaðamanna- fundi í Kaupmannahöfn í dag, að rannsóknir, alþjóðlegt sam starf og lögbundin vernd sé þýðingarmeiri fyrir varð- veizlu fiskistofna en fiskveiði- lögsagan. Isjakof skýrði frá þessari skoðun sinni á síðasta degi heimsóknarinnar til Danmerk ur. Þangað kom hann fyrir 12 dögum, en á þeim tíma hefur hann einnig heimsótt Færeyj- ar. O Á fundinum með blaða- mönnum skýrði ráðherr- ann frá dvöl sinni í Færeyjum, og kvað hana hafa verið í senn skemmtilega og fróðlega. Þar hefði hann átt samtöl við ýmsa aðila um möguleika á umskipun íisks sovézkra veiðiskipa, inn- an 12 mílna landhelginnar. # Blaðamenn vísuðu til fyrri skrifa, og spurðu Isjakof, hvort hann hefði boðið fiski- mönnum á Norðurlöndum að hafa Murmansk að heimahöfn, í stað Vardö, er rannsóknarveiðar standa á Barentshafi. Ráðherr- ann svaraði því til, að ekki hefðu enn verið teknar upp viðræður um þetta atriði. • Einn blaðamannanna minnt ist á það, að sovézkir tog- arar hefðu oft verið grunaðir um njósnir. Því svaraði ráðherrann á þann veg, „að ótti stækkaði oft augu manna“, og væri engin á- stæða til að gruna fiskimenn um njósnir. Á myndinni til vinstri sést, er Home lávarður kemur að Downmg street JNO. 10, í fyrsta sinn, eftir aö hann tók við embætti. — Myndin til hægri sýnir Elizabetu drottningu, er hún heimsótti Macmillan í sjúkrahúsið, sl. föstudag. Drottning- in hefur nú ákveðið að koma ekki fram opinberlega, fyrr en hún hefur alið barn það, sem hún gengur með. Sitja flestir enn í stjórn en gegna þó öðrum embættum TiBnefnt í öEB meiriháttar ráðherraembætti stjórnar Home, nú um helgina; minni- háttar tilnefningar ókunngerðar London, 20. og 21. október. — AP-NTB — í GÆR og í dag gerði Home lávarður, nú forsætisráðherra Breta, grein fyrir skipun ráð- herra í nýrri stjórn. — Fáar meiriháttar breytingar hafa átt sér stað, en hins vegar hafa átt sér stað allvíðtæk embættaskipti milli þeirra ráðherra, sem sæti áttu í stjórn Macmillans. Við formennsku íhalds- flokksins hefur nú tekið John Hare, fyrrum atvinnumála- ráðherra. Því embætti gegndu áður Ian MacLeod og Poole lávarður. Talið er nú víst, að Home lávarður segi af sér tign sinni siðar í þessari viku, en fari síðan í framboð í aukakosn- Kommúnisminn er landplága, 99 frd Eystrasalti til Kyrrahafs", segir Halldór Laxness í viðtali við Berlingatíðindi í gær Einkaskeyti til Morgun- blaðsins, Kaupmanna- höfn, 21. október. HALLDÓR Kiljan Lax- ness neitar því í viðtali í „Berlingske Tidende“ í dag, að síðasta bók hans, ,Skáldatími‘, gefi til kynna, að hann hafi tekið nýja af- stöðu til þjóðfélagskerf- anna, en sú skoðun hefur skotið upp kollinum hér, vegna gagnrýni höfundar- ins á Sovétríkin. í viðtalinu, þar sem Lax- nes ræðir við blaðamann- inn Kjeld Rask, segir skáld ið: „Ég trúi því tæplega, að bókin tákni þáttaskil; hún er hugleiðingar — sjálfsævisaga um fundi við persónur og hugmyndir um árabil. Spurning: Þér lýsið sovézku einræði og vesaldómi þannig, að telja verður athyglisvert. Svar: Þetta eru lýsingar frá mörgum löndum, þar sem ég hef komið. Ég hugsa, að þar megi finna eitthvað, sem allir eru ekki ánægðir með, hún (bókin) er nokkuð gagnrýnin. Hún hefst í Ameríku og lýsir mörgum löndum. Argastir ættu Þjóðverjarnir að verða. Sp.: Þér hafið þó lagt nýj- an skilning í ástandið í Sovét- ríkjunum? Sv.: Já, það hef ég. Það er að segja, Kússland er jú ekki í dag það, sem það var á Stal ínstímanum. Maður fær- nýj an skilning, myndin breytist, hlutirnir breytast, maður P breytist sjálfur. Sp.: Manni skiist, að þér hafið tekið nýja afstöðu? Sv.: Fólk þjáist af pólitískri taugaveiklun — og því sést yfir allt, nema þessa þrá- hyggju. Það, sem stendur í bók inni minni, hef ég sagt hér og þar undanfarin 20 ár. Hér er það bara á einum stað, í sam- hengi við æviskeið mitt. Þó held ég, að bókin muni vekja áhuga fólks. . Sp.: En grundvallarsjónar- mið yðar á Sovétríkjunum eru óbreytt? Sv.: Hvorki á Rússlandi, Þýzkalandi eða Danmörku. Sp.: Það er freistandi að spyrja, hvers vegna þér seg- ið skilið við Sovétríkin ein- Framh. á bls. 2 ingunum í Kinross og Vestur* Perthshire í Skotlandi, 7. nóv. nk. Sigur þar, sem vís er tal- inn, tryggir honum sæti í neðri deildinni. Þá vakti það mikla athygli í London í dag, er tilkynnt var, að Richard Butler, utan- ríkisráðherra nýju stjórnar- innar, myndi verða formaður brezku sendinefndarinnar á ráðherrafundi Vestur-Ev- rópu-ráðsins. Fundurinn hefst á föstudag, og stendur í tvo daga. Ráðherralisti Home lávarðar er þannig (helztu embætti): Richard Butler, utanríkisráð- herra; áður varaforsætisráðherra. Hailsham lávarður gegnir á- fram embætti vísindamálaráð- herra. Reginald Mardling gegnir á- fram embætti fjármálaráðherra. Edward Heath, sem var áður varautanríkisráðherra, og stjórn- aði viðræðum Breta við fulltrúa Efnahagsbandalagsins, verður nú Framh. á bls. 6 Flokksráð Sjálf- stæðisflokksins MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið, að flokksrað Sjálfstæðisflokksins komi saman til fundar í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík laugardaginn 26. okt. næstkomandi klukkan 10 fyrir hádegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.