Morgunblaðið - 22.10.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 22.10.1963, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. okt. 1963 Þættir um Ölafíu Jóhannsdóttur HUNDRAÐ ár eru liðln frá fæðingu Ólafíu Jó- hannsdóttur, en hún var fædd 22. okt. 1863. Vin- kona hennar mikil, Elísa- bet Friðriksdóttir, handa- vinnukennari frá Akur- eyri, gekk í Kvinnelig industriskole í Kristjaníu \1912—1914. Mestan hluta þess tíma var hún til heim- ilis hjá Ólafíu. Þekkja hana fáir af núlifandi íslend- inguin betur en hún. Þá sá ég Ólalía lyrst ÞAÐ var á fögrum haustdegi í októbermánuði 1912, að ég var farþegi með járnbrautar- lest á leið frá Bergen til Kristjaníu. Ólafía Jdhanns- dóttir hafði verið beðin að taka á móti mér, er þangað kæmi. Útsýni var svo dásamlegt á leiðinni yfir fjöll og vötn og skóga, með óteljandi litbrigð- um haustsins, að ég gleymdi mér alveg. En er lestin nálg- aðist Kristjaníu fór ég að ótt- ast, að Ólafía kynni að hafa gleymt íslenzku sveitastúlk- unni, sem nú var að leggja út í heiminn í fyrsta skipti. Ótti minn reyndist ástæðu- laus. Lestin hafði naumast numið staðar, þegar ég heyrði tvær konur tala saman á ís- lenzku fyrir utan glugga far- þegaklefans, sem ég sat í. Þar var Ólafía komin og í fylgd með henni var Védís frá Litlu-Strönd. Varð ég fegn- ari en frá verður sagt og hráð- aði mér út. Ólafía var kona minni en í meðallagi að stærð, þéttvax- in, ennið bjart og mikið hár. Hún fléttaði það í tvær flétt- ur og brá endum undir ís- lenzku skotthúfuna, sem hún ávallt bar. Hún var föl yfir- litum og lítið eitt freknótt. Blítt bros lék um andlit henn- ar. Augun voru djúp og blá. Þeim fær enginn gleymt, sem einu sinni hefur litið í þau. Klæðnaður hennar var þannigi Yzt fata bar hún kápu hneppta upp í háls og með hettu, sem hún lét hanga aft- ur á bak. Þegar vont var veð- ur dró hún hettuna yfir höf- uðið. f stað peysu var hún í svörtum kirtli, mjög líkum díakonissubúningi. Var hann rykktur undir berustykki og tekinn saman með belti um mittið. Um hálsinn hafði hún hvítan kraga, sem hún tók saman með lítilli silfurnælu. Þessi næla var eina skrautið sem hún bar og átti. Eitt sinn hafði hún átt dýra gripi og falleg föt, eins og þá tíðkaðist um heldri manna dætur. Enda var hún vel að heiman búin af fósturmóður sinni og frænku, Þorbjörgu Sveinsdótt- ur, ljósmóður, hinni stór- brotnustu konu um alla hluti. En Ólafía hafði losað sig við alla skartgripi og fínan fatn- að. Skautbúninginn gaf hún til heimatrúboðs í Englandi. Gullúrið sitt sendi hún til Ameríku. Úrið var gjöf frá enskum vini henar og nafn hennar grafið á það. Þannig hafði, hún látið af hendi allt, sem hún taldi ekki nauðsynlegt, eins og t. d. göm- ul silfurbelti, skartgripi o. fl. „Ég klæðist aldrei framar við- hafnarbúningi eða neins kon- ar skarti“, sagði hún við vini sína, létu þeir í ljósi undrun sína yfir að hún hefði látið allt þetta af hendi. „Það hefði orðið meira bil á milli þeirra, sem alls lausir eru og mín, hefði ég gengið skarti hlaðin,“ ins var fyrir borðstofa heim- ilisins, síðan kom. setustofa, en við hliðina á henni var stórt eldhús og búr. Stigi var í forstofunni upp á loft. Þar var stofa Ólafíu að vestan, gott kvistherbergi. Inn af stofunni hennar var geymslu- loft og herbergið mitt. Á austurloftinu voru þrjú svefnherbergi, bað og klæða- skápur. Eitt herbergjanna var ætlað hjálparstúlku, ef með þurfti, hin var fyrir farand- gesti, sem ég kalla svo. Gestir þessir voru stúlkur sem komu og fóru. Stundum kom það í ljós, að þær þurftu að fara í sjúkrahús. 'Öðrum var útvegað eitthvert starf að vinna, enn aðrar voru um kyrrt 2—3 vikur. Það voru þær, sem voru verst farnar, niðurbrotnar á líkama og sál þegar þær komu, þurftu hvíld og góða aðbúð, sem þær og nutu í ríkum mæli. Sumar þessara stúlkna höfðu það til með að skrökva sig burt, stundum undir því yfirskini að þær færu á bæna- samkomu, þrátt fyrir að guð- ræknisstundir voru venjulega tvisvar á dag á heimilinu. Fór svo oft, að þær komu ekki heim aftur, en hurfu í sama svað og þær höfðu komið úr. Á heimili Ólalíu sagði hún. Þegar komið var úr forstof- unni inn í austurenda húss- Veturinn sem ég dvaldi hjá Ólafíu, var hún að skrifa bókina „Aumastar allra". Það var mikið andlegt og líkam- legt átak fyrir hana, jafn þreytt og heilsulítil og hún þá var. Henni farast svo orð í for- mála bókarinnar: „Oft og mörgum sinnum hefi ég sagt við sjálfa mig: Ef hér verður nokkru bjargað, verður þjóð- in öll að vakna til baráttu. Kærleikans brennandi, ótta- lausu allsherjar baráttu, til að bjarga börnum sínum, börnum Noregs. Og þúsund- um og aftur þúsundum frá sekt og skömm og þjáningum og neyð framtíðarinnar. Og næði maður inn að hjarta fólksins, svo að það gæti skil- ið hve mikið er í húfi, mundu allir taka höndum saman, hver einasti maður og kona.“ Það var einmitt þetta, sem henni tókst með bókinni „Aumastar allra“, — að ná inn að hjarta fólksins. Þegar bókin kom út vakti hún ó- hemjuathygli um öll Norður- lönd. Peningar streymdu hvaðanæfa að til heimilisins í Langgaten. Þá peninga lagði Ólafía fyr- ir til að kaupa fyrir þá stærra heimili, þar eð heimilið í Langgaten var að verða alltof lítið. Ólafía móðguð Við vorum að ganga yfir Vaterland í Kritjaníu, þegar við heyrðum kallað á eftir okkur drafandi röddu: „Heyr- ið þið, heyrið þið! Heyrðu þarna kerling!" — Þá var far- íð óvirðingarorðum um höf- Mynd þessi, sem Ólafía Jóns- dóttir, hjúkrunarkona, sendi biaðinu, er af ísiendingaboði á heimili ólafíu Jóhannsdótt- ur á fellveldisdaginn 1. des. 1918. Því miður er ekki kunn- ugt um nöfn allra, sem á myndinni eru. Fremsta röð: Frú Inga Björnson, bróðurdóttir Björn- stjerne Björnson. Inga, sauma kona, ættuð af Álftanesi, Gullbringusýsiu. Ólafía Jóns- dóttir, hjúkrunarkona, frá Bú stöðum. Ólafía Jóhannsdóttir. Regina Nordman, rithöfund- ur. Gunnlaugur Einarsson, læknir. Kristín Ólafsdóttir frá Sogni, Ölfusi, húsmóðir á Lillehammer. Norsk frú. Anna Guðmundsdóttir, fór síð ar til Ameríku. Miðröð: María, dóttir Bjarna Ásgeirssonar, söðlasmiðs. María, uppeldisdóttir Ólafíu, síðar hjúkrunarkona. Tú- bog, norsk kona Túbogs í öft- ustu röð. uðbúnað Ólafíu. „Þú hefur tekið frá mér stelpuna! — Komdu með stelpuna!“ Við greikkuðum sporið og ég sá að léttur roði færðist yfir kinnar Ólafíu. Skyndi- lega nam hún staðar og sneri sér í átt til mannsins, sem kall að hafði. Hún gekk rakleitt til hans, lagði hendur á axlir hans og horfðist í augu við hann. Þetta var stór og skeggjað- ur svoli, þrútinn af vín- drykkju. Ég stóð dálítið til hliðar og vildi ekki láta hann halda að ég væri að hlusta, en ég heyrði þó að þau voru að tala um Olgu. Og þegar Framihald á bls. 15 Aftasta röð: Inga, norsk húsmóðir á hjúskrunarheim- ili Ólafíu í Langgaten. Vend- el stórkaupmaður, sonur Vendels verzlunarstjóra á Þingeyri. Ásgeir Bjarnason frá Siglufirði. Margrét Jóna- tansdóttir frá Engjadal við ísafjörð. Túbogi (nafnafbök- un á Þórarinn). Hanna, norsk kona Bjarna Ásgeirs- sonar. Björn, Benjaminsson, trésmiður í Kristjaníu, ætt- aður frá Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Norsk kona Ingi- mundar Eyjólfssonar, ljós- myndara. Ólafur Ólafsson, kristniboði. Nikolaj Hansen, hjúkrunarmaður úr Reykja- vík. Bjarni Ásgeirsson, söðla- smiður í Kristjaníu. Svein- björn Jónsson, forstjóri Ofna- smiðjunnar. Steinn Emilsson úr Ólafsfirði. — Nöfn tveggja ungra manna lengst til hægri á myndinni vantar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.