Morgunblaðið - 22.10.1963, Side 2

Morgunblaðið - 22.10.1963, Side 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 22. okt. 1963 Jóa Pálsson, yfirflugvirki F. 1., stendar við skemmdirnar á væng Gullfaxa. Fuglager veldur skemmdum á flugvélinni Gullfaxa Viðgerð fer fram í Bretlandi FTJGIjAGER olli töluverffum skemmdum á Gullfaxa, Viscount vél Flugfélags íslands, er hann var aff lenda á flugvellinum á Fékk Koson- gcshylki í höíuðið SÍDDEGIS í gær varff þaff slys um borð í Dronning Alex andrine í Reykjavíkurhöfn, aff Kosangashylki losnaffi úr böndum, féll niffur í lest skipsins, og lenti á höfði dansks skipverja. Hlaut mað, urinn slæman skurð á höfði, en kenndi sér að öðru leyti ekki meins. Fékk hann t.d. ekki heilahristing og er hann fór af Slysavarffstofunni kvaðst hann ekki einu sinni kenna tU svima. Gasflöskur þessar eru þungar, og niá mildi telja, að maðurinn skuli hafa haldið lífi. vélin Skýfaxi notuð til þess. Lét forstjórinn þess getið, að fuglager væri víða vandamál við flugvelli hér á landL Bláhvitir blossar sáust í sui-vestri Líklega eldingar yfir Vatnajökli — óvenju djúp lægð við sv-ströndina tsafirffi s.l. sunnudag. Dæld- aðist vélin að framan og á vinstri væng. Flugvélin fór til Bretlands í gærdag, en þar verð- ur gert viff skemmdirnar. Þegar flugvélin var að koma niður að flugvellinum á ísa- firði til lendingar sáu flugmenn- irnir hvar fuglahópur kom úr fjallshlíðinni og stefndi í veg fyrir vélina. Hættu þeir við lend ingu um stund, hækkuðu flugið til að forðast mesta fuglagerið, flugu í hring en lentu að því loknu. Flugvirki, sem var með Gull- faxa skoðaði hann eftir lend- ingu og komu í ljós dældir fram an á henni svo og á vinstri væng. Var flugvélinni flogið tómri til Reykjavíkur. Að því er Örn Johnson, forstj. F.Í., tjáði Mbl. í gærkvöldi, var Gullfaxi sendur til Bretlands í gær, þar sem viðgerð fer fram. Kvað Örn vonazt til, að Gull- faxi kæmi aftur til Reykjavíkur næsta föstudag. Ef svo færi þyrfti ekki að breyta áætlun félagsins í utanlandsflugi, en auk Gulfaxa væri Cloudmaster- Síðasti sýn- ingardagur SÍÐASTI dagur sýningarinnar á málverkagjöf frú Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar til Árnessýslu er í dag. Sýning- in er í Bogasalnum og er opin frá kl. 2-10 e.h. Mikil aðsókn hefir verið að sýningunni. Málverkin verða tekin niður, þegar sýningunni lýkur í kvöld og flutt austur að Selfossi. BLÁ.IIVÍTIR blossar sáust á himni aðfararnótt sunnudags. Það voru menn í bíl, nálægt Þórshöfn, sem sáu blossana í suð vestri. Tilkynntu þeir þetta í gegnum talstöð í bílnum til Siglufjarðarradíós, sem hafði samband við Veðurstofuna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni sáust blossarnir öðru hverju með jöfnu millibili, en ekki hafa aðrir en fyrrgreind ir menn skýrt frá fyrirbærinu. Er talið líklegt, að eldbloss- arnir hafi stafað af eldingum í þrumuveðri inni yfir hálendinu, sennilegast yfir vestanverðum Vatnajökli. Veðurathugunarstöðvar hafa ekki skýrt frá þrumuveðri neins staðar, en gæti vel hafa verið yfir hálendinu þrátt fyrir það. Má geta þess, að eldblossar sem sjást, þegar eldgos eru, stafa oft frá eldingum í loftL Rétt um það leyti, sem eld- blossarnir sáust, var mjög djúp lægð við suð-vestur ströndina, ein af þeim dýpstu, sem koma á þessum slóðum. Loftþrýsting- urinn í þessari lægð mældist lægstur í Vestmannaeyjum, 938 millbar. Lægsti loftþrýstingur, sem mælzt hefur hér við land, mæld ist í Vestmannaeyjum hinn 2. desember 1929, var 919,7 milli- bar. Eldur í verkstæðisskúr ELDUR kom upp í verks<tæðis- skúr á bak við Sendibílastöðina að Borgartúni 21 ujm kl. 17.33 í gærdag. Kviknað hafði I út frá olíu- kyndingu og var eldur kominn í vegg á bak við hana, svo og ioft- ið. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva. Skemmdir eru tald- ar litlar. Tvíbrotnaði bæði á fótlegg og handlegg TÓLF ára telpa, Anna Maria Karlsdóttir, frá Lambastöðum í Hraungerðishreppi, varð fyrir bíl á þjóðveginum skammt frá Þing- borg í Flóa. Telpan var að reka hesta ásamt föður sínum og öðrum manni, þegar Volkswagenbíll kom aust- an veginn á töluvert miklum ihraða. Anna María varð fyrir honum og kastaðist upp á hann. Hún var flutt á Selfossspítala og síðar á Landsspítalann, tvíbrotin bæði á vinstri fótlegg og vinstri handlegg. Skamimt frá slysstaðnuim var kyrrstæður bíll og í honuim einn maður, sem miun hafa séð slysið. Það er ósk Selfosslögreglunnar, að maðurinn gefi sig fram við hana eða næsta yfirvald. — Laxness Framh. af bls. 1 mitt nú, þegar þau eru að verða mannúðlegri? Sv.: í dag er talað um anti- stalinistiska línu — þá sömu í Danmörku, íslandi og Rúss- landi. í bók minrú, „Gjörn- ingabók“, frá 1959, stendur það sama. Sp.: Þér skrifið um vald óttans í Rússlandi. Sv.: Já, óttinn við einraeð- ið, hann er mikill. Sp.: Hvað segið þér um kommúnismann sem mann- skemmandi afl? Sv.: Kommúnisminn er v- þýzk heimspeki. Ég kann ekki að meta neitt, sem heit- ir v-þýzk heimspekL Komm- únisminn er jú landplága, alveg frá Eystrasalti til Kyrra hafsins — svo eru Kínverj- amir þeir einu, sem í augna- blikinu þykjast skilja þýzka heimspeki. Sp.: Þá er ekki um að ræða neina breytingu? Sv.: Ég hef aldrei komið fram sem Marxisti. Þetta er heiðurstitill, sem pressan hef- ur veitt mér. Sp.: En breytingin? Sv.: Maður trúir ekki á áróð urinn. Sp.: Þér trúið ekki á sovézk an áróður? Sv.: Nei, áróður og lygi eru sammerkingar, eins og trúarbrögð og ídeológía. Síðar í samtalinu segir Lax- ness, að það, sem máli skipti í bókinni, séu ummælin um bókmenntirnar, um þjóð- félagsskáldsöguna í Banda- ríkjunum, þar sem hann menntaðist sem skáldsagna- höfundur; ummælin um Jam- es Joyee og surrealismann. — Skemmtileg frásogn er af hádegisverð í boði útgefanda, Hasselbalck. Að lokum segir Laxness, að það sé leiðinlegt til þess að vita, að menn á Norðurlöndum skuli ekki skilja hið klassiska mál, og bætir við, að þjónustustúlka á íslandi læri dönsku á einni viku — en stórblöðin í Kaup- mannahöfn hafi enga á sínum snærum, sem geti lesið ís- lenzku. Rytgaard, í GÆRMORGUN var ísland milli tveggja lægða, svo að veðrið var skaplegt framan af degi. En undir kvöldið færð- ist lægðin, sem sést á Græn- landshafi, nær landinu og fór dýpkandi. Hvessti þá með rign ingu suðvestan lands. Á laugardagskvöldið var mjög djúp lægð við Vest- mannaeyjar. — Klukkan 18 mældist loftþrýstingur við sjávarmál 938.4 millbar. í janúar 1942 mældist þó þrýst- ingur þar lægri, eða 936.7 mb. og lægðarmetið er 919.7 mb. Það er lika frá Vestmanna- eyjum og var mælt 2. desem- ber 1929. Fjöldi farþega hefur bók< að far hjá Loftleiðum Áhrifa af samkeppni Pan Am og SAS gætir ekki ennþa að sögn stjórnarforrrL MORGUNBLAÐH) átti í gær tal við Kristján Guðlaugsson, hrl., stjárnarformanni Loft- leiða, og spurðist fyrir um, hvaða áhrif hin aukna sam- keppni af hálfu Pan Ameri- can og SAS hefðu á rekstur félagsins. Kristján sagffi, aff þotuflug Pan Am um ísland hefffi ekki haft nein áhrif á flutninga Loftleiffa, t. d. væru allar vél- arnar vei skipaffar á leiffinni vestur. Varffandi SAS sagffi Krist- ján, aff Loftleiðir byggju að því, aff mikið væri bókað hjá féiaginu, enda tíðkaðist er- lendis, að fólk pantaffi far meff löngum fyrirvara, allt aff 6 mánuðum. Enn sem kom- iff væri, hefffu Loftleiðir ekki fundiff fyrir samkeppninni frá SAS, en of snemmt væri aff segja fyrir hvaff yrffi. SAS notar þann áróður, sagffi Kristján, að það sé 8 tímum fljótar til New York en Loftleiðir, en samkvæmt okkar athugun er ekki betur aff sjá en að þeir séu álíka lengi, þ.e. 12—14 tíma. Viff erum 4 tíma frá Stafangri til Reykjavíkur og %Vi til 10 tíma héffan til New York. „SAS er nú meff nákvæm- lega sömu fargjöld og Loft- leiffir á skrúfuvélum sínum, en hversu lengi þeir geta keppt við okkur á þeim far- gjöldum er ekki gott að segja. Onnur flugfélög innan IATA, svo sem Lufthansa, KLM og brezku flugfélögin, munu vafalaust gera kröfu um að þeirra fargjöld verði líka Annars er að hefjast ráff- stefna hjá IATA um fargjöld- in og viff biðum og sjáum hvaff setur", sagffi Kristján Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.