Morgunblaðið - 17.11.1963, Side 10

Morgunblaðið - 17.11.1963, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur. 17. nóv. 1963 SJÁ NAPÓLÍ og dey síðan, segja þeir á ítal- íu. Við íslendingar gætum um þessar mundir sagt: Sjáið At- lantshafið brenna við Vestmannaeyjar, sjáið hvíta og svarta gos- mekki hnykklast og rísa 20 þúsund fet í loft upp. Sjáið nýtt land rísa úr hafi — og þér hafið séð undur og •.tórmerki, náttúru- hamfarir sem gera öll mannaverk örsmá og sviplaus. Þetta var mér efst í huga, þegar ég flaug um hádegi í gær með Birni Pálssyni austur Frá eldgosinu í „Séstey“. Hið nýja land sézt greinilega. Xil vinstri sést grilla í Vestmannaeyjar og Eyjafjallajökul. — Björn Pálsson tók myndina um hádegi í gær. „Ailtaf er drottinn að skapa“ Þar sem Atlantshafið Flogið í kringum Séstey að hinu nýja landi, sem nú myndar syðsta hluta íslands. Það er stórkostlegt að sjá þessa eyju, þetta nýja land, logandi úti í hafi. t, Það eru 5—6 vind- stig við eyna og það má greinilega sjá báruna sleikja strönd hennar. ★ Eldfjalladrottningin þögul. Lóa Björns Pálssonar lagði af stað frá Reykjavíkurflug- velli kl 12,40 í gær. Skyggni var hið fegursta í allar áttir. Út til hafsbrúnar og inn til fjalla og jökla. Þegar komið var austur yfir Reykjanes- fjallgarð blasti eldfjalladrottn ingin, Hekla, þögul og kyrr- lát, við sjónum í austri og síðan Tindafjallajökull, Mýr dalsjökull og Eyjafjallajökull. Sunnar sjást Vestmannaeyj- ar og fyrir suðvestan þær hið mikla nývirki, eldgosið úr haf brennur — inu. Við erum 16 í flugvél- inni, fólk úr öllum áttum og á öllum aldri, smástrákar inn an við 10 ára, rosknir menn og ráðsettir, stórkaupmenn og kennarar, nýtrúlofaðar ung- meyjar, og við hliðina á mér situr 23 ára gömul stúdína laustan úr Hornafirði, sem er barnakennari í Lauga- lækjarskólanum. Flest þetta fólk er með myndavélar, sum ir með kvikmyndavélar og sjónauka. í seilingarfjarlægð. 20 þúsund feta hár gos- mökkurinn ber við heiðan himinn og dimmblátt haf. Við fljúgum í 10 þúsund feta hæð og kl. 12 mínútur yfir 1> eftir 32 mínútna flug, erum við komin á gosstöðvarnar. Flugmaðurinn hefur lækkað flugið niður í 3—400 metra. Hann rennir vélinni svo ná- lægt sjálfum gosmekkinum, að manni finnst hann aðeins í seilingarfjarlægð. Efri hluti hans er hvítur og á honum virðist ekki vera mikil hreyf- ing, en neðar teygja kolsvart ir gjall' eða reykjarfingur sig með ofsahraða upp úr gíg unum á hafsbotni. Við fljúgúm í kringum eyna fram og til baka og komumst næst í 2—300 metra fjarlægð frá sjálfum gos- veggnum. Mér hefur verið sagt að ein flugvél hafi flog- ið í aðeins 50—100 metra fjar lægð frá gosinu. í þeirri flug- vél hefði ég ekki viljað vera. Mér virtist um skeið sem gos- mökkurinn væri yfir okkur og hið nýja land og öll þau ó- sköp, undur og skelfing, sem þar er að gerast undir vængn um á „Lóunn“i! Við Björn Pálsson höfum mikinn áhuga á að ná ljós- mynd með Vestmannaeyjum og Eyjafjallajökli í baksýn. Góða mynd af „Séstey“ verð um við einnig að fá. Vonandi tekst það. Undir bæjarvegg Eyjamanna. Þetta eldgos er alveg undir bæjarveggnum hjá þeim i Vestmannaeyjum. Það er eig inlega þeirra gos. Þó munu allir íslendingar vilja eiga þetta nýja land, þessa litlu eyju, sem eldsumbrotin hafa myndað og eru að hlaða upp með tröllaukinni elju. Eftir 100 ár verpur þar ef til vill kría og lundi, og eftir 1000 ár veit enginn nema þar verði risin ný „Friðar- höfn“! Við fljúgum í 21 mínútu umhverfis gossvæðið. Gosstólp inn virðist ekki vera ýkja breiður og ótrúlegt er að hin nýja eyja sé enn sem komið er breiðari en 50—100 metr ar, í mesta lagi. En vísinda- mennirnir telja að hún sé orð in 300—500 m löng og senni- lega um 40 m há. Útsýnið frá gosstað inn til landsins er stórkostlegt. Allt suðvesturland frá Mýrdals- jökh vestur á Reykjanes blas ir við. Hekla og Eyjafjallajök ull standa þarna á verði og Vestmannaeyjar bera við meg inlandið eins og fljótandi perl ur á biáu hafinu. Alltaf er Drottinn að skapa. Kl. 1,33 er snúið heim á leið. Undrin og stórmerkin liggja að baki. Við lendum á Reykjavíkurflugvelli kl. 2,10 og höfum þá verið verið ná- kvæmlega 1 Vz klukkutíma á lofti. „Alltaf er Drottinn að skapa“, sagði gömul kona norður í Skagafirði, þegar hún kom út á hlaðið heima hjá sér einn sólbjartan morg un og sá Mælifellshnjúk. Þarna hefur hann þá skapað nýtt fjall í nótt! Já, það má nú segja, alltaf er Drottinn að skapa. Nú hef ur hann skapað nýja eyju fyrir sunnan Vestmannaeyj- ar, ef hann þá sekkur henni ekki aftur í hið mikla haf. — S. Bj. Þessa mynd tók Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum af gosinu í fyrradag. Myndin var tekin frá Heimaey.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.