Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 2
 2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. nóv. 1963' Öskufall litaði þvott í Eyjum Vestmannaeyjum, 19. nóv. GOSIÐ hefur verið sízt minna i dag en að undanförnu, en sú breyting hefur orðið, að gosið virðist mest núna í suð-vestur álmu eyjarinnar, en var áður mest í norðurhluta. Virðist gosið svo til samfellt úr þrem gígum. Héðan úr Eyjum virðist, sem eyjan hafi hækkað mjög og breytt • • Okumennirnir gefa sig fram TVEIR menn komu á mánudag til umferðardeildar rannsóknar- lögreglunnar og sögðu sínar farir ekki sléttar. Höfðu þeir verið að aka eftir Suðurlandsvegi á sunnudag og um kl. 13:20 mættu þeir Landroverbíl við Hólmsár- brú. Skauzt steinn undan hjóli Landroverbílsins og braut fram- rúðu bils þeirra félaga, sem er Fiat, árgerð 1964. Er ökumaður Landroverbílsins beðinn að gefa sig fram. Númer bílsins hófst á 12. — Þá var ekið í gær á mannlausa bifreið, R 14363, Volvo ’55, á bíla- stæðinu á Snorraþraut milli Laugavegs og Hverfisgötu. Aftur- bretti bílsins var beyglað. Þeir, sem eitthvað kynnu að vita um atburð þennan eru sömuleiðis beðnir að gefa sig fram. um lögun. Fyrr virtist hún vera ílöng, síðan kúpulaga og loks nú keilulaga. Síðastliðna nótt og í morgun sáust margir skærir blossar frá gosstaðnum og náðu þeir að lýsa hingað heim, svo bjarma sló á Eyjarnar meðan myrkt var. Um kl. 2 í dag tók aska að falla yfir bæinn. Þótt ekki væri ösku- fallið verulegt, litaði hvítan þvott á snúrum og víða mátti sjá ösku á sléttum flötum. Vindátt var í dag austlæg, en undanfarna daga hefur vindur verið í norður. — Öskufallið stóð aðeins skamman tíma. Margir bæjarbúar hafa í dag og undanfarna daga tryggt hús sin og eignir gegn jarðskjálftum. Vilja menn sem eðlilegt er hafa vaðið fyrir neðan sig. Forstjóri Almannavama, Ágúst Valfells, kom hingað í dag á veg- um bæjarstjórnarinnar til að at- huga og ræða um, hvað hægt yrði að gera í því tilfelli að flóð- bylgja eða annað frá gosinu ógni Eyjabúum, þótt sérfræðingar telji slíkt mjög ólíklegt. En bæj- aryfirvöldunum þótti ráðlegt, að athuga málið samt sem áður. Tveir eða þrír línubátar héðan fengu 4—5 tonn á miðum um 15 —20 mílur frá gosstaðnum. Er það svipaður afli og verið hefur á þessum slóðum undanfarin haust. — Fréttaritarar. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og Richard A. Butler, utanrikisráðherra Breta. — Forsetinn Framhald af bls. 1. drottningar og Philips prins. Meðal gesta hfi drottningu voru Guðmundur í. Guðœ.unds- !son utanrikisráðherra og frúj Þorleifur Thorlacius forsetarit- ari og frú, Henrik Sv. Bjömsson sendiherra og frú, Butler utan- ríkisráðherra og frú, Basil Booth- by sendiherra Breta á> íslandi og frú, sir Frank Francis forstjóri British Museum og íslenzkufræð- ingamir Alan Ross prófessor og Edward Turville Petre. Meðan hádegisverður var snæddur var mikið rætt um gosið við Vestmannaeyjar, og höfðu drottning og maður hennar mik- inn áhuga á að fá sem ítarlegast- ar fréttir af því hjá. forsetanum. Við þetta tækifæri sæmdi Elisa bet drottning forsetann stórkrossi Saint Michael and Saint George orðunnar, en Ásgeir Ásgeirsson sæmdi drottningu stórkross- stjömu og keðju íslenzku Fálka- orðunnar. Forsetinn færði drotnningu gjöf við hádegisverðinn. Var það eintak af útgáfu Háskóla fs lands af handriti íslendingabók ar Ara fróða. Bókin er bundin í dökk-rautt skinn, og annað- ist Helgi Tryggvason það. Þá er bókin silfurskreytt eftir Gunnar Hjaltason silfursmið. Silf urskreytingin er öll úr víravirkl og'táknin tekin úr íslenzku kven silfri. Framan á bókinni er fanga mark drottningar með kórónu yfir, en aftan á bókinni fanga- mark forseta íslands. Að hádegisverði loknum héldu forsetahjónin til Clarence House sem er skammt frá Buckingham höllinni, en þar býr Mary ekkju drottning, móðir Elisabetar. Höfðu forsetahjónin þar stutta viðdvöl, en rituðu nöfn sín í gestabók drottningarmóðurinn- Spumingatími hjá Sir. Alec Næst á dagskrá var heimsókn í brezka þingið. Fór forsetinn þangað í fylgd með Guðmundi í. Guðmundssyni,' utanríkisráð- herra, Henrik Sv. Björnssyni, sendiherra, Þorleifi Thorlacius, forsetaritara og Boothby, sendi- herra. Hlýddu fslendingarnir um stund á umræður í báðum deild Afbrotamaðuiinn benti á beinagrindu rnar og spurði: Þekktir þú einhvern af þessum? MORGUNBLAÐIÐ náði í gær kvöldi tali af konunum, sem komu við sögu piltsins og sögðu þær okkur frá samskipt um sínum við hann. Það var kl. rúml. 10 í gær- morgun að knúið var dyra á Vesturgötu 65. Frá götunni er gengið um undirgang og upp bak við húsið. Þar hefir að- komumaður opnað útidyr, sem alla jafna eru opnar á daginn, því hvorki er þar dyrabjalla né dyrasími, hald- ið síðan upp á loft og barið þar. Kom þar til dyra frú Jóhanna Guðmundsdóttir. — Segir maðurinn þá, að hann muni hafa farið húsavillt og heldur á brott. Síðan segir frú Jóhanna: — Nokkru seinna var enn barið og var ég þá í innra herbergi og kalla’ „kom inn“, eins og ég geri gjarna. >á kemur maðurinn inn í eldhús og spyr mig hvað gatan heiti hérna fyrir ofan. Ég sný mér þá að eldhúsglugganum og ætla- að benda honum til veg- ar og sný þá nærféllt baki í hann. Þá skiptir það engum togum, að hann slær mig í höfuðið með bjórflösku og brýtur hana við það. Var ekkert af henni heilt nema stúturinn. Frekari orðaskipti urðu ekki og reyndi ég að komast út, en hann gerði til- raun til að berja mig á ný. Ég gat þá smeygt mér fram- hjá honum og hljóp niður stigann kallaði á hjálp. — Komst ég út um dyrnar og hrópaði, en í sama mund kom maðurinn hlaupandi niður stigann og hentist upp yfir baklóðina og hvarf. Þannig var í stuttu máli frá- sögn frú Jóhönnu. Frú Ágústa Helgadóttir Hávallagötu 37 segir svo frá: — Ég ætlaði að bregða mér út í búð. Klukkan var rétt um 11 fyrir hádegið. Ég var ein í húsinu. Hafði brugðið mér upp á loft til að ná mér í kápu og er ég kom niður sá ég að stofuhurðin stóð í hálfa gátt og opnaðist ofurhægt. Mér brá við þetta og varð ég dauðskelkuð. En þegar hurðin gekk upp sá ég háan, myndarlegan mann standa inni í stofunnL Hann var dökk ur yfirlitum og í dökkum föt- um. Ég segi við hann: „Hvem ig komst þú inn?“ „Það varð- ar þig ekkert um“, segir hann. Hann stendur þarna og starir á málverk. Þetta þama sem er við dyrnar. Það er af dansandi beinagrindum í kirkjugarði og Eggert Guð- mundsson hefir málað það 19®1. Mér virtist drengnum bregða við að horfa á mál- verkið. Loks spyr hann: — „Þekktir þú einhvern af þess- um?“, og bendir á beinagrind urnar. Ég spy.r nú drenginn hvort hann vilji ekki fara út. „Nei, ég ætla að vera hérna. Ég ætla að fara að sofa“, seg- ir hann og sezt á sófann þarna. En ég vildi koma hon- um út úr stofunnL Ég sá hann var skimandi hér upp um allt og eins og hann væri að leita að einhverju. Ég sá hann var undir áhrifum víns, en ekki stórlega drukkinn. — Ég bauð honum fram í eld- hús og gaf honum kaffisopa og spjallaði ofurlítið við hann. „Viltu ekki fara heim til þín?“ „Ég á hvergi heima.“ „En viltu þá ekki fara út héð- an með góðu?“ „Ertu ekki búin að kalla á lögregluna?“, spyr hann allt í einu. „Nei, og ég ætla ekki að gera það ef þú ferð.“ „Ósköp er rólegt hérna“, segir hann. Ég sagði honum þá að það væri fólk hér nærri og ég gæti kallað á hjálp ef á þyrfti að halda. „Ég er glæpamaður", segir hann þá. Og enn spyr hann mig hvort ég sé ekki búin að hringja á lögregluna, en ég neita. Ég gat svo laumast fram í stofuna og hringt á lögregluna. Skömmu síðar stóð hann upp og sagði: „Nú ætla ég að fara inn í stofuna þína og setjast þar í gott sæti og láta fara vel um mig og lesa Moggann". Síðan gekk hann inn í stofu og settist þar hinn rólegasti. Þar sat hann og lét ekki á sér bæra er lögreglan kom að vörmu spori. Hún spurði hann hvernig hann hefði komizt inn. Játaði hann þá að hafa brotið glugga í kjallaranum. Þar hafði hann farið inn í herbergi manns, sem þar býr og rótað í skúffum hans, en ekkert fundið og því komið hingað upp. Þannig fór hann með lögreglunni hljóðlátur eins og hann kom, sagði frú Ágústa að lokum. um þingsins. Var sérstaklega at- hyglisvert að hlusta á umræðurn ar í Neðri málstofunni, því svo heppilega vildi til að þar var að hefjast fyrsti spurningatími forsætisráðherrans nýja. Voru umræður óvenju fjörugar, og var sir Alec ákaft fagnað af flokksmönnum hans. Rætt var um öryggismál, og tók sir Alec þrisvar til máls og Harold Wil- son, leiðtogi Verkamannaflokks- ins tvisvar á fimm mínútum. Eftir að hafa hlustað á umræS urnar, sat forsetinn og fylgdar- lið hans teboð brezka þingmanna íjambandsins í veitingasal lái- varðadeildarinnar. í kvöld hélt svo James Har- man borgarstjóri í London for- setanum fjölmennt kvöldverðar boð í Guildhall. Við það tæki- færi flutti Ásgeir Ásgeirsson ávarp, en borgarstjórinn svaraði. Ódýru ferðirnur hjú SAS vuldu vonbrigðum Bergen, 19. nóv. (NTB) FLUGFERÐIR SAS gegn lág- um fargjöldum milli Norður- landanna og Bandaríkjanna hafa ekki borið þann árangur, sem forstöðumenn félagsins vonuðust eftir. Kemur þetta fram í viðtali, sem Johan Nerdrum forstjóri átti við blaðið Bergens Tidende. Ferðir þessar hófust fyrir mán- uði, og gengu mjög vel fyrstu vikuna. Síðan hefur dregið úr farþegafjöldanum, eins og raun- ar var búizt við, þannig að sæta- nýting hefur verið um 50%. Seg- ir Nerdrum að ekki hafi tekizt a9 fá þann farþegaf jölda frá Banda- ríkjunum, sem ráð var fyrir gert er ferðirnar hófust. Þá segir framkvæmdastjórinn ennfremur að of snemmt sé að segja nokkuð um það hvort ferðum þessum verður haldið áfram eftir 1. april nk. — Barn fyrir bíl LAUST fyrir kl. tvö á mánudag varð 5 ára telpa, Elísabet Odds- dóttir, Auðarstræti 15, fyrir bíl á Miklubraut móts við húsið nr. 3, Segir bílstjórinn að telpan hafi hlaupið út á götuna fyrir framan bíl, sem stóð á bílastæði við eyj- una milli akreinanna. Telpan mun hafa hlotið töluvert högg þar sem bíllinn var beyglaður, en mun hafa sloppið með tiltölulega lítil meiðsli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.